Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 31.07.1999, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Eftir að Gunnar Björgvinsson í Liechtenstein hætti störfum sínum hjá Loftleiðum og síðar Cargolux tók hann að kaupa og selja flugvélar og hefur stundað milljarðaviðskipti á þeim vettvangi. Gunnar hefur til þessa lítið viljað ræða við fjölmiðla en féllst á að segja nú sögu sína í Morgunblaðinu. Jóhannes Helgi rithöfundur ræddi við Gunnar fyrir nokkrum árum um uppruna hans og lífshlaup fram eftir ævi og Jóhannes Tómasson hitti Gunnar að máli í vikunni og staldraði einkum við umsvifin í viðskiptum hans með flugvélar. Fleiri hafa augu en emir Morgunblaðið/Jóhannes Helgi GUNNAR Björgvinsson, flugvélamiðlari í Liechtenstein. GUNNAR Björgvinsson er fæddur í Reykjavík 28. júní 1939. Hann er maður mikill að vallarsýn, hávax- inn, heljarmenni að burðum, ljós yf- irlitum, svipfríður, og með þannig blik í augum sem konur kalla stjömur, enda mun maðurinn hafa notið ríkulegrar kvenhylli. Hann sest í hægindastólinn gegnt mér á heimili minu, leggur hrammana á stólarmana, svipast um og lætur fara vel um sig. Frá honum leggur sérkennilega blöndu af inngróinni góðvild og styrk þess manns sem hafíst hefur af sjálfum sér. Hann ber ekki utan á sér nein merki auðs síns; klæðnaður hans er látlaus, þægilegur og óbrotinn. Slíkur mað- ur þarf engin ytri tákn ríkidæmis síns. Hann ber í persónu sinni þá rammíslensku alþýðumenningu, sem er svo gersneydd yfirlæti að hún tekur öllum aðli fram. Maður- inn er einhver augljósasta mynd- birting norræns víkingahöfðingja sem ég hef nokkru sinni augum lit- ið. Hann er kvæntur franskri konu, Evelyne Biewer, og búa þau í Li- echtenstein. Með henni á hann tvo uppkomna syni. Gunnar rekur í Li- echtenstein fyrirtækið Transreco, sem verslar með flugvélar. Hann horfir á mig með kímniglampa í augum og bíður rólegur fyrstu spumingar minnar. Gunnar: Foreldrar mínir voru Kristín Guðmundsdóttir og Björg- vin Steindórsson. _ Föðurafi og amma, Steindór Ámi Ólafsson, byggingameistari í Reykjavík og Guðrún Sigurðardóttir, ættuð frá Mýrum í Borgarfirði. Móðir mín fluttist til Noregs þegar ég var á barnsaldri, þannig að ég var alinn upp hjá föðurafa mínum og ömmu, Steindóri og Guðrúnu, svo lengi sem þeirra naut við. Afi féll frá þeg- ar ég var 13 ára og amma tæpum tveim árum seinna, en ég átti góða að þar sem vora frænkur mínar og frændur, þannig að ekki væsti um mig. Þetta var stór fjölskylda og bjó í húsi sem afi hafði byggt. Ég var alltaf svo athafnasamur að langset- ur í hefðbundnum bóknámsskólum áttu ekki við mig, og því lét ég mér nægja „skylduna" heima. Ég var tæknisinnaður og fékk snemma brennandi áhuga á flugi, átti þann áhuga sameiginlegan með fóður- bróður mínum, Sigurði Steindórs- syni, sem var mikið í sviffluginu með Agnari Kofoed-Hansen, sem var maður sem ég hafði mikið álit á og hefur að mínu mati gert meira fyrir íslensk flugmál en nokkur ann- ar íslendingur. Ég þekkti hann frá því ég var smápolli í for með Sigurði frænda og ég talaði alltaf við hann, hvort heldur hann átti leið um Lúx- emborg eða ég um Island. Agnar var með eindæmum ötull að koma ungum íslendingum utan til náms á allskonar styrkjum, hvort heldur var til að læra flug, flugvirkjun eða flugumsjón. Hann var auðvitað um- deildur, en það era allir sem láta að sér kveða svo um munar. Hann kunni á heiminn, og ég man að hann hafði gaman af orðum og hafði feng- ið þær margar. Þegar hann kom hingað, þá krækti hann í hnappa- gatið míniatúmum1 af þeirri frönsku, Légion d’honneur2. Að hafa gaman af ytri táknum fylgir herskólamenntun og er skiljanlegt. Inn á teppið hjá Alfreð Þegar ég var 15 ára héldu mér engin bönd lengur. Lengri hefð- bundin skólaganga kom ekki til greina, hafði svo mikla athafnaþörf. Ég vildi hreyfa mig meira en hægt er í skóla og hafa eitthvað tæknilegt við að fást og það strax. Ég vildi komast í flugið og út í heim. Ég vildi í flugvirkjun. Sigurður frændi kom boðum til Alfreðs Elíassonar um að ég vildi ná fundi hans, og nýorðinn 15 ára, 1954, arkaði ég inná teppið hjá Alfreð, sem þá var tii húsa í Nýja Bíói. Ég sagði Alfreð hvert plan mitt væri og í hvaða röð ég ætlaði að gera hlutina og hann bara kímdi og sagði mér seinna að hann myndi vel eftir heimsókn þessa 15 ára stráklings. Alfreð greiddi síðar oft götu mína í lífinu. En ég gæti ekki byrjað nám, sagði hann, fyrr en ég væri orðinn 16 ára. En ég vildi ekki bíða. Aifreð brosti þá, lofaði að kanna málið fyrir mig og myndi ég verða látinn vita. Ég vildi ekki bíða aðgerðarlaus. Ég var vanur að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni, ef ekki prakkarastrik, þá einhverja vinnu. Ég hafði unnið frá því ég mundi eftir mér, í sveit á sumram og á eyrinni í skólafríum, og í unglingavinnunni, fyrir utan annað stúss. Meðan ég beið eftir svari réð ég mig á Hekluna sem messadrengur, undir skipstjóm As- geirs sægarps Sigurðssonar. Ég vildi fara að sjá mig eitthvað um í heiminum strax, og Heklan sigldi til Kristiansand, Gautaborgar og til Kóngsins Kaupmannahafnar og þaðan tilbaka til Reykjavíkur með viðkomu í Þórshöfn í Færeyjum. Ágætt forspil fyrir heimsflakk mitt. Síðan tvær ferðir kringum landið sem líka var ágæt kynnisför. Þegar ég afskráði mig var komið haust. Til Stafangurs Alfreð hafði þá með milligöngu Williamsen, fulltrúa Ludvig Bra- athens hjá Loftleiðum, fengið náms- samning fyrir mig á Sola-verkstæði Braathens í Stafangri. Þangað hélt ég 6. janúar ‘55, ásamt Páli Júlíus- syni. Við leigðum okkur saman her- bergi með morgunmat inniföldum. Á Sola-verkstæðinu unnu um 200 manns og mikil regla var á hlutun- um og aginn til fyrirmyndar. Vinnu- dagurinn hófst klukkan 8 árdegis og fylgst var með því að við væram mættir fyrir þann tíma, þannig að við hæfum vinnu á mínútunni 8, og hálftíma fyrir verklok var okkur lærlingunum gert að þrífa verk- stæðið. Þegar við töldum verkið sómasamlega af hendi leyst kölluð- um við á verkstæðisformanninn, sem tók út verkið. Fyrr fengum við ekki að yfirgefa staðinn. Vinnuvikan var 48 tímar og 3 tímar í iðnskóla á kvöldin 5 daga vikunnar. Á Sola fékk ég þá þjálfun og ögun sem ungum manni er nauðsynleg og ég hef búið að síðan, kerfi sem ég tók svo upp þegar ég fékk mannaforráð síðar. Ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað fara á mis við árin tvö hjá Braathen. Vilji er allt sem þarf Það er von þú spyrjir. Nei, ég kunni ekkert í málinu. Dönsku- kennslan á íslandi hjálpaði mér ekkert. Hún átti ekki uppá pallborð- ið hjá mér, gekk enda ekki vel í ís- lenska unglinga og gerir víst ekki enn. Ég held ég hafi tekið eitthvert lægsta próf í henni sem tekið hefur verið. Én ég var svo heppinn að í iðnskólanum var nýupptekinn sá háttur að kenna á nýnorsku og það raglaði norsku nemendurna sem alist höfðu upp við ríkismál og mál- lýskur, en það raglaði mig ekki neitt, því að ég kunni ekki neitt, enga norsku, en naut þess hinsveg- ar að margt er skylt með íslensk- unni og nýnorskunni, langt umfram skyldleikann við norskt ríkismál og dönsku. Maður skildi auðvitað lítið fyrst, en það gildir um tungumál eins og annað, að vilji er allt sem þarf, og ég var kominn þama til að læra. Eg varð því einn af þeim hæstu í norsku eftir skólaárið, og önnur próf stóðumst við allir þrír, en þriðji íslendingurinn hafði þá bæst í hópinn, Yngvi Guðmundsson. Kvœði í kross Jú, ég sá Braathen. Ekki oft að vísu. Hann sat í Ósló, en hann kom einu sinni á ári með fríðu föraneyti og konu sína, sænsku greifynjuna, og gustaði af honum eins og hers- höfðingja og hélt þá stórveislu, árs- hátíð, á Sola Strandhotel, og veitti af rausn. Braathen var svipmikill merkiskari, stórbrotinn og bar sig manna best. Nám í flugvirkjun tekur 4 ár, en af því að ég var bara 15 ára, og sam- kvæmt norskum lögum er bannað að taka lærlinga undir 16 ára aldri, þá ætluðu þeir að halda mér í fimm ár. En ég var nú ekki á þeim buxun- um. Ég sagði: þetta er bara ragl. Ég ætla ekki að læra svona. Eg ætla ekki að vera nein fimm ár úr því að mér er ekkert að vanbúnaði að ljúka prófum á tilskildum tíma, óháð aldri. Úr því að lengja átti tím- ann bara af því að ég var svona ung- ur, það sætti ég mig ekki við. En þeir sögðu: þetta era lög. Við því var ekki nema eitt svar. Ég sagði: ég vil ekki lifa undir þeim lögum. Sælir! Ég er farinn. Og ég fór. Þá hafði ég verið þama tæp 2 ár, og ég fór nú uppá eigin spýtur til Tulsa í Bandaríkjunum, þar sem þeir era ekki að hengja sig í formsatriði, heldur taka mið af kunnáttu nemenda. Og í Tulsa fékk ég skírteini eftir rúmt hálft annað ár. En ég fór ekki heim alveg strax. Ég fór fyrst í boði eins námsfélaga míns í uppskeravinnu til foreldra hans, sem stunduðu kartöflurækt í Norður-Dakota og vora af íslensku bergi brotin. Það var alveg ótrúlegt landsvæði sem þau áttu, og allt tek- ið upp með stórvirkum vélum. Ef ég man rétt skiluðu vélarnar kartöfl- unum í pokum og náðu upp 80 pró- sentum af uppskeranni. Áfgangur- inn var tíndur upp með handafli kvennanna, en ég og lausafólk vor- um í því að taka pokana frá vélun- um og setja þá upp á dráttarvagna. Fyrst þurfti maður að nota báðar hendur og fætur til að ráða við pok- ana, en eftir tvær þrjár vikur slengdi maður þeim á vagnana með annarri hendi. Þetta var mánaðar- vinna og húsbændumir fyrsta flokks fólk. Til Flugfélags íslands Þegar ég kom heim vantaði ekki flugvirkja hjá Loftleiðum; hinsveg- ar fékk ég vinnu í flugskýlinu hjá FÍ. En ég undi mér ekki þar. Ekki eftir að hafa verið hjá Braathen í Stafangri og í Tulsa. Þama var allt með öðra sniði, gamaldags, allt ann- ar andi en ég hafði átt að venjast í Noregi og í Bandaríkjunum. Maður þurfti að tilheyra einhverjum sér- stökum ættum til að þrífast þar. Tafsöm formsatriði. Fremur en að starfa þama til frambúðar hefði ég leitað fyrir mér um starf erlendis. En vorið ‘59 bauðst mér starf við síldarleit. Sigurður Ólafsson, einn af stofnendum Loftleiða, hafði þá sagt skilið við félagið og keypt tékk- neska flugvél og leigði ríkinu til síldarleitar, og ég var á henni með Sigurði og Ama Sigurbergssyni, síðar flugstjóra hjá Flugleiðum, með bækistöð á Akureyri. Önnur flugvél var í síldarleitinni og á henni voru Reynir Eiríksson og Ingi Kol- beinsson. Lífið er leit Þegar við voram ekki að leita að síld? Þá voram við að leita að ein- hverju öðra, enda orkan nóg. Lífið er jú leit. Það era fallegar stúlkur á Akureyri. Það vita allir sem þar hafa dvalið. En í síldarleitinni hafði ég alltaf við og við samband við yfir- mann tæknideildar Loftleiða, Hall- dór heitinn Sigurjónsson. Sonur hans, Kristinn, vann sem ungur maður mörg ár hjá mér í Lúxem- borg, var yfir verkfæradeildinni, og var síðar yfirmaður tæknideildar Flugleiða. I nóvember ‘59 losnaði starf hjá Halldóri og þar með hóf ég störf hjá Loftleiðum og þar var allt annar andi. Þama vora framsæknir menn við stjómvölinn, menn sem höfðu hafist af sjálfum sér og mátu við menn dugnað og metnað og greiddu götu þeirra ungu manna, sem þeim þótti á vetur setjandi. Stundum var að vísu lítið í kassan- um, enda sóttu þeir ekkert í ríkis- sjóð. Maður fékk því launin ekki alltaf uppgerð til fulls um hver mán- aðamót, heldur fékk maður svona slumpa uppí þau. Gjaldkerinn hét Ólafur Bjamason, stór maður, mik- ill og þrekinn; góður maður. Ef menn fóra til hans og sögðust þurfa að fá fyrir húsaleigu, þá var kassinn tómm-. En færi maður til hans og segði: ég ætla að detta í það í kvöld og fara á kvennafar, þá fékk maður alitaf eitthvað. Skilningsríkur mað- ur og kunni því vel að menn gengju hreint til verks. Sexurnar koma Rétt fyrir jólin 1960 kom fyrsta DC-6 og síðan bættust við fleiri Sexur ‘60 og ‘61, keyptar af PanAm. Ég var því búinn að vinna talsvert við þær þegar ég var beðinn að fara til Hamborgar ‘61 til aðstoðar norskum yfirflugvirkja, sem þar var á vegum Braathens, en þá vora flugin í viku hverri orðin fimm, og þeir þurftu annan flugvirkja sem væri með réttindi (licence) á þessar vélar og gæti skrifað þær út sem kallað er. Öðravísi gátu þær ekki farið í loftið. Þetta vora fínar vélar, en það var alltaf eitthvað smálegt að bila, það var ekki eins og í dag; það var alltaf eitthvað smávegis í hverri lendingu, sem þurfti lagfæringar við. Nei, það kom ekkert við öryggi vélanna í lofti. Þetta vora magnet- ur, dreifikerfið og þessháttar dót sem klikkaði, og þurfti að laga, þótt kerfin væra þrjú fjögur, í öryggis- skyni. Þau áttu auðvitað öll að vera í lagi. Með Norðmanninum var Þjóð- verji og síðan bættist í hópinn Birk- ir Baldvinsson okkur til aðstoðar. Við sama heygarðshornið Ég hafði mjög gaman af að vera í Þýskalandi. Hamborg er skemmti- leg borg og maður var ungur, hug- urinn opinn og margt að skoða, og ég var svo heppinn að Birkir var þama með fjölskyldu og einnig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.