Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 6

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 6
6 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson JÓHANN R. Skúlason á Feng frá íbishóli þykir vera kominn með aðra höndina á tölthornið eftir góða frammistöðu í forkeppninni og hefur hann gott forskot á Walter Feldmann sem er í öðru sæti. Fjögur gull í augsýn og fímmta mögulegt FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði heims- meistaramótið með nærveru sinni í gær og er hann hér ásamt dr. Hans Wagner, sýslumanni Amberg Sulzbach-sýslu, lengst til vinstri, og Wolfgang Berg, formanni þýska Islandshestasambandsins. Ólafí á vinstri hönd eru Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og EUert B. Schram, forseti ISI. BRÚNIN er farin að lyftast á land- anum eftir góðan dag á heimsmeist- aramótinu í Kreuth í Þýskalandi. Jó- hann R. Skúlason á Feng frá íbishóli er kominn með afar góða stöðu í tölt- inu, er með gott forskot á Walter Féldmann, Þýskalandi, sem keppir á Bjarka frá Áldenghoor og er í öðru sæti. Heimsmeistarinn Vignir Sig- geirsson á Þyrli frá Vatnsleysu var ekki með sannfærandi sýningu en hlaut þó ágætar einkunnir og má segja að dómararnir hafi farið mjúk- um höndum um þá félaga. Þeir höfn- uðu í fjórða sæti og því verða í það minnsta tveir Islendingar í A-úrslit- um. Olil Amble er á næstu grösum með Kjarkinn sinn, í sjötta sæti, að- eins 0,03 frá A-úrslitum og með ágætt forskot á næstu keppendur sem eru Ásgeir Svan Herbertsson með Farsæl frá Arnarhóli og Irene Reber, Þýskalandi, á Kappa frá Álftagerði með 6,83. Er því óhætt að veðja á þrjá íslendinga í A-úrslitum á sunnudag. Áfram halda hrakfarir Jolly Schrenk og Ófeigs en þau urðu í ellefta sæti eins og í fjórgangi og má segja að veldi Ófeigs sé nú hrun- ið og líklega erfitt að byggja það upp aftur en þau hafa átt góða daga sam- an og unnið marga glæsta sigra. Hollensk stúlka á Gróttu frá Litlu- Tungu kom verulega á óvart í gær þegar hún reið sig inn í A-úrslitin í töltinu og er líklega ár og dagur síð- an Hollendingur hefur komist svo langt. Þá endurtók Reinhardt Loidl, Austuríki, leik sinn frá síðasta móti og tryggði sér sæti í A-úrslitum á hryssunm Auði frá Eystra-Fíflholti. Staða Islendinga hefur vænkast verulega á heimsmeistaramótinu í Kreuth eftir gærdaginn. Brúnin er farin að lyftast á landanum því nú þegar er farið að glitta í gullverð- launin og sagði Sigurður einvaldur að þau yrðu fímm talsins, nokkuð trygg í fjórgangi og tölti, að heita mætti pottþétt í samanlögðu og skeiðinu. Þrátt fyrir að núverandi heimsmeistari í fimmgangi, Karly Zingsheim, sé efstur eins og stendur velkist Sigurður ekki í vafa um að þar muni Auðunn tryggja gullið á Baldri frá Bakka. SIGURBJÖRN og Gordon á hinum ótrúlega metspretti í gær þar sem þeir fóru einir síns liðs því Logi Laxdal og Freymóður fóru á kýrstökki og drógust verulega aftur úr. UNGU mennimir voru atkvæðamiklir í fagnaðarlátunum sem seint ætlaði að linna. Sigurbjörn og Gordon í góðri uppsveiflu Ötrúlegt heimsmet í 250 metrunum SVEIFLURNAR hjá íslenska liðinu eru ótrúlegar, gærdagurinn var hreint ótrúlegur þegar Sigurbjöm setti nýtt heimsmet í 250 metra skeiði á Gordon frá Stóru-Ásgeirsá, tíminn hreint ótrúlegur, 21,12 sekúndur. Þeir félagar voru með langbesta tím- ann eftir fyrri umferð, 21,7 sek., svo líklegt þótti að gamli refurinn Sigur- bjöm myndi heldur bæta við en sigl- ingin á þeim í fyrri sprettinum var ógurleg, svo rnikil að menn héldu að hann stykki upp í næsta skrefi. En það var Logi sem gaf tóninn í fyrsta spretti skeiðsins þar sem hann og Freymóður fóm sóló á 22,4 sek. Vakti þessi sprettur góðar vonir og fóm einir fjórir hestar á tímum undir 23 sekúndum en enginn náði Loga og Freymóði fyrr en Sigurbjörn og Gor- don í síðasta spretti fyrri umferðar. Það þýddi að þeir félagar Logi og Sigurbjöm færa saman síðasta sprett annarrar umferðar. Sigur- bjöm var að berjast við Aðalstein Aðalsteinsson og Höskuld Aðal- steinsson um samanlagðan sigurveg- ara mótsins. Spennan var mikil fyrir sprettinn og þegar ræst var komu Sigurbjörn og Gordon út úr boxinu á ofsahraða á góðu stökki. Þrjú stökk og svo small hann niður, sagði Sigur- bjöm, en Freymóður fór á kýrstökki svo Logi var í vandræðum og dróst aftur úr. Fóra Sigurbjörn og Gordon því keppnislaust brautina en þrátt fyrir það á þessum mikla hraða. Þessi sprettur sýnir best hversu mik- ilvægt er að ná góðri ræsingu ef ríða á til afreka en ætla má að tíminn hefði orðið enn betri ef þeir hefðu fengið einhverja keppni. Um áreiðanleika tímatökunnar þarf vart að efast, rafræn tímataka og handræn. En þessi stórglæsilegi árangur Sigurbjörns lyftir móralnum verulega upp enda svo sannarlega þörf fyrir það. Ekki leið þó dagurinn án áfalla því Logi Laxdal var dæmd- ur úr leik vegna of þungra hófhlífa. Staðgengill páfa í fríi á íslandi BERNARDIN Gantin kardínáli, yfirmaður kardinálasamkund- unnar í Róm og stað- gengill páfa, er vænt- anlegur til íslands á morgun. Gantin mun dvelja hér í þrjár vik- ur í friói, en líklegt er að hann muni messa í Landakotskirkju. Gantin, sem er 77 ára að aldri, er fædd- ur og uppalinn i Benín í Vestur-Af- ríku. Þar gegndi hann um skeið stöðu erkibiskups, en hélt síðan til Rómar þar sem hann hefur verið í um þrjátíu ár. Árið 1977 varð hann kardínáli, gegndi eftir það ýmsum trúnað- arstörfum og var árið 1993 kjörinn yfirmaður kardínála- samkundunnar. Því starfi fylgir að hann er staðgengill páfa. Gantin kom til íslands í heim- sókn árið 1996 og skipaði þá formlega Jóhann Gisjen í embætti Reykjavík- urbiskups. Séra Ágúst Georg, prest- ur í Landakots- kirkju, segir að honum hafi líkað dvölin svo vel að hann hafi ákveðið að eyða fríinu sínu hér á landi. Séra Georg segir að ekki sé Ijóst hvort Bantin muni ferðast um landið, en líklegt er að hann messi í Landakotskirkju. Að öllum líkindum mun hann aðallega dvelja hjá St. Jósefs- systrum í Stykkishólmi. „Bróðir hans vann með systrum úr sömu reglu í Kongó í Afríku og þess vegna hefur hann haft mikið samband við þær,“ segir séra Georg. BERNARDIN Gant- in kardi'náli. Samanburður á iðgjöldum ábyrgðartryggingar algengs fólksbfls Forsendur: Toyota Corolla 1997 með algengustu vélarstærð (milliflokkur). Ökumaður 25 ára og eldri. Innifalið er ábyrgðartrygging, slysatrygging ökumanns og framrúðutrygging. Tryggingataki hefur ekki önnur viðskipti við tryggingafélagið. Tryggingamiðstöðin, VIS og Sjóvá-Almennar bjóða þeim viðskiptavinum afslátt sem einnig hafa aðrar tryggingar hjá félögunum. Reykjavík lægsta iðgjald (70-75% bónus) 39.991 41.016 42.118 Reykjavík 30% bónus 92.380 94.937 97.357 Egilsstaðir lægsta iðgjald (70-75% bónus) 52.826 28.310 0 32.062 32.800 33.824 22.838 - Egilsstaðir 30% bónus 71.699 73.596 m ð 'fr® a Samanburður á iðgjöldum leiðréttur NOKKRAR villur vora í samanburði á iðgjöldum bifreiðatrygginga sem birtust í blaðinu í gær. Upplýsingar sem bárust frá Tryggingamiðstöðinni vora byggðar á röngum forsendum. Þar var reiknað með 8% afslætti sem fæst ef keyptar era fleiri tryggingar, en í samanburðinum er gert ráð fyrir að bíleigandinn eigi ekki í öðram við- skiptum við tryggingafélagið. Ósamræmi var milli efri og neðri töflunnar vegna þess að láðst hafði að breyta upphæðum í neðri töflunni í samræmi við verðbreytingar síðustu vikna. Beðist er velvirðingar á þeim mis- tökum sem urðu við vinnslu töflunn- pnpr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.