Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Vegur í Kverkfjöll opnaður að nýju VEGURINN frá Möðrudal að Kverkfjöllum, sem fór í sundur um síðustu helgi þegar Kreppa hljóp, var tengdur að nýju og umferð hleypt á hann í gær. Vegarspott- inn er rúmlega 100 kílómetra lang- ur og skemmdist á um 20 kíló- metra kafla. Að sögn Guðna Nikulássonar, rekstrarstjóra Vegagerðar ríkisins á Fljótsdalshéraði, var brugðið á það ráð að leggja nýjan vegar- spotta í stað þess að brúa skarðið sem myndaðist um helgina. „Verk- ið gekk vel eftir að vatnið sjatnaði. Við lögðum nýjan slóða á öðrum stað en sá gamli var og munum notast við hann þar til hleypur næst," segir Guðni. Kostnaður 3-4 miujónir Framkvæmdir hófust á þriðju- dag og var vegarspottinn talinn fær ökutækjum um miðjan dag í gær en á mánudag verður gengið endanlega frá veginum. Kostnaður við framkvæmdina nemur á milli 3 og 4 milljónum króna, að sögn Guðna. Vegurinn er fær kraftmikl- um jeppum og rútum. Kári Kristjánsson, landvörður í Hvannalindum, kveðst búast við talsverðri umferð um veginn um helgina enda sé um að ræða eina seinustu stóru ferðahelgi lands- manna. Hann kveðst ánægður með að tenging sé komin á en biður vegfarendur um að forðast allan akstur utan vega. „Við biðjum fólk um að halda sig á beinu brautinni," segir Kári. ------------*-«~*---------- Ók niður bensíndælur MAÐUR á þrítugsaldri ók bifreið sinni á tvær bensíndælur á bensín- stöð við Miklubraut skömmu eftir hádegi í gær, með þeim afleiðing- um að eldsneyti rann um planið. Kalla þurfti út slökkviliðið í Reykjavík til að þurrka það upp. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðist sem maðurinn hafi verið á heldur of miklum hraða þegar hann beygði frá Miklubraut inn á bensínstöðina, þannig að honum tókst ekki að stöðva bílinn áður en hann kom að dælunum. Ekki leikur grunur á að um ölvun hafi verið að ræða. Engin meiðsh urðu á ökumanninum en tjón varð á bifreið hans. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson KAFAÐ var niður að flakinu af El Grillo síðdegis í gær. Á myndinni má sjá kafara og stjórnendur aðgerða bera saman bækur sínar. Olíumengunin í Seyðisfírði Kafað niður að El Grillo KAFARAR á vegum Hollustu- verndar ríkisins köfuðu síðdegis í gær niður að flakinu af olíu- birgðaskipinu El Grillo, sem sökkt var í Seyðisfirði á stríðs- árunum, og sáu greinileg merki þess að olíumengun sú sem vart varð fyrr í þessari viku er það- an runnin. Að sögn Eyjólfs Magnússonar, sérfræðings Holl- ustuverndar í olíumengunar- vörnum, sem stjórnar aðgerðum á staðnum, verður kafað aftur í dag og lekinn staðsettur ná- kvæmlega til að hægt verði að taka ákvarðanir um aðgerðir. „Þetta var nú eiginlega könn- unarköfun í þetta skiptið því köi'iuiartíminn var mjög stuttur eða 15 mínútur. Kafararnir voru svona að koma sér fyrir og undirbúa frekari köfun. Sá sem var síðast niðri sá hvaðan olían kom en næsta vers er að komast að því nákvæmlega hvar lekinn er," segir Eyjólfur. Kafararnir þrír, sem standa að því að kanna aðstæður, heita Árni Kópsson, Kjartan J. Hauksson og Jónas K. Þorvalds- son. Dýptin niður að flakinu er, að sögn Eyjólfs, um 25 metrar niður á brú, 35 niður á dekkið en niður á botninn eru um 44 metrar. Eyjólfur kveður mengun enn sem komið er ekki verulega. EIGNARSKATTSFRJÁLS BRÉF „Þetta er ósköp lítil olía sem kemur út en það er ekki vitað hversu mikil olía er eftir í skip- inu." Hann kvaðst ekki geta sagt til um frekari aðgerðir fyrr en aðstæður hefðu verið betur kannaðar. Hann bjóst þó ekki við að efni yrðu notuð til að vinna á olíunni en taldi hugsan- legt að reynt yrði að beina olí- unni upp á einum stað. EI Grillo enn til baga El Grillo hefur reynst Seyð- firðingum heilmikill baggi en ol- íumengunar frá skipinu hefur orðið vart í gegnum tíðina, síð- ast fyrr á þessu ári. Eftir að þýsk flugvél sökkti skipinu í sprengjuárás 16. febrúar 1944 er talið að 5-6.000 tonn af olíu hafi lekið úr skipinu út í lífríkið. Þegar skipinu var sökkt var það nánast með fullfermi af olíu en árið 1952 tókst að dæla úr því um 4.500 tonnum. Að þeim aðgerðum stóðu Olíufélagið hf. og Hamar hf. Jóhann Grétar Einarsson, símstöðvarstjóri á Seyðisfirði, segist muna eftir því þegar togaranum var sökkt og þegar dælt var upp úr hon- um átta árum síðar. „Það var mikið um að vera þegar verið var að dæla upp úr El Grillo. Það fylltust hér allar fjörur af olíu, rétt eins og þegar skipinu var sökkt," segir Jóhann. Ástæðuna fyrir því að reynt var að ná olíunni upp 1952 telur Jóhann einkum þá að menn hafi óttast leka frá flakinu en olían sem upp náðist kom sér síðan GRÍMUR Eysturoy Guttorms- son kafari fór 81 ferð niður í El Grillo þegar verið var að ná ol- íu upp úr flakinu eftir stríð. vel í því olíuhallæri sem var í landinu, t.d. fyrir loðnubræðsl- una. Hugmyndir um að ná flakinu upp eða hreinsa alla olíu úr því og sprengiefni hafa komið upp í gegnum árin. Jóhann Grétar segir að búið hafi verið að fá þýska fyrirtækið sem hreinsaði Suez-skurðinn eftir stríð til starfans árið 1956. En þegar til hafi komið hafi enginn fengist til að fjármagna aðgerðirnar. „Ríkisstjórnin sagði að her- inn hefði gefið Seyðfirðingum skipið, eftir að því var sökkt, og þar af leiðandi væri þeirra að bera allan kostnaðinn. En hvað sem hæft er í þessu hefur þetta skip verið meira og minna til vandræða. Á sfldarárunum voru skip t.d. iðulega að festa ankeri sín í skipinu," segir Jóhann Grétar. Kafaði 81 sinni niður að flakin Fyrstur manna til að kafa nið- ur að flakinu var Grímur Eyst- uroy Guttormsson kafarí en köf- unin var þá sú dýpsta sem vitað var um að köfuð hefði verið hér- lendis, eða 44 metrar. Grímur, sem varð áttræður 28. júlí sl., sagðist í gærdag hafa heyrt af menguninni núna og vildi gjarn- an tjá sig um olíuhreinsunina 1952 sem hann vann við. Hann segir að aðstæður hafi verið góðar en um borð hafi verið djúpsprengjur sem Banda- ríkjameiin hafi síðan fjarlægt. „Það var nýbúið að fylla skipið þegar það sökk en þetta var 13.000 tonna skip. Það var að vísu einhver tundurspillir búinn að taka olíu úr skipinu. Þegar sprengjan sprakk fyrir framan skipið rifnaði forpikkur- inn. Veistu hvað það er? Það er framendinn á skipinu fyrir framan lestarnar. Þar rifnaði skipsskrokkurinn og forpikkur- inn fylltist þannig að það sökk að framan. En afturendinn stóð upp. Bretar fengu svo Norð- menn til þess að sökkva aftur- endanum vegna þess að þeir vissu að Þýskarar myndu koma aftur daginn eftir og varpa fleiri sprengjum á skipið en þá myndi eldur komast í olíuna," segir Grímur. Grímur var ekki á staðnum þegar sprengjuárásin var gerð, segist hafa búið alla sína tíð í Reykjavík. Hann var síðan beð- inn um að kaf a niður að skipinu til að kanna málin. Þegar upp var staðið hafði Grímur kafað 81 sinni niður að flakinu. Metraþykkt „rjómalag" Olíunni var, að sögn Grúns, náð upp með því að dæla sjó inn í botninn á skipinu og olíunni þannig þrýst upp. Með þessu móti tókst að bjarga 4.500 tonn- um af olíu upp úr skipinu en Grímur segir að heilmikið magn hafi setið eftir. „Ég giska sjálf- ur á að upp undir metraþykkt lag hafi verið eftir af olíu. Þeg- ar olía er ofan í sjónum virkar þetta nákvæmlega eins og rjómi ofan á mjólk. Og rjómalagið var þá upp undir metra að þykkt. Það er geysimikið magn. Ég þori ekki að giska á hversu mik- ið. Þetta er svo stór flötur, svo stðrt skip." Namávöxtunsl. tvöárm.v. l.júlí 1999 OKKAR SÉRFRÆÐINGAR þín ávöxtun BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF byggirátrausti Hjólað á Nesinu EFLAUST hafa margir foreldrar dustað rykið af reiðhjólunum sín- um síðustu daga enda hefur veðrið verið kjörið til útiveru og tilvalið að fara með börnin í hjól- reiðatúr. Á SeltjaTnarnesi er gott að hjóla, því þar er landslagið lflrt því sem það er hjá frændum vorum Dönum, flatt. Á Nesinu er því frekar auðvelt að hjóla, en þó ekki það auðvelt að maður geti ekki misst stjórn á hjóli sínu og faílið, en svo virðist sem pabbinn hafi ekki hugað að því og sleppt eða gleymt að dusta rykið af því alira mikilvægasta, hjálminum. I Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.