Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 33 UMRÆÐAN ÞÆR FRÉTTIR hafa borist í fjölmiðlum að borgaryfirvöld ætli að úthluta 25 þúsund fermetrum af Laugar- dalnum, milli Engja- vegar og Suðurlands- brautar, undir bíó og skrifstofuhúsnæði fyrir Landssímann. Jafn- hhða þessu eiga einka- aðilar að taka þátt í að reisa byggingar á sjálfu íþróttasvæðinu fyrir ýmsa starfsemi, svo sem heilsurækt og sýningaraðstöðu. Áætl- að er að um sé að ræða framkvæmdir fyrir á annan milljarð króna og ósjáfrátt skýtur upp spumingunni: „Hvaða gauragangur er þetta, er borgin að verða auralaus?“ Umrætt svæði er næstum jafn stórt og Húsdýragarðurinn, stærra en Fjölskyldugarðurinn og marg- fallt stærra en Grasagarður Reykvíkinga. í Laugardalnum er einnig stærsta íþróttasvæði Reykvíkinga að ógleymdum sund- laugunum, sem eiga sér langa sögu. Gömlu sundlauganna er getið í bók- um frá því fyrir 1770 og þar hófst sundkennsla 1824. Skógrækt hófst í dalnum 1920 og 1961 á 175 ára af- mæli Reykjavíkurborgar var Grasa- garðurinn opnaður. Þá voru í Grasa- garðinum um 700 sýnishom inn- lendra plantna og á fjórða þúsund erlendra. I dalnum hefir einnig blómstrað fjölþætt íþróttastarf og mönnum er í fersku minni þegar Húsdýragarðurinn var opnaður og skömmu síðar Fjölskyldugarðurinn og Skautahöllin. Öll hefir þessi starfsemi vaxið og dafnað og gerir væntanlega enn, eða hvað? Verði þessi umdeilda úthlutun að vem- leika er loku fyrir það skotið að þessi starfsemi, sem nú er fyrir í Laugardalnum, fái aukið svigrúm í framtíðinni. Ég tek því undir það, að þetta er voðaverk. Ljóst er af kortum yfir Reykjavík að Laugardalurinn og svæðið milli Engjavegar og Suðurlandsbrautar hefir alltaf verið skipu- lagsleg heild. Þetta má glöggt sjá, t.d. af gerð og lagningu gatnanna þar. Stutt er síðan Engjavegurinn var lagður, þrátt fyrir há- vær mótmæli. Hann er aðeins þröng gata, sem hlykkjast um dalinn og getur engan veginn tekið við þeirri auknu umferð, sem fyrirhug- uð starfsemi hlýtur að hafa í för með sér. Jafnframt er hann í beinum tengslum við vegakerfi Laugardals- ins og liggur meðfram Húsdýragarðinum og beina leið í gegn um bílastæði Húsdýragarðsins og Skautahallarinnar. Búið er að Laugardalur Ég skora á alla Reykvíkinga, segir Sigríður Asgeirsdóttir, að standa vörð um hagsmuni sína og borg- ar sinnar í nútíð og framtíð. ákveða að vesturhelmingur svæðis- ins fari undir þrjá tennisvelli en austurhlutann, 25 þúsund fermetra, sem liggur í beinu framhaldi af vest- urhlutanum á nú að skera frá og út- hluta til alls óskyldrar starfssemi. Þetta eru síðustu fermetramir af óráðstöfuðu svæði í Laugardalnum og það er sársaukafullur skurður. Borgaryfirvöld réttlæta þessa vanhugsuðu áætlun með því að ekld sé þörf á að stækka útivistarsvæði borgarinnar og benda á Öskjuhlíð- ina, Elliðaárdalinn, Hljómskála- garðinn og Laugarnesið (Geirsnefið gleymdist). Þessi svæði eru öll hvert með sínu sniði, en að þeim öllum ólöstuðum eru þau ekki sambærileg við Laugardalinn og svona málflutn- ingur er ekki vandaður. Jafnframt bera borgaryfirvöld því við að þörf sé á að þétta byggðina í þessum borgarhluta. Reykjavík er byggð á nesi og miðborgarkjaminn er á ör- mjórri uppfyllingu miili Tjarnarinn- ar og hafnarinnar. Ut á þetta nes þarf öll umferð í vesturbæinn og Seltjamames að fara og nú er svo komið að verulegir erfiðleikar era fyrir íbúana að komast á milli nýju íbúðarhverfanna og gamla bæjarins. Og enn stækkar Reykjavík og hefir nú teigt anga sína aÚa leið upp í Hvalfjörð. Ósjálfrátt spyi- maður því sjálfan sig: Hvar hefir þetta fólk, sem nú stjómar borginni, verið und- anfarin ár og hvað er það að hugsa? Er því ekki Ijóst að gatnakerfið í Reykjavík er að sligast? Mikla- brautin er yfirfull, Hringbrautin líka og Suðurlandsbrautin er að fyll- ast og flest gatnamót á þessum göt- um eru löngu margsprangin. Og enn á að troða inn stóram bygging- um með enn aukinni bifreiðaumferð. Mikið hefir verið um vanhugsað- ar byggingarframkvæmdir í Reykjavík að undanfömu, sem vak- ið hafa upp mótmæli íbúanna. Nægir að minna á Laugaveginn, Landspítalann, Lækjargötuna og ótal margt fleira. Skyndilega vakn- ar fólk upp við það, að koma á him- inhá bygging við lóðamörk þeirra, þar sem undanfama áratugi hefir verið autt svæði eða lágreist hús, fólk missir sólskinið og útsýnið úr híbýlum sínum án þess að fá nokkram vömum við komið. Og gatnakerfið gleymist í öllum ósköp- unum. Enn er ekki búið að færa Hringbrautina, sem er tuttugu ára gömul áætlun, og Fossvogsbrautin verður ekki lögð. Samt á enn að auka umferðina og troða og troða inn á svæðið. Enn hefir ekki verið gengið frá lögboðnu deiliskipulagi fyrir stóra hluta af borginni og borgaryfirvöld beygja og sveigja hverfaskipulagið að eigin geðþótta. Slík vinnubrögð skapa óvissu og öryggisleysi hjá borgarbúum og þeir vita ekki hvar þeir standa. Hér verður að spyma við fótum og ég tek undir það, að skora á alla Reykvíkinga að standa vörð um hagsmuni sína og borgar- innar sinnar í nútíð og framtíð. Það verður að koma í veg fyrir enn eitt skipulagsslysið; til þess hafa Reykvíkingar allan rétt. Höfundur er lögfræðingur. Hugleiðingar um voðaverk Sigríður Ásgeirsdóttir Dalakryddsmjönð er ómissandi með grillkjötinu, bökuðu kartöflunni, grillaða kornstönglinum og hverju því sem þér dettur í hug ... Veldu þitt uppáhaldsbragð! fuUUömnai' grillmafiitn! OSTA OG SMIÖRSALAN SE Aiialdaleiga Oll almenn verkfæri og tæki • Háþrýstidælur • Jarðvegsborar • Jarðvegsþjöppur • Sláttuvélar og orf • Kerrur • Rafstöðvar HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is ASKRIFTARÞiðNUSTA MORSUN8tAÐSINS Hafðu samband við áskriftardeild Morgunblaðsins og við veitum þér nánari upplýsingar. Askriftardeild Sfmi: 569 1122 / 800 6122 • Bréfasfmi: 569 1115 • Netfang: askrift@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.