Alþýðublaðið - 04.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Aígreid@la blaðsins er i Alþýðuhúsimi við tngóifsstræti og^Hverfisgötra. Simi 988. Anglýsingum sé skilað þangað eða i Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein x* ■ á raánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. sennilega fær norska lögreglan ekki minni hneysu af þessu frum- hlaupi sínu, en af gullstuldinum í sumár. Og ekkert er un,darlegt vlð það, þó auðvaldsblöðin er- lendu reyni að „slá sér upp“ á þekkingarskorti fjöldans ] Khöfn, 2. janúar. Stytting vinmitímnns og atvinnuleysið í Englandi. Símað er frá London að stjórnin hafi ákveðið að stytta skuli vinnu- ttmann í öllum verksmiðjum, svo miljón atvinnuiausra manna geti fengið atvinnu. Valcra til írlands. Sagt er að Valera sé kominn til Dublin til þess að taka þar við bráðabyrgðastjórn írlands, Fiumedeilan. Símað er frá Róm, að Fiume- samaingarnir séu undirskrifaðir, en ákvæðum þeirra er haldið leyndum. Blaðamannafnndi frestað. Alþjóða blaðamannafundi sem haida átti I Asíralíú er frestað. Khöfn, 3. janúar. Samningar Eússa og Breta. Símað er frá London, að komið sé að því, að lokið verði við við- skiftasamninginn milli Rússa og Breta. Krassin hefir saraið nýtt upp- kast, sem tilbúið er til undir- skriftar. Málið hefir vakið deilur milli brezka verzlunarráðuneytisins og utanríkisráSuneytisins, sem reynir að ónýta samninginn. Bethmann Hollweg danðnr. Símfregn frá Beriín hermir að Bethmann Hollwég, íyrverandi ríkiskanslari, sé dáinn, 64 ára að aldri. fvi breyta menn svo? Hví berjast menn ? Hví er jörð- inni rótað upp? Svarsins krefjumst vér af þeim sem völdin hafa ög máttinn til að hugsa. Hví eru menn fátækir r Vér krefjumst svars af þeim sem semja Iög og þyggja þar fyrir fé. Hví eru menn auðugir aí lacdi og lausum aurumf Vér krefjumst svars. — Eg hefi séð tötralega klæddar koaur rneð háifnakin börn á hand- legg sitja og drekka áfenga drykki í stað þess að afía sér og börnum sínum fata og fæðis. Hví vita þær ekki beturf Hví er móðurástin svo voluð, að þær gera slíktf Hinir mentuðu og pelli klæddu, sem róa í spiki sfnu, verða að svara, því þeirra er rfkið, máttur- inn og dýrðin. Eg hefi séð fallaar konur leita skjóls í kuldum undir veggjum mustera drottias og bjóða þar iíkami sína. Hví breyta þær svo? Hví er þeim útskúfað úr húsi hins hæstaf Svars krefjumst vér þar. Þeir sem mentunina hafa gefi gild og skýr svör. Hví var Kristur myíturf Spyrj- um þá, sem myrtu Karl Lieb- knecht og Rósu Luxemburg. Eg hefi oft taiað við góða menn og gáfaða, skáld og listamenn, sera hafa grátið yfir vonsku mann- anna. Þeir hafa vakað á nótturn og stunið þungan; svo hafa þeir ort íögur ljóð um hina fátæku. Eg hefi spurt þá hvert væri álit þeirra, en þeir hafa beygt hin göf- ugu höfuð sín. Þeim var ofverk að svara mér. Þeir hafa séð brot af rangiætinu en ekki viljað breyta því til góðs, Skiljum það góðir menn, að hjálpar er aldrei að vænta. Hjálp er heimska, ölmusugjafir úr hnefa stýfðar. Frelsi finst ekki. Hið eina sem lifir er ranglætið, en það skóp enginn góður guð. Það hafa menn- irnir sjálfir fundið. Fáir menn hafa rutt því veg og nu troða þeir helveg, sem réttlætinu fylgja. Hví ýtum vér ekki við hinnz fúnu mannfélagshöli ? Hví tökum vér ekki berum höndum á hennt og byggjum nýtt hús í henaar stað. Bræður vorir og félagar i Rússlandi hafa gett það og þeim. hefir gengið vel. Hví látið þér börnin gráta og mæður þeirra tærast úr sultif Hví tökutn vér ekki brauðið frá þeim sem hafa slíka gnægð> þess, að nóg er fyrir aliaf Hví erum vér svo aumir að hefjast ekki handa — með illtt skal ilt út reka — já, hví breyta menn svo, eg skil það ekki. 27. des. Ljóöabók. Ljóðmæli eftir Þorsteij® Gíslason. Reykjavik 1920, Títt hefir nú verið höggvið í fylkingu skálda vorra. Verða þsu; skörð ófylt um hríð. Vér verðum fyrst um sinn að sætta oss við að eiga engan Steingrím, engan Gröndal, engan Þorstéin Erlings- son og etsgan Matthías. En við eigum góð skáld þrátfc fyrir það. Þar stendur Þorsteinn Gíslason framarlega. Er hana kon* ungur í sínu ríki. Hann hefir haft skáldskapinn í hjáverkum eins og flest ísienzk skáld, En allœikið liggur eftir hann, og eru Ijóð hans þjóðkunn. Stökur eftir Þorstein Gíslason eru á hvers manns vörum'. Ljóð hans hafa flogið um ísland með fögrum lögum. Þeim verða flest til kvæðanna, sem vel kveða. Svo er það um Þorstein. Hann kveður smellið um jafnhégómlegan við- burð og konungskomu. Og er þvf ekki að undra, þóít hann kveði vel um Jónas, Steingrím og Þor- vald, enda er kvæðið Jónasar af- burða vel kveðið. Og þarf varla að vitna í þetta, sem svo margir kunna: Þú varst íslands æskusálf Óminn þinna sólskinsljóða geymir enn þá íslenskt mál; andi hlýr frá þinni sál

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.