Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 23

Morgunblaðið - 31.07.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 23 __________________________________VIÐSKIPTI_________________________________ Áhrif sameiningar koparframleiðendanna Asarco og Cyprus Amax á málmiðnaðinn Búist við samr- unum í áliðnaði í KJÖLFAR sameiningar koparframleiðend- anna Asarco og Cyprus Amax fyrr í mánuðin- um hafa raddir verið uppi um að frekari sam- einingar og yfirtökur muni fara vaxandi í málmiðnaði á næstunni. Þó ekki í kopargeir- anum heldur í álframleiðslu, að því er fram kom í dagblaðinu Financial Times á dögunum. Þrennt þykir benda til þess að álframleið- endur leitist við að sameinast og ná fram hag- ræðingu. Fyrst og fremst þykir þörf á endur- skipulagningu álframleiðslu í Evrópu. I annan stað eru stórir alþjóðlegir álframleiðendur farnir að sýna Evrópu meiri áhuga. Loks er ríkisstjóm Venesúela að gera aðra tilraun til einkavæðingar álframleiðslu þar í landi. Þörf á uppstokkun í Evrópu Mikil þörf þykir vera á að endurskipuleggja evrópsk álframleiðslufyrirtæki. Fyrirtækin þykja vera fremur h'til og óskilvirk í saman- burði við leiðandi alþjóðleg stórfyrirtæki í álf- ramleiðslu, á borð við hið bandaríska Alcoa. Evrópsku fyrirtækin eru reyndar farin að huga að hagræðingu og uppstokkun. Hollenski álframleiðandinn Hoogovens hefur nú þegar sameinast British Steel auk þess sem þýska samsteypan Viag og hið svissneska Alusuisse áætluðu sameiningu fyrr á árinu, sem bar reyndar ekki árangur. Nú er beðið aðgerða af hálfu franska álframleiðandans Pechiney sem hefur þessa dagana talsverða fjármuni til ráð- stöfunar vegna sölu eigna. Staðhæft er að Pechiney eigi það á hættu að verða yfirtekið ef fyrirtækið fer ekki á þessu stigi að huga að yf- irtöku eða samruna við aðra álframleiðendur. Reynolds Metal áformar yfirtöku Stóru alþjóðafyrirtækin hafa séð sér leik á borði og Alcoa hefur nú þegar keypt eignir á Spáni sem voru áður í ríkiseigu. Auk þess til- kynnti bandaríska stórfyrirtækið Reynolds Metal í síðasta mánuði, að það væri að skoða mögulega yfirtöku eða samruna. Þriðja vísbendingin um að hrina af samrun- um og yfirtökum sé að fara af stað er einka- væðing álframleiðslu í Venesúela. Hin nýja ríkisstjóm landsins leggur áherslu á að einka- væðingin nái fram að ganga en á síðasta ári reyndi fyrri ríkisstjómin þrisvar sinnum að selja þær ríkiseignir sem tengjast álfram- leiðslu í einu lagi en tókst ekld. Talið er að mörg leiðandi álframleiðslufyrirtæki hafi áhuga á þessum eignum. Búnaðarbanki íslands Eykur hlut í Pharmaco og Olíu- félaginu BÚNAÐARBANKI íslands hf. hefur tilkynnt til Verðbréfaþings íslands að atkvæðis- og eignarhlut- ur bankans í Pharmaco hf. sé kom- inn í 7,5%, en atkvæðisréttur að teknu tilliti til eignarhlutar hluta- bréfasjóðanna ÍS-15 og Hluta- bréfasjóðs BÍ, en báðir em reknir af Búnaðarbankanum, er umfram 10% af heildarhlutafé félagsins, að því er segir í tilkynningu frá Verð- bréfaþingi íslands. „Búnaðarbankinn hefur mikla trú á Pharmaco og á fjárfestingum félagsins í búlgarska lyfjafyrirtæk- inu Balkanpharma,“ segir Marinó Freyr Sigurjónsson hjá Búnaðar- banka Verðbréfum aðspurður um aukinn eignarhlut hlutabréfasjóða bankans í Pharmaco, og bætir við að fjárfestingin í félaginu sé hugs- uð til langs tíma. Búnaðarbankinn hefur einnig til- kynnt VÞÍ að atkvæðis- og eignar- hlutur bankans í Olíufélaginu hf. - ESSO þafi farið yfir 5%. Eignar- hlutur ÍS-15 í Olíufélaginu hf. er nú um 6,0%. En atkvæðisréttur bank- ans að teknu tilliti til eignarhlutar Búnaðarbankans og Hlutabréfa- sjóðs BÍ er um 7% af heildarhluta- fé félagsins. Ástæða þess að eignar- og at- kvæðishlutur er ekki sá sami mun liggja í því að hlutabréfasjóðir í vörslu Búnaðarbankans teljast vera í eigu þeirra sem keypt hafa hlutabréf í sjóðnum, auk Búnaðar- bankans sem á einnig hluta í sjóð- unum. Búnaðarbankinn fer með þann atkvæðisrétt sem sjóðimir hafa í þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fjárfest í, fyrir hönd annara hlut- hafa í sjóðnum. Búnaðarbankinn er hinsvegar ekki skráður eigandi þeirra hluta. Olíufélagið hf www.esso.is Leikararnir Örn Árnason og Árni Tryggvason leggja upp í „skemmtiferð“ um landið eftir verslunarmannahelgina. Gestir ESSO-stöðvanna geta fengið forsmekkinn af skemmtun þeirra feðga á ESSO-stöðvunum í boði Safnkortsins. Skemmtanirnar verða sem hér segir: • 3. ágúst í Vík í Mýrdal <0> • 4. ágúst á Höfn í Hornafirði • 5. ágúst á Seyðisfirði <@> • 6. ágúst á Vopnafirði <S> • 7. ágúst á Egilsstöðum 0) • 8. ágúst á Eskifirði • 9. ágúst í Neskaupstað • 10. ágúst á Borgarfirði eystra 0) • 11. ágústá Þórshöfn<g> • 12. ágúst á Húsavík 0) • 13. ágústá Dalvík0> • 14. og 15. ágústá Akureyri • 16. ágúst í Ólafsfirði • 17. ágúst á Siglufirði •18. ágúst í Miðgarði(0> Sauðárkróki) • 19. ágúst á Hvammstanga Nánar auglýst á hverjum stað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.