Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nýtt húsnæði Iðnskóla Hafnarfiarðar markar margvísleg timamót NÝTT húsnæði Iðnskóla Ilafnarfjarðar við Flatahraun Bylting- á aðstöðu skölans Framkvæmdir við nýjan Iðnskóla Hafnarfjarðar eru nú langt komn- ar. Byggingin er nýstárleg að mörgu leyti og er fyrst einkafram kvæmd fyrir opinbera aðila á íslandi. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið og ræddi við framkvæmdaaðila. Hafnarfjörður NÝTT húsnæði Iðnskólans í Hafnarfírði við Flatahraun, sem ætlunin er að taka í notkun næsta vetur, er ný- stárlegt að mörgu leyti. í fyrsta lagi stækkar húsnæði skólans verulega og bylting verður á allri aðstöðu nem- enda og kennara. í öðru lagi markar byggingin þau tíma- mót að nú í fyrsta skipti er skólahúsnæði fjármagnað, reist og rekið af einkaaðil- um. Og í þriðja lagi er bygg- ingarstíllinn óvenjulegur hér á landi og er húsið það fyrsta sinnar tegundar sem rís hérlendis. Þröngt og óhagkvæmt húsnæði hefur um langt skeið staðið starfí Iðnskól- ans fyrir þrifum að sögn Jó- hannesar Einarssonar skólameistara. Nemendum hefur fjölgað verulega á þessum áratug, sérstaklega eftir að skólinn hóf að bjóða upp á nám í hönnun um haustið 1990. Sú braut hefur verið vinsæl meðal nem- enda. Síðasta vetur voru um 350 nemendur í dagskóla, en að meðtöldum þeim sem stunda kvöldnám í skólanum má gera ráð fyrir að nem- endur verði um 400 næsta vetur. Iðnskólinn fagnaði 70 ára afmæli á síðasta ári. Segja má að skólinn hafí lengst af verið á hrakhólum með hús- næði. Árið 1973 flutti hann í núverandi húsnæði við Reykjavíkurveg. Sama ár var tekið til við að innrétta fískverkunarhús Jóns Gísla- sonar við Flatahraun fyrir verknámskennslu, sem hófst þar haustið 1974. Það hús- næði hefur verið stækkað síðan og var innréttað síðast árið 1992. Bylting á aðstöðu nemenda og kennara f dag er Iðnskólinn á tveim- ur stöðum. Bóknám fer fram í húsnæðinu við Reykjavík- urveg og verknámið er til húsa við Flatahraun. Þetta skapar verulegt óhagræði auk þess sem öll aðstaða er af skomum skammti. Þannig er ekkert mötuneyti í skólanum og ekkert bóka- safn fyrir nemendur. í nýja skólanum verður öll aðstaða undir sama þaki. Nýja húsnæðið er tæpir 4.400 fermetrar og stækkar húsnæði skólans því um 1.700 fermetra. Skólinn HELG' Leifts.", Gib SWK— verk.ijdri, Sigfú, atetan Þorannsson og Johannes Einarsson, skólameistari Iðnskóla Hafnarfjarðar. í bak- sýn rís nýr skóli. verður síðan tekin undir verknámið. »Nýja húsnæðið er svo mikil bylting í aðstöðu fyrir nemendur og kennara að það er raunverulega ekkert hægt að lýsa því,“ segir Jó- hannes. Fyrsta einkaframkvæmd- in fyrir opinbera aðila Bygging nýja skólans hófst með fyrsta útboði opinberra aðila hér á landi þar sem einkaframkvæmd er beitt. Fyrirkomulagið felur í sér að einkaaðili fjármagnar, byggir og sér um rekstur húsnæðisins. Útboðið fólst í því að yfirtaka byggingar skólans, byggja viðbygg- ingu við húsið að Flata- hrauni en fínna nýtt hlut- verk fyrir húsið við Reykja- víkurveg. Nýsir hf., ásamt fstaki og íslandsbanka, átti lægsta tilboðið og stendur að framkvæmdum. Húsnæði Iðnskólans verður þinglýst eign Nýsis hf. sem stýrir verkinu og annast rekstur á húsnæð- inu. í því felst viðhald, end- urnýjun tölvubúnaðar, hús- gögn, þrif, húsvarsla, sorp- hirða, matar- og kaffisala, öryggisgæsla o.fl. Menntamálaráðuneytið ásamt Hafnarfjarðarbæ borgar Nýsi leigu fyrir af- not af húsnæðinu, sem nem- ur 65,8 milljónum króna á BYGGING Iðnskólans er fyrsta stálgrindarhúsið sem reist er hér á landi fyrir margþætta starfsemi. verður á þremur hæðum. Á efstu hæð verða kennslu- og hársnyrtistofur. Mið- hæðin verður lögð undir skrifstofur skólans, bóka- safn, mötuneyti og lesað- stöðu fyrir nemendur. Neðsta og stærsta hæðin ári. Leigusamningurinn er til 25 ára og samtals nemur leiguupphæðin 1.645 millj- ónum króna yfir samnings- tímann. Að mati ráðuneytis- ins er áætlaður sparnaður á milli 250 og 350 milljónir króna. Stefán Þórarinsson hjá Nýsi hf. segir að með þessu fyrirkomulagi komi ríki og sveitarfélög sér undan fjár- festingum og borgi einungis fyrir notkun. Opinberir aðil- ar þurfi því ekki að binda fé í byggingum, auk þess sem fyrirkomulaginu fylgi veru- legur sveigjanleiki. Að leigutíma loknum verður Iðnskólinn ekki bundinn af húsnæðinu og geta stjórn- endur hans þess vegna fundið sér allt annað hús- næði, telji þeir það betri kost fyrir skólann. Jóhannes Einarsson skólameistari segir það stór- an kost við útboðið að skil- greint hafi verið hvaða þjón- ustu skólinn þarf á að halda, bæði hvað varðar húsnæði og búnað. Hann telur að leigan verði mun hagkvæm- ari kostur í stað þess að eyða verulegu fjármagni í að skólinn eignist húsnæðið. Að mati Jóhannesar leiðir einkaframkvæmdin til þess að Iðnskólinn komi til með að verða einn ódýrasti skóli landsins í rekstri. Ný bygging hagkvæmari Fyrstu hugmyndir að bættu húsnæði skólans mið- uðust að því að endurnýja og stækka húsnæðið við Flatahraun. Þeir aðilar sem að útboðinu komu hurfu allir frá þeirri hugmynd og töldu mun hagkvæmara að rífa gömlu húsin við Flatahraun og reisa nýtt hús yfir skól- ann. Sigfús Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nýsis hf., segir að þetta mat sé öðru- vísi nálgun á viðfangsefn- inu. Hann segir að opinberir aðilar hafi aldrei farið að rífa eldra húsnæðið vegna þess að menn horfi ekki á kostnaðinn við endingar- tíma húsa. „Þegar þessu er skellt í einkaframkvæmd eru menn síðan neyddir til að tengja saman byggingar- kostnað og hagkvæmni við rekstur," segir Sigfús. Til þess að ná þessum markmiðum fram var farin nýstárleg leið í byggingu hússins. Húsið er reist sem stálgrindarhús og mun vera fyrsta stálgrindarhús- ið sem byggt er undir svo flókna starfsemi sem skóla- rekstur er að sögn Helga Leifssonar, staðarstjóra hjá Istaki. Þetta byggingarform var valið af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna bygg- ingarhraðans og hins vegar vegna sveigjanleika til breytinga á húsnæðinu. Þar að auki á húsið að vera næsta viðhaldsfrítt. Að utan verður húsið klætt áli en innveggir verða klæddh- gifsplötum sem eru spraut- aðar og þarf því ekki að mála húsið. Áætlað er að taka aðra og þriðju hæð í notkun 1. nóvember nk. en verkleg kennsla verður flutt í áföngum í nýja húsið eftir 1. desember. Stefnt er að því að allt húsið verði kom- ið í notkun við upphaf vor- annar skólans á næsta ári. í vetur verða gömlu húsin rifin og þar útbúin 250 bíla- stæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.