Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum Allt undir þrennum gull- verðlaunum vonbrigði Heimsmeistaramótið hefst nú eftir helgina -----------7---------- og mættu Islendingar fyrstir liða á staðinn. Öfugt við það sem verið hefur undanfarin mót eru bundnar talsverðar vonir við gengi íslenska liðsins nú. Valdimar Kristinsson veltir upp möguleikum liðsins og byggir á samtölum við liðsmenn og aðra „sér- fræðinga“ Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson VIGNIR Siggeirsson og Þyrill þykja í góðum málum þessa dagana, klárinn betri en fyrr, segir Sigurbjörn Bárðarson. SIÐASTA móti gerðust söguleg- breytingar á „valdajafnv;egi“ milli Islendinga og Þjóðverja sem hafa undantekningalítið skipt bróðurparti gullverðlaunanna milli sín á mótunum. Allt í einu voru Is- lendingar komnir með gull í tölti og fjórgangi en Þjóðveijar unnu fimmganginn öfugt við það sem verið hefur í gegnum tíðina. Ekki er ósennilegt að svo geti farið aft- ur en stærstu vonir Islenska liðsins eru án efa Logi Laxdal með skeið- hestinn Freymóð frá Efstadal í 250 igpetra skeiði og Ásgeir Svan Her- bertsson með Farsæl frá Arnarhóli í fjórgangi. Staða Loga þykir held- ur tryggari en það verða mikil vonbrigði ef fimmföldum Islands- meistara í fjórgangi tekst ekki að vinna hið illvíga par Jolly Schrenk og Ófeig sem enginn veit hvaðan er. Þau kepptu ekki á síðasta HM vegna helti í þeim síðarnefnda. Það yrðu miklir hnekkir fyrir íslenska reiðmennsku og hrossarækt ef ekki vinnst sigur í fjórgangi. Olil Amble með Kjark frá Horni ætti að eiga góða möguleika á sæti í A-úrslitum fjórgangs en sigur- möguleikar tæpast fyrir hendi ef allt verður í lagi hjá Jolly og Ófeigi f' Ásgeiri og Farsæli. Sama má gja um möguleika hennar í sam- anlögðu, gæti verið í verðlaunasæti en gullið virðist frekar fjarlægt. Lítið er vitað um styrkleika Styrm- is Árnasonar og Boða frá Gerðum heimsmeistara í fjórgangi annað en að allt sé í góðu lagi og má ætla þeim sæti í A-úrslitum á góðum degi en erfítt er að sjá þá sem sig- urvegara með Ófeig og Farsæl þar fyrir neðan. Tvísýnt í fímmgangi I fímmgangi er rennt nokkuð blint í sjóinn. Auðunn Kristjánsson mætir með hinn brothætta Baldur frá Bakka. Þar hefur brokkið verið .aðalhöfuðverkurinn en hin atriðin "'verið í góðu lagi sór í lagið töftið gott, en ef allt gengur upp má hik- laust ætla að þeir félagar verði í baráttunni um gullið. Sigurður Sigurðarson með Prins frá Hörgs- hóli þykir öruggari kostur í fimm- gangi. Ef litið er á feril þeirra sam- an má segja að þeir hafi aidrei brugðist, alltaf í verðlaunasætum með einni eða kannski tveimur undantekningum. Töltið er mjög gott og öruggt hjá Prins og hann verið stöðugt að bæta sig í skeið- inu. Það sýnir best sigur á fslands- móti í gæðingaskeiði en á þeim vettvangi er okkar stærsta von á heimsmeistaramótiuu. Ætla má að báðir verði í A-úrslitum í fímm- gangi og á góðum degi hafa báðir möguleika á að blanda sér í barátt- una um gullið. Sigurbjörn Bárðarson mætir sem kunnugt er með Gordon frá Stóru-Ásgeirsá og þótt þeir hafi orðið heimsmeistarar fyrir tveimur árum bæði í samanlögðu og gæð- ingaskeiði eru þeir alveg óþekkt stærð. Eigandi Gordons hefur átt í erfiðleikum með hestinn en Sigur- bjöm telur sig vera búinn að fínna leið út úr þeim og fer því líklega best á því að búast ekki við neinu af þeim félögum og gleðjast svo að leik loknum ef ástæða er til. Minna má á það að Sigurbjöm er hvað sterkastur þegar sem flest spjót standa á honum og oft þegar ekki er búist við miklu hefur hann gert ótrúlega hluti. Um sigurmöguleika almennt í samanlögðu er erfitt að spá, ef allt er í toppstandi hjá Sig- urbirni á hann góða möguleika en helsta vonin gæti verið Sigurður Sigurðarson með Prins. Töltkeppnin Tölthornið er án efa sá gripur sem flestir keppenda vilja fara með heim af heimsmeistaramóti. Vignir Siggeirsson tölthornshafi og heimsmeistari mætir til leiks með Þyril frá Vatnsleysu. Umsögn Sigurbjörns Bárðarsonar, sem er á þá leið að klárinn hafí líklega aldrei verið betri en nú, gefur góð- ar vonir en vissulega verður við ramman reip að draga sem er Jolly og Ófeigur. Gott er fyrir íslend- inga að vera þess minnugir að þeg- ar Vignir vann sinn titil fyrir tveimur árum sat Jolly í áhorf- endastúkunni. Einar Oder sem keppir á Glampa frá Kjarri á tæp- ast möguleika á sigri en í umræð- unni virðist spennan snúast um það hvort þeim takist að komast í A-úr- slit. Olil, Ásgeir og Styrmir taka öll þátt í töltinu en enginn ætlar þeim sigurmöguleika svona fyrir- fram, spurningin snýst um A- eða B-úrslit eins og hjá Einari. Sigurð- ur Sæmundsson landsliðseinvaldur á tvö tromp í erminni sem er í fyrsta lagi Rúna Einarsdóttir og Snerpa frá Dalsmynni. Þau eru á varamannabekknum en spurningin snýst um það hvort Sigurður, sem nú í fyrsta skipti hefur vald til að skipta mönnum út og inn að geð- þótta, gerir breytingar á liðinu. Víst þykir að hann geri það ekki nema að vel yfirlögðu ráði og mjög sterk rök mæli með því. En víst er það áleitinn möguleiki því á tveim- ur mótum í sumar hafa Rúna og Snerpa farið yfir Jolly og Ófeig í forkeppni og á seinna mótinu missti Snerpa skeifu undan í úrslit- um þar sem þær stöllur voiu hærri fyrir bæði hægt tölt og hraða- breytingar. Eru þær eina parið í landsliðinu sem hefur sýnt það svart á hvítu að standa fyllilega uppi í hárinu á Jolly og Öfeigi. En hveijum hann myndi skipta út fyr- ir Rúnu og Snerpu ef til kæmi er höfuðverkur Sigurðar en hann hef- ur áður tekið örlagaríkar ákvarð- anir sem virkað hafa vel. Þá er ónefnt hitt trompið sem er Jóhann R. Skúlason og Fengur frá íbishóli sem þrátt fyrir góðan ár- angur eru óþekkt stærð. Segja margir sem hafa séð til þeirra að Fengur sé feikna sterkur, fór með- al annars létt með sterkasta töltara Svía Kjarna frá Kálfhóli sem Hreggviður Eyvindsson keppir á fyrir hönd Svíþjóðar. Af þessu má ráða að íslendingar geti orðið íjöl- mennir í úrslitum töltsins en það er ekki magnið sem er aðalkeppi- keflið heldur sigurinn. Enskt mál- tæki segir „The winner takes it all“ og á það svo sannarlega við um töltkeppnina. Betra er að vera með einn keppanda í A-úrsIitum sem vinnur en ljóra sem raða sér í 2. til 6. sæti. En spennan verður magnþrung- in, það eitt er víst. Önnur lönd en Island og Þýskaland eru spurn- ingamerki, menn virðast sannfærð- ir um að einn góðan veðurdag ger- ist þau tíðindi að fleiri skörð verði brotin í hinn nær órofa gullmúr þessara tveggja þjóða, skyldu tíð- indin gerast í næstu viku í Þýska- landi? Nítján aðilar kynna vörur og þjónustu í sameiningu „ÍSLENSK fyrirtæki hafa áður kynnt vörur sínar og þjónustu í tengslum við Heimsmeistaramót íslenska hestsins en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka höndum saman og standa að kynningunni sem ein heild,“ segir Katrín Björnsdóttir, forstöðumaður sýn- ingarsviðs Útflutningsráðs Is- lands. Ráðið hefur haft yfirumsjón með skipulagningu á þátttöku ís- lensku aðilanna sem kynna vörur sínar og þjónustu á sölusýningu sem haldin er samhliða heims- meistaramóti íslenska hestsins, sem fram fer í Rieden nærri Am- berg í Bæjaralandi í Þýskalandi dagana 1.-8. ágúst næstkomandi. Alls munu 180 þátttakendur frá 15 þjóðum etja kappi á mótinu. Móts- haldarar búast við ríflega 20 þús- und gestum til Rieden. Þetta er í fyrsta sinn sem Út- flutningsráð Islands kemur að skipulagningu á þátttöku ís- lenskra fyrirtækja á sölusýningu sem þessari, sem haldin er í tengslum við hestamannamót. Is- lenski þjóðarbásinn er óhefðbund- inn því umgjörð hans er 330 fer- metra sýningartjald, sem sérstak- lega hefur verið hannað af auglýs- ingastofunni Nonna og Manna. Að sögn Katrínar nýtur Útflutnings- ráð stuðnings Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins vegna þátttökunnar í Rieden, auk þess sem ríkissjóð- ur, samgöngu-, iðnaðar- og við- skipta- og landbúnaðarráðuneytin styrkja verkefnið. Foreti fslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, mun heimsækja mótið laugardaginn 7. ágúst og heilsa upp á íslensku sýn- ingaraðilana í tjaldinu. Þar munu Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyjólfur Kristjánsson m.a. skemmta gestum á eins konar sviði sem komið verður upp í miðju tjaldinu. Síðdegis þennan sama dag efna Útflutningsráð ís- lands og sendiráð íslands í Berlín til móttöku á Wald Hotel. Alls fara um 60 manns út til Rieden á veg- um fyrirtækjanna 19 en þau eru: Astund ehf., Bændasamtökin, Drífa ehf., Eiðfaxi ehf., Eldhestar, Ferðamálaráð íslands, Félag hrossabænda, Flugleiðir, Hand- prjónasamband íslands, Hesta- skólinn ehf., Hestamaðurinn, Is- landica 2000, Island Tours, íshest- ar, Landsmót 2000, M.A. Eiríks- son, Reiðlist, Reiðsport, Söðla- smiðurinn ehf. og Útflutningsráð íslands. Auk þess fara héðan tugir hestamanna og hestaáhugamanna á þennan stórviðburð. Fimm milljónir króna fyrir verðlaunahest HROSSARÆKTARSAMBAND Eyfirðinga og Þingeyinga hefur fest kaup á stóðhestinum Ofsa frá Brún sem er undan Þorra frá Þúfu Töltkeppni á Kaldármelum Hringur og Sveinn í há- um tölum HÁAR tölur voru á lofti í tölt- keppninni á Kaldármelum um síðustu helgi þegar mættust tveir af úrslitahestum frá ís- landsmótinu í harðri rimmu. Sveinn Ragnarsson sem keypti nýju stjörnuna, Hring frá Húsey og vakti mikla at- hygli á íslandsmótinu á Gadd- staðaflötum, mætti nú í sína fyrstu keppni með hestinn. Hans Kjerúlf mætti með Laufa frá Kollaleiru og voru þeir efstir eftir forkeppni með 7,80 en Sveinn og Hringur voru með 7,70. í úrslitum höfðu Sveinn og Hringur betur með 8,22 en Hans og Laufi komu næstir með 8,0. Næstir urðu Sigurð- ur Matthíasson á Prata frá Stóra-Hofi og Ragnar Ágústs- son á Hrólfi frá Hrólfsstöðum. og Ósk frá Brún. Hann er 4 vetra gamall og hefur hlotið 7,90 í aðal- einkunn, 8,05 fyrir sköpulag og 7,84 fyrir hæfileika. Kaupverð hestins er um 5 milljónir króna að meðtöldum virðisaukaskatti. At- hygli vekur hversu hátt verð er greitt fyrir hestinn sem ekki hefur hlotið fyrstu verðlaun, eða ein- kunn yfir 8,00. Stefán Erlingsson, stjórnar- maður í sambandinu, sagði í við- tali við Morgunblaðið að kaupin hafi verið samþykkt á fulltrúa- ráðsfundi með miklum meirihluta þótt ekki hafi verið full eining um kaupin. „Vissulega er þetta hátt verð og ekki því að neita að tekin sé áhætta. Við verðum ekki vel settir ef hesturinn bregst. En við höfum mikla trú á honum og telj- um nánast öruggt að hann rnuni blómstra næsta vor,“ sagði Stefán. Ofsi verður afhentur samband- inu í lok ágúst en Stefán sagði ekkert ákveðið hver yrði með hestinn næsta vetur en taldi nán- ast öruggt að hann yrði á stóð- hestastöðinni á Melgerðismelum. SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68Austurver Sími 568 4240 ----- ^ Upplýsingamiðstöðin t-SÍ. - þar sem íslenska er líka töluð ertu nokkuð að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.