Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blair gagnrýndur fyrir að hafa ekki stokkað upp í stjórninni Eingöngu breyting- ar á lægri stigum London. Reuters. Sæbjörgin Morgunblaðið. Húsavík SLYSAVARNASKÓLI sjómanna hélt námskeið á Húsavík fyrir skömmu og veitti þar þingeyskum sjómönnum mikilvæga kennslu. Skólastjóri og kennari var Halldór Almarsson. Skólinn hefur áður haldið námskeið á Húsavík og að- sókn ávallt verið mjög mikil, því allir viðurkenna nú mikilvægi fræðslunnar fyrir sjómenn og ARTHÚR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sendi Arna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra bréf í gær þar sem hann ítrekaði áskorun sam- bandsins þess efnis að ráðherra beitti sér fyrir aðgerðum til að mæta vanda grásleppukarla á svipaðan hátt og brugðist var við aflasamdrætti í innfjarðarækju. Samkvæmt 9. grein laga um stjórn fískveiða er sjávarútvegs- ráðherra heimilt að ráðstafa allt að 12.000 þorskígildistonnum til að bæta samdrátt í úthlutuðu afla- marki. Eins og greint hefur verið frá hefur ráðherra ákveðið að not- færa sér þennan rétt og bæta bát- um á rækjuveiðum innfjarða aflasamdrátt með því að úthluta þeim liðlega 2.000 þorskígildis- tonnum á næsta fiskveiðiári. Á fundi hagsmunaaðila þar sem ráðherra kynnti ákvörðun sína lýsti Arthúr yfir ánægju sinni með að reglugerðinni verði beitt og Morgunblaðið/Silli á Húsavík segja má að að námi loknu séu nemendur færir í flestan sjó. I þetta skipti voru nemendur af stærri skipum 23 talsins, þar af tvær konur. Auk þess var tveggja daga námskeið fyrir smábátasjó- menn, sem einnig var vel sótt. Sæ- björgin fer víða um, kom til Húsa- víkur frá Patreksfirði en fór síðan til Ólafsvíkur. sagði ekkert athugavert við það að innfjarðarækjumönnum yrði bætt- ur skaðinn. „Hins vegar benti ég jafnframt á að huga þyrfti að fleiri aðilum þar sem væru grásleppu- menn og skoraði á ráðherra að taka það mál til rækilegrar skoð- unar,“ sagði Arthúr við Morgun- blaðið. Á undanförnum tveimur árum hefur Landssamband smábátaeig- enda ítrekað farið fram á við sjáv- arútvegsráðuneytið að fyrrnefndri lagaheimild verði beitt en án ár- angurs, að sögn Arthúrs. Hann segir að grásleppukarlar hafi orð- ið fyrir mikilli tekjuskerðingu frá 1997 og hafi samdrátturinn frá 1997 til 1998 að minnsta kosti ver- ið 65 til 70% en enn meiri á þessu ári. „Færa má sterk rök fyrir því að enginn útgerðarhópur hefur orðið fyrir jafn mikilli tekjuskerð- ingu og þessir menn og vanda þeirra þarf að mæta,“ segir Arthúr. TALSMENN Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, sögðu í gær af og frá að Blair hefði guggn- að á því að stokka rækilega upp í ríkisstjórn sinni og kenndu þeir „móðursýki og ímyndunarveiki" fjölmiðlamanna um þá óvissu sem ríkt hafði um breytingamar. Blair gerði í gær fjölda breytinga á lægri stigum en engar meiriháttar breyt- ingar voru gerðar á ríkisstjórninni eins og þó hafði verið fastlega gert ráð fyrir. Talsmenn Ihaldsflokksins og ýmsir fréttaskýrendur kölluðu að- gerðir Blairs - eða aðgerðaleysi - „nótt hinna stuttu hnífa“ og sögðu Blair hafa brostið dug til að stokka upp í stjórn sinni. Kom þetta nokk- uð á óvart í Westminster því þing- menn Verkamannaflokksins munu sjálfir hafa átt von á breytingum. William Hague, leiðtogi Ihalds- flokksins, fordæmdi „ekki-upp- stokkunina" í gær og sagði að Blair refsaði aðstoðarráðherrum fyrir getuleysi yfirmanna sinna. Ihalds- maðurinn John Major, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lét einnig í ljós undrun sína. Sagði hann að augljóst væri að sumir þeirra ráðherra, sem nú hafa verið í embætti í tvö ár, væru ekki starfi sínu vaxnir, og að ætla hefði mátt að Blair myndi lækka þá í tign einmitt núna á miðju kjörtímabili, áður en baráttan vegna næstu þingkosninga tekur að harðna. Fréttaskýrandi dagblaðsins The Times tók í sama streng og sagði að Blair hefði glatað tækifærinu til að losa sig við þá ráðherra sem ekki hafa staðið undir væntingum. Og The Guardian staðhæfði að svo IMF veitir Rússum aðstoð Washington. Reuters. EFNAHAGSKERFIÐ í Rúss- landi er í betra ásigkomulagi en búist hafði verið við, en stjómendur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) eru óánægðir með að rússneskir embættis- menn skuli hafa logið til um fjármagnsbirgðir seðlabankans 1996, að því er Stanley Fischer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri IMF, sagði í gær. Fischer lét þessi orð falla á fréttamannafundi í kjölfar samþykktar sjóðsins á þriðju- dagskvöld að veita Rússum fjárhagsaðstoð að jafnvirði 4,5 milljarðar Bandaríkjadollara. Sagði hann að stjóm IMF hefði fyrst og fremst deilt um athafnir rússneskra yfírvalda fyrir þrem áram, þegar seðla- bankinn rússneski færði fé um banka, sem seðlabankinn á, á bresku Ermarsundseyjunum. IMF hefur nú farið fram á, að Rússar veiti nánari upplýs- ingar um peningabirgðir seðla- bankans í kjölfar þeirra „vill- andi upplýsinga" sem veittar hafi verið um fjármagnsflutn- inga til banka í eigu seðlabank- ans. Fischer sagði kjama máls- ins vera að „það var logið að okkur“. Fjárhagsaðstoðin verður ekki veitt með þeim hætti að peningamir fari beint til Rúss- lands, heldur verða þeir geymdir á reikningi IMF og notaðir til að standa skil á skuldum Rússa við sjóðinn. mikil orka hefði farið í Kosovo- stríðið og málefni Norður-írlands undanfarna mánuði að Blair hefði brostið þrek til að þrýsta í gegn umfangsmiklum breytingum. Sögðu blöðin að verstu tíðindin væra þau að sumir úr ráðherraliði Blairs störfuðu einfaldlega áíram með fallöxina yfir höfði sér því fyrst forsætisráðherrann hefði ekki gert breytingar núna mætti vænta þeirra er liði á veturinn. Betra hefði verið að lina þjáningar þeirra strax, að mati blaðanna. Sambandssinnar á N-írlandi vildu að Mowlam viki Jack Cunningham, sem hélt starfi sínu sem ráðherra með yfir- umsjón með að stefnu stjómarinn- ar sé fylgt fram, sakaði hins vegar breska fjölmiðla um að hafa farið offari í kenningasmíðum undan- famar vikur um það hverjir kynnu að verða færðir til í starfi, og hverj- ir reknir. Sagði hann að þær um- fangsmiklu breytingar sem Blair boðaði á lægri stigum jafngiltu byltingu, en yfir þrjátíu undirráð- herrar voru færðir til, hækkaðir í tign eða lækkaðir í tign eftir atvik- um. „Forsætisráðherrann er ekki einn af þeim mönnum sem láta fjöl- miðlana segja sér fyrir verkum, og hann skortir ekki heldur hugrekki til að taka erfiðar ákvarðanir," sagði Cunningham. Hafði einmitt verið reiknað með því að Cunning- ham yrði lækkaður í tign. Því hafði einnig verið spáð að þau Frank Dobson heilbrigðisráð- herra og Mo Mowlam Norður-ír- landsmálaráðherra yrðu færð til en BANDARISKUR alríkisdómari ur- skurðaði í gær, að Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, skyldi greiða næstum 6,6 milljónir ísl. kr. sekt fyrir að hafa ekki sagt sannleikann um samband sitt við Monicu Lewin- sky. Neitaði hann því eiðsvarinn að hafa haft kynferðislegt samband við hana er hann var kallaður fyrir í málinu, sem Paula Jones höfðaði gegn honum. Dómarinn, Susan Webber Wright, segir í úrskurðinum, að það hafi verið heldur óskemmtilegt að kveða upp dóm yfir æðsta manni ríkisins en framhjá því verði ekki ABDULLAH Jórdaníukonungur sýndi nýlega þann alþýðleik sem gerði föður hans, Hussein, svo af- skaplega vinsælan þegar hann brá sér í dulargervi gamals manns og fór út á meðal þegna sinna. Vildi Abdullah kynna sér starfsemi fríverslunarsvæðis í iðnaðarborginni Zarqa. Að sögn dagblaða í Jórdaníu setti hinn þrjátíu og sjö ára gamli konungur á miðvikudag upp hvítt gerviskegg, klæddist hvítum kufli, setti upp rautt höfuðfat og ferðaðist siðan með leigubfl til Zarqa. Með í för voru menn sem litu út fyrir að vera starfsmenn bæði lýstu því hins vegar nýlega yfir að þau vildu hvergi fara. Vora sambandssinnar á N-ír- landi allt annað en ánægðir með þau tíðindi að Mowlam yrði áfram í N-írlandsmálaráðuneytinu og sagði Jeffrey Donaldson, einn þingmanna Sambandsflokks Ul- sters (UUP), að það ylli vonbrigð- um að Blair skyldi ekki hafa skipt um ráðherra nú í ljósi þess að frið- arumleitanir hefðu siglt í strand. Saka þeir Mowlam um að vera halla undir málflutning kaþólskra á N-írlandi. Afsagnir Tony Banks og Glendu Jackson komu á óvart Eina meiriháttar breytingin, sem gerð var á ráðherraliði Blairs, var brottför Aluns Michaels úr rík- isstjóminni, en Michael hafði reyndar fyrir allnokkru lýst því yf- ir að hann hygðist hætta sem ráð- herra málefna Wales í því skyni að einbeita sér að nýju starfi sem for- sætisráðherra heimastjómarinnar í Wales. Paul Murphy, undirráð- herra í N-írlandsmálaráðuneytinu, tekur við embætti Michaels í bresku stjóminni. Mesta athygli vöktu hins vegar afsagnir Glendu Jackson, fyrrver- andi kvikmyndastjörnu, sem undir- ráðherra í samgönguráðuneytinu, og Tonys Banks, ráðherra íþrótta- mála, en bæði ætla að sækjast eftir útnefningu sem borgarstjóraefni Verkamannaflokksins í London. Banks mun einnig fara fyrir nefnd sem mun beita sér fyrir því að Bretland verði valið til að halda heimsmeistarakeppnina í knatt- spymu árið 2006. horft, að hann hafi sýnt dómstólun- um og réttarkerfinu óvirðingu með framburði sínum. Clinton á að greiða lögfræðingum Jones sektina innan tveggja mán- aða og er litið á hana sem bætur til þeirra. Hafi framburður forsetans valdið þeim ónauðsynlegri fyrirhöfn og útgjöldum. Raunar fóru lögfræð- ingarnir fram á miklu hærri bætur, hátt í 40 millj. ísl. kr., en dómarinn sagði þá upphæð vera út í hött. Bú- ist er við, að sérstakur sjóður, sem stofnaður var til að kosta vörn Clintons í Monicu-málum, muni greiða sektina fyrir hann. fréttastofu og þegar hópurinn kynnti sig fyrir verslunarfólki í Zarqa sagðist hann vera að skrifa frétt um starfsemi fríverslunar- svæðisins. Konungurinn, sem krýndur var í febrúar eftir andlát Husseins, hlustaði vel á umkvartanir við- mælenda sinna, sem létu ófögur orð falla um skrifræðið sem öllu réði hjá opinberum rekstraraðil- um fríverslunarsvæðisins. Eftir fimm klukkustunda heim- sókn tók konungur hins vegar af sér skeggið og hvarf á brott og skildi eftir forviða borgara og stjórnarerindreka, að sögn jórdanskra dagblaða. Morgunblaðið/Golli Með tæp 100 tonn af grálúðu TJALDUR SH kom til Hafnar- Aflinn fékkst á línu um 150 fjarðar í gær með tæplega 100 mflur suðvestur af Reykjanesi tonn af grálúðu eftir 27 daga og er aflaverðmætið um 27 túr. milljónir króna. Landssamband smábátaeigenda sendir ráðherra áskorun Miklum vanda grásleppukarla verður að mæta Clinton dæmdur til að greiða sekt Little Rock. Reuters. Abdullah bregður sér í dulargervi Amraan. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.