Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAYIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Jarðskjálfti upp á 4 á Richter mældist í Þórisjökli Vakti fólk í nágrenninu JARÐSKJÁLFTI upp á 4 stig á Richter mældist í Þórisjökli klukk- an 3:43 í fyrrinótt. Einn lítill skjálfti kom á undan stóra skjálft- anum og tveir eftirskjálftar upp á 3 stig komu strax í kjölfar þess stærsta. Einn eftirskjálfti til viðbótar kom síðan klukkan 9 í gærmorgun, en rólegt hefur verið síðan. Áfram verður fylgst með hræringum í jöklinum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Islands. Ekki var tilkynnt um neinar skemmdir á mannabústöðum í ná- grenni jökulsins en skjálftinn fannst greinilega í uppsveitum Borgarfjarðar og vaknaði fólk sums staðar af bæjum við kippinn. Skápar skulfu Biyndís Jónsdóttir, húsfreyja í Kalmanstungu II, sem er í rúmlega 20 kílómetra fjarlægð frá jöklinum, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa vaknað við stærsta skjálftann, sem kom stundarfjórðungi fyrir fjögur. „Það skulfu hjá mér skápar í svefnherberginu og stuttu seinna heyrði ég hvin- en fann engan skjálfta undir mér,“ sagði Biyndís. Hún sagði enga muni hafa fallið á gólf við skjálftann og hefði hún ekki fundið fyrir neinu það sem eftir lifði nætur. Þórisjökull er þekkt jarðskjálfta- svæði og þar kom síðast jarðskjálfti upp á 3,5 stig á Richter árið 1994. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Stærsta steypuverk í byggð ÆTLA má að ríflega 200 steypubflsfarma hafí þurft til að steypa gólf brúarinnar yfir Miklu- braut við Skeiðarvog í gær. Umfang steypu- verks í byggð hefur aldrei verið jafnmikið. Vinnan gekk vel, að sögn verkstjóra á staðnum. Hann sagði gott veður hafa aukið á góðan starfsanda meðal þeirra sem þátt tóku í fram- kvæmdunum. Fornleifauppgröfturinn á Þórarinsstöðum Altarissteinn frá Miðjarðarhafs- löndum finnst Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson STEINNINN sem fannst við uppgröftinn á Þórarinsstöðum. Seyðisfírði. Morgunblaðið. ENN SKILAR forn- Ieifauppgröfturinn á Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð merkum upplýsingum um for- tíð þjóðarinnar. Komið hefur í ljós að um tvö byggingar- stig kirkjunnar er að ræða. Upphaflega kirkjan hefur verið nokkru minni en sú sem síðar var gerð á sama stað. Allt bendir til að mönnum hafí þótt kirkjan mikilvæg því við endurgerð hennar hefur hún ver- ið stækkuð nokkuð. Á fimmtudaginn fannst brot úr dönskum silfurpen- ingi, sem er frá tímanum 1040 til 1045 og er kenndur við Harða-Knút. Peningurinn fannst í brunaöskulagi eldri hluta kirkjunnar og getur gefíð vísbendingar um hvenær hún brann og var endurbyggð. Tengt trúboði? Á föstudaginn fannst svo altarissteinn í kórnum. Alt- arissteinar voru hafðir ofan á altari og gjarnan felldir inn í fjöl eða tréramma. Þeir áttu að vera helgaðir af ábóta eða biskupi í umboði páfa. Steinninn er líklega brotinn og enn hefur það sem á steininn vantar ekki fundist. Hann er tilhöggvinn og slípaður úr efni sem kall- ast pomfyr og á trúlega upp- runa að rekja til landa við austanvert Miðjarðarhafið. Nokkrir altarissteinar eru til á Þjóðminjasafni og fjórir fundust við uppgröftinn í Viðey á sínum tíma. Engan þeirra hefur þó verið hægt að tengja við altari né ákveðnar kirkjubyggingar. Steinunn Kristjánsdóttir, sem stjórnar rannsókninni á Þórarinsstöðum, segir stein- inn vera sérstakan vegna þess hvar hann fannst, þ.e.a.s. í kórnum þar sem alt- arið hefur staðið. Þessi fund- ur rennir stoðum undir hug- myndir um að kirkjan á Þór- arinsstöðum hafi tengst trú- boði kirkjunnar, frekar en áhugamennsku þar sem formlegt samband þarf til þess að rétthelgaður altaris- steinn geti verið fyrir hendi. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fáir í mið- bænum FÁTT fólk var á ferli í miðbænum í fyrrinótt og þurfti lögreglan ekki að hafa afskipti af fólki svo nokkru næmi. Lögregluvarðstjóri giskaði á ^að um 5-600 manns hefðu verið í ™miðbænum og hefði leigubifreiða- akstur gengið vel og sömuleiðis hefðu biðraðir við veitingastaði verið lítt áberandi. Frjáls afgreiðslutími áfengis var leyfður í fyrsta sinn í tilraunaskyni í fyrrinótt á sumum veitingahúsum og sagði lögreglan að ekki væri að ( jpiarka áhrifin af því fyrirkomulagi vegna fámennisins í bænum. Mikil þensla er í byggingar- og verktakaiðnaði á landinu Dæmi um að alls engin tilboð berist í verkefni ÞENSLA er hjá byggingarmönnum og verktökum víðast hvar um landið og segir Haraldur Sumar- liðason, formaður Samtaka iðnaðarins, að nú vanti menn í flestar greinar í byggingariðnaði. Óskai- Valdimarsson, settur forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, segir fá tilboð berast í útboð á vegum rík- isins og stundum engin, sem stafi af því að fyrir- tækin hafi ekki mannskap og verkefni þeirra séu næg út árið og jafnvel lengur. „Það er óvenjumikil spenna núna miðað við síð- ustu ár, það vantar mannskap í flestar byggingar- greinar og erfitt að fá menn og það lítur út fyrir að þetta vari fram á haust og vetur,“ segir Haraldur Sumarliðason. Hann sagði það skoðun sína að á þenslutíma væri erfitt að gera áætlanir, nokkuð væri um að iðnaðarmenn væru keyptir frá einu fyrirtækinu til annars og því væri að ýmsu leyti betra að verkefnin væru jafnari. „Eg tel betra að staðan væri þannig að verkefnin væru færri en á hæstu toppunum og heldur meiri en dýpstu lægð- irnar hjá okkur, það er betra bæði fyrir viðskipta- menn og verktaka þegar upp er staðið,“ segir Haraldur. „Það er verið að bjóða mönnum gull og græna skóga, sérstaklega hjá þeim verktökum sem eru komnir í einhver vandræði með verk.“ Hann segir iðnaðarmenn hafa fullar hendur í bili og þess vegna geti þeir varla boðið í viðbótarverk um þessar mundir. Smiðir fengnir erlendis frá Óskar Valdimarsson hjá Framkvæmdasýslu ríkisins segir að verktakar hafi ekki nægan mann- skap og þess vegna bjóði þeir hreinlega ekki í verk. Æskilegast sé að fá að minnsta kosti þrjú til- boð í hvert verk. „Við fáum fá tilboð í verk um þessar mundir og flest tilboð eru eitthvað yfir áætlun, nokkur að vísu alltaf undir áætlun í sum verk, en hinn vandinn er frekar uppi að við fáum engin tilboð. Við höfum því í stöku tilvikum orðið að hringja í verktaka og biðja þá um að bjóða í verk.“ Óskar segir að þegar tilboð berist sem séu yfir kostnaðaráætlun sé ákveðið að bíða með verk- ið. Þegar aðeins einn bjóði og tilboð sé yfir áætlun komi fyrir að samið sé um annað verð. Hann segist vita til þess að einn verktaki hafi flutt inn nokkuð marga erlenda smiði. „Það getur verið lausn fyrir verktakana að flytja inn iðnaðarmenn tímabundið þegar ástandið er svona en þannig verða menn að bjarga sér þegar búið er að skrifa undir samninga og verkefnin bíða.“ Guttormur Pálsson, framkvæmdastjóri Meist- arafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, segist geta á einu bretti bætt við sig 50 mönnum. Hann tók undir þá skoðun að fá tilboð berist í verk og þau fari hækkandi. Þannig hafi til dæmis aðeins eitt tilboð borist í framkvæmd við skóla í Hafnarfirði sem hafi verið nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Gutt- ormur sagði að á þenslutíma sem þessum kæmu líka oft fram menn sem tækju að sér ýmis smærri verk en væru ekki löggiltir iðnaðarmenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.