Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ . Af dægurlögum aldarinnar PÉTUR Þ.J. Gunnarsson, einn margra góðkunnugra framtaks- manna í Reykjavík, stýrði hótelinu á vegum samtaka templara. Pétur var kunnur frönskumaður. Hann var kaupmaður í Landsstjörnunni í ^ Austurstræti. Gamansamir revýu- höfundar kölluðu hann Pétur Þ.J.ABCD Gunnarsson. Seinna tók við stjórn og rekstri hótelsins nafnkunnur veitingamað- ur, Alfred Rosenberg. Dóttir hans Esther var bekkjarsystir mín í Landakoti. Fríðleiks- og greindar- stúlka. Hún var oftastnær efst í sín- um bekk. Stöku sinnum tókst mér að setjast við hlið Estherar á próf- um, eða í afrekaskrá einhversstaðar nálægt. Helgi bróðir hennar var svo vinsamlegur að færa mér að gjöf postu ínsdisk með einkennismerki hótelsins. Þá voru allir innanstokks- munir hins reisulega hótels orðnir eldi að bráð. Það var minnisstæð nótt þegar ■' Hótel Island brann. Við hjónin, eig- inkona mín og ég vorum þá stödd í boði vinar okkar Ragnars Jóhannes- sonar útvarpsmanns í samkvæmi jafnaðarmanna í Oddfellowhúsinu. Þar voru þá einnig m.a. Haraldur Guðmundsson forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, Barði Guðmunds- son, þjóðskjalavörður, Teresía Guð- mundsson kona hans, síðar veður- stofustjóri. Við sátum við sama borð í veitingasal á annarri hæð Oddfell- owhússins. Tvennt bar til tíðinda, . sem veldur því að nóttin verður ógleymanleg. Hótel Island brann þá nótt og það spurðist í fréttum að norska skáldið Nordahl Grieg hefði farist er flugvél hans var skotin nið- ur af Þjóðverjum er hann flaug í einni af „háloftsins helspunavélum" eins og hann kvað sjálfur um aðrar vélar. Teresía harmaði skáld og samlanda sinn. Við deildum harmi hennar. Þessa nótt brann Hótel ísland til grunna þrátt fyrir vasklega fram- göngu slökkviliðsmanna. Meðan Hótel Island var starfrækt af Rosenberg og fjölskyldu hans var stöðugur straumur gesta í vistlega veitingasali. I hluta hússins var jafn- framt starfrækt verslun. Það var Vöruhúsið. Um skeið var þar kaup- maður Jensen Bjerg. Þeir munu báðir hafa verið kynjaðir frá Jót- landi, Alfred Rosenberg og Jensen- Bjerg. Þeir voru báðir miklir hesta- menn. Var sagt að þeir deildu stund- um um það hvor þeirra væri fremri í þeim efnum. Þess vegna kvað Þórður Eyjólfs- son, ungur lögfræðingur, síðar hæstaréttadómari: Eta saman Jótar tveir, Jensen-Bjerg og Rosenberg. Rífast um hvor ríði meir, Rosenberg og Jensen-Bjerg. Alfred Rosenberg lagði á það ' mikla áherslu að ráða jafnan til sín bestu hljóðfæraleikara sem völ var á hverju sinni. Hér verður fjallað um hljómsveit þá er lék í veitingasal hótelsins í nóvemberlok 1939 og byrjun desember. Það haust og þann vetur gerðist sitthvað í skemmtanalífi Reykjavíkur sem vert er að minnast. Greinarhöfundur var þá rösklega tvítugur, nánar til- tekið 21 árs og tók virkan þátt, ásamt góðkunningjum og vinum, í ýmsum skemmtunum, sem bæjar- búar sóttu. Við Sigfús Halldórsson • tónskáld vorum á þessum tíma sam- starfsmenn í Útvegsbankanum. Sig- fús skemmti á samkomum sem ég gekkst fyrir ásamt ýmsum góðkunn- ingjum á Hótel Borg. Þar komu fram margir nafnkunnir listamenn. í lok nóvembermánaðar kom ég að máli við Carl Billich píanóleikara og hljómsveitarstjóra og færði í tal við Jk hann hvort hann væri fáanlegur til * Hótel Island, hið eina sanna með því heiti, mun jafnan verða minnisstætt þeim er þangað sóttu samkomur, segir Pétur Pétursson, þulur. I grein hans kemur fram að á löngum starfsferli komu þar margir gestgjafar við sögu. A tímabili ráku góðtemplarar hótelið. VIÐ eigum samleið, lag Sigfús- ar Halldórssonar. Tómas Guð- mundsson gekkst síðar við text- anum. Hlaut þriðju verðlaun. Ljósmynd tekin á Arnarhóli síð- sumars 1939 (Vigfús Sigur- geirsson). Á myndinni eru Run- ólfur Sæmundsson og Nanna Halldórsdóttir. Björn Halldórs- son leturgrafari, bróðir Sigfús- ar, teiknaði stafi á forsíðu. MINNING, lag eftir Guðmund Jóhannsson forvígismann AA- samtakanna. Ljóð eftir Guðjón Halldórsson starfsmann tít- vegsbanka fslands. Hlaut 2. verðlaun. DAGNÝ, lag Sigfúsar Halldórs- sonar, hlaut fyrstu verðlaun. Tómas Guðmundsson gekkst síðar við textanum. Auk verð- launalaganna voru sungin og leikin lög eftir ýmsa höfunda. Fimm þeirra hlutu að verðlaun- um lög, sem hljómsveit hótels- ins færði þeim að gjöf. VIÐ bjóðum góða nótt, lag eftir Bjarna Böðvarsson. Ljóð: Ágúst Böðvarsson (bróðir Bjarna). Þetta var einkennislag hljóm- sveitar Bjarna Böðvarssonar. Hann gekkst fyrir þeirri nýjung að leika í dagskrá Ríkisútvarps- ins danslag kvöldsins. Þá voru vinsæl lög hljóðrituð á hljóm- plötu og leikin oft sama kvöld- ið. Stundum synjuðu gjaldeyris- yfirvöld um leyfi fyrir plötum. Erlend hernámslið léku þá hvað glaðast af sínum dægurlaga- plötum en settu þjóðtunguna í skammarkrókinn. SWINGTROI MEÐAL laga sem leikin voru og njóta vinsælda enn í dag má nefna: Viltu með mér vaka í nótt, lag Henna Rasmus, Ijóð Valborgar Bents. POSTULÍNSDISKUR með ein- kennismerki Hótel íslands. þess að færa í hljómsveitarbúning lög þau sem birst hefðu á prenti og verið gefin út árið 1939. Þau voru allmörg. Hugmynd mín væri sú að að syngja lögin. Kristján Kristjáns- son. Hermann Guðmundsson, Kjart- an Sigurjónsson og Sigfús Halldórs- son sungu lögin, sem bárust í keppn- ina. Það vekur athygli þegar lesin eru ljóðin, sém kveðin eru við lög þau, sem kepptu um vinsældir að allir textarnir eru hugljúfir. Ljóðin kveð- in af kurteisi, og góðum hug. Þótt ófriðarblikur séu á lofti og styrjöld raunar hafin þegar keppnin fer fram þá einkennast Ijóðin af æskugleði og bjartsýni. Fegurðarþrá er í fyrir- rúmi. Sólskinshallir rísa af grunni. Vongleðin ræður ríkjum. Allt stend- ur í blóma. Jörðin skín af ungri gleði, blástjarnan skín, vonrík hjörtu slá. Textarnir tala sínu máli og þyrfti að birta. Morgunblaðið greindi 30. nóvem- ber 1939 frá dægurlagakeppninni með svofelldum hætti: „Besta íslenska danslagið. At- kvæðagreiðslan á Hótel Island um besta íslenska danslagið 1939 fór svo, að „Dagný“, eftir Sigfús Hall- dórsson, fjekk 1. verðlaun. „Minn- ing“, eftir Guðmund Jóhannsson, fjekk 2. verðlaun. Þá fengu 5 af þátt- takendum í atkvæðagreiðslunni verðlaun frá hljómsveitinni, voru það nótur.“ I heilsíðuauglýsingu sem birtist nýverið er talinn fjöldi tónskálda og textahöfunda í dægurlagaminningu, sem fram á að fara um dægurlög aldarinnar með tilstyrk öflugra stofnana. Þeir sem til þekkja sakna fjölda höfunda, laga og ljóða. Má þar nefna: Sigfús Halldórsson, Svavar Benediktsson, Kristján frá Djúpa- læk, Tómas Guðmundsson, Henna Rasmus, Kristin Reyr Pétursson, Guðnýju Richter, Þórhall Stefáns- son, Oskar Cortez, Baldur Krist- jánsson, Áma úr Eyjum, Carl Billich, Jan Moravek, Valdimar Auðunsson, Þórunni Franz, Astu Sveinsdóttur, Guðjón Halldórsson, Núma Þorbergsson, Jón Sigurðs- son, Guðmund Jóhansson, Skúla Halldórsson, Matthías Á. Mathiesen, Valgerði Ólafsdóttur, Eirík á Bóli, Jenna Jóns, Elsu Sig- fúsdóttur, Friðrik Jónsson, Karl 0. Runólfsson, Oliver Guðmundsson, Steingrím Sigfússon, Þorstein Hall- dórsson, Jón Kjerúlf, Þorstein Sveinsson, Bjarna Gíslason, Magnús Blöndal Jóhannsson ofl. sem mætti telja. Er hugsanlegt að forvígsmenn hátíðarinnar hafi gleymt öllum helstu frumherjum íslenskra dæg- urlaga, tónskáldum jafnt sem texta- höfundum? Hvar er öll menntun þessa fólks og söguþekking? Hvað veldur þeirri hyldýpis hrörnun sem orðið hefur á þeim mannsaldri sem liðinn er? Þær hljómsveitir sem nú njóta hvað mestra vinælda kenna sig við sorp, eiturlyf, kynsjúkdóma NANNA Halldórsdóttir, systir Sigfúsar og eiginmaður hennar, Runólfur Sæmundsson. OLIVER Guðmundsson prent- ari í Isafoldarverksmiðju var eitt afkastamesta og vinsælasta dægurlagatónskáld á fjórða áratug aldarinnar. Hann átti mörg lög í keppninni. Hér birt- ist mynd af forsiðu lags eftir Oliver. Textinn er eftir starfs- bróður hans og góðskáld prent- ara Þorstein Ilalldórsson. Carl Billich raddsetti. Hljómsveit Carls Billich skipuðu þeir Carl, sem lék á pfanó. Jakob Einars- son lék á fiðlu og saxófón (Jak- ob var faðir Svanhildar Jakobs- dóttur), Adolf Theodórsson saxófón, Rudi Kamphausen, trompet, Skafti Sigþórsson fiðlu. Skafti samdi auk þess Qölda vinsælla dægurlaga- texta. Þetta lag Olivers er „Góða nótt“. gestum Hótel íslands gæfist kostur á að hlýða á lögin sungin og leikin og greiða síðan atkvæði. Þá kæmi í ljós hvaða lög nytu mestra vinsælda. Gæti slíkt orðið höfundum hvatning og viðurkenning og eflt þessa grein hljómlistar og skemmtunar. Carl Billich tók erindi mínu ljúfmann- lega. Sama má segja um gestgjafann Rosenberg og starfslið og fjöl- skyldu. Allir lögðust á eitt að vanda sem best til undirbúnings. Tón- skáldin leituðu til frægra söngvara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.