Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters ALBONSK kona frá Kosovo grætur við útför ættingja sinna 5. júlí sl. sem serbneskir her- menn myrtu í Bela Crkva. AIls voru 64 karlar, konur og börn borin til grafar þennan dag. Enn eru alþjóðlegir sérfræðingar að fínna fjöldagrafír sem bera ódæðisverkunum sem framin hafa verið í héraðinu glöggt vitni. KOSOVO-ALBANI gengur um götur Djakovica 18. júní sl. og virðir fyrir sér rústir hús- anna þar. íbúar Djakovic segja að um eitt þúsund manns sé enn saknað eftir að serbnesk lögregla handtók þá. LANGÞRÁÐUR draumur hefur ræst, - albanskt par frá Kosovo fellur í faðma og fagnar því að vera loks komið aftur heim til Kosovo 17. júm' sl. þættist vera að fara. Dauðskelkuð og hljóðandi hljóp hún inn í húsið okkar aftur. Skömmu síð- ar tilkynnti lögreglan mér að við hefðum fímm mínútur til að yfírgefa heimili okkar. Við gerðum eins og okkur var sagt og fórum, ásamt nágrönnum okkar, í röð sem þá hafði myndast í bænum. Við máttum ekki taka neitt með okkur og þeim sem áttu verðmæta bfla var bannað að fara á þeim því hermennirnir hirtu þá sjálfír. Þrír eða fjórir voru skotnir til bana þennan morgun. Þrír til viðbótar vora teknir úr röðinni og viku síðar fréttum við að þeir hefðu verið skotn- ir til bana. Þessir menn vora í stjórn Kosovo og einn þeirra var meðlimur Lýðræðisflokksins. Það er mjög erfitt að lýsa því andrúmslofti sem ríkti í Klína þennan örlagaríka morgun; í þessu lendir maður aðeins einu sinni á ævinni. Sumir þoi-psbúanna vora veikir og þarna var mikið af gömlu fólki sem átti erfítt með að kom- ast leiðar sinnar. Nágrannarnir reyndu að að- stoða það við að ganga... það var erfítt að horfa upp á þetta allt saman. Sumir settu gamalt og veikt fólk í ábreiður sem þeir bára sín á milli en aðrir bára það í fangi sér. Ég heyrði gamalt fólk biðja börnin sín um að skilja sig eftir þar sem það var orðið veikburða." Um átta þúsund manns höfðu safnast saman í röð á götum bæjarins og skipuðu serbneskir hermenn þeim að fara til Albaníu. Ibúamir vildu ekki yfirgefa Kosovo og gengu því upp fjallshlíð við Klína í átt að þorpi sem hafði verið mannlaust eftir að það var brennt til kaldra kola íyrir rúmu ári. Þar héldu þeir til í um það bil viku en þar sem þorpið lá hærra yfír sjávar- máli en Klína gat fólkið séð yfír heimabæ sinn er fengið hafði sömu útreið og draugabærinn sem það leitaði skjóls í. I þessu þorpi voru fáein hús sem hægt var að hírast í við þröngan kost og bar oftsinnis við að um tvö hundrað manns byggju saman í einu húsi, líkt og Gasi og kona hans fengu að reyna. Þó sagði Gasi að ræktarland þeirra, sem búið höfðu í þorpinu áður, hefði fært þeim björg í bú meðan á dvölinni stóð. „Þarna hefur töluverð ræktun verið meðal Albana og því var nægilegt af komi til baksturs. Konurnar sáu um að baka ofan í fólkið sem bjó þarna saman.“ Gasi vissi ekki hvað orðið hafði um fólkið sem búið hafði í þorpinu áður. Á flótta með frelsishernum íbúar Klína höfðu haft í hyggju að halda til í „draugaþorpinu" í von um að geta snúið aftur til Klína er átökunum linnti. Það kom hins veg- ar að því að hermennirnir fundu aðsetur þeirra og umkringdu þorpið. Gasi beið ekki boðanna er hann sá þá nálgast og tók til fótanna í átt til fjalla. Stöðu sína mat Gasi þannig að hann væri í meiri hættu en eiginkona hans, þar sem óvin- irnir vora á höttunum eftir menntamönnum. Eiginkona hans varð því eftir með hinum AI- bönunum. „Er þeii’ vora búnir að umkringja þorpið skipuðu hermennimir þeim að raða sér upp og völdu tvö hundrað manns sem þeir skildu frá hópnum og tóku með sér á brott. Hinum skip- uðu þeir að halda beinustu leið til Albaníu." Gasi segist ekki vita hvað hafí orðið um þessi tvö hundrað en er hann heyrði í fréttum fyrir skömmu að fjöldagröf með jafnmörgum líkum hefði fundist skammt frá Klína, sagðist hann telja víst að þar væri um sama fólkið að ræða. Gasi var í u.þ.b. þrjár vikur á flótta, undir vemd Frelsishers Kosovo, um fjalllendi héraðs- ins á leið til Svartfjallalands. „Ég gekk með Frelsishernum um grýttan jarðveg í rúmlega 2.500 metra hæð yfir sjávarmáli. Það snjóaði. Við drógum þá sem vora verst haldnir á plast- dúkum yfír fonnina. Á þeim tíma varð ég vitni að því er fjöldi fólks var drepinn. I eitt skiptið er við voram á flótta undan Serbunum hæfðu þeir fimm manns sem hlupu fyrir aftan mig. Einn þeima særðist en fjórir létust." Gasi komst yffr til Svartfjallalands 24. aprfl. Þar hringdi hann til barna sinna á íslandi til að láta vita af sér en þá hafði hann ekkert frétt af konu sinni. Börn hans gátu upplýst hann um að hún væri á sjúkrahúsi í Kukes í Albaníu og því lá leið hans rakleitt þangað. Kona hans hafði legið á sjúkrahúsinu frá því hún kom yfír til Al- baníu, eftir að hafa verið samfleýtt í fimm daga og fimm nætur á gangi eftir að hún og aðrir þorpsbúar Klína vora reknir frá heimaslóðum sínum. Gasi sagði hana enn kenna sér meins í fótunum eftir flóttann. „Frá Albaníu fóram við til Vínarborgar 3. maí og komum til íslands 4. maí, með hjálp bama minna,“ sagði Gasi. Flestir ættingjar Gasis flúðu til Albaníu meðan á átökunum stóð en nú hafa margir þeirra snúið aftur til Kosovo. NATO hefur sýnt fyrir hvað það stendur Gasi segist að mörgu leyti hafa fundið til létt- is er loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Jú- góslavíu hófust. „Við höfðum verið að bíða eftir hjálp Vesturlanda og heimsins alls því við gerð- um okkur grein fyrir því að við hefðum aldrei getað komið okkur úr þessu ástandi á eigin spýtur. Við eram þakklátir NATO fyrir það sem það hefur gert, þrátt fyrir að hjálpin hafí borist nokkuð seint, því þetta var okkar eina von og eina lausnin sem við sáum á vandanum. Sem verjandi mannréttinda hefur NATO sýnt fyrir hvað það stendur. Hefði bandalagið ekki hafið íhlutun til bjargar Kosovo-AIbönum úr þessum hörmungum myndi það sjálft ekki vita fyrir hvað það stæði. NATO myndi ekki hafa þýðingu í dag hefði það ekki reynt að stöðva þjóðernishreinsanir Milosevic í héraðinu." Þrátt fyrir óöldina og hörmungarnar sem Gasi hefur þurft að þola og horfa upp á er hann bjartsýnn á framtíðina. „Meðal okkar Kosovo- Albana ríkir mikill vilji til að byggja upp nýja framtíð og við eram bjartsýnir á það uppbygg- ingarstarf sem nú er að hefjast í Kosovo. Evr- ópulöndin hafa nú gert sér grein fyrir því að án lýðræðis á Balkanskaganum mun lýðræði ekki ná að dafna í Evrópu. Kosovo hefur fulla burði til að vera sjálfstætt, landið er ríkt frá náttúrannar hendi og fólkið er duglegt,“ sagði Gasi. Hvað uppbyggingu í Kosovo varðar hefur Gasi sínar hugmyndir. „Fyrst og fremst verður að virkja og fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem nú þegar era fyrir hendi í Kosovo. Til þess að þetta verði hægt þarf fjár- magn að koma frá ríkjum Vestur-Evrópu. Hvað andlegu og félagslegu hliðina snertir er ekki síð- ur mikið starf framundan. Það verður mjög erfitt fyrir fólk að ná sér andlega eftir þessar hörmungar. Það er búið að sjá og reyna mikið, einnig lítil böm, og það mun taka langan tíma að yfirvinna þá eyðileggingu. Það verður ekki síður erfitt að taka á þessum málum við svo slæmt efnahagsástand sem nú er í Kosovo. Að mörgu leyti mun það þó líklega reynast auðveldara fyrir þá sem fullorðnir era að sigrast á þessum andlegu erfíðleikum því á endanum fengu þeir það sem þeir óskuðu eftir; sjálfstæði." Á fund dómsmálaráðherra íslands Fyrir skömmu hitti Gasi Sólveigu Pétursdótt- ur dómsmálaráðherra að máli. Sagði hann við- ræður þeirra hafa verið „mjög uppbyggilegar“, ekki síst þar sem Sólveig hefði látið í ljós vilja íslendinga til að aðstoða við uppbyggingu dóms- kerfisins í Kosovo. „Það er margt sem íslend- ingar geta gert til að hjálpa okkur. Til að mynda tel ég upplýsingastreymið innan dómskerfisins á íslandi vera til fyrirmyndar. Það hversu óháð dómskerfið er ríkinu þykir mér mjög áhugavert og hlutverkaskipting milli saksóknara og lög- reglustjóra er ekki síst hlutur sem ég tel okkur geta tekið til fyrirmyndai' þar sem störf þessara embættismanna skarast oft í Kosovo. Þrátt fyrir smæð íslands er margt í íslenska dómskerfinu sem ætti að verða öðrurn löndum til eftirbreytni. Glæpatíðni er lág á Islandi í samanburði við þau lönd sem ég hef kynnt mér og meðhöndlun yfirvalda á ungu fólki sem brýt- ur af sér er til fyrirmyndar.“ Gasi sagðist afar þakklátur Birni Friðfinns- syni, starfsmannastjóra dómsmálaráðuneytis- ins, og Boga Nilssyni saksóknara íyrir einkar gott viðmót og hjálpsemi sem þeir hefðu sýnt honum. Gasi segii' íslensku þjóðina og ríkisstjórnina eiga þakkfr skildar fyrir að hafa tekið beinan þátt í að lina þjáningar Kosovo-Albana og láta sig hörmungar þeirra varða. Móttökm’ þær er flóttafólkið fékk á íslandi segir Gasi hafa verið miklu betri en í öðram löndum. Annars staðar hafi flóttafólki oft verið troðið saman í eitt hús, en á Islandi búi það innan um Islendinga og eigi þannig auðveldara með að aðlagast. Gasi segist þakklátur Rauða krossi Islands, Sameinuðu þjóðunum, NATO og öllum þjóðum Evrópu fyrir þá hjálp sem veitt hafi verið til að minnka þjáningar Kosovo-Albana og gera þeim kleift að snúa aftur til síns heima. ímynda mér að allt sem ég átti sé þar ekki lengur Gasi segist hlakka til að fara aftur til Kosovo en þó fylgi heimkomunni nokkur kvíði. „Eins og er ber ég blendnar tilfinningar til Kosovo. Ég get ekki beðið eftir að sjá hvað bíður mín heima en jafnframt veit ég vel hvað hefur gerst. Ég vil sjá uppbyggingarstarfið hefjast og Kosovo lifna við en mér finnst erfitt að eiga eftir að þurfa að horfast í augu við eyðilegginguna. Það sem bíð- ur mín verður brennd hús, fjöldagrafir og annað sem ber ódæðisverkunum glöggt vitni. En ég vil fara til baka þótt það verði erfitt að hitta vini og ættingja sem misst hafa börn sín, maka eða aðra ástvini. Kannski get ég einhvern tímann sagt þeim að þetta hafi allt verið í þágu frelsis í Kosovo; að ef til vill hafi þetta allt á ein- hvern hátt verið þess virði. Ég er mjög jákvæð- ur og finnst framtíðin björt. Það þýðir þó ekki að ég sé að byggja mér skýjaborgir hvað fram- tíðina varðar því ég er raunsær maður. Reynsla mín af átökunum hefur kennt mér að reyna að skilja annað fólk sem lent hefur í svip- uðu ástandi, að vera ekki með fordóma. Ég óska þess að barnabömin mín frá Islandi læri af þeim atburðum sem átt hafa sér stað í Kosovo, að þau lesi um þá og kynni sér söguna. Einnig vona ég að þau komi til með að ferðast til Kosovo og leggja sitt af mörkum til menningar- innar þar.“ Flestir rekja þá atburði, sem Gasi talar um, til Serba. Hvaða tilfinningar skyldi hann bera til serbnesku þjóðarinnar í ljósi átakanna? „Ég hef, og að ég tel meirihluti Albana, ekk- ert á móti Serbum sem þjóð þrátt fyrir hörm- ungarnar í Kosovo. Heil þjóð getur ekki gert slíka hluti, heldur eru það leiðtogar sem fá meirihluta hennar til að framkvæma þá. Þó get ég sagt þér eitt; við getum aldrei búið saman framar. Á endanum mun serbneska þjóðin gera sér grein fyrir því að hún er fámennari en kín- verska þjóðin! Serbar era um sjö milljónir tals- ins, jafnmargir og Albanar sem búsettir era í Kosovo, Albaníu, Svartfjallalandi og Makedón- íu. Þrátt fyrir að serbneska þjóðin sé ekki stærri hafa samskipti hennar við öll nágranna- ríkin verið vandkvæðum bundin því hún hefur ráðist nánast á þau öll. Ég óska þess að serbneska þjóðin læri af sögunni og láti slíkar hörmungar ekki endurtaka sig.“ Gasi segist vonast til að komast sem fyrst aft- ur til Kosovo og býst við að Klína verði hans fyrsti áfangastaður. Hefur hann sett sér fyrir sjónir hvað bíður hans við heimkomuna? „Ég ímynda mér að ég sjái að allt sem ég átti sé ekki lengur til. Það eina sem þeir gátu ekki tekið frá okkur var jörðin og hún er þarna enn- þá. Ég óska engum svo ills að þurfa að ganga í gegnum það sem ég hef þurft að gera. Hörm- ungarnar era nokkuð sem maður vill ekki að gerist og aðrir þröngva upp á mann, nokkuð sem maður fær ekki breytt. Þetta er eins og að vera á báti sem fer með straumnum óháð vilja manns. Ég er stoltur af því að vera Albani og tilheyra þjóð sem getur státað af fólki eins og arkitektin- um sem byggði Taj Mahal á Indlandi, Clement Sinton páfa, Móðir Theresu og Skender Beu, sem stýrði andspyrnubaráttu gegn Ottoman- veldinu, er varði í um hundrað ár. Það sem ég hef unnið að hörðum höndum hef- ur orðið að veruleika. Kosovo er frjálst. Ég gat ekki komið í veg fyrir hörmungarnar en ég hef unnið að því að fá frelsi til handa Kosovo-búum og nú hefur það gerst. Þangað sæki ég allan minn kraft.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.