Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÁKON Aðalsteinsson og Páll Pálsson ræðast við. HORFT í átt að stíflustæði undir Kárahnúkum. Morgunblaðið/Arnaldur HÓPURINN á slóðum aðalstíflustæðis virkjunarinnar. Stíflan mun ná 95 m yfir gljúfurbarminn. VATNAJÖKULL Herou- brciðar- tjöll L'iuar- J«U > < Herðu- - breiðar- lindirA Herðu- breið DyngjuQóll Askja 'k-y-x (fob"- Dl?ki Á ferð um virkjanasvæði Undir Kárahnúkum * I þriðju greininni um ferð hins íslenska nátt- úrufræðafélags um virkjanasvæði norðan Vatnajökuls voru Dimmugljúfur skoðuð. Sig- ríður B. Tómasdóttir og Arnaldur Halldórs- son svipuðust um í góðra manna hópi. ÞAÐ er margt að ræða á virkjanaslóðum. SÆNAUTASEL á Jökuldalsheiðinni. ÖLLUM til mikils léttis er bjartara yfir en daginn áður og íjallasýn ágæt. Þessa síðustu dagsferð er ætlunin að nota til að skoða fyrirhugað stíflunarsvæði Hálslóns, miðlunarlóns fyrir Kárahnúkavirkjun. Það liggur í syðri hluta gljúfra þeirra sem Jökulsá á Dal eða Brú, Jökla í tali heimamanna, hefur grafíð sér í gegnum tiðina. Dimmugljúf- ur nefnast þau á þessum slóðum, Hafrahvammagljúfur er neðar dregur. Ferðin hefst á því að ekið er upp Jökuldal og inn Hrafnkelsdal þar sem Páll Pálsson frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal heldur tölu um byggð á Jökuldalnum og fleira. Páll, sem óvænt slóst í för með hópnum á síðasta degi, er öliu þaulkunnugur á þessum slóðum og mikill fengur að því að hafa hann með. Að sögn fararstjóra eru heimamenn oft með í Ieið- öngrum náttúrufræðafélagsins til mikilla ánægju fyrir ferða- menn. Fróðlegar ferðir „Þetta eru fróðlegar ferðir,“ segir Jón Helgason, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, sem er með i för ásamt konu sinni, Guð- rúnu Þorkelsdóttur. „Við fórum með til að fræðast um náttúrufar og landslag," segir Jón og bætir við að tilgangurinn hafi ekki ver- ið sé að mynda sér skoðun á virkjanamálum. Að Ioknu hefðbundnu nestis- hléi er ekið um Fiskidalsháls og Skógaháls inn að Dimmugljúfr- um. Þau fanga athygli ferða- manna, hrikaleg og brött. Ekki fer hjá því að fari um leiðangurs- menn er þeir standa við gljúfur- barma og horfa niður að ánni sem geysist fram af miklum krafti. Að lokinni göngu meðfram gljúfrunum heldur Kristján Geirsson jarðfræðingur tölu um virkjanir og umhverfismál, bend- ir m.a. á að þrátt fyrir að engin ákvörðun hafi verið tekin um virkjun undir Kárahnúkum hafi þegar verið unnin ákveðin um- hverfisspjöll með lagningu vega og fleira raski. Ákvæði um um- hverfismat komi ekki í veg fyrir þessi spjöll. Þetta vekur viðbrögð áheyrenda sem sumir hverjir höfðu einmitt velt þessum um- merkjum fyrir sér. Sverrir Teits- son menntaskólanemi er á ferð með móður sinni, Rögnu Briem. Hann bendir á að þrátt fyrir að ákvæði um umhverfismat séu e.t.v. ekki nægilega ströng þá hafí þau skilað miklu. Sverrir er á móti álveri og telur það ekki hagkvæma íjárfestingu. „Álver skilar of fáum störfum, ég er á móti því að eyða orkunni í það. Frekar ætti að nota hana til að styðja við smáiðnað." Sverrir bendir einnig á að á næstu 20-30 árum eigi eftir að koma margt nýtt fram í orkumálum þannig að ekki beri að sýna fljótfærni. Orkan verði nýtt í eitthvað annað Anna Jensdóttir bókasafnsfræð- ingur segir að sér finnist hræði- legt að hugsa um stóriðju niðri á íjörðum. „Það verður kannski að virlya einhvers staðar í framtíð- inni en ég vona að orkan verði nýtt í eitthvað annað.“ Á heimleiðinni er ekið um Jök- uldalsheiðina. Komið er við í Sæ- nautaseli, þar hefur heiðarbýli verið gert upp og kaffi og lumm- ur eru á boðstólum. Umræðum um ferðina og þau svæði sem hafa verið skoðuð er hvergi nærri lokið þegar komið er í hús. Fólk heldur áfram að spjalla og er eins og vera ber ekki sömu skoðunar. Sömu sögu er að segja um heimamenn, sumir eru með virlyun og álveri, aðrir á móti. „Landdrekkingarmenn“ kallar Páll virkjunarsinna, „eini mögu- leikinn í stöðunni," segja aðrir. Daginn eftir er haldið heim á leið eftir góða ferð. Austurland kveður hópinn í sól og blíðu, ekki er ský að sjá á himni langleiðina til Reykjavíkur. Allir eru sam- mála um að vel hafi tekist og stefna á ferð að ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.