Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rúmir 34,8 milljarðar lagðir á Reykvíkinga Þráinn Hjartarson með 41,3 milljóna króna gjöld ÁLAGNING á Reykvíkinga sam- kvæmt álagningarskrá 1999 eru rúmir 34,8 milljarðar króna og eru þá lögð saman öll gjöld 85.858 skatt- greiðenda. Barnabætur eru um 1,5 milljarðar króna og vaxtabætur 1,6 milljarðar. Þá eiga 1.103 böm í Reykjavík að greiða alls rúmar 9,2 milljónir í gjöld. Mest heildargjöld á Þráinn Hjartarson útgerðarmaður að greiða, 41,3 milljónir, í öðru sæti er Ingibjörg Guðmundsdóttir með 24,9 milljónir og þriðji gjaldhæsti einstaklingurinn er Gunnar I. Haf- steinsson sem greiða á 22,4 millj- ónir. Mestan eignarskatt og sér- stakan eignarskatt greiðir Ingi- björg Guðmundsdóttir 10,3 millj- ónir, síðan Davíð S. Jónsson, 2,3 milljónir og Margrét Garðarsdótt- ir rúmar tvær milljónir. Mest tryggingagjald einstaklinga greið- ir Árni Samúelsson, 4,5 milljónir, en síðan koma Gunnar I. Haf- steinsson, sem greiða á 4,2 milljón- ir og Ingimundur Ingimundarson 3,3 milljónir. Þá kemur fram í frétt frá skatt- stjóranum í Reykjavík að 4.197 lög- aðilar greiða alls rúma 8,9 milljarða króna í tryggingagjald og eru heild- argjöld sem innheimt eru hjá skatt- stjóranum rúmlega 43,7 milljarðar króna. Af lögaðilum greiðir Ríkisbók- hald mest tryggingagjald eða rúma 2,2 milljarða, Reykjavíkurborg greiðir 707 milljónir og Flugleiðir 274 milljónir. Alls er tekjuskattur á einstak- linga í ár 16,6 milljarðar króna, út- svar er 15,1 milljarður og eignar- skattur rúmlega milljarður. Þá er fjármagnstekjuskattur 713 milljón- ir, gjaldendum ber að greiða 507 milljónir í tryggingagjald og 457 milljónir í sérstakan eignarskatt. Álagningarskráin liggur frammi hjá skattstjóranum í Reykjavík til 13. ágúst. Heildargjöld Tekjusk. og Útsvar sérst. tsk 41.309.847 30.211.519 10.159.716 24.924.844 12.291.200 1.486.610 i 22.408.072 12.964.135 4.429.090 15.247.339 10.108.574 3.521.912 i 13.281.885 7.415.465 2.261.420 12.833.739 8.683.952 3.039.386 12.610.994 9.098.142 3.107.638 10.939.098 8.235.031 2.344.996 10.104.581 8.593.844 280.393 9.871.090 7.050.782 2.306.697 Tíu greiðendur hæstu opinberra gjalda í Reykjavík 1999: Einstaklingar Þráinn Hjartarson, Vallengi 6 Ingibjörg Guðmundsd., Háuhlíð 12 Gunnar I. Hafsteinsson, Skildingan. 58 Garðar Þorbjömsson, Vesturási 58 Ingimundur Ingimundars., Eikjuvogi Guðleifur Sigurðsson, Aðallandi 19 Hörður Sigurgestsson, Skeljatanga 1 Ásrún Lilja Petersen, Mávahlíð 36 Ásberg K. Pétursson, Hverafold 140 Indriði Pálsson, Safamýri 16 Einstaklingar Greiðendur hæsta eignarskatts og sérstaks eignarskatts í Reykjavík: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Háuhlíð 12 10.301.368 Davíð S. Jónsson, Bauganesi 30 2.305.191 Margrét Garðarsdóttir, Ægissíðu 88 2.098.284 Hákon Magnússon, Vaðlaseli 4 1.826.761 Rósa Sigurðardóttir, Vaðlaseli 4 1.826.761 Jónína S. Gísladóttir, Miðleiti 5 1.626.964 Jón I. Júlíusson, Austurgerði 12 1.460.545 Birgir Ágústsson, Miðleiti 5 1.321.433 Ásberg K. Pétursson, Hverafold 140 1.192.904 Bjamveig B. Guðmundsd., Hverafold 140 1.192.904 Einstaklingar Tíu greiðendur hæsta tryggingagjalds í staðgreiðslu í Reykjavik á árinu 1998: Ámi Samúelsson, Starrahólum 5 4.502.397 Gunnar I. Hafsteinsson, Skildinganesi 58 4.230.472 Ingimundur Ingimundarson, Eikjuvogi 6 3.345.955 Láms Fjeldsted, Sæviðarsundi 32 2.647.359 Kristinn Sveinsson, Hólastekk 5 1.529.137 Jón Björnsson, Rituhólum 10 1.505.911 Ketill Axelsson, Ægissíðu 70 1.461.996 Guðmundur Gunnarss., Krosshömmm 10 1.303.536 Ámi Jóhannesson, Þverárseli 14 1.263.348 Þorvaldur H. Gissurarson, Vættab. 20 1.150.050 Lögaðilar Tíu greiðendur hæsta tryggingagjalds í staðgreiðslu í Reykjavík á árinu 1998: Ríkisbókhald, launaafgreiðsla 2.265.268.280 Reykjavíkurborg 707.606.135 Flugleiðir hf. 274.942.254 Sjúkrahús Reykjavíkur 237.155.900 Landssími íslands hf. 170.329.837 Landsbanki íslands hf. 168.645.383 íslandsbanki hf. 117.701.266 íslandspóstur hf. 109.286.474 Búnaðarbanki íslands hf. 98.760.424 Landsvirkjun 88.159.573 Einstaklingar á Reykjanesi greiða 24,5 milljónir kr. í opinber gjöld Tekjuskatturinn hækkar um rúm 15% frá fyrra ári OPINBER gjöld á 55.806 einstak- linga hjá umdæmi skattstjórans í Reykjanesumdæmi nema alls tæp- um 24,5 milljörðum króna og á 1.134 böm era lagðar alls rúmar 10 millj- ónir króna. Tekjuskattur nemur alls 11,6 milljörðum króna og hækkar um 15,11% frá fyrra ári, útsvar er 10,8 milljarðar og hefur hækkað um 15,17%. Eignarskattur einstaklinga í Reykjanesumdæmi nemur alls 654 milljónum króna og hefur hann hækkað um 2,4%. Þá verða greidd- ar út alls 1.209 milljónir króna í vaxtabætur til 15.904 einstaklinga sem er 2,26% hækkun og 997 millj- ónir í bamabætur til 11.539 einstak- linga. Hafa þær lækkað um 7,8% frá fyrra ári. Garðar Brynjólfsson í Keflavík á að greiða mest gjöld einstaklinga eða 24 milljónir og Reynald Þor- valdsson, einnig í Keflavík, á að greiða 22 milljónir. Þriðji gjaldhæsti einstaklingurinn er Benoný Þór- hallsson í Grindavík og ber honum að greiða 19,1 milljón króna. Meðaltal hæst á Seltjarnarnesi Meðaltal álagðra gjalda í Reykja- nesumdæmi er hæst á Seltjamar- nesi eða 540.782 krónur, næsthæst í Garðabæ eða 530.799 og í þriðja sæti er Grindavík þar sem meðaltal gjalda er 448.460 kr. Lægst meðal- gjöld em í Kjósarhreppi eða 327.242 krónur. Listi yfír 10 gjaldahæstu einstaklinga í Reykjanesumdæmi: Garðar Brynjólfsson, Krossholti 15, Keflavík 24.053.832 Reynald Þorvaldsson, Skólavegi 42, Keflavík 22.012.344 Benóný Þórhallsson, Baðsvöllum 7, Grindavík 19.145.889 Reynir Jóhannsson, Ránargötu 3, Grindavík 14.969.974 Sigurður Valdimarsson, Bollagörðum 2, Seltj. 10.732.557 Erling Ó. Guðmundss., Smáraflöt 47, Garðabæ 9.621.208 Jón ísfeld Karlsson, Heiðarlundi 1, Garðabæ 9.264.886 Össur Kristinsson, Sæbólsbraut 42, Kópavogi 9.256.022 Ambjörn Óskarsson, Heiðargarði 8, Keflavík 9.167.216 Jóhannes Lange, Víðihvammi 28, Kópavogi 9.080.657 Neytendasamtökin krefjast innköllunar vöru frá Ásmundarstöðum Landlæknir segir rann- sókn heQast eftir helgi NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða í framhaldi af umræðu um kampýlóbakter- sýkingu. Samtökin gera kröfu um að allar afurðir sem framleiddar eru á Ásmundarstöðum og komnar em í verslanir verði innkallaðar og að opinber rannsókn fari fram á málinu í heild sinni. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, kveðst hafa upplýsingar um að allt bendi til að kampýlóbakter-sýkingin hafí að- eins komið upp hjá einum kjúklingaframleiðanda, þ.e. á Ás- mundarstöðum. Fleiri tilfella að vænta Sigurður Guðmundsson land- læknir kveður fullyrðingar for- manns Neytendasamtakanna ekki styðjast við traustar rannsóknir. „Við getum ekki fullyrt um hvem- ig ástandið er núna, en eldri kann- anir hafa leitt í ljós að bakterían finnist hjá fleiri framleiðendum,“ segir landlæknir. „Líklegast er uppmnann að faraldrinum núna að finna í einhvers konar matvælum og ef við horfum til faraldra af þessu tagi í löndunum í kringum okkur, era alifuglaafurðir líklegri en annað, en það þýðir ekki að hægt sé að útiloka aðra möguleika. I Ijósi þess hversu lítið við vitum, væri ekki skynsamlegt að innkalla vörur frá einstökum framleiðend- um.“ Hann segir að eftir helgi hefjist rannsókn á kjötvöram í verslunum til að reyna að finna uppruna kampýlóbakter-sýkinga. Sigurður segir erfitt að spá fyrir um þróun kampýlóbakter-sýkinga á þessu ári, en hann telji ekki ólík- legt að í ágúst verði tilfellin jafn- mörg eða fleiri en í júlí. Eftir það gæti þessi tala farið að lækka. „Samkvæmt mínum heimildum, sem era nokkuð traustar, er um talsvert hátt hlutfall að ræða. Það er fráleitt að dreifa vöram þar sem jafnhátt hlutfall er sýkt af kampýlóbakter, sérstaklega með hliðsjón af því hversu alvarlegum sjúkdómum þessi baktería getur valdið," segir Jóhannes. Vilja opinbera rannsókn Hann segir að kampýlóbakter- sýkingar séu miklu algengari hér- lendis en í nágrannalöndum okkar og slíkt sé óviðunandi með öllu. „Að því er fram hefur komið getur fólk legið mánuðum saman vegna kampýlóbakter-sýkinga, og fólk sem hefur lítinn viðnámsþrótt get- ur verið hætt komið. Þess vegna stöndum við mjög fastir á að eðli- legt sé að gera kröfu um að þessar vörar séu ekki seldar. Þau lönd sem hafa staðið sig best í þessum málum, svo sem Noregur og Sví- þjóð, hafa nánast útrýmt þessum vágesti af markaðinum," segir Jó- hannes. Hann segir jafnframt að sam- tökin leggi mikla áherslu á að op- inber rannsókn fari fram. „Það á að reyna að negla menn sem era aðeins boðberar válegra tíðinda, í stað þess að leita uppranans. Það virðist vera orðið aðalatriði að al- menningur fékk að vita um málið, sem er hreinlega skripaleikur. Allt annað en opinber rannsókn á mál- inu í heild sinni er óviðunandi,“ segir Jóhannes. Líklegur uppruni í kjúklingum Sigurður Guðmundsson land- læknir segir leit að kampýlóbakt- er-sýkingum sem gerð hafi verið undanfarin misseri hérlendis, hafi leitt í ljós að hún finnist ekki í öðr- um kjöttegundum en kjúklingum. Landlæknir segir að mikil aukning kampýlóbakter-sýkinga geti ekki kallast annað en faraldur. „Það segir hins vegar ekkert um hvort uppruna faraldursins nú sé að finna í kjúklingum. Vissulega er það liklegt og ekki viturlegt að segja annað, vegna þess að í grannríkjum okkar þar sem far- aldrar af þessu tagi hafa verið rannsakaðir, ber flestum rann- sóknum saman um að um það bil sjö af hverjum tíu kampýlóbakter- sýkingum megi rekja til alifugla," segir Sigurður. „Hins vegar bendir faraldsfræði kampýlóbakter til að hún sé mjög víða í umhverfi, t.d. í heimiliskött- um og -hundum, nautgripum og sauðfé þó svo að hún hafi ekki fundist í þeim dýrum hérlendis. Einnig hefur hún fundist í vatni, þar á meðal neysluvatni, og er til að mynda dæmi um að gæsir hafi skitið í vatnsból sem olli lítilshátt- ar faraldri. En það er ekki hægt að fullyrða neitt um uppruna sýkinga um þessar mundir, hvort þær komi frá einum matvælaframleiðanda eða fleirum, eða yfirleitt frá mat- vælaframleiðanda. Það er Kklegt að megi rekja faraldurinn nú til einhvers eins uppruna, en við get- um ekki fullyrt um slíkt og þess vegna skiptir miklu máli að við setjum athugun í gang hið fyrsta, enda tekur einhvern tíma að fá haldbærar niðurstöður.“ Vörur og sýni skoðuð Sigurður segir að athugun sú sem hefst eftir helgi sé hluti viða- mikillar rannsóknar sem styrkt er af RANNÍS, og muni hún beinast að tilteknum afmörkuðum atriðum og hafa þann tilgang helstan að finna upprana faraldursins sem nú geisar og reyna að komast fyrir rætur hans. „Við munum m.a. skoða vörur í búðum, bæði alifugla og aðrar kjöttegundir, leitum eftir sýnum úr húsdýrum, þar á meðal kjúklingum en einnig öðram teg- undum, og þá kemur til greina að rannsaka jarðveg og umhverfi í ná- grenni við matvælaframleiðendur og hugsanlega starfsfólk þeirra einnig," segir Sigurður. Landlæknir kveður sér ekki kunnugt um dauðsföll tengd kampýlóbakter-sýkingum frá því að byrjað var að greina þær sér- staklega, en hins vegar geti þær verið erfiðar viðureignar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.