Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Úrvalslið Alþingis keppti í Færeyingar unnu 6-5 mattspyrnu við lið Lögbingsins í Færeyjum Morgunblaðið/Jens Kr. Vang ÁRNI Johnsen beitti öllum brögðum til að snda á andstæðinginn og notaði meðal annars lundaháf í þeim tilgangi. Verslun á Netinu ÚRVALSLIÐ Alþingis í knatt- spyrnu keppti við lið Lögþings- ins í Færeyjum á heimaslóðum þess síðarnefnda á þriðjudag. Eftir harða baráttu endaði leik- urinn með naumum sigri lög- þingmanna, sem skoruðu 6 mörk á mótí 5 mörkum alþingismanna. Leikurinn var haldinn í tengsl- um við Ólafsvöku í Færeyjum, en Amnesty International þar í landi hafði forgöngu um að koma honum á. Venjulega er knattspyrnuleikur milli stjórnar og sljómarandstöðu í Færeyjum við þetta tækifæri, en nú var bryddað upp á nýjung. Lið Islands var skipað blöndu af starfsmönnum Alþingis og al- þingismönnum, en alþingismenn- imir vom Ami Johnsen, Vil- hjálmur Egilsson og Tómas Ingi Olrich, Sjálfstæðisflokki, Stein- grímur J. Sigfússon Vinstri grænum, Lúðvík Bergvinsson Samfylkingunni og Kristínn H. Gunnarsson Framsóknarflokki. Auk þess tók þátt einn fyrrver- andi alþingismaður, Ingi Bjöm Albertsson. Ekki vanir gervigrasinu Einn leikmanna íslenska liðs- ins og forsetí knattspyrnufélags HEFÐBUNDNAR frumfram- leiðslugreinar í matvælaframleiðslu hér á landi eru undanþegnar afskipt- um almenns heilbrigðiseftirlits af framleiðslu sinni og nær valdsvið heilbrigðiseftirlits gagnvart eldis- stöðvum, sláturhúsum og fisk- vinnslufyrirtækjum aðeins til eftir- lits með frágangi og ytra umhverfi. Heilbrigðiseftirlit hefur eftirlit með almennri matvælaframleiðslu, t.d. framleiðslu mjólkurbúa og bakaría, en dýralæknar með framleiðslu slát- urhúsa og eldisstöðva og fiskistofa með framleiðslu fiskverkunarhúsa. Það kerfi heilbrigðiseftirlits sem starfar hér á landi byggir á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Samkvæmt þeim er umhverfísráðherra settur yfir málaflokkinn og í umboði hans starfar Hollustuvernd ríkisins, sem veitir starfsleyfi og hefur eftirlit með starfsemi ákveðinna íyrirtækja, sem eru þau stærstu fyrirtæki landsins sem mest mengunarhætta fylgir, svo sem stóriðjufyrirtæki og fiskimjöls- verksmiðjur. 3000 starfsleyfisskyld fyrirtæki Eitt meginhlutverk Hoilustu- verndar samkvæmt lögunum er að annast eftirlit með framkvæmd fyrr- greindra laga og hafa yfirumsjón með heilbrigðiseftirliti, þar á meðal annast samræmingu heilbrigðiseftir- lits þannig að framkvæmdin sé hin sama alls staðar á landinu. í atvinnulífinu eru um 3000 starfs- leyfisskyld fyrirtæki og hefur Holl- ustuvernd beint eftirlit með um það bil 100 þeirra en að öðru leyti er heil- brigðiseftirliti með fyrirtækjum sinnt af starfsmönnum heilbrigðis- nefnda, sem tilheyra sveitarstjómar- stiginu. Samkvæmt iögunum starfa 10 slíkar nefndir á jafnmörgum eftir- litssvæðum í landinu og eru heii- brigðisfuiitrúar starfsmenn þeirra. Þessum aðilum ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum laga og reglu- þingmanna, Steingrímur J. Sig- fússon, sagði í samtali við Morg- unblaðið að naumari hefði sigur Færeyinga ekki getað orðið. „Við vorum náttúrlega að spila á útívelli og erum auk þess ekki vanir því að leika á gervigrasi,“ sagði Steingrímur. Atkvæðamestur í liði fslands var fyrrum þingmaðurinn og markaskorarinn Ingi Björn AI- bertsson, sem gerði þrennu. Auk þess sagði Steingrímur að ís- lensku leikmennirnir hefðu ver- ið duglegir við að skora í eigið mark. „Eg veit ekki hvernig á að skrá það,“ sagði hann. Vilhjálmur Egilsson var traustur Steingrímur segir að Árni Johnsen hafi varið mark íslands af mikilli snilli og vakið ómælda aðdáun áhorfenda, sérstaklega fyrir kýlingar. „Hann kýldi bolt- ann svo snilldarlega fram að stundum þurfti að sækja hann langleiðina niður á höfn,“ segir Steingrímur. Þá segir hann að ýmsir leikmenn hafi átt mjög góða sprettí. „Vilhjálmur Egils- son var mjög traustur, bæði í vörn og sókn. Henrik Old var í marki Færeyinga og vaktí einnig aðdáun fyrir snilldarlega gerða og samþykktum sveitarfélaga um heilbrigðiseftirlit. Hollustuvernd hefur strangt tekið ekki valdboð gagnvart þessum stofnunum sveitar- stjórnarstigsins nema þær vanræki skyldur sinar eða til að beina málum í réttan farveg, sagði Hermann Sveinbjörnsson, forstjóri Hollustu- verndar, í samtali við Morgunblaðið. „Við erum ekki með puttana í þess- um daglegu málum þar sem menn eru að fara í beinar eftirlitsferðir," sagði Hermann. I lögunum um hollustuhætti og mengunarvamir er ákvæði í 16. grein um að þeir sem starfa samkvæmt lögunum séu bundnir þagnarskyldu um atriði er varða framleiðslu- og verslunarleynd. Sama gildi um atriði sem þeir fái vitneskju um og leynt skuli fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Einnig er áskilið í sömu laga- grein að upplýsingar og tilkynningar, sem þeir sem starfa samkvæmt lög- unum senda til fjölmiðla, skuli vera efnislega rökstuddar og þess gætt að einstakar atvinnugreinar, stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón og álits- hnekki að óþörfu. Ytra eftirlit í lögunum eru víðtækar reglu- gerðarheimildir varðandi reglur sem stofnunum og fyrirtækjum er ætlað að uppfylla. Hermann Sveinbjörns- son segir að starfsleyfisskyld fyrir- tæki séu flokkuð eftir stærð og áhættustigi og ákveðið hve oft þau skuli sæta eftirliti. Almenna reglan sé sú að eftirlitsmenn komi á vinnu- stað í samráði við forsvarsmenn fyr- irtækjanna. takta. Svo kom Högni Hoydal inn á í seinni hálfleik, en Færey- ingarnir höfðu forskot á okkur að því leyti að skiptímenn þeirra voru mun fleiri. Leikmenn þeirra voru alls 20 talsins, en við höfðum aðeins 12 menn. Færey- Gagnvart fyrirtækjum sem fram- leiða kjöt og fiskafurðir hefur heil- brigðiseftirlit, sem starfar á ábyrgð umhverfisráðherra, eingöngu eftir- lit með frágangi og ytra umhverfi. Varðandi hollustuhætti framleiðsl- unnar annast dýralæknar, sem sam- kvæmt lögum heyra undir landbún- aðarráðherra, eftirlit með slátur- húsum og eldisstöðvum en Fiski- stofa, sem heyrir undir sjávarút- vegsráðherra, með fiskvinnslufyrir- tækjum. Að sögn Hermanns Svein- björnssonar hefur þetta valdið „nokkrum núningi“ og vandamálum í samskiptum. Sérstakt matvælaráð starfar hins vegar og er vettvangur þessara þriggja eftirlitsaðila til samræming- ar í störfum sínum. Hermann segir að reglur Evrópusambandsins miði fyrst og fremst að því að eftirlitið fari fram en ekki hvar það er vistað innan stjórnsýslunnar. Eitthvað tíl í aðfinnslum Stofnanir sveitarstjórnarstigsins og ríkisins eru í ákvörðunum sínum bundnar af reglum stjórnsýslulaga um rannsóknarskyldu, jafnræðis- reglu, meðalhófsregiu, andmælarétt og fleiri atriði sem ætlað er að tryggja þeim sem eftirlit er haft með rétt til athugasemda og samráðs meðan á meðferð máls stendur. Reykjagarður hf., sem rekur kjúklingabúið á Ásmundarstöðum, hefur m.a. kvartað undan því að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi ekki veitt fyrirtækinu þá fresti og þann umsagnar- og andmælarétt ingar skiptu ört inn á og nýttu sér þetta forskot," sagði Stein- grímur. Að sögn Árna Johnsen var ferð þingmannanna á þeirra eig- in vegum og borguðu þeir sjálfir ferðakostnað. sem fyrirtækið eigi rétt á. „Mér sýn- ist og heyrist að þeir hafi eitthvað fyrir sér í því að það hafi ekki verið virt í þessu tilfelli þótt ég hafi ekki farið ofan í það sjálfur,“ sagði Her- mann Sveinbjörnsson. Hins vegar er þeim stofnunum sem annast heilbrigðiseftirlit falið að gæta mikilsverðra hagsmuna al- mennings og auk stjórnsýslulaganna eru gildandi upplýsingalög, sem tryggja aðgang að upplýsingum um starfsemi stjórnsýslunnar. Varðandi opinberar upplýsingar um heilbrigð- iseftirlit segir Hermann að hjá heil- brigðisnefnd Reykjavíkur gildi t.d. sú regla að um leið og mál hefur ver- ið tekið fyrir á fundi nefndarinnar teljist upplýsingar um það opinberar enda séu fundargerðir opinberar og réttur almennings til upplýsinga um þau mál sem eru til meðferðar í stjórnsýslunni mun rýmri en margir geri sér grein fyrir. FLEIRI flytjast nú til íslands en frá því. Skila þeir flutningar sér ekki síst á höfuðborgarsvæðið þar sem gera má ráð fyrir hlutfallslega meiri fjölgun í ár en verið hefur undanfar- inn áratug. Þetta kemur fram í Hag- vísum, fréttabréfi Þjóðhagsstofnun- ar sem kom út í gær. I Hagvísum segir að íslenskir rík- isborgarar sem fluttu til landsins á fyrri hluta þessa árs séu fleiri en þeir sem fluttu frá því. Mun það ekki hafa gerst síðan 1992 og alis eru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta tæplega fjögur þús- und á þessum áratug. Einnig segir að framhald sé á aukningu á fjölda Ekki rætt um að nyta heima- banka STJÓRNENDUR banka á íslandi virðast ekki hafa velt alvarlega fyrir sér þeim möguleika að nýta svokall- aða heimabanka eða einkabanka á Netinu til þess að tryggja öryggi þeirra sem versla á Netinu. Tækni- lega væri þó hægt, að mati þeirra sem vel þekkja til, að tengja heima- banka við fyrirtæki sem sjá um verslun á Netinu og koma í veg fyrir svik í slíkum viðskiptum með ákveðnum tæknilegum lausnum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær virðast menn almennt uggandi yfir því að verslun á Netinu sé ekki nægilega örugg enda hafa kortasvik aukist gífurlega samhliða fjölgun notenda Netsins. Til að tryggja öryggi í kortavið- skiptum á Netinu virðast bankar og fyrirtæki helst horfa til öryggisbún- aðar sem kallaður er SET (Secure Electronic Transaction), eða skjá- veski, en sá búnaður á m.a. að tryggja að viðkomandi kortanúmer fari aldrei út á Netið heldur ein- göngu dulkóðaðar staðfestingar milli korthafa og söluaðila. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um SET hjá VISA íslandi. aðfluttra erlendra borgara til lands- ins en að fjöldi brottfluttra haldist nokkum veginn stöðugur. Gert er ráð fyrir áð á þriðja þúsund manns með erlent ríkisfang flytji til lands- ins í ár. Auk þess kemur fram í Hagvísum að haldi svo fram sem horfir með flutninga milli landa geti aðfluttir umfram brottflutta frá útlöndum bætt um 0,7% við íbúafjöldann á höf- uðborgarsvæðinu, innanlandsflutn- ingar 1%, en fæddir umfram dána 0,9%. Að samanlögðu mun því stefna í að vöxtur mannfjölda á svæðinu í ár geti orðið hlutfallslega meiri en hann hefur verið í meira en áratug. Margbrotið eftirlit með matvælaframleiðslu Eftirlit með heilbrigði og hollustu í mat- vælaframleiðslufyrirtækjum er á hendi þriggja ráðuneyta hér á landi. Pétur Gunnarsson kynnti sér reglur um heil- brigðiseftirlit. Búferlaflutningar til og frá íslandi Fleiri flytja til lands- ins en frá því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.