Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR I Morgunblaðið/Ólafor Oddsson MÖRG ræktarleg tré eru í Furulundi á Þingvöllum. Vefurinn í ef sta flokk VEFUR íslensku 2000-nefnd- arinnar fær einkunnina „mjög fróðlegur" hjá upplýsingamið- stöð Sameinuðu þjóðanna um 2000-vandann og er settur í efsta flokk ásamt vefjum tutt- ugu annarra ríkja, en upplýs- ingamiðstöðin hefur skoðað og metið hvernig þjóðir heimsins nota veraldarvefinn til að kynna umheimninum stöðu mála. Nefnd sem afstýri skaða af rangri meðferð Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu, en fjármálaráðherra skipaði í maí 1998 nefnd til að vara við, upplýsa og benda á hvernig standa beri að lausn þeirra vandamála sem tengj- ast ártalinu 2000 í upplýsinga- kerfum og tækjabúnaði svo ekki hljótist skaði af skakkri meðferð ártala á þeim tíma- mótum. Minnst 100 ára skóg- ræktar í Furulundi ÞESS verður minnst á morgun, sunnudag, í Furulundi á Þing- völluni að 100 ár eru um þessar mundir liðin frá fyrstu gróður- setningu trjáa með skipulegum hætti á íslandi. Dagskrá hefst við lundinn kl. 15.30 á sunnu- dag. Séra Heimir Steinsson flytur í upphafi hugvekju og að henni lokinni flytur Guðni Ágúst sson landbúnaðarráðherra ávarp og Jón Loftsson skógræktarstjóri lýsir sögu Furulundarins, um- hirðu hans og framtíðarstöðu. Edda Heiðrún Backman flytur ljóð eftir Sigmund Erni Rúnars- son, sem samið er sérstaklega af þessu tilefni, og milii dagskrár- liða verður flutt tónlist. I lokin munu Þingvallanefnd og Skóg- rækt ríkisins undirrita sam- starfsyfirlýsingu um skógar- hirðu á Þingvöllum. Skógræktin hefur nýlega gef- ið út bækling um Furulund. Aðalfundur Norrænu bændasamtakanna á Akureyri Skýrar reglur um landbúnaðarstyrki Samningaviðræð- ur hefjast innan WTO á næsta ári NORRÆNU bændasamtökin, NBC, samþykktu á aðalfundi sem lauk á Akureyri á fimmtudag, álykt- un um komandi samningaviðræður um alþjóðleg viðskipti með landbún- aðarvörur. Þær samningaviðræður hefjast á næsta ári og fara fram inn- an WTO^ Alþjóða viðskiptastofnun- arinnar. í þeim samningum er með- al annars samið um reglur og tak- markanir á stuðningi við landbúnað i í aðildarlöndunum. í ályktuninni kemur NBC meðal annars inn á að lögð skuli áhersla á skýrar reglur um fjárstuðning við landbúnað í komandi samningum. I ályktuninni er einnig komið inn á fjölþætt hlutverk landbúnaðar sem felur í sér framleiðslu á matvörum, nýtingu á auðlindum og félagslegt hlutverk landbúnaðarins. Einnig er vakin athygli á því að í sumum landshlutum muni bændirr ekki fá nægileg laun fyrir sína framleiðslu án einhvers stuðnings. Á fundinum tóku einnig til máls Rudolf Strohmeier, aðstoðarráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneyti Evr- ópubandalagsins, og Pekka Juhani Huhtaniemi, sendiherra Finnlands í Genf, og komu þeir einnig inn á væntanlegar samningaviðræður innan WTO. Ekki eingöngu viðskiptaleg sjónarmið í ályktun NBC segir að mikil- vægt sé að skýrar reglur séu settar um styrki í landbúnaði og þess sé gætt að þeim sé fylgt af öllum aðil- um. Einnig vill NBC að lögð verði áhersla á önnur sjónarmið en við- skiptaleg í samningaviðræðunum. Þar er komið inn á mikilvægi þess að landbúnaðarframleiðsla sé nægi- leg til að mæta vaxandi eftirspurn í Morgunblaðið/Kristján FRÁ aðalfundi Norrænu bændasamtakanna. Meðal frummælenda voru Rudolf Strohmeier frá Evrópubandalaginu og Pekka Juhani Huht- aniemi, sendiherra Finnlands í Genf. heiminum. Einnig er minnst á sjálf- bæra nýtingu náttúrulegra auð- linda. Það skal síðan leitast við að skapa tækifæri á hagrænni og fé- lagslegri þróun í dreifbýli. Fjölbreytileiki landbúnaðar Fjölþætt hlutverk landbúnaðar eru einnig áberandi í ályktun sam- takanna. Þar eru þrjú meginhlut- verk nefnd til sögunnar; framleiðsla á matvörum, nýting á landsins gæð- um og félagsleg þróun. Lögð er þar mikil áhersla á gæði matvæla og ör- yggi þeirra, ábyrgð gagnvart um- hverfi og dýrum og að lokum byggðaþróun í löndunum. Norrænu bændasamtökin benda á að hlutverk bændasamtaka sé að gæta þess að kjör bænda séu nægi- lega góð, hins vegar sé það ekki hægt í sumum löndum og landshlut- um án einhvers konar stuðnings. Einnig er komið inn á heilbrigðis- reglur sem gilda í alþjóðaviðskipt- um með landbúnaðarvörur. Þar skulu gilda sömu reglur fyrir öll löndin, en NBC vill að sum lönd hafi tækifæri til að setja strangari regl- ur sem þá gilda innan viðkomandi lands. I lok ályktunarinnar leggur NBC ríka áhersla á að í komandi samn- ingaviðræðum verði landbúnaðar- málin tekin fyrir sem ein heild, það megi ekki gerast að hluta af land- búnaðarmálunum sé stillt upp á móti öðrum málum í samningavið- ræðum WTO. Reglur um upplýsingaskyldu í viðskiptum á Verðbréfaþingi Islands EKKI eru bein ákvæði í lögum, reglugerðum eða starfsreglum Verðbréfaþings íslands um upplýs- ingaskyldu um eigendur eignar- haldsfélaga sem stunda viðskipti með hlutabréf skráð á þinginu. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings íslands, telur engu að síður að fullnægjandi heimildir séu til staðar í lögum um starfsemi kauphalla og reglugerð um upplýs- ingaskyldu í skráðum verðbréfa- viðskiptum til að hægt sé að krefj- ast upplýsinga um eigendur eign- arhaldsfélagsins Orca S.A í Lúx- emborg, sem hefur eignast 26,5% hlutafjár í Fjárfestingabanka at- vinnulífsins. Helena segir að lagaákvæði um flöggun hér á landi séu sambærileg við það sem gerist í Danmörku og Noregi og þar sé framkvæmdin sú sama og Verðbréfaþingið vuji beita hér í málum hliðstæðum máli Orca S.A Helena sagði að hérlendis væru þrjú nýleg dæmi um flöggun eign- arhluta í nafni eignarhaldsfélaga og þar hafi því verið komið til skila hverjir væru raunverulegir eigend- ur. „Það geta verið ýmsar ástæður til þess að menn stofna eignar- haldsfélög en tilgangurinn getur ekki verið sá að fela raunverulega eigendur. Tilgangurinn með flögg- un eignarhlutar er að upplýsa um hver á bréf og ef það væri nægjan- legt að koma fram með nafn á eign- Ekki bein upplýsinga- skylda um eigendur eignarhaldsfélaga arhaldsfélagi sem enginn veit deili á hefur þessi regla engan tilgang, það er bara eðli málsins," segir Helena. Reynir á lög og reglugerð en ekki reglur þingsins Helena segir að í máli Orca S.A reyni á kauphallarlögin og reglu- gerðina en ekki á reglur Verð- bréfaþings íslands. Reglur verð- bréfaþingsins miðist fyrst og fremst við að útgefandi bréfa, sem í tilviki Orca er FBA, upplýsi um breytingar á eignarhlut og útgef- andinn geti ekki látið í té meiri upplýsingar um kaupanda en hann býr yfir. Þar sem ekki er um brot á reglum þingsins í tilfelli Orca geti Verðbréfaþingið ekki beitt neinum viðurlögum. Hins vegar reyni á 26. grein lag- anna um starfsemi kauphalla og skipulegra tálboðsmarkaða nr. 34/1998 og reglugerð um upplýs- ingaskyldu útgefenda, kauphallar- aðila og eigenda verðbréfa sem skráð eru í kauphóll nr. 433/1999 en hún tók gildi 24. júní síðastlið- inn. í 26. gr. laganna segir að eig- anda hlutabréfa í hlutafélagi, sem hefur skráð hlutabréf sín í kaup- höll, beri að tilkynna þegar í stað til hennar og félagsins um atkvæð- isrétt eða eignarhlut í félaginu þeg- ar svo háttar til atkvæðisréttur eða nafnverð hlutafjár nær, hækkar upp fyrir eða lækkar niður fyrir eftirfarandi mörk: 5%, 10%;, 20%, 33 1/3%, 50% og 66 2/3%. I 27. gr. laganna er heimild til að kveða nánar á í reglugerð um skyldu útgefenda og eigenda hluta- bréfa til að veita kauphöll upplýs- ingar, svo og hvenær veita megi undanþágur frá upplýsingaskyld- unni. I 24. gr. kauphallarlaganna eru almenn ákvæði um upplýsinga- skyldu þar sem segir að útgefanda verðbréfa, sem tekin hafa verið til opinberrar skráningar í kauphöll, beri að gera þegar í stað opinberar allar upplýsingar um öll atriði sem máli sídpta og telja verður að geti haft áhrif á verð bréfanna eða skylt er að gera í samræmi við reglur sem stjórn kauphallar setur. Þá er í 18. grein laganna ákvæði um að heimilt sé að fella niður skráningu og stöðva tímabundið viðskipti með bréf sem að mati stjórnar þingsins uppfylla ekki skilyrði laga og reglna. í 14. grein reglugerðarinnar, sem vísað var til að ofan og sett hefur verið með þessari lagaheim- ild, er ákvæði nær samhljóða fyrr- nefndri 2. mgr. 26. kauphallarlag- anna en í 15. grein reglugerðarinn- ar eru nánari ákvæði um afmörkun hins verulega eignarhluta og til hvaða atriða skuli líta þegar metið er hvort eignarhlutur hafi hækkað eða lækkað í þeim mæli að tilkynn- ingarskylt sé. Þar eru tiltekin níu atriði, Taka ber tillit til hlutabréfa sem viðkom- andi á sjálfur eða aðili, sem hann er í fjárfélagi við; hlutabréfa sem ann- ar eða aðrir ráða yfir í eigin nafni fyrir hönd viðkomandi; hlutabréfa sem eru í eigu lögaðila sem við- komandi hefur yfirráð yfir; hluta- bréfa sem eru í eigu þriðja aðila sem viðkomandi hefur gert skrif- legan samning um að taka upp var- anlega, sameiginlega stefnu um stjórnun þess félags sem í hlut á; hlutabréfa sem viðkomandi hefur gert skriflegan samning um að þriðji maður skuli fara með at- kvæðisrétt yfir samkvæmt endur- gjaldi; hlutabréfa sem viðkomandi hefur sett að veði, nema veðhafinn ráði yfir atkvæðisréttinum; hluta- bréfa sem viðkomandi nýtur arðs af eða bréf sem viðkomandi á rétt á að eignast eingöngu að eigin ákvörðun. Loks ber til taka tillit til hlutabréfa sem viðkomandi varð- veitir og getur að eigin ákvörðun neytt atkvæðisréttar yfir án sér- stakra fyrirmæla eiganda þeirra. Vísað til fjármálaeftirlits? Helena sagði að næsta skref Verðbréfaþingsins í málinu gæti verið að vísa málinu til meðferðar og ákvörðunar hjá Fjármálaeftir- litinu. Ákvörðun um það hefði þó ekki verið tekin. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar rætt var við hann ígær. - , „- — • —-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.