Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 73 í DAG BRIDS Umsjón Unðmnndur I’áll Arnarson ÚTSPIL gegn slemmum velta oft tugum IMPa. Hér er gott dæmi úr sjöundu umferð Norðurlandamóts ungmenna: Norður A ÁDG10753 ¥ — ♦ 63 ♦ 10873 Austur * — ¥ 932 ♦ G9842 * D6542 Suður A — ¥ ÁKDG8764 ♦ Á5 *ÁKG Á flestum borðum vakti norður á þremur spöðum og suður stökk beint í sex hjörtu. Yflrleitt doblaði austur til að fá út spaða. Það útspil reynist ágætlega, en þar eð vestur þóttist sjá fyrir sér tvær spaðaeyður - eina hjá makker og aðra hjá sagnhafa - þá valdi hann annað útspil. Á fjórum borð- um kom vestur út með ein- spilið í laufí, sem gefur sagnhafa úrslitaslaginn. E.n þar sem tígulkóngurinn kom út, fékk vörnin á end- anum tvo slagi. Hvað er raunverulega í húfi? Jú, lauf út: Mínus 1660. Tígull út: Plús 200. 1860 stig velta á útspilsputt- anum. Vestur * K98642 ¥105 ♦ KD107 *9 ER HANN alltaf svona trekktur þegar hann kemur úr vinnunni? !ini ÞESSI er umhverfis- vænn og afar sparneytinn. HVERNIG gekk hjá skattsljóra, elskan? ÁRA afmæli. í dag, flmmtudaginn 29. júlí, er sjötíu og fimm ára Ingi R. Helgason, hrl., fyrr- verandi forstjóri Bruna- bótafélagsins og fyrrver- andi stjórnarformaður VIS hf., Hagantel 10, Reykjavík. Eiginkona hans er Ragna M. Þorsteins, fyrrv. flug- freyja. Þau verða að heiman í dag. ÁRA afmæli. í dag, fimmtudaginn 29. júlí, verður sjötíu og flmm ára Guðrún Ingjaldsdóttir, Dvalarheimili Helgafells, Djúpavogi. Eiginmaður hennar var Eiður Gíslason verkstjóri. Hann lést 1981. Guðrún tekur á móti gest- um laugardaginn 31. júlí eft- ir kl. 17. ÁRA afmæli. í dag, ö\/ fimmtudaginn 29. júlí, verður sextug Jóhanna Sigurrós Arnadóttir, Grundargötu 53, Grundar- firði. Eiginmaður hennar er Þórólfur Beck Guðjónsson. í tilefni dagsins ætla þau hjónin að taka á móti ætt- ingjum og vinum á heimili sínu, í dag eftir kl." 18. r A ÁRA afmæli. í dag, t) \/ fimmtudaginn 29. júh', verður fimmtug Þóra Gissurardóttir, bóndi, Borgareyrurn, Vestur- Ejjafjöllum. I tilefni af því bjóða hún og eiginmaður hennar, Þorsteinn Ólafur Markússon, bóndi, til grill- veislu að Borgareyrum, laugardagskvöldið 31. júlí kl. 20. HÖGNI HREKKVÍSI nJcb/herra^ humcuinn ermjög fenskur! * RÉTTARVATN Jónas Hallgrímsson (1807/1845) Ljóðið Réttarvatn. Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Iskaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake LJON Afmælisbarn dagsins: Þú irt jákvæður og hefur ríka kímnigáfu svo wlk laðast að þér eins og mý að mykju- skán. Hrútur (21. mars -19. apríl) "^9 Vertu bjartsýnn því takmark þitt er ekki eins fjarlægt og þú heldur. Dragðu bara djúpt andann og taktu eitt skref í einu. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur haldið spennunni inni og verður að hleypa henni út með einhverjum hætti. Svarið gæti verið að flnna í nýju áhugamáli. Tvíburar . f (21. maí-20. júní) nA Þótt öll sund virðist lokuð sigrastu á öllum hindrunum með bjartsýnina að vopni og trúnni á að draumur þinn geti orðið að veruleika. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Sá er vinur er í raun reynist. Leggðu þig fram um að vera til staðar fyrir vini þína bæði í sorg og gleði því sjálfum þér gefurðu mest. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) i!W Það gefur lífinu lit að upplifa eitthvað nýtt og spennandi. Búðu þig því undir óvænt ævintýri og ýttu frá þér ótta og efasemdum. Meyja (23. ágúst - 22. september) vBtL Þú stendur nú frammi fyrir því að meta það sem máli skiptir í lífinu og þarft þá að gera þær breytingar sem til þarf svo þú fáir notið þín. (23. sept. - 22. október) ara Með hjálp góðra vina tekst þér að sigla þínum málum í höfn. Leyfðu þeim því að njóta sigurlaunanna með þér og gerðu þeim glaðan dag. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert í heimspekilegum hugleiðingum og getur nú gefið þér tíma til að skoða málin af fuliri alvöru. Eitt- hvað mun þó koma þér á óvart. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Skv Láttu öfund annarra ekki á þig fá og haltu bara þínu striki. Þú hefur unnið til þess sem þú ert nú að uppskera og skalt bara njóta þess. Steingeit (22. des. -19. janúar) Jf Osérhlífni þín og trúmennska í starfi fer ekki framhjá yfir- mönnum þínum og þú mátt vera viss um að hljóta þau laun sem þú átt skilið. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) WSrt Hógværð er góður kostur en þú mátt samt ekki láta fólk misnota góðvild þína. Ræddu málin af fullri einlægni áður en allt fer í hnút. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Eirðarleysið hefur náð tök- um á þér svo þú verður að fá einhverja tilbreytingu í líf þitt. Stutt ferðalag gæti gert kraftaverk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KIRKJUSTARF SUMARNÁMSKEIÐ verða í ágústmánuði fyrir böm á aldrinum 6-9 ára í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Safnaðarstarf Kirkja og börn í borg í ÁGÚSTMÁNUÐI verða fjögur sumarnámskeið í safnaðarheimUi Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a, fyiir börn á aldrinum 6-9 ára. Nám- skeiðin eru á hverjum virkum degi frá kl. 9-12. Yfírskrift námskeiðanna er „Trú, list og gleðin 1 Guði“. Margt skemmtUegt og uppbyggUegt verð- ur gert. Kirkjur og listasöfn verða heimsótt. Farið verður í ferðalög, leiki og spumingar lífsins verða ræddar í ljósi kristinnar trúar. Innritun er þessa viku frá kl. 10- 12 í síma 562 2755. Þátttökugjald er aðeins 1000 krónur fyrir hvert nám- skeið. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og Bolli Pétur Bollason, guðfræðinemi. Öll böm era hjartanlega velkomin. Innritun heldur síðan áfram alla morgna í ágústmánuði. Gospelmessa í Hólaneskirkju GOSPELMESSA verður haldin í Hólaneskirkju á Skagaströnd sunnudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Messan er haldin í tengslum við hina margfrægu kántrýhátíð. Flytj- endur tónlistar verða m.a. Magnús Kjartansson, Ruth Reginalds, Gunnlaugur Briemj, Pálmi Gunn- arsson og fleiri. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja. 12-12.30. Orgeltónlist kl. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 21. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbæna- efnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17- 18.30 í Vonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund í Hraunbúðum kl. 11. Allir velkomnir. Sr. Kristján Björnsson. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam- koma. Majsan og Ingemar Myrin tala. Allir hjartanlega velkomnir. Fríkirkjan Vegurinn. Verslunar- mannahelgin: Mót á Úlfijótsvatni. Mótið hefst á föstudagskvöldi og því lýkur á mánudagsmorgni. Allh’ hjartanlega velkomnir. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. HRAUHHAMARsl FASTEIGNASALA BÆJARHRAUNi 10 7500 FUNALIND KÓPAVOGI Nýkomin í einkasöiu glæsil. 87 fm 3ja herb. íbúö í vönduðu lyftuhúsi. Fullbúin eign í sérflokki. Vandaðar innr., parket og flísar. Þvottaherb. í íbúð. Suðursvalir og sérgarður með verönd. Verð 10,5 millj. 51787-2 UTSALA Stuttar og siðar kápur áður nú Sumarúlpur og heilsársúlpur 15.900 5.900 Ullarjakkar 17*900 4.900 Opið á laugardögum frá kl. io—16 N#Hþl5IÐ Mörkinni 6 Sími 588 5518
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.