Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 29.07.1999, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Innflutningrir íslenskra hrossa í rannsókn hjá þýskum tollayfirvöldum Innflutningsverð í toll- skýrslum talið vera of lágt INNFLUTNINGUR íslenskra hrossa til Þýska- lands er til rannsóknar hjá þýskum tollayfirvöld- um vegna gruns um að rangt verð hafi verið gefið upp í innflutningsskýrslum í þeim tilgangi að komast hjá háum tollgreiðslum. Þýskalands- markaður hefur í mörg ár verið mikilvægasti markaðurinn fyrir íslenska hestinn erlendis, en útflutningur þangað hefur þó heldur dregist sam- an í seinni tíð. Morgunblaðið hafði samband við Karolu Sch- meil, lögfræðing í Hannover, sem sinnt hefur fjölmörgum skjólstæðingum úr hópi íslenskra og þýskra hestamanna og staðfesti hún að í rann- sókn þarlendra tollayfirvalda hefði komið fram talsvert misræmi á skráðu kaupverði og því verði sem eðlilegt mætti teljast. Schmeil sagði að á undanfömum misserum hefðu þýsk tollayfirvöld rannsakað innflutning á íslenskum hrossum og komist að því að í innflutn- ingskýrslum væri kaupverð þeirra skráð of lágt. Þar af leiddi að tollar lækkuðu úr því sem eðlilegt mætti teljast. Lagði SchmeU áherslu á að það misræmi sem fram hefði komið gæti haft afar flókna eftirmála, sérstaklega með tilliti til samræmis milli þýskra refsUaga og evrópskra tollareglna. Þá taldi hún að rannsóknir þýskra tollayfirvalda á innflutn- ingsaðUum íslenskra hrossa hefðu leitt í ljós hve mikla fjárhagslega þýðingu málið hefði. VUdi hún ekki tjá sig um nánari atriði máls- ins en sagði að samkvæmt samningi Evrópu- bandalagsins við íslensk stjórnvöld frá árinu 1972 hefði niðurfelling tolla, á grundvelli upp- runavottorða, verið felld úr gUdi og tollar sem lagðir væru á hross sem flutt væru inn tU Þýskalands væru fremur háir, eða 14,8% í seinni tíð. Aðeins lítill hluti innfluttra hrossa hefði því verið undanþeginn tollum vegna sérá- kvæða. Riðuveiki greinist á bæ í A-Húnavatnssýslu Stefnt að slátrun 1.600 fjár FYRSTA tilvik riðuveiki á þessu ári greindist í byrjun júlímánaðar á bæ á Vatnsnesi í Austur-Húnavatnssýslu. A bænum eru um 400 kindur. Sigurð- ur Sigurðarson, dýralæknir á Keld- um, segir að bústofninum verði farg- að í kjölfar haustsmölunar og bindi menn vonir við að samstaða náist um að farga kindum á ellefu bæjum á svæðinu, alls um 1.600 skepnum. „Bóndinn á bænum kallaði til dýra- lækni og bað hann að athuga kind sem hafði veikst og í framhaldi af því greindist hún með riðuveiki. Við reiknum með að allt sauðfé á bænum sé sýkt og það má búast við að skepn- ur á næstu bæjum hafi smitast einnig enda samgangur milli þessa fjár. Við viljum reyna að komast íyrir rætum- ar á veikinni á þessu svæði og það er engin lækning til. Þessi veiki getur farið talsvert dult og það er vonast til að með því að farga þessum skepnum verði meiri von til að veikinni verði útrýmt á svæðinu,“ segir hann. Morgunblaðið/Ásdís Blómarósir í blómahafí EINN sólskinsdagur í Reykjavík lýsir ekki aðeins upp hús borgarinnar, götur og gangstéttir heldur einnig íbúana sjáifa sem virðast allir breyta um svip, brosa og bjóða góðan daginn, þegar sólin loks- ins sendir geisla sína á höfuðstaðinn. Þær Marta Rós (t.v.), Katrín og Nína Björk, sem staddar voru á Austurvelli í gær, hafa greinilega notið sólargeisl- anna því ekki leynir sér brosið og ánægjusvipurinn. Mjólkursamsalan kaupir mjólkur- samlagið á Blönduósi Minnka skuldir slát- urhússins NOKKRAR milljónir eða milljóna- tugir sparast við mjólkurvinnslu í landinu með kaupum Mjólkursam- sölunnar í Reykjavik á Mjólkursam- lagi Sölufélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi og sameiningu rekstrar- ins frá 1. september næstkomandi. Stjórnir félaganna samþykktu kaup- in á fundum í gær, með fyrirvara um samþykki félagsráðsfunda. Sölufélag Austur-Húnvetninga seldi mjólkursamlagið til þess að minnka skuldir félagsins og auðvelda áframhaldandi rekstur sláturhúss og kjötvinnslu. Ólafur H. Magnússon framkvæmdastjóri segir þó að félagið sé áfram reiðubúið til viðræðna um sameiningu eða samvinnu við aðrar afurðastöðvar í slátrun og kjötvinnslu. Guðlaugui’ Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Mjólkursamsölunnar, segir að verulegt hagræði hljótist af kaupum á mjólkm’samlaginu á Blönduósi og sameiningu þess við Mjólkursamsöluna. Það komi neyt- endum og framleiðendum til góða. Mjólkurpökkun hætt I Austur-Húnavatnssýslu eru 55 mjólkurframleiðendur sem framleiða 4,2 milljónir lítra á ári og bætast þeir í hóp 845 innleggjenda á starfssvæði Mjólkursamsölunnar sem fyrir er með innlegg upp á um 57 milljónir lítra á ári. Guðlaugur telur að það hljóti að vera styrkur fyrir bændur að ganga inn í félagskerfi MS og njóta þeirrar þjónustu sem það bjóði upp á. Fyrst um sinn verður óbreyttur rekstur í mjólkursamlaginu á Blönduósi. Það mun heyra undir mjólkursamlagið í Búðardal sem Mjólkursamsalan á og rekur. Þar verður áfram framleitt nýmjólkur- duft til sælgætisframleiðslu. Hins vegar flyst mjólkurpökkun til MS í Reykjavík og 700-800 þúsund lítrar mjólkur fara til vinnslu í Búðardal. Síðar verður ákveðin verkaskipting með búunum. ■ Tugir milljóna sparast/10 Alvarlegar fregnir Sigurður kveðst telja um alvarleg- ar fregnir að ræða, enda sé riðuveikin talsvert lengi að búa um sig og þar sem lítið sé vitað um veikina geti vaf- ist fyrir mönnum að átta sig á hvað um er að ræða. „Ef menn láta ekki vita er hætta á að sýktar kindur smiti út frá sér. Það þýðir margra ára bar- áttu til viðbótar," segir Sigurður. I fyrravor kom upp eitt tilfelli riðuveiki á bæ á Vatnsnesi og var þá um 180 kindum fargað, en alls komu upp fimm tilfelli í fyrra hérlendis. Arið 1997 komu sömuleiðis upp fimm tilfelli en tólf árið 1996. „Við von- umst eftir góðri samstöðu um að farga þessum kindum, enda skilja bændur hvaða vá riðuveikin er,“ seg- ir Sigurður. Vart hefur orðið riðuveiki í um 120 ár en árið 1978 hófust skipulagðar aðgerðir til að stemma stigu við veik- inni. Arið 1986 var ákveðið að freista 'oess að útrýma henni og leggja í nið- urskurð á öllu fé á sýktum bæjum. Talið var þá að sýkt fé fyndist á á annað hundrað bæjum hérlendis. Sigurður kveðst telja þær aðgerðir hafa skilað ótrúlega góðum árangri og að dregið hafi stórlega úr veikinni eftir að þær hófust. Meðal annars var stofnum fargað á stórum svæð- im á Norðurlandi og Austurlandi, eða samtals tugum þúsunda kinda. Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður fjárfestir á Yestfjörðum Hefur keypt Olíufélagið út og á nú 36,13% í Básafelli GUÐMUNDUR Kristjánsson, út- gerðarmaður frá Rifi, hefur keypt 28,53% hlut Kers ehf. og íshafs hf. í Básafelli. Fyrir átti Guðmundur um 7,6% hlutafjár og er nú langstærsti hluthafi í Básafelli með 36,13% hlut í félaginu en Isafjarðarbær á 10%. Hlutabréfasjóðurinn íshaf, sem var að mestu í eigu Olíufélagsins hf., átti 4,76% en Ker ehf., sem einnig er í eigu Olíufélagsins hf., 23,77% hlutafjár í Básafelli. Samtals var nafnvirði hlutafjár- ins sem skipti um eigendur í gær 216.644.657 krónur. Kaupverð hef- ur ekki fengist uppgefið. Loka- gengi hlutabréfa í Básafelli á Verð- bréfaþingi íslands á þriðjudag var 1,73. Miðað við það gengi er verð- mæti þess hlutafjár sem skipti um hendur við samninginn um 374,8 milljónir króna en Geir Magnús- son, forstjóri Olíufélagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kaupverðið væri hærra en 1,73. Um hve mikið hærra væri hann bundinn trúnaði. Gott verð Geir sagði að það hefði ráðið ákvörðun Olíufélagsins um að selja hlutabréfin að gott verð hefði verið í boði. „Þetta er að okkar mati hæfur maður til að leiða fyrirtækið áfram í að verða arðbært," sagði Geir og vísaði þar til Guðmundar Kristjáns- sonar. Olíufélagið hefur haft tvo fulltrúa í stjórn Básafells, Ragnar Bogason og Gunnar Birgisson, en Geir kvaðst reikna með að þeir gengju úr stjóm á hluthafafundi sem haldinn verður fljótlega. Olíufélagið hefur nýlega selt hlut sinn í Búlandstindi og nú einnig í BásafelM og Geir var spurður hvort uppi væru áform um frekari sölu á eignum félagsins í fiskvinnslufyrir- tækjum, t.d. Vinnslustöðinni. Geir sagði að Olíufélagið hefði markvisst unnið að því að ná arðsemi í rekstri þeirra sjávai-útvegsfyrirtækja, sem það hefði átt hlut í, en engin áform væru um sölu hlutafjár í Vinnslu- stöðinni, þvert á móti. „Ég hef lagt sérstaka áherslu á að við emm ekki að fara að selja hlut okkar í Vinnslustöðinni,“ sagði Geir Magn- ússon. Áhættusöm fjárfesting Guðmundur Kristjánsson, út- gerðarmaður frá Rifi, vildi ekki gefa upp kaupverð það sem hann hefði gefið fyrir hlutabréf Ishafs og Kers. Hann hóf afskipti af málefnum Básafells með kaupum á 7,6% hlut í vor og sagði aðspurður að hann hefði frá upphafi alveg eins átt von á að auka frekar eign sína í fyrir- tækinu. „Þetta félag er búið að eiga við mikla erfiðleika að etja og það er mikil vinna framundan," sagði Guð- mundur. Hann sagði að vissulega væri fyrirtækið mjög skuldsett og fjárfestingin áhættusöm. Hann sagði að við fyrsta tækifæri yrði haldinn hluthafafundur og gengið frá breytingum á stjórn félagsins. Guðmundur hefur ekki setið í stjóminni til þessa en kvaðst ætla sér að setjast í stjómina á hluthafa- fundinum. Aðspui’ður hvort hann keypti hlutabréfin í eigin nafni eða í umboði fjölskyldufyrirtækis síns, Kristjáns Guðmundssonar á Rifi, sagði hann að það kæmi í Ijós fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.