Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Aldrei hafa fleiri konur verið vag'nstjórar hjá SVR en í sumar / A þriðja tug kvenvagnstjóra Reykjavík HELDUR fleiri konur aka nú strætisvögnum SVR en verið hefur. 23 konur eru skráðar vagnstjórar hjá Strætisvögnum Reykja- víkur í sumar. Hlutfall kvenna í vagnstjórahópi fyrirtækisins er um 10 prósent sem er jafnt lilut- falli kvenna í öllu starfs- liði Strætisvagna Reykja- víkur, að sögn Lilju Olafs- dóttur forstjóra SVR. „Konunum er að fjölga hjá okkur,“ sagði Lilja. Hún nefnir sem dæmi að í sumar eru í fyrsta sinn tveir af sjö ökumönnum Ferðaþjónustu fatlaðra sem fyrirtækið rekur kon- ur og það liefur aldrei gerst fyrr að tvær konur séu verðir á skiptistöðv- um SVR eins og raunin er nú. „Við höfum lagt okkur eftir því að fjölga konum í vagnstjórastétt þannig að þar séu bæði konur og karlar. Við höfum auglýst núna á hveiju vori og hvatt konur jafnt sem karla til að sækja um,“ sagði Lilja aðspurð um ástæður fjölgunar kven- vagnstjóra hjá fyrirtæk- inu. Hæfasti einstakling- urinn ráðinn „Það er í gangi jafn- réttisáætlun hjá Reykja- víkurborg sem miðar að því að jafna hlutfall kynj- anna í störfum en þegar við erum að ráða fólk horfum við mest á það hvernig það spjarar sig, á hæfileika þess og eigin- leika. Konur eru ekki teknar fram yfir karla ef þeir eru betri starfsmenn heldur er hæfasti einstak- lingurinn ráðinn,“ sagði Lilja. Hún segir miklu skipta að vagnstjórarnir séu samstarfsviljugir, liprir og búi yfír þjónustulund. „Auðvitað þurfa þeir að vera góðir bflstjórar líka en við leggjum ákaflega mikla áherslu á að ráða til starfa fólk sem vill þjóna viðskiptavinum okkar,“ sagði Lilja. Henni fínnst ánægjulegt að kon- ur virðast nú hafa meiri áhuga á vagnstjórastarf- inu en áður. Lilja vekur sérstaka at- hygli á því að tveir af sjö ökumönnum Ferðaþjón- ustu fatlaðra í sumar eru konur. Fyrir hálfu öðru ári hafði engin kona keyrt ferðaþjónustubfl. Maður þarf að vera svolítill strákur í sér Guðrún Jónína Sveins- dóttir var fyrst kvenna til að aka bfl Ferðaþjónustu fatlaðra, hún hóf störf þar í febrúar í fyrra en hafði þá ekið strætisvagni um skeið. Hún er nú öku- maður hjá ferðaþjónust- unni í afleysingum ásamt Söru Eggertsdóttur. Sara tók til starfa sem vagn- sljóri hjá SVR í fyrrasum- ar en ók fyrst ferðaþjón- ustubfl í febrúar síðast- liðnum. Blaðamaður Morgunblaðsins grennsl- aðist örlítið fyrir um ástæður þeirra fyrir starfsvalinu. Guðrún Jónína segist vera alin upp á vörubfl, því hafi ekkert verið sjálfsagðara en að taka meirapróf og rútupróf. Fjölskyldan hafi Iíka hvatt hana til þess. Próf- taka Söru var hins vegar skyndihugdetta. Maður- inn hennar starfar líka sem vagnstjóri hjá SVR. „Við tökum sitthvora vaktina og skiptumst á að vera heima með börnin,“ sagði hún. Upphaflega hugsaði Sara starfíð sem sumar- vinnu en flentist. Guðrún Jónína er nú í þroska- þjálfanámi og stundar vinnuna með náminu. Stöllurnar segjast ekki hafa mætt neinum for- dómum á vinnustaðnum og segja farþega ferða- þjónustunnar ánægða með tilbreytinguna. „Maður þarf að vera svo- lítill strákur í sér. Þá gengur allt vel,“ sagði Guðrún Jónína að lokum. Ungir veiðimenn ÝMSIR lögðu leið sína að Reynisvatni í blíðunni á mið- vikudag. Systkinin Hjörtur, 8 ára, og Harpa, 5 ára, ætl- uðu að reyna að veiða síli í vatninu. Þau sögðust oft hafa veitt í Reynisvatni. „Við komum oftast saman,“ sögðu þau. „Eg veiddi einu sinni regnbogasilung," sagði Hjörtur stoltur. Bjöm Hlynur, 11 ára, bar sig fagmannlega að við veiði- mennskuna. Hann segist alltaf hafa haft veiðiáhuga. „Eg byrjaði að veiða þegar ég var 5 ára,“ sagði hann. Björn Hlynur veiddi þrjá físka í Reynisvatni fyiT í vik- unni. „Vinur minn veiddi 11,“ sagði hann. Veiði virðist því vera ágæt í vatninu. Morgunblaðið/Erla Skúladóttir HJORTUR og Harpa Methúsalemsbörn. BJÖRN Hlynur Pétursson Reynisvatn Bokasafn Garðabæjar í sérhönnuðu husnæði við Garðatorg Morgunblaðið/Eiríkur P. HUSAKYNNI bókasafnsins eru björt og aðlaðandi. fá bækur að láni þykir mörgum gott að lesa og vinna á safninu. Þar er boðið upp á lesaðstöðu og aðgang að margmiðlunar- tölvum sem margir nýta sér. Erla segist hafa orðið vör við skort á heimildum fyrir ritgerðir nemenda þegar hún byrjaði að starfa við safnið í Garðaskóla upp úr 1970. Bókasafnið hefur því frá þeim tíma lagt metnað í að safna fjölda heimilda og fróðleik um Garðabæ og nágrennni. Sú vinna hefur þegar skilað sér í útgáfu tveggja bóka í ritröðinni Safn til sögu Garðabæjar. Þetta eru ritin „Byggð milli hrauns og hlíða“, um þróun byggðar og „Frá fjöru til fjalls" sem fjallar um jarð- fræði staðarins. í haust er stefnt að útgáfu þriðju bók- arinnar og ber hún heitið „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar" eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson. Bók- in er byggð á fróðleik sem safnið hefur viðað að sér síðastliðin 15 ár. Betri þjónusta og aukin aðsókn BÓKASAFN Garðabæjar flutti í sérhannað húsnæði við Garðatorg á síðasta ári. Safnið var rekið sem al- mennings- og skólasafn í Garðaskóla en er nú ein- göngu almenningsbóka- safn. Að sögn Erlu Jóns- dóttur bæjarbókavarðar hefur breytingin skilað sér í betri þjónustu við safn- gesti, sem hafa sótt meira í safnið í kjölfarið. Auk hefð- bundinnar útlánastarfsemi hefur safnið lagt áherslu á að varðveita þjóðlegan fróðleik um byggð í Garða- bæ og stuðlað að útgáfu sögulegra rita. Upphaf sitt rekur bóka- safnið til ársins 1958 þegar hreppsbókasafn Garða- hrepps var stofnað. Arið 1970 var safninu steypt saman við skólasafn Garða- skóla og var rekið sem slíkt í hartnær 30 ár. Erla segir að það hafi gefist mjög vel, en húsnæðið hafi verið orð- ið of lítið til að sinna al- mennum safngestum nægj- anlega vel. í maí á síðasta ári flutti safnið því í sér- hannað húsnæði við Garða- torg og nýtur þeirrar stað- setningar. „Við teljum okkur vera komin á besta stað í bæn- um,“ segir Erla. Hún segist strax hafa fundið jákvæð viðbrögð þegar safnið flutti. Safnið er miðsvæðis og hafa leikskólarnir verið ötulir að heimsækja safnið. Umhverfis bókasafnið er fjöldi ibúða fyrir eldri borg- ara sem hafa fagnað því að fá safnið svo nálægt. Erla segir að heimsóknum yngstu barnanna og eldri borgara hafí því fjölgað talsvert. Varðveita heimildir um Garðabæ Ný húsakynni bókasafnsins eru björt og aðlaðandi og sérhönnuð fyrir starfsemi bókasafns. A einum veggn- um getur að líta listaverkið Hugarflug eftir Lilju Pálmadóttur, sem hún hannaði sérstaklega á vegginn fyrir bókasafnið. Safnið sinnir hefðbundn- um útlánum bóka og ann- ars safnkosts. Bókaeign safnsins er nú farin að nálgast 43.000 bindi og á síðasta ári voru útlán 39.561 bindi. Auk þess að ERLA Jónsdóttir bæjarbókavörður kíkir á Netið ásamt safngesti. Gardabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.