Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 35 ERLENT GASI fór á fund Sólveigar Pétursdóttur dómsniálaráðherra fyrr í mánuðinum. Viðræður þeirra segir Gasi hafa verið mjög gagnlegar og íslenskt dómskerfí telur hann geta orðið öðrum ríkjum til eftirbreytni. að fá upplýsingar frá albönskum íbúum um hvað væri að gerast í hverfunum. Þeir hófu því að ráðast inn á heimili fólks þar sem þeir fengu engar upplýsingar öðruvísi. Frá árinu 1990 viðgekkst það alls staðar í Kosovo að lögregla réðist inn á heimili fólks, legði þau í rúst og færi með fjölskyldumeðlimi á lögreglustöðvar þar sem þeh' svo börðu þá. Sjö til átta hundruð þúsund manns, búsett víðs- vegar í Kosovo, hafa lent í slíkum innrásum og hefur lögreglan borið fyrir sig að hún sé að leita að „einhverju". Brátt fóru þeir að senda sérsveitir lögreglu til Kosovo og höfðu þær það hlutverk eitt að berja fólk. Eg hef orðið vitni að því er íbúar Klína voru barðir hver á eftir öðrum. Þeir áttu það til að setja upp vegatálma og er rútum eða bílum var ekið í gegn voru farþegamir beðnir að stíga út úr farartækjunum. A götunni voru þeir allir bai'ðir og að því loknu sagt að halda leiðar sinnar. Þetta gerðist á öllum tímum sólarhringsins, víðsvegar um Kosovo. Loks rann það upp fyrir okkur að það var ómögulegt að berjast gegn slíkri ógnarstjórn. Þetta var árið.1995 en þá settum við á laggirnar mannréttindasamtök, Samtök um vernd mannréttinda hétu þau, og skrifuðum á skipulagðan hátt niður hvað væri að gerast til að ná heildarmynd af ástandi mála í héraðinu. Þessi samtök voru starfrækt í öllum bæjum og þorpum í Kosovo. Sem fyrr var starfsemi okkar bönnuð og því þurftum við að koma gögnum á milli staða á leynilegan hátt, oft á nóttunni, til að lögreglan kæmist ekki að starfa okkar. Hefði lögreglan komist á snoðir um starfsemina hefði hún skot- ið viðkomandi. Þær upplýsingar og myndir, sem við söfnuðum, sendum við til Evrópu til að vekja athygli á þeim aðstæðum sem við bjugg- um við. Með starfsemi okkar fengust m.a. þær upp- lýsingar að réttur Kosovo-Albana var brotinn á tvö hundruð mismunandi vegu. Til að mynda réðst lögreglan inn á skrifstofur og tók þar fjóra eða fímm starfsmenn sem hún barði til óbóta og stundum skar hún eyrun af fólki. Áður var það þannig í Kosovo að fólk fékk ókeypis læknisþjónustu ef það var að vinna en eftir 1995 voru allir Kosovo-Albanar án atvinnu sem hafði það meðal annars í för með sér að við þurftum að borga háar upphæðir fyrir læknis- þjónustu. Þegar ástandið var orðið svona slæmt og við höfðum reynt allar hugsanlegar leiðir til að bæta úr því fórum við að ræða leiðir til að verja okkur.“ Fingur af börnum og eyru í vösunum „Fólk var orðið þreytt á ofbeldinu og kúgun- inni og því fóru Albanar að vopnast til að geta varið þorpin gegn árásum lögreglunnar og sér- sveitanna. Smám saman byrjuðu íbúar þorp- anna að vopnast og með tímanum varð Frelsis- her Kosovo til. Þetta var ósköp venjulegt fólk sem vildi gera eitthvað til þess að verjast serbnesku lögreglunni og hernum. Með tilkomu frelsishersins má segja að mikið af fólki hafí hlotið frelsi á ný þar sem lögreglan komst ekki lengur í þorpin. Frelsisherinn hélt til í fjöllunum og gat stöðvað lögregluna áður en hún komst inn í þorpin. Hins vegar héldu Serbarnir áfram að ráðast á íbúana, nú með því að skjóta á þá og eyðileggja hús þeirra úr fjar- lægð.“ Gasi segir liðsmenn frelsishersins stundum hafa leitað á serbnesku hermönnunum eftir að þeir voru búnir að fella þá skammt frá þorpun- um. Ósjaldan beið þeirra ófögur sjón. „Það kom oft fyrir að þeir fundu ýmsa lík- amshluta í vösum hermannanna, eins og eyru, fingur af börnum og fullorðnum, nef og fleira sem þeir ætluðu sér að fara með aftur til Serbíu og sýna fram á hversu marga þeir hefðu drepið. Frá 15. september 1998 voru serbneskar her- sveitir búnar að jafna sextíu þúsund hús við jörðu í Kosovo með þeim afleiðingum að fjögur hundruð þúsund manns voru á götunni. Þeir sem enn áttu heimili buðu þeim sem voru heim- ilislausir að gista hjá sér. Stundum voru fimm- tíu manns á einu heimili og er fólk lagðist til svefns var gólfið oft þakið fólki. Á þessum tíma, í september 1998, voru Ser- bar farnir að herða mjög sókn sína í Kosovo og afskipti Vesturlanda af átökunum hefðu alveg mátt hefjast þá. Frelsisherinn var farinn að vopnast enn frekar því það var orðið deginum Ijósara að Serbar voru á leið í stríð. Kosovo-Al- banar vildu að þjóðir heims reyndu að fá Milos- evic til að snúa frá stefnu sinni gegn Albönum í héraðinu áður en veturinn gengi í garð. Hins vegar var það ekki fyrr en í mars að öðrum Evrópuríkjum og Bandaríkjunum varð það ljóst að þetta gat ekki gengið lengur." Við dauðans dyr „Hinn 27. mars síðastliðinn má segja að ég hafi staðið við dauðans dyr. Eg var á leið í heimsókn til vinar míns er ég sá hvar serbneskir óbreyttir borgarar höfðu brotist inn í verslun sem vai’ í eigu Albana og voru að stela vörum úr henni. Serbneskir lögreglumenn stóðu álengdar og fylgdust með án þess að að- hafast nokkuð. Lögreglan skipaði mér að koma til sín og spurði mig hvert ég væri að fara. Er ég sagðist vera á leið til vinar míns rengdi hún mig og sagði: „Nei, þú ert kominn til að fylgjast með þessu [ráninu] og skrá niður upplýsingar." Eg sagði svo ekki vera en lögreglumaðurinn vildi ekki trúa mér. „Gakktu af stað,“ sagði lög- reglumaðurinn. Eg hlýddi honum en er ég hélt áfram göngu minni heyrði ég hann hlaða byss- una. Mér varð litið til nokkurra kvenna sem stóðu álengdar og huldu andlit sín af óhug vegna þess sem í vændum var og ég beið þess að hann hleypti af skoti. En ég komst leiðar minnar og enn þann dag í dag skil ég ekki hvers vegna ég var ekki skotinn því lögreglan hefði ekki þurft að svara fyrir verknaðinn. Öll þorpin umhverfis Klína höfðu verið brennd til kaldra kola og ástæðan fyrir því að íbúar Klína höfðu ekki yfirgefið þorp sitt var sú að það sama beið þeirra alls staðar annars staðar í Kosovo. Við vorum innilokuð á heimil- um okkar og gátum okkur hvergi hreyft nema að taka áhættu, líkt og ég hafði gert.“ Gamalt fólk bað um að fá að vera skilið eftir „Um klukkan tíu um morguninn 28. mars byrjuðu þeir að brenna nokkur hús í þorpinu í um 200 metra fjarlægð frá heimili okkar hjón- anna. Fyrst gerðum við okkur ekki grein fyrir því hvað var að gerast en brátt rann það upp fyrir okkur að Serbarnir voru að ganga hús úr húsi, þeir skipuðu fólki að yfirgefa þau og brenndu síðan. Eg og konan mín sáum hvai' hús vina okkar stóð í eldhafi og hún fór út til að aðgæta hvað væri um að vera. Er hún var komin út á götu kom lögreglan auga á hana og hóf skothríð fyr- ir framan fæturna á henni og spurði hvert hún Akranes: Bílver sf„ sími 431 1985. Akureyri: Höldur hf„ sími4613000. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ sími 4712011. Keflavík: Bílasalan Bilavík, sími 421 7800. Vestmannaeyjar: BHaverkstæðið Bragginn, sími 481 1535. ^ Samlitir stuðarar~^j HR-V öQfcancJi oq fjórhiJólcadriFinn 50*“™ 1998 Nú er tími til að gleðjastþvíítilefni af50 ára afmælisári Honda bjóðum við Honda HR-Vá sérstöku afmælistilboði. Honda HR-V er tímamótabíll í umferðinni, ögrandi útlit, ótrúlegt rými. Komdu og skoðaðu ípakkana. Hondd HR-V, MxM frá 1.699.000 Ur. ^jfib í sætum) C Geislaspilari og hátalarar ^ - betri bíll Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.