Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 7. AGUST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Minnisvarði afhjúpaður í Hákonar- lundi GUÐRÚN Bjarnason, ekkja Hákonar Bjarnasonar, fyrrver- andi skógræktarstjóra, og Böðvar Guðmundsson, skógar- vörður á Suðurlandi, afhjúp- uðu í gær minnisvarða um Há- kon Bjarnason í skógarlundi sem kenndur hefur verið við hann og nefndur Hákonarlund- ur í landi Skógræktar ríkisins í Haukadal. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, minntist Hákonar við athöfn af ]) ví tilefni og sagði að hann hefði með eigin hendi sáð fræj- um birkiskógar sem myndar lundinn og tuttugu árum síðar hefði sitka-greni verið gróður- sett í lundinum. „Mér er óhætt að segja að af öllum þeim trjátegundum sem Hákon flutti til landsins hafi sitka-grenið staðið hjarta hans næst," sagði Sigurður. „Hvergi á Islandi veit ég það mikilfeng- legra en í þessum lundi. Hon- um þótti líka vænt um íslensku björkina og enginn hefur sýnt Islendingum í dýrara máli en hann hvers virði björkin er ís- iensku gróðurríki og hvflíkur skjöldur hún er íslenska fokjarðveginum." ¦ Tímabært/11 Morgunblaðið/KG Lögum ekki breytt í snarhasti FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra segir að í gildi séu ný lög um kauphallir og menn hlaupi ekki til og breyti þeim í snarhastí. „Það er með þessi lög eins og mörg önnur að það kemur ýmislegt upp þegar reynir á þau í framkvæmdinni. Við munum innan einhvers tíma taka það tíl nán- ari skoðunar," segir Finnur. Hann segir að enginn eðlismunur hafí orðið í jafnvægi innan Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins þótt 22,1% hlutur Scandinavian Holding hafi verið seldur Orca S.A. og síðartalda félagið jafnframt eignast aðra hlutí í bankanum þannig að eignarhluti þess sé nú orðinn 26,5%. „I báðum tílfellum er um að ræða félög skráð erlendis." Hann segir að stjórnvöld hafi gert sér grein fyrir því í upphafi þegar ákveðið var að selja 49% hlut ríkisins í FBA að þar með væri ríkið að af- sala sér ákveðnu valdi sem það hafði yfir fyrirtækinu. „Þess vegna kemur það mjög skýrt fram í útboðslýsing- unni að ríMð ætlar að selja allt fyrir- tækið á árinu 1999 og þá með hvaða hætti við ætlum að selja, þ.e. í dreifðri sölu til þess að tryggja sjálf- stæði bankans áfram á samkeppnis- markaði," segir Finnur. Hann segir óákveðið hvenær á ár- inu hlutur ríkisins verði boðinn út en unnið sé að undirbúningi þess í ráðu- neytinu. ¦ Ekki bein/10 Verðandi brúður slasaðist töluvert þess að flytja stúlkuna niður í Naut- hólsvík. Talið er að bifreið sem ók samhliða hjólinu í sömu aksturs- stefnu hafi rekist á hliðarvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur var stúlkan talsvert slösuð en ekki talin í lífs- hættu. Meðal annars hlaut hún bein- brot á fæti og upphandlegg, auk þess sem grunur lék á, að hún hefði mjaðmagrindarbrotnað. Hún gekkst undir rannsókn á sjúkrahúsinu í gærkvöldi. TUTTUGU og fjögurra ára gömul stúlka slasaðist talsvert mikið á sjö- unda tímanum í gærkvöldi, þegar ek- ið var á hliðarvagn mótorhjóls sem hún var farþegi í. Stúlkan ætlar að gifta sig bráðlega og var aksturinn á hjólinu hluti af svo kðlluðu „gæsa- partíi", samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Reykjavík. Ökumaður hjólsins, tæplega fertugur karlmað- ur, fótbrotnaði í slysinu. Mótorhjólinu með hliðarvagninum var ekið vestur Bústaðaveg um klukkan 18.15 og ætlaði ökumaður Ferð sögufrægrar flugvélar heim á leið tefst Stélhjól brotnaði í flugtaki STÉLHJÓL Douglas DC-2 „Uiver" flugvélar frá fjórða áratugnum, sem hefur haft viðdvöl hérlendis síðan á þriðjudag, brotnaði í gærmorgun þegar vélin ætlaði að hefja sig til flugs. Slökkviliðið á Keflavfkurflug- velli var kallað til en engin hætta var á ferðum að sögn Karenar Sell- ers, hjá upplýsingaskrifstofu varn- arliðsins. Brottfór vélarinnar, sem fljúga átti til Skotlands og þaðan til Hollands, tefst hins vegar, senni- lega fram yfir helgi. „Hjólið brotnaði í flugtaki með þeim afleiðingum að öruggast þótti að lenda vélinni samstundis. Það var gert án teljandi erfiðleika og er ekki talið að áhöfnin eða farþegarn- ir, sem eru að gera heimildarmynd um för vélarinnar, hafi verið í hættu. Nú hefur verið haft samband við aðila víðs vegar um heim í leit að varahlutum til að hægt sé að gera við vélina og halda ferðinni áfram," segir Karen. Kostar um 53 miUjónir Hollenska flugminjasafnið, sem staðsett er á Schiphol-flugvelli við Amsterdam, hefur vélina á leigu og hefur jafnframt samið um að geta eignast hana, náist að safna nægum fjármunum fyrir lok októbermánað- ar. Vélin er í eigu bandarísks aðila, Colgate Darden, sem er fús til að selja hana fyrir 1,5 milljónir hol- lenskra gyllina, eða um 53 milljónir íslenskra króna. Douglas DC-2 „Uiver" flugvélin er fræg í flugsögunni. Hún ávann sér frægð árið 1934 þegar vél af þessari tegund flaug langflug frá Amsterdam til hollensku Austur- Indía. Tíu árum eftir fyrsta lang- flugið frá Amsterdam tii Batavia, sem nú kallast Jakarta í Indónesíu, skráði KLM-flugfélagið sig í MacRobertson-flugkeppnina, sem var á milli London og Melbourne í Ástralíu, og notaðist við fyrstu Dou- glas DC-2 vélina í Evrópu, en hún var kölluð „Uiver". Vélin bar sigur- orð af keppinautum sínum, þar á meðal breskum vélum, DH-88 Comets, sem smíðaðar voru sér- staklega fyrir kappflug, og tryggði sér þannig frægðarorð sem hún hef- ur borið síðan. Undanfarin ár hefur Hollenska flugminjasafnið leitað víðs vegar um heiminn að flugvél af þessari teg- und, til að bæta í safn sitt. Fyrsta „Uiver" vélin brotlenti í eyðimörk í Sýrlandi í desember 1934, meðan á Morgunblaðið/Hilmar Bragi STARFSMENN Keflavíkurflugvallar huga að skemmdum stélhjóls Douglas DC-2 „Uiver" flugvélarinnar síðdegis í gær. öðru langfiugi hennar til hollensku Austur-Indía stóð, og varð því að finna aðra vél. Eina flughæfa vélin í ljós kom að aðeins ein vél var til í heiminum í flughæfu ástandi og þegar haft var samband við eig- andann til að semja um leigu á henni, kom í Ijós að hann var reiðubúinn að selja vélina fyrir áður- nefnda upphæð. Safnið hyggst sýna vél- ina á viðamikilli flugsýn- ingu sem nefnist Hollend- ingurinn fljúgandi í 90 ár, og efna til mikils söfnunar- átaks tii að geta fest kaup á henni þegar véiin kemst tíl Hollands. Átakið, „Uiv- er heim aftur", á að ná há- marki fyrir 80 ára afmæli konunglega hollenska flug- féiagsins, KLM, í október, en þá rennur einnig út fresturinn sem seljandinn hefur veitt safninu til að ganga frá kaupunum. Víkurvegi lokað í 13 daga FRÁ og með mánudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 22. ágúst, eða í 13 daga, verður Víkurvegur í Grafarvogi lok- aður við hringveg nr. 1 (Vest- urlandsveg) við Keldnaholt. Við það lokast akstursleiðir í og úr Grafarvogi um Víkur- veg. Vegfarendum er bent á að. aka um Höfðabakka og Gullinbrú á meðan, segir í fréttatilkynningu frá gatna- málastjóra. Lést í Kaup- mannahöfn MAÐURINN sem lést í Kaup- mannahöfh þegar hann féll af hjóli og varð undir strætisvagni hét Jör- undur Finnbogi Guðjónsson, 51 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Jörund- ur hafði verið búsettur í Kaup- mannahöfn um tveggja ára skeið en áður starfaði hann um árabil sem sviðsstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Sérblöð í dag 'fffflmWafeifr í ^0 ^&J_J —/Xj Á LAUGARDÖGUM ¦—4 ^ÍA l~C ¦ MORGDNBLAÐSINS Vallarmet hjá Erni Ævari á Hvaleyri / B1 Fylkir rak af sér slyðruorðið / B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.