Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 4

Morgunblaðið - 05.08.1999, Page 4
KNATTSPYRNA KR-ingar í úrslitin KR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni Knattspyrnu- sambands íslands er liðið lagði Breiðablik 3:0 á KR-velli í gær- kvöldi. Blikar voru síst lakari aðilinn framan af leik en þeir gerðu sig seka um slæm varnarmistök sem leikmenn Vesturbæjarliðs- ins nýttu sér til hins ýtrasta. Morgunblaðið/Golli SIGURREIFIR KR-ingar. Sigursteinn Gíslason og Þórhallur Hin- riksson fagna öðru marki Bjarka Gunnlaugssonar í leiknum gegn Breiðabliki. Ekkert annað en sigur kom til greina Leikurinn hófst með iátum. KR- ingar voru beittari fyrstu mínút- ur leiksins og var Bjarki Gunn- laugsson tvisvar sinnum nærri því að skora mörk, en í bæði skiptin hafnaði knötturinn í stönginni. í fyrra skiptið náði Ein- Gfe/í ar Pór Daníelsson að Þorsteinsson senda fyrir markið en skrífar síðara færið átti Bjarki svo til sjálfúr: lék á einn varnarmann Blika og skaut að marki en inn vildi boltinn ekki. A meðan KR-ing£ir geystust fram í hverja sóknina á fætur annarri virtust framherjar Blika einmana og fengu fá færi til þess að vinna úr. Helst var að Sigurður Grétarsson, þjálfari liðsins, sem var í sóknarlínu liðsins eftir hlé, gerði usla meðal varnarmanna Vesturbæ- inga. Ur einni slíkri rispu þjálfarans barst boltinn að markteig KR. Þar var Kjartan Einarsson einn íyrir framan markið í sannkölluðu dauða- færi en skaut af afli og boltinn fór himinhátt yfír markið. Blikar hresstust talsvert er á leið fyrri hálfleik og tókst að loka betur á sóknarmenn KR-inga. Allt leit út fyrir að mesti mátturinn væri úr KR-ingum og að markalaust yrði í hálfleik, en Guðmundur Benedikts- son var á öðru máli. Hann fékk knöttinn vinstra megin fyrir utan vítateig Blika og sendi fyrir. Send- ingin virkaði meinleysisleg en þar var Bjarki Gunnlaugsson á réttum stað og náði að skalla í netið án þess að vamarmenn gestanna fengju rönd við reist. Markið kom á besta tíma fyrir heimamenn en gestina sveið undan enda var flautað til leikhlés nokkrum sekúndum síðar. Tvisvar áður 3:0 KR-ingar hafa tvisvar sinnum áður unnið 3:0 í undanúrslit- um bikarkeppninnar, árið 1962 og 1994. í bæði skiptin urðu þeir bikarmeistarar í kjölfarið. Árið 1962 lagði KR lið ÍBA 3:0 í undanúrslitum í leik þar sem Örn Steinsen kom KR-liðinu á bragðið á 2. mínútu. í kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Ellerti B. Schram sem innsigluðu sigurinn. Tutt- ugu og tveimur árum síðar lagði vesturbæjarliðið lið Þórs á Akureyri 3:0 í undanúrslit- i um. Þá gerðu Heimir Porcha, James Bett og Hilmar Björns- son mörk KR. Enginn þeirra leikur lengur með KR en Heimir var með Breiðabliki í leiknum í gær. í úrslitaleik 1962 vann KR Fram 2:0 og 1994 sigruðu KR-ingar liðs- menn Grindavíkur, 3:0, í úr- slitaleik. Blikar fengu tækifæri til þess að jafna leikinn í upphafi síðari hálf- leiks er Kjartan Einarsson var á ný í góðu marktækifæri. En sem fyrr brást honum bogalistin og boltinn fór framhjá marki KR. Heilladís- irnar voru ekki hliðhollar Blikum en þær fylgdu KR-ingum hvert fót- mál og gerðu þeir annað mark leiksins um miðjan seinni hálfleik. Sem fyrr voru Bjarki og Guðmund- ur í aðalhlutverkum. Guðmundur sendi hárfína sendingu framhjá varnarlínu Blika frá hægri. Bjarki tók við boltanum og brunaði að marki, lék á Atla Knútsson, markvörð, og hugðist senda knött- inn í markið. En á ótrúlegan hátt hrasaði Bjarki um sjálfan sig og virtist hafa fyrirgert möguleikum sínum á að skora er Guðmundur Örn Guðmundsson, varnarmaður Blika, kom aðvífandi og gerði sig líklegan til að bjarga sínu liði fyrir horn. En þegar öll sund virtust lok- uð tókst Bjarka, sem var liggjandi, að senda boltann undir Guðmund Örn og í markið. Skondið mark en tryggði heimamönnum örugga for- ystu. KR-ingar hrósuðu happi og stuðningsmenn þeirra töldu liðið á leið í úrslitaleikinn. Sú varð raunin, en KR-ingar voru ekki hættir. Skömmu fyrir leikslok léku Einar Örn Birgisson, sem nýlega hafði komið inn á sem varamaður, og Guðmundur í gegnum vörn Blika, sem svaf á verðinum enn á ný. Guð- mundur virtist ætla að láta Einar ljúka sókninni en tókst ekki að senda knöttinn til hans. Þess í stað barst boltinn í varnarmann Breiða- bliks og aftur til Guðmundar, sem kom honum í netið: 3:0. KR-ingar, sem léku síðast í úr- slitum keppninnar árið 1995, eru vel að sigri sínum komnir. Þeir léku skynsamlega, vörn liðsins gaf fá færi á sér og sóknarmenn liðsins nýttu færin. Blikar, sem gátu ekki stillt upp sínu sterkasta liði og urðu að sjá af lykilmönnum út af, léku ágætlega framan af, en fóru illa með þau færi sem liðið fékk og sýndu sóknarmönnum KR óþarfa gestrisni. Slíkt hefur aldrei talist vænlegt til árangurs. Tryggvi gerði eitt mark TRYGGVI Guðmundsson skor- aði eitt mark í 5:0-sigri Tromso á Raufoss í norsku bikarkeppn- inni í gærkvöld. Bjöm Jakobs- son er nýlega genginn tii liðs við Raufoss, en ekki fer sögum af frammistöðu hans í leiknum. Kongsvinger, sem Steinar Adolfsson leikur með, vann mikilvægan 4:0-sigur á Váler- enga í úrvalsdeildinni í gær- kvöld. Kongsvinger er, þrátt fyrir sigur, enn í neðsta sæti deildarinnar. Við bjuggum okkur vel undir leikinn enda kom ekkert ann- að til greina en að fara í úrslita- leikinn, sem er sá stærsti í ís- lenskri knattspyrnu," sagði Guð- mundur Benediktsson, sem lagði upp tvö mörk KR-inga og skoraði eitt gegn Breiðabliki í gærkvöld. Þrátt fyrir að vel hafi tekist til upp við markið kvaðst hann engan veginn sáttur við eigin frammi- stöðu í leiknum. „Ég er fremur óánægður með eigin frammistöðu þegar á heildina er litið. Mér tókst að vísu að leggja upp tvö mörk og skora eitt, en tapaði bolt- anum of mikið að mínu viti. En það sem skiptir máli er að sigur vannst og liðið er komið í úrslit bikarkeppninnar.“ Eyjamenn og Skagamenn eiga enn eftir að útkljá hvort liðið kemst í úrslit en Guðmundur sagði að sig skipti litlu hvoru liði KR mætti. „Við höfum leikið gegn báðum liðum og það eru hörku- leikmenn innan beggja raða. Skagamenn eru vaxandi og Eyja- menn eru ætíð sterkir. Það skiptir engu máli hvort liðið fer í úrslit því um stórleik er að ræða.“ Mörkin ódýr „Mér fannst liðið leika virkilega vel í fyrri hálfleik og þeir [KR- ingar] voru ekki að skapa sér nein tækifæri. Við gáfum þeim mörkin á silfurfati og það var súrt í broti. Því miður náðum við ekki að skora þrátt fyrir að hafa fengið góð marktækifæri," sagði Hákon Sverrisson, fyrirliði Breiðabliks, að loknum leik gegn KR í undan- úrslitum bikarkeppninnar. Hákon sagði að einhverju máli hefði skipt að liðið hefði verið án lykilmanna í leiknum. „Við vorum án nokkurra leikmanna og það hafði án efa áhrif á úrslit leiksins. En við lékum góða knattspyrnu og þeir sem komu inn í liðið stóðu sig vel. Þegar upp er staðið get- um við gengið sáttir frá þessum leik.“ Rakel kom fersk inn „ÉG átti að koma fersk inn,“ sagði Rakel Logadóttir, sem braut ísinn á Skaganum í gær þegar hún skor- Stefán aði með fyrstu Stefánsson sneriingu, 45 skrífar sekúndum eftir að hún kom inn á sem varamaður á 56. min- útu, fyrsta mark íslands gegn Ástralíu á Norðurlandamóti landsliða 21 árs og yngri. Leiknum lauk með 2:1 sigri ís- lensku stúlknanna, sem eiga fyrir vikið möguleika á að spila um 3. sæti keppninnar. Gestirnir frá Ástralíu byrj- uðu betur, en eftir skot þeirra í slá á 10. mfnútu fóru ís- lensku stúlkurnar að fikra sig framar á völlinn, enda ekki vanþörf á þar sem sóknarleik- menn þeirra spiluðu að mestu við hlið miðvallarleikmanna. Þær tóku betur við sér eftir gott sláarskot á 16. mínútu, sjálfstraustið lét á sér kræla og eftir annað sláai-skot á 31. mínútu, þegar Edda Garðars- dóttir vippaði glæsilega yfir markvörð Ástrala, færðust þær í aukana. Rétt fyrir leik- hlé var Edda enn á ferð með aukaspyrnu af 25 metra færi en markvörður Ástrala varði glæsilega í horn. Áströlsku stúlkurnar ætl- uðu sér að ná aftur tökum á leiknum eftir hlé og börðust fyrir sínum hlut, en þá skor- aði Rakel og síðan Heiða Sig- urbergsdóttir - segja má þvert gegn gangi leiksins. Undir lokin sóttu Ástralar meira og uppskáru mark Kim Revell, sem skoraði nánast frá endalfnu. „Við byijuðum rólega en vandamálið var mest sálfræði- hliðin og þessi sigur var einmitt það sem við þurftum," sagði Þórður Lárusson, þjálf- ari íslenska liðsins. „Það tók okkur tíma að komast í gang því stelpurnar voru hræddar, enda margar að spila í fyrsta sinn við þær bestu í heiminum - jafnvel stelpur sem hafa leikið í úrslitum heimsmeist- arakeppninnar.“ Óhætt er að taka undir orð hans um sál- fræðivandann því lengi vel var eins og íslensku stúlkurn- ar þyrðu ekki fram á völlinn, það vantaði alla græðgi, en betur gekk þegar á leið - von- andi skilar það sér gegn Sví- um á föstudaginn. „Við ættum að geta spilað um þriðja sætið því það er alveg möguleiki á að vinna þær sænsku. Þær unnu Ástralíu, sem vantaði sinn besta leikmann. Við mun- um gera okkar besta og ég vona að áhorfendur sjái um sitt.“ Fylgst með KR-ingum BOBBY Williamson, knattspyrnu- stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Kilmamock, íylgdist með KR-ing- um er liðið lék gegn Breiðabliki í undanúrslitum bikarkeppni Knatt- spyrnusambands íslands í gær- kvöldi. KR mætir Kilmamock í Evrópu- keppni félagsliða í þessum mánuði og hafa forráðamenn skoska liðsins fylgst grannt með Vesturbæjarlið- inu í sumar. Williamson hefur kom- ið tvisvar sinnum, en alls hefur fé- lagið sent fulltrúa sinn þrisvar sinn- um hingað til lands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.