Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 10

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 10
10 LAUGARD AGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ólafur Oddsson MÖRG ræktarleg tré eru í Furulundi á Þingvöllum. Vefurinn í efsta flokk VEFUR íslensku 2000-nefnd- arinnar fær einkunnina „mjög fróðlegur“ hjá upplýsingamið- stöð Sameinuðu þjóðanna um 2000-vandann og er settur í efsta flokk ásamt vefjum tutt- ugu annarra ríkja, en upplýs- ingamiðstöðin hefur skoðað og metið hvernig þjóðir heimsins nota veraldarvefinn tii að kynna umheimninum stöðu mála. Nefnd sem afstýri skaða af rangri meðferð Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu, en fjármálaráðherra skipaði í maí 1998 nefnd til að vara við, upplýsa og benda á hvemig standa beri að lausn þeirra vandamála sem tengj- ast ártalinu 2000 í upplýsinga- kerfum og tækjabúnaði svo ekki hljótist skaði af skakkri meðferð ártala á þeim tíma- mótum. Minnst 100 ára skóg- ræktar í Furulundi ÞESS verður minnst á morgun, sunnudag, í Furulundi á Þing- völlum að 100 ár eru um þessar mundir liðin frá fyrstu gróður- setningu tijáa með skipulegum hætti á íslandi. Dagskrá hefst við lundinn kl. 15.30 á sunnu- dag. Séra Heimir Steinsson flytur í upphafi hugvekju og að henni lokinni flytur Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávarp og Jón Loftsson skógræktarsljóri lýsir sögu Furulundarins, um- hirðu hans og framtíðarstöðu. Edda Heiðrún Backman flytur ^jóð eftir Sigmund Erni Rúnars- son, sem samið er sérstaklega af þessu tilefni, og milli dagskrár- liða verður flutt tónlist. I lokin munu Þingvallanefnd og Skóg- rækt ríkisins undirrita sam- starfsyfirlýsingu um skógar- hirðu á Þingvöllum. Skógræktin hefur nýlega gef- ið út bækling um Furulund. Aðalfundur Norrænu bændasamtakanna á Akureyri Skýrar reg’lur um landbúnaðarstyrki Morgunblaðið/Kristján FRÁ aðalfundi Norrænu bændasamtakanna. Meðal frummælenda voru Rudolf Strohmeier frá Evrópubandalaginu og Pekka Juhani Huht- aniemi, sendiherra Finnlands í Genf. Samningaviðræð- ur hefjast innan WTO á næsta ári NORRÆNU bændasamtökin, NBC, samþykktu á aðalfundi sem lauk á Akureyri á fimmtudag, álykt- un um komandi samningaviðræður um alþjóðleg viðskipti með landbún- aðarvörur. Þær samningaviðræður hefjast á næsta ári og fara fram inn- an WTO, Alþjóða viðskiptastofnun- arinnar. í þeim samningum er með- al annars samið um reglur og tak- markanir á stuðningi við landbúnað í aðildarlöndunum. í ályktuninni kemur NBC meðal annars inn á að lögð skuli áhersla á skýrar reglur um fjárstuðning við landbúnað í komandi samningum. I ályktuninni er einnig komið inn á fjölþætt hlutverk landbúnaðar sem felur í sér framleiðslu á matvörum, nýtingu á auðlindum og félagslegt hlutverk landbúnaðarins. Einnig er vakin athygli á því að í sumum landshlutum muni bændur ekki fá nægileg laun fyrir sína framleiðslu án einhvers stuðnings. Á fundinum tóku einnig til máls Rudolf Strohmeier, aðstoðarráðuneytis- stjóri í landbúnaðarráðuneyti Evr- ópubandalagsins, og Pekka Juhani Huhtaniemi, sendiherra Finnlands í Genf, og komu þeir einnig inn á væntanlegar samningaviðræður innan WTO. Ekki eingöngu viðskiptaleg sjónarmið f ályktun NBC segir að mikil- vægt sé að skýrar reglur séu settar um styrki í landbúnaði og þess sé gætt að þeim sé fylgt af öllum aðil- um. Einnig vill NBC að lögð verði áhersla á önnur sjónarmið en við- skiptaleg í samningaviðræðunum. Þar er komið inn á mikilvægi þess að landbúnaðarframleiðsla sé nægi- leg til að mæta vaxandi eftirspum í heiminum. Einnig er minnst á sjálf- bæra nýtingu náttúrulegra auð- linda. Það skal síðan leitast við að skapa tækifæri á hagrænni og fé- lagslegri þróun í dreifbýli. Fjölbreytileiki landbúnaðar Fjölþætt hlutverk landbúnaðar eru einnig áberandi í ályktun sam- takanna. Þar eru þrjú meginhlut- verk nefnd til sögunnar; framleiðsla á matvörum, nýting á landsins gæð- um og félagsleg þróun. Lögð er þar mikil áhersla á gæði matvæla og ör- yggi þeirra, ábyrgð gagnvart um- hverfi og dýrum og að lokum byggðaþróun í löndunum. Norrænu bændasamtökin benda á að hlutverk bændasamtaka sé að gæta þess að kjör bænda séu nægi- lega góð, hins vegar sé það ekki hægt í sumum löndum og landshlut- um án einhvers konar stuðnings. Einnig er komið inn á heilbrigðis- reglur sem gilda í alþjóðaviðskipt- um með landbúnaðarvörur. Þar skulu gilda sömu reglur fyrir öll löndin, en NBC vill að sum lönd hafí tækifæri til að setja strangari regl- ur sem þá gilda innan viðkomandi lands. í lok ályktunarinnar leggur NBC ríka áhersla á að í komandi samn- ingaviðræðum verði landbúnaðar- málin tekin fyrir sem ein heild, það megi ekki gerast að hluta af land- búnaðarmálunum sé stillt upp á móti öðrum málum í samningavið- ræðum WTO. Reglur um upplýsingaskyldu í viðskiptum á Verðbréfaþingi Islands Ekki bein upplýsinga- skylda um eigendur eignarhaldsfélaga EKKI eru bein ákvæði í lögum, reglugerðum eða starfsreglum Verðbréfaþings íslands um upplýs- ingaskyldu um eigendur eignar- haldsfélaga sem stunda viðskipti með hlutabréf skráð á þinginu. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings íslands, telur engu að síður að fullnægjandi heimildir séu til staðar í lögum um starfsemi kauphalla og reglugerð um upplýs- ingaskyldu í skráðum verðbréfa- viðskiptum til að hægt sé að krefj- ast upplýsinga um eigendur eign- arhaldsfélagsins Orca S.A. í Lúx- emborg, sem hefur eignast 26,5% hlutafjár í Fjárfestingabanka at- vinnulífsins. Helena segir að lagaákvæði um flöggun hér á landi séu sambærileg við það sem gerist í Danmörku og Noregi og þar sé framkvæmdin sú sama og Verðbréfaþingið vilji beita hér í málum hliðstæðum máli Orca S.A. Helena sagði að hérlendis væru þrjú nýleg dæmi um flöggun eign- arhluta í nafni eignarhaldsfélaga og þar hafi því verið komið til skila hverjir væru raunverulegir eigend- ur. „Það geta verið ýmsar ástæður til þess að menn stofna eignar- haldsfélög en tilgangurinn getur ekki verið sá að fela raunverulega eigendur. Tilgangurinn með flögg- un eignarhlutar er að upplýsa um hver á bréf og ef það væri nægjan- legt að koma fram með nafn á eign- arhaldsfélagi sem enginn veit deili á hefur þessi regla engan tilgang, það er bara eðli málsins," segir Helena. Reynir á lög og reglugerð en ekki reglur þingsins Helena segir að í máli Orca S.A. reyni á kauphallarlögin og reglu- gerðina en ekki á reglur Verð- bréfaþings íslands. Reglur verð- bréfaþingsins miðist fyrst og fremst við að útgefandi bréfa, sem í tilviki Orca er FBA, upplýsi um breytingar á eignarhlut og útgef- andinn geti ekki látið í té meiri upplýsingar um kaupanda en hann býr yfir. Þar sem ekki er um brot á reglum þingsins í tilfelli Orca geti Verðbréfaþingið ekki beitt neinum viðurlögum. Hins vegar reyni á 26. grein lag- anna um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34/1998 og reglugerð um upplýs- ingaskyldu útgefenda, kauphallar- aðila og eigenda verðbréfa sem skráð eru í kauphöll nr. 433/1999 en hún tók gildi 24. júní síðastlið- inn. í 26. gr. laganna segir að eig- anda hlutabréfa í hlutafélagi, sem hefur skráð hlutabréf sín í kaup- höll, beri að tilkynna þegar í stað til hennar og félagsins um atkvæð- isrétt eða eignarhlut í félaginu þeg- ar svo háttar til atkvæðisréttur eða nafnverð hlutafjár nær, hækkar upp fyrir eða lækkar niður fyrir eftirfarandi mörk: 5%, 10%;, 20%, 33 1/3%, 50% og 66 2/3%. í 27. gr. laganna er heimild til að kveða nánar á í reglugerð um skyldu útgefenda og eigenda hluta- bréfa til að veita kauphöll upplýs- ingar, svo og hvenær veita megi undanþágur frá upplýsingaskyld- unni. í 24. gr. kauphallarlaganna eru almenn ákvæði um upplýsinga- skyldu þar sem segir að útgefanda verðbréfa, sem tekin hafa verið til opinberrar skráningar í kauphöll, beri að gera þegar í stað opinberar allar upplýsingar um öll atriði sem máli skipta og telja verður að geti haft áhrif á verð bréfanna eða skylt er að gera í samræmi við reglur sem stjórn kauphallar setur. Þá er í 18. grein laganna ákvæði um að heimilt sé að fella niður skráningu og stöðva tímabundið viðskipti með bréf sem að mati stjórnar þingsins uppfylla ekki skilyrði laga og reglna. í 14. grein reglugerðarinnar, sem vísað var til að ofan og sett hefur verið með þessari lagaheim- ild, er ákvæði nær samhljóða fyrr- nefndri 2. mgr. 26. kauphallarlag- anna en í 15. grein reglugerðarinn- ar eru nánari ákvæði um afmörkun hins verulega eignarhluta og til hvaða atriða skuli líta þegar metið er hvort eignarhlutur hafi hækkað eða lækkað í þeim mæli að tilkynn- ingarskylt sé. Þar eru tiltekin níu atriði. Taka ber tillit til hlutabréfa sem viðkom- andi á sjálfur eða aðili, sem hann er í fjárfélagi við; hlutabréfa sem ann- ar eða aðrir ráða yfir í eigin nafni fyrir hönd viðkomandi; hlutabréfa sem eru í eigu lögaðila sem við- komandi hefur yfirráð yfir; hluta- bréfa sem eru í eigu þriðja aðila sem viðkomandi hefur gert skrif- legan samning um að taka upp var- anlega, sameiginlega stefnu um stjórnun þess félags sem í hlut á; hlutabréfa sem viðkomandi hefur gert skriflegan samning um að þriðji maður skuli fara með at- kvæðisrétt yfir samkvæmt endur- gjaldi; hlutabréfa sem viðkomandi hefur sett að veði, nema veðhafinn ráði yfir atkvæðisréttinum; hluta- bréfa sem viðkomandi nýtur arðs af eða bréf sem viðkomandi á rétt á að eignast eingöngu að eigin ákvörðun. Loks ber til taka tillit til hlutabréfa sem viðkomandi varð- veitir og getur að eigin ákvörðun neytt atkvæðisréttar yfir án sér- stakra fyrirmæla eiganda þeirra. Vísað til Qármálaeftirlits? Helena sagði að næsta skref Verðbréfaþingsins í málinu gæti verið að vísa málinu til meðferðar og ákvörðunar hjá Fjármálaeftir- litinu. Ákvörðun um það hefði þó ekki verið tekin. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar rætt var við hann í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.