Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ 37 fórust í eldi ÞRJÁTÍU og sjö manns fórust þegar tjald varð alelda í brúð- Ikaupsveislu í Saudi-Arabíu á miðvikudagskvöld, að því er fréttastofan KUNA í Kúveit greindi frá í gær. Flestir sem létust voru konur og börn, en alls slösuðust 132 í eldsvoðan- um í borginni Qatif. Átta féllu í Irak OPINBER fréttastofa íraks hafði í gær eftir talsmanni hers- ins að átta óbreyttir borgarar hefðu fallið og 26 særst þegar vestrænar herflugvélar hefðu gert árás á skotmörk í norður- og suðurhluta landsins. Hefðu vélarnar komið frá Saudi-Ara- bíu og Kúveit um klukkan sex í gærmorgun. Mótmæla „Franken- fískum“ UMHVE RFISSINNAR bragð- ust í gær ókvæða við fregnum þess efnis að bresk stjórnvöld hefðu veitt leyfi fyrir leynileg- um tilraunum í Skotlandi með erfðabreytingar á laxi til þess að vaxtarhraði hans fjórfaldaðist. Fregnimar um þessa tilraun með svonefnda „Frankenfiska11, genabreytta fiska, spurðust út á miðvikudag þegar Skotlands- málaráðherra bresku stjórnar- innar sagði frá því á þinginu að þúsundum laxa hefði verið gefið aukagen til að þeir yxu hraðar. Tilraunin hefði verið gerð fyrir þrem áram og hætt hefði verið við hana eftir eitt ár. ERLENT________ Gerry Adams býður UUP til viðræðna Reuters GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, á frétta- mannafundi í Belfast í gær. Belfast Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, stj ómmálaarms Irska lýðveldis- hersins (IRA), bauð stærsta flokki sambandssinna (UUP) á Norður- Irlandi til við- ræðna um fram- hald friðarumleit- ana í héraðinu en Adams vildi hins vegar ekki fullyrða að Sinn Féin myndi taka þátt í fyrirhugaðri end- urskoðun á friðar- samkomulaginu, sem kennt er við föstudaginn langa, sem Bandaríkja- maðurinn George Mitchell, fyrrver- andi öldungadeild- arþingmaður, mun stýra í haust. Lýðveldissinnar funduðu um síð- ustu helgi um stöðuna í friðarum- leitunum á N-írlandi, en þær sigldu í strand fyrr í mánuðinum þegar tilraunir til að mynda heimastjórn kaþólikka og mót- mælenda fóru út um þúfur. Kom UUP þá í veg fyrir myndun stjórnarinnar á þeim forsendum að IRA hefði ekki byrjað afvopn- un. Adams kynnti niðurstöður við- ræðna lýðveldissinna á frétta- mannafundi í Belfast í gær og sagði hann að Sinn Féin vildi eiga bæði formlegar og óformlegar við- ræður við sambandssinna um hvernig megi hugsanlega finna lausn á þeim vanda, sem nú steðj- ar að friðarumleitunum. Adams var engu að síður harð- orður í garð sambandssinna, sem hann sagði margoft hafa svikið gef- in loforð á undanförnum mánuðum. Sagði Adams að Sinn Féin gæti af þeim sökum ekki lofað „að svo stöddu“ að flokkurinn tæki þátt í endurskoðuninni, sem Mitchell mun byrja í september, því lýð- veldissinnar óttuðust að sambands- sinnar myndu leitast við að tefja ferlið allt saman úr hófi fram. FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 23 flJNNÁ fil í kastlin: Toppunnn Alltaf tilbúinn Alltaf þeyttur. SAS flýgur hærra inn í nýja öld Flugfélagið SAS kynnti nýverið einhverjar mestu breytingar sem gerðar hafa verið á félaginu í langan tíma. Breytingarnar snúast að miklu leyti um útlit og ímynd SAS en merki flugfélagsins, flugvélar og fatnaður starfsmanna hafa tekið stakkaskiptum. Einnig hafa ýmsar breytingar verið gerðar á þjónustu flugfélagsins. Með breyttum áherslum mun SAS fljúga inn í nýja öld og er það von starfsfólks að viðskiptavinir kunni vel að meta breytingarnar og finni að þarna fer flugfélag sem stefnir hærra. Söluskrifstofa SAS á íslandi fagnar því nú einnig að þrjátíu ár eru liðin síðan hún var opnuð. í tilefni af þessum tímamótum viljum við bjóða gesti velkomna. Þeir sem líta inn nú í vikunni verða leystir út með ánægjulegum glaðningi frá SAS. S4S Söluskrifstofa SAS Laugavegi 172 Sími 562 2211 Netfang sasis@sas.dk Scandinavian Airlines muxwt&í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.