Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 2

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 2
2 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minnisvarði afhjúpaður í Hákonar- lundi GUÐRÚN Bjarnason, ekkja Hákonar Bjarnasonar, fyrrver- andi skógræktarsljóra, og Böðvar Guðmundsson, skógar- vörður á Suðurlandi, afhjúp- uðu í gær minnisvarða um Há- kon Bjarnason í skógarlundi sem kenndur hefur verið við hann og nefndur Hákonarlund- ur í landi Skógræktar ríkisins í Haukadal. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, minntist Hákonar við athöfn af því tilefni og sagði að hann hefði með eigin hendi sáð fræj- um birkiskógar sem myndar lundinn og tuttugu árum síðar hefði sitka-greni verið gróður- sett í lundinum. „Mér er óhætt að segja að af öllum þeim tijátegundum sem Hákon flutti til landsins hafí sitka-grenið staðið hjarta hans næst,“ sagði Sigurður. „Hvergi á Islandi veit ég það mikilfeng- legra en í þessum lundi. Hon- um þótti líka vænt um íslensku björkina og enginn hefur sýnt Islendingum í dýrara máli en hann hvers virði björkin er ís- lensku gróðurríki og hvílíkur skjöldur hún er íslenska fokjarðveginum.“ ■ Tímabært/l 1 Morgunblaðið/KG Lögum ekki breytt í snarhasti FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og við- sldptaráðherra segir að í gildi séu ný lög um kauphallir og menn hlaupi ekki til og breyti þeim í snarhasti. „Það er með þessi lög eins og mörg önnur að það kemur ýmislegt upp þegar reynir á þau í framkvæmdinni. Við munum innan einhvers tíma taka það til nán- ari skoðunar," segir Finnur. Hann segir að enginn eðlismunur hafi orðið í jafnvægi innan Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins þótt 22,1% hlutur Scandinavian Holding hafi verið seldur Orca S.A. og síðartalda félagið jafnframt eignast aðra hluti í bankanum þannig að eignarhluti þess sé nú orðinn 26,5%. „I báðum tilfellum er um að ræða félög skráð erlendis." Hann segir að stjómvöld hafi gert sér grein íyrir því í upphafi þegar ákveðið var að selja 49% hlut ríkisins í FBA að þar með væri ríkið að af- sala sér ákveðnu valdi sem það hafði yfir íyrirtækinu. „Þess vegna kemur það mjög skýrt fram í útboðslýsing- unni að ríkið ætlar að selja allt fyrir- tækið á árinu 1999 og þá með hvaða hætti við ætlum að selja, þ.e. í dreifðri sölu til þess að tryggja sjálf- stæði bankans áfram á samkeppnis- markaði," segir Finnur. Hann segir óákveðið hvenær á ár- inu hlutur ríkisms verði boðinn út en unnið sé að undirbúningi þess í ráðu- neytinu. ■ Gkki bein/10 Verðandi brúður slasaðist töluvert TUTTUGU og fjögurra ára gömul stúlka slasaðist talsvert mikið á sjö- unda tímanum í gærkvöldi, þegar ek- ið var á hliðarvagn mótorhjóls sem hún var farþegi í. Stúlkan ætlar að gifta sig bráðlega og var aksturinn á hjólinu hluti af svo kölluðu „gæsa- partíi“, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Reykjavík. Ökumaður hjólsins, tæplega fertugur karlmað- ur, fótbrotnaði í slysinu. Mótorhjólinu með hliðarvagninum var ekið vestur Bústaðaveg um klukkan 18.15 og ætlaði ökumaður þess að flytja stúlkuna niður í Naut- hólsvík. Talið er að bifreið sem ók samhliða hjólinu í sömu aksturs- stefnu hafi rekist á hliðarvagninn með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur var stúlkan talsvert slösuð en ekki talin í lífs- hættu. Meðal annars hlaut hún bein- brot á fæti og upphandlegg, auk þess sem grunur lék á, að hún hefði mjaðmagrindarbrotnað. Hún gekkst undir rannsókn á sjúkrahúsinu í gærkvöldi. Ferð sögufrægrar flugvélar heim á leið tefst Stélhjól brotnaði í flugtaki STÉLHJÓL Douglas DC-2 „Uiver“ flugvélar frá fjórða áratugnum, sem hefur haft viðdvöl hérlendis síðan á þriðjudag, brotnaði í gærmorgun þegar vélin ætlaði að hefja sig til flugs. Slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli var kallað til en engin hætta var á ferðum að sögn Karenar Sell- ers, hjá upplýsingaskrifstofu varn- arliðsins. Brottför vélarinnar, sem fljúga átti til Skotlands og þaðan til Hollands, tefst hins vegar, senni- lega fram yfir helgi. „Hjólið brotnaði í flugtaki með þeim afleiðingum að öruggast þótti að lenda vélinni samstundis. Það var gert án teljandi erfiðleika og er ekki talið að áhöfnin eða farþegarn- ir, sem eru að gera heimildarmynd um för vélarinnar, hafi verið í hættu. Nú hefur verið haft samband við aðila víðs vegar um heim í leit að varahlutum til að hægt sé að gera við vélina og halda ferðinni áfram,“ segir Karen. Kostar um 53 milljónir Hollenska flugminjasafnið, sem staðsett er á Schiphol-flugvelli við Amsterdam, hefur vélina á leigu og hefur jafnframt samið um að geta eignast hana, náist að safna nægum fjármunum fyrir lok októbermánað- ar. Vélin er í eigu bandarísks aðila, Colgate Darden, sem er fús til að selja hana fyrir 1,5 milljónir hol- lenskra gyllina, eða um 53 milljónir íslenskra króna. Douglas DC-2 „Uiver“ flugvélin er fræg í flugsögunni. Hún ávann sér frægð árið 1934 þegar vél af þessari tegund flaug langflug frá Amsterdam til hollensku Austur- Indía. Tíu árum eftir fyrsta lang- flugið frá Amsterdam til Batavia, sem nú kallast Jakarta í Indónesíu, skráði KLM-flugfélagið sig í MacRobertson-flugkeppnina, sem var á milli London og Melbourne í Ástralíu, og notaðist við fyrstu Dou- glas DC-2 vélina í Evrópu, en hún var kölluð „Uiver“. Vélin bar sigur- orð af keppinautum sínum, þar á meðal breskum vélum, DH-88 Comets, sem smíðaðar voru sér- staklega fyrir kappflug, og tryggði sér þannig frægðarorð sem hún hef- ur borið síðan. Undanfarin ár hefur Hollenska flugminjasafnið leitað víðs vegar um heiminn að flugvél af þessari teg- und, til að bæta í safn sitt. Fyrsta „Uiver“ vélin brotlenti í eyðimörk í Sýrlandi í desember 1934, meðan á Morgunblaðið/Hilmar Bragi STARFSMENN Keflavíkurflugvallar huga að skemmdum stélhjóls Douglas DC-2 „Uiver“ flugvélarinnar síðdegis í gær. öðru langflugi hennar til hollensku Austur-Indía stóð, og varð því að finna aðra vél. Eina flughæfa vélin í ljós kom að aðeins ein vél var til í heiminum í flughæfu ástandi og þegar haft var samband við eig- andann til að semja um leigu á henni, kom í ljós að hann var reiðubúinn að selja vélina fyrir áður- nefnda upphæð. Safnið hyggst sýna vél- ina á viðamikilli flugsýn- ingu sem nefnist Hollend- ingurinn fljúgandi í 90 ár, og efna til mikils söfnunar- átaks til að geta fest kaup á henni þegar vélin kemst til Hollands. Átakið, „Uiv- er heim aftur“, á að ná há- marki fyrir 80 ára afmæli konunglega hollenska flug- félagsins, KLM, í október, en þá rennur einnig út fresturinn sem seljandinn hefur veitt safninu til að ganga frá kaupunum. Víkurvegi lokað í 13 daga FRÁ og með mánudeginum 9. ágúst til sunnudagsins 22. ágúst, eða í 13 daga, verður Víkurvegur í Grafarvogi lok- aður við hringveg nr. 1 (Vest- urlandsveg) við Keldnaholt. Við það lokast akstursleiðir í og úr Grafarvogi um Víkur- veg. Vegfarendum er bent á að aka um Höfðabakka og Gullinbrú á meðan, segir í fréttatilkynningu frá gatna- málastjóra. Lést í Kaup- mannahöfn MAÐURINN sem lést í Kaup- mannahöfn þegar hann féll af hjóli og varð undir strætisvagni hét Jör- undur Finnbogi Guðjónsson, 51 árs gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Jörund- ur hafði verið búsettur í Kaup- mannahöfn um tveggja ára skeið en áður starfaði hann um árabil sem sviðsstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. I Sérblöð í dag leSÍDUR ÁLAUGARDÖGUM W FOTIi^T/ LTjöDOiv Vallarmet hjá Erni Ævari á Hvaleyri / B1 Fylkir rak af sér slyðruorðið / B8 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is t I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.