Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.07.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1999 41 KIRKJUSTARF MINNINGAR Safnaðarstarf Samkomur í Hafnar- fjarðarkirkju BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag og Hafnarfjarðarkirkja verða með bæna- og lofgjörðarsamkomur laugardagskvöld 31. júlí kl. 20 og sunnudag 1. ágúst kl. 14. Einnig verður kirkjan opin á guðsþjón- ustutíma kl. 11-12 sunnudaginn 1. ágúst fyrir kyrrðarbænastund og fyiirbænir fyrir einstaklingum. Fyrirbænaefni á samkomunum verða: Land og þjóð, umferð á veg- um landsins og blessun drottins yf- ir verslunarmannahelgina. Einnig verður beðið íyrir einstaklingum og innsendum bænarefnum. Bæna- sími: 565 3777. Sr. Gunnþór Inga- son og Guðmundur Jónsson leiða samkomurnar. Lofgjörðarsveit Byrgisins leikur. Eftir samkomumar er boðið upp á kaffi og meðlæti í safnaðarheimili kirkjunnar, Strandbergi. Byrgið, kristilegt lflmarfélag og Hafnarfjarðarkirkja. Fjölskyldumót aðventista EINS og í fyrra verða aðventistai- með fjölskyldumót á Laugarvatni um verslunarmannahelgina. Á dag- skránni verða samkomur þar sem Peter Roennfeldt, ástralskur prestur, mun verða aðalræðumað- urinn, en einnig munu Björgvin Snorrason, Eric Guðmundsson og Einar Valgeir Arason tala á sam- komum. Það verða fjölbreyttar samkomur með miklum söng og margvísleg efni verða rædd. Barnagæsla verður í boði fyrir yngstu bömin og dagskrá fyrir börn og unglinga verður líka um helgina. Fjölskyldumótið er á svæði íþróttamiðstöðvar Islands og sam- komur fara fram í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar. Mótsgjald er innheimt af þeim sem ætla að vera laugardaginn og sunnudaginn. Matur er seldur á kostnaðarverði. Verið velkomin. Landakirkja Vestmannaeyjum. Helgistund í Herólfsdeal við setn- ingu 125. þjóðhátíðar í Eyjum kl. 15. Sr. Kristján Bjömsson prédik- ar. Kór Landakirkju syngur við undirleik blásara úr Lúðrasveit Vestmannaeyja. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Laugarneskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. ELÍNBORG MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR + Elínborg Margréf Halldórs- dóttir fæddist á Sauðár- króki 31. maí 1920. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvammstanga- kirkju 24. júlí. Með orfáum orðum langar mig að kveðja Elínborgu Halldórsdóttur, föðursystur mína. Mín fyrstu kynni af Ellu frænku og fjölskyldu hennar voru þegar ég var smá stelpa. Móðir mín veiktist af berklum og senda þurfti okkur systkinin að heiman. Ég var send norður í Húnavatnssýslu að Kambs- hóli til Ellu og Halldórs, eiginmanns hennar. Þar tóku þessi merkishjón og börn þeirra tvö vel á móti stelpu- skotti úr Reykjavík. Mér er sagt að sveitalífið hafi verið mjög framandi fyrir mig til að byrja með en ég að- lagaðist fljótt. Hjá Ellu og fjölskyldu hennar dvaldi ég í þónokkurn tíma og leið mér vel þar. Ferðir mínar norður urðu fleiri með árunum. Þar kynntist ég sveita- lífinu og störfunum þar. Ég vildi ekki hafa farið á mis við það og á ég margar mjög skemmtilegar minn- ingar frá þessum árum. Ella og Dóri brugðu búi og fluttu á Hvamms- tanga. Mér þótti fyrst skrítið að fara ekki í sveitina að heimsækja þau eins og ég var vön en alltaf voru móttök- urnar jafn höfðinglegar og notaleg- ar. Ella missti eiginmann sinn fyrir tæpum 13 árum og hélt hún heimili áfram á Hvammstanga. Mér þótti alltaf gaman að spjalla við Ellu, hún var fróð kona og hafði mjög gaman af því að segja mér frá gamla tíman- um og þeim árum er þau systkinin voru að alast upp. Henni þótti eins og flestir á hennar aldri tímarnir breytast mikið og hlutirnir með. Mig undrar það ekki því þótt ég teljist enn vera ung kona finnst mér margt hafa breyst frá því ég var að alast upp. Til dæmis vinnubrögðin til sveita, ætli nokkrum sem ólst upp á fyrri hluta þessarar aldar hafi nokkurn tímann geta látið sig dreyma um þær framfarir og breyt- ingar sem orðið hafa á búskap og bú- skaparháttum. Ellu varð oft tíðrætt um þær. Ella var einnig þónokkuð ættfróð og þótti henni gaman að upplýsa mig um ættmenni mín hér og þar. Hún var verðugur fulltrúi kynslóðar sinnar, dugleg og vinnu- söm. Kæra frænka, nú er kallið komið. Fyrir hönd fjölskyldu minnar þakka ég þér góðar samverustundir. Hvíl í friði. Kæru Jón, Bet og fjölskyldur, hugheilar samúðarkveðjur til ykkar allra. Þorbjörg Hannesdóttir. BARÐI HELGASON + Barði Helgason fæddist að Hvallátrum í Rauðasands- hreppi 7. júní 1945. Hann lést á Bakkafirði 16. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skeggjastaðakirkju 24. júlí. Elsku afi Barði. Við bamabömin sendum þér þessa kveðju og vonum að þér líði vel í faðmi guðs. Þótt ég sé látinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlægið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót, til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Kveðja frá bamabörnunum. Valgeir Valdi, Oddný Björg, Páll Sindri, Haukur Atli, Hákon Ingi, Lovísa Kristín, Björn Ingi og Valdimar Þór. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF «■ Dagskrá helgarinnar 31 .júlí—2. ágúst Laugardagur 24. júlí Kl. 11.00 Barnastund. Leikið og litað í Hvannagjá. Tekur um 1 klst. Hefst við þjónustumiðstöð. Kl. 13.00 Lambhagi. Gengið verður með Þingvallavatni niður i Lambhaga og hugað að lífrík- inu. Gangan tekur 2—3 klst. Gott að hafa með sér sjónauka. Farið verður frá bílastæði ofan Lambhaga. Kl. 20.00 Leiksýning í Hvannagjá. Leikfélagið Sýn- ir á leikferð um landið með leikritið Nýir tímar eftir Böðvar Guðmundsson. Sunnudagur 1. ágúst Kl. 13.00 Barnastund. Leikið og litað í Hvannagjá. Hefst við þjónustumiðstöð og tekur ríflega 1 klst. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Þingvallakirkju. Kl. 15.00 Þinghelgarganga. Gengið um þinghelgina og rætt um sögu þings og þjóðar á Þing- völlum. Létt ganga sem tekur 1 — V/z klst. og hefst við kirkjuna. Mánudagur 2. ágúst Kl. 14.00 Skógarkot. Gengið verður frá þjónustumiðstöð eftir Sandhólastig í Skógarkot og til baka um Skógarkotsveg. Á leið- inni verður fjallað um náttúrufar og búsetu í Þingvallahrauni. Gangan tekur um 3 klst. Hafið gjarnan með ykkur nesti og verið vel búin til fótanna. Allar frekari upplýsingar veita landverðir í þjónustu- miðstöð þjóðgarðsins, simi 482 2660. Mót á Úlfljótsvatni. Mótið hefst á fösludagskvöld og því lýkur á mánudagsmorgni. Listasmiðja barnanna, tjaldsamkomur, klifur- turn, kennsla o.m.fl. Allir velkomnir. Ath.: Ekki verður samkoma á Smiðjuveginum um helgina vegna mótsins. mbl.is -ALLTAe e/TTHVMO NÝTT t Elskuleg eiginkona mín, ELÍSABET HELGADÓTTIR STARR, lést á heimili sínu í Waakegan, lllinois, U.S.A., fimmtudaginn 23. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd barna, barnabarna, systra og annarra vandamanna, Joseph M. Starr. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN PÉTUR SIGURJÓNSSON bifreiðarstjóri frá Heiðarbót, Uppsalavegi 9, Húsavík, lést þriðjudaginn 27. júlí á sjúkrahúsinu Húsavík. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 14.00. V Kristbjörg Héðinsdóttir, Helga Jónína Stefánsdóttir, Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hjördis Stefánsdóttir, Haukur Tryggvason, Héðinn Stefánsson, Hjördís Garðarsdóttir, Sigurjón Pétur Stefánsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÁRNA ARASONAR bónda, Helluvaði, Rangárvöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensásdeildar og dvalaheimilisins Lundar. Árný Oddsdóttir, Jóna B. Árnadóttir, Viðar Jónsson, Ari Árnason, Anna M. Kristjánsdóttir, Oddur Árnason, Guðbjörg Stefánsdóttir, Helgi Árnason og barnabörn. t Þökkum hlýhug og samúð vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, JÓNU SIGURJÓNSDÓTTUR, Kópa vogsbraut 1 b. Guð blessi ykkur öll. Valborg Ó. Jónsdóttir, Börkur Þ. Arnljótsson, Guðtaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson, Árni Þorvaldur Jónsson, Guðrún Halla Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR MARÍU (Ebbu) JÓNSDÓTTUR, Flugumýrarhvammi. Rögnvaldur Jónsson, Sigurveig Rögnvaldsdóttir, Jón Rögnvaldsson, Ásdfs Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.