Morgunblaðið - 07.08.1999, Page 9

Morgunblaðið - 07.08.1999, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 9 Islendingar stríðsglæpi FRETTIR rannsaka í Kosovo SÉRFRÆÐINGAR á vegum ríkis- lögreglustjóra héldu til Kosovo í Júgóslavíu sl. sunnudag til að rann- saka stríðsglæpi sem framdir hafa verið í héraðinu. Þrír fulltrúar svo- kallaðrar ID-kennslaburðarnefndar munu starfa á yfirráðasvæði banda- rískra friðargæsluliða í suðaustur- hluta Kosovo í samvinnu við hóp sérfræðinga frá Austurríki. Búist er við að starfi þeirra ljúki um miðj- an ágúst. Stríðsglæparannsóknin er undir stjórn Stríðsglæpadómstóls Sam- einuðu þjóðanna í málum tengdum fyrrverandi Júgóslavíu. Hinn 21. júní sl. barst ríkislög- reglustjóra erindi framkvæmda- stjóra Interpol þar sem farið var fram á aðstoð íslenskra sérfræð- inga við að bera kennsl á látna í tengslum við rannsóknir á stríðs- glæpum í Kosovo. Þau sönnunar- gögn sem safnast við rannsóknina verða lögð fyrir Stríðsglæpadóm- stólinn og notuð til að renna stoð- um undir vitnisburð albanskra flóttamanna frá Kosovo um meinta stríðsglæpi Serba í hérað- inu. Helstu sérfræðingar íslendinga á þessu sviði sitja í ID-nefndinni og höfðu þeir skömmu áður sótt undir- búningsfundi vegna þessa verkefnis í Brussel og Osló. Eftir að ríkislög- reglustjóri hafði borið upp erindi Interpol við Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra var málið tekið fyi-ir á ríkisstjórnarfundi. Auk rík- islögreglustjóra komu dómsmála- og utanríkisráðuneytið að undh’- búningi verkefnisins. Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkis- lögreglustjóra, er ekki að vænta frekari upplýsinga frá íslenskum stjórnvöldum að svo stöddu, þar sem verkefnið er undir stjórn stríðsglæpadómstólsins í Haag. Kennslanefndin að störfum í 11 ár Islenska ID-nefndin var stofnuð 6. september 1988 og meginverk- efni hennar er að leitast við að bera kennsl á menn, einkum þegar marg- h- hafa týnt lífi í slysi eða óþekkt lík eða líkamsleifar finnast. Nefndina skipar lögreglumaður af almennu sviði, sem jafnframt er formaður, rannsóknarlögreglumaður af tækni- sviði, réttarlæknir og réttartann- læknh’. Fyrir hvern aðalmann eru tveir varamenn. Guðmundur veitir nefndinni nú forstöðu. Að sögn Guðmundar eru rann- sóknarstörf nefndarmanna fólgin í að safna upplýsingum og öðrum gögnum, rannsaka vettvang og lík. Er borin hafa verið kennsl á lík er það skráð í þar til gerða skýrslu og greint frá því á hvaða atriðum þau kennsl byggja. Árið 1998 komu fjögur mál til kasta nefndarinnar. Á þessu ári hafa sex mál verið tekin fyrir hjá ID-nefndinni en fjögur þeirra lutu að erlendum ferðamönnum. Á þeim áratug sem liðinn er frá stofnun ID-nefndarinnar hér á landi hefur á þriðja tug mála komið til kasta hennar, og hefur nefndin getað leyst þau í langflestum tilvikum, að sögn Guðmundar. Doktorspróf í hagfræði HANNES Jóhannsson varði dokt- orsritgerð sína í hagfræði við Colorado State University í febrúar síðastliðnum. Sérgreinar Hannesar eru vinnu- markaðshagfræði (labor economics) og hagrannsóknir (econometrics). Titill doktorsritgerðarinnar er „The Impact of Immigration on Low-Sk- illed Natives". f ritgerðinni fjallar Hannes um hver áhrif innflytj- enda til Bandaríkj- anna voru á laun, atvinnuleysi og þátttöku á vinnu- markaði á tímabil- inu 1994-1997. Rannsóknirnar ná Jóhannsson iTir helstu innflytj- endaborgir Band- ríkjanna. Fyrst voru rannsökuð áhrifin á 70 stærstu borgir og niður- stöður úr þeim síðan bornar saman við áhrifin á 25 helstu innflytjenda- borgir. Með þessu móti var hægt að kanna áhrif aukins hlutfalls innflytj- enda innan borganna á laun, at- vinnuleysi og þátttöku á vinnumark- aði. Niðurstöður rannsóknanna eru í samræmi við niðurstöður iyrri rann- sókna á þessu sviði að því leyti að áhrif innflytjenda á laun og atvinnu- leysi Bandaríkjamanna eru tak- mörkuð. Rannsóknir Hannesar ganga þó lengra með því að kanna áhrifin á þátttöku á vinnumarkaði. Ein helsta niðurstaða rannsóknanna leiðir í ljós að innflytjendur hafa mjög neikvæð áhrif á þátttöku heimamanna á vinnumarkaði og eru áhrifin meiri eftir því sem hlutfall innflytjenda eykst. Niðurstaðan skýrir að hluta til orsakir þess hversu lítil mælanleg áhrif hafa fundist á laun og atvinnuleysi Bandaríkjamanna vegna innflytj- enda. Hannes fæddist í Reykjavík árið 1964. Hann Iauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands, nam hag- fræði við University of California - Santa Barbara og lauk þaðan BA- gráðu og síðan mastersgráðu árið 1993. Eiginkona Hannesar er Beth Marie Moore kennari og foreldrar hans Sigríður Vilhjálmsdóttir og Jó- hann Þórir Jónsson, fyrrverandi rit- stjóri Tímaritsins Skákar. Hannes mun hefja kennslu og rannsóknar- störf við University of Nebraska í haust. Nú brosum við í sólinni og lækkum útsöluvörurnar enn meira Opið tii kl. 15 í dag Eddufelli 2 - sími 557 1730. Opið mán.—fös. frá kl. 10—18, lau. 10—15. Opið til kl. 17 í dag ntífc 43tofnnð J9T4- munít Langur laugardagur / Urval góðra gripa Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977. VICTORIA-ANTIK \nlik og gjafavörur. Sígiltlar vörur. Kynslóð eftir kynslóð. Antik er fjárfesting * \ntik er lífsstíll. Fjölbreytt vöruúrvai. Næg bOastæði á baklóð. Opið mán.-fös. frá kl. 10-18, lau. 11-17 og sun. 13-17. VICTORIA-ANTIK Grensásvegi 14 sími: 568 6076 F Utsala • • • mkm 20-70% við Óðinstorg 101 Reykjavik afsláttur sími 552 5177 Fréttir á Netinu ^mbl.is Reuters KANADISKIR sérfræðingar rannsaka meintan stríðsglæpavettvang í Vlastica, 50 km frá Pristína, héraðshöfuðborg Kosovo. Þrír íslenskir sérfræðingar eru nú staddir í Kosovo til að aðstoða við rannsókn Stríðsglæpadómstéls Sameinuðu þjóðanna á meintum stríðsglæpum í héraðinu. 9* Antifchúsgögn GIU, Kjalarnesi, s. 566 8965 Vönduð gömul dönsk húsgögn og antikhúsgögn. Ath. einungis ekta gamlir hlutir. Úrval borðstofuhúsgagna. Opið lau.-sun. kl. 15.00-18.00 og þri.- og fimkvöld kl. 20.30-22.30, eða eftir nánara samkomulagi í síma 892 3041, Ólafur. Verðhrun hjá Hrafnhildi Utsölunni lýkur á morgun, sunnudag Opið í dag frá kl. 10.00—15.00. Á morgun, sunnudag, frá kl. 13.00—17.00. hj&QýGnfithiMi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið lausardaginn 7. ágúst kl. 10-14 SKÚUERSLUN KÓPflUOGS HAMRAB0RC 3 • SÍMI S54 1754 Útsalan hafin fjöldi frábærra tilboða BALLY ecco

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.