Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 11 FRETTIR 0 Formaður Skógræktarfélags Islands á aðalfundi á Laugarvatni Tímabært að semja reglur um framtíð Vinaskógar A aðalfundi Skógræktarfélags Islands sem stendur yfír að Laugarvatni um helgina verður í dag haldið áfram að fjalla um skógrækt frá ýmsum hliðum og síðar fara fulltrúar í skoðunarferð í Vinaskóg, til ________Nesjavalla og að Snæfoksstöðum.________ Morgunblaðið/Jón Geir Pétursson NÆRRI200 manns, aðalfundafulltrúar og gestir, sitja aðalfund Skógræktarfélags Islands. HATT í 200 manns, fulltrúar og gestir, sitja nú aðalfund Skógræktarfélags íslands á Laugar- vatni og er þess nú minnst að öld er liðin frá því að skipulögð skógrækt hófst í landinu. I skýrslu Huldu Valtýsdóttur, formanns félags- ins, kom m.a. fram að tímabært væri að gera úttekt á því sem unnið hefur verið í Vinaskógi og semja reglur um framtíð hans. I ávarpi sínu við upphaf fundarins sagði Óskar Þór Sigurðsson, formaður Skógræktar- félags Arnesinga, að fyrir 100 árum hefði víða stefnt í óefni með gróður í Arnessýslu vegna skógarhöggs og ofbeitar og uppblásturs í kjol- farið. Þá hafi aðeins verið landnámsskógur í fimm af 13 hreppum sýslunnar og tilraunir til skógræktar á síðustu öld lítinn árangur borið. Það hafi breyst árið 1899 með komu mennt- aðra manna á sviði skógræktar og á þessari öld hafi tekist að snúa taflinu við í sýslunni og græða mörg sárin vegna þúsund ára búsetu. Arangur megi nú sjá í öllum byggðarlögum. Hulda Valtýsdóttir lagði fram skýrslu stjórnar og rakti í nokkrum orðum helstu verkefni stjórnarinnar á liðnu starfsári. Sagði hún það meðal annars sérstakt fagnaðarefni að tekist hefði að undirrita þjónustusamning við hið opinbera í mars um framhald land- græðsluskógaverkefnisins sem hún sagði tví- mælalaust eitt merkasta skógræktarverkefni í sögu íslenskrar skógræktar. Með samningn- um veitir ríkið ákveðið fjármagn til verkefnis- ins með tilgreindum markmiðum og skilyrð- um og nemur upphæðin 12 til 16 milljónum króna árlega til ársins 2003. Formaðurinn sagði einn reitinn í landgræðsluskógaverkefn- inu, Vinaskóg, hafa nokkra sérstöðu og hefði hann vakið athygli víða um lönd enda fjöl- margir þjóðarleiðtogar komið þar við í heim- sóknum sínum hingað til lands. Hún sagði brýnt að Vinaskógur fengi að halda sérstöðu sinni á alþjóðavettvangi og tryggja yrði hon- um fjármagn. Þá vék Hulda að Yrkjusjóðnum, sjóði æsk- unnar til ræktunar landsins sem frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, stofnaði og fór fram á að Skógræktarfélag ís- lands sæi um. Sagði hún að á síðasta ári hefðu um 8 þúsund nemendur tekið þátt í gróður- setningu rúmlega 35 þúsund plantna og ætti nú um helmingur grunnskóla landsins aðild að sjóðnum. Sagði hún nauðsynlegt orðið að ráða sérstakan starfsmann til að sjá um verkefni sjóðsins og hún sagði ætlunina að leita til menntamálaráðherra um stuðning við útgáfu handbókar fyrir kennara um fræðsluefni. Var kynnt tillaga þess efnis á aðalfundinum. Við umræður um undirbúning stjórnar- kjörs kom það fram á fundinum að Hulda gef- ur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Ný stjórn Skógræktarfélagsins verður kosin á sunnudagsmorgun en þá lýkur aðal- fundastörfum. Fjárveiting vanáætluð Jón Loftsson skógræktarstjóri sagði í ávarpi sínu að Furulundurinn á Þingvöllum væri fyrsti þjóðskógur landsmanna og væri táknrænt að hann skyldi standa þar sem á þessari öld hefði verið minnst allra helstu at- burða er tengdust sjálfstæði þjóðarinnar. Hann sagði þjóðskógana hafa æ meira hlut- verki að gegna í framtíðinni, þeir væru vin- sælir áfangastaðir ferðamanna, háskólar skógræktarmanna, vettvangur rannsókna og tilrauna og kvaðst hann vilja nefna þá fjöregg íslenskrar skógræktar. Hann sagði hlutverki Skógræktar ríkisins hafa verið breytt frá því að vera stærsti framkvæmdaraðili í skógrækt. Væri henni nú ætlað að sinna rannsóknum, ráðgjöf, áætlanagerð og eftirliti með þeim að- ilum sem væru stærstu framkvæmdaraðilar, þ.e. landeigenda. Skógræktarstjóri sagði ekki hafa verið áætlað nægilegt fjármagn til hins breytta hlut- verks og að stofnunin glímdi nú við mesta fjár- hagsvanda í sögu sinni. Skógræktarstjóri sagði skipulagsyfirvöld gera æ meiri kröfur um áætlanir og ríkið meiri kröfur um eftirlit með fjármagninu sem veitt væri til mála- flokksins. Hann sagði vanta skilriing ráða- manna á því að undirbúningsstarfið, rann- sóknir, ráðgjöf og fræðsla kostaði fjármagn til að raunverulegur árangur næðist. Nauðsyn- legt væri að ráðamenn gerðu sér grein fyrir að skógrækt snerist ekki aðeins um að framleiða plöntur og gróðursetja. Sagði skógræktar- stjóri mögulegt að koma upp tugum þúsunda hektara skóglendis með friðunaraðgerðum eingöngu með því að koma upp gróðureyjum og láta náttúruna og tímann um framhaldið. Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, stiklar á stóru í 100 ára sögu skógræktar á Islandi VIÐ erum að skapa enn stærra ís- land með tugum nýrra trjátegunda sem vaxa fimm tíl tífalt á við ís- lenskar tegundir, með nýjum mögu- leikum fyrir efnahag og yndi fólks, sagði Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, meðal annars í erindi sínu á aðalfundi Skógræktar- félags íslands, sem hann nefndi Stiklað á 100 ára sögu. Sigurður nefndi helstu áfanga í aldarlangri skógræktarsögu lands- manna sem segja má að hafi byrjað með því að settar voru niður 5 þús- und plöntur frá Danmörku árið 1899 og þá voru einnig samþykkt lög um friðun Hallormsstaðaskógar. Meðal frumkvöðla voru Sigurður Sigurðs- son, sem lærði skógfræði í Noregi og skrifaði mikið um skógrækt í Búnaðarritið, og Christian Flens- borg, frá Danmörku, sem hér starf- aði í 6 ár og skrifaði ítarlegar skýrsl- ur um skógræktarmálefni hérlendis á fyrstu árum aldarinnar. Aldamóta- árið voru gróðursettar blæaspir frá Jótlandi að Grund í Eyjafirði og seg- ir Sigurður þar nú vera stærsta blæaspaskóg landsins. Ári síðar er Skógræktarfélag Reykjavfkur stofn- að og var Steingrímur Thorsteins- son fyrsti formaður þess. Jarðir keyptar fyrir skógrækt Árið 1903 er landstjórninni heim- ilað að kaupa af kirkjujarðasjóði kirkjujarðirnar Hallormsstað, hluta af jörðinni að Hálsi og Vagli í Fnjóskadal og þannig hafi þeir skógar orðið til. Sigurður nefndi að Skapar stærra Island með nýjum möguleikum Agnar Kofoed Hansen skóg- ræktarstjóri hefði lýst því yfir á öðrum áratug aldar- innar hversu óánægður hann væri með vöxt er- lendra trjátegunda hér og snúið sér að friðun og grisj- un íslenskra skógrækta; á starfstíma hans hefðu verið friðaðir 16 reitir, 2.940 hekt- arar, og hafi hann lýst að- ferð til að rækta birkiskóg með sáningu. Sagði hann best heppnaða birkireitinn vera að Haukagili í Vatns- dal. Hákon Bjarnason var fyrsti íslendingurinn sem lauk háskólaprófi í skóg- ræktarfræði í Danmörku og réðist hann til Skógræktar- félagsins. Sagði Sigurður að hann hefði fyrstur skóg- ræktarmanna á Norðurlönd- um látið gera kvikmynd til fræðslu um skógrækt, sem heitir „Þú ert móðir vor kæra", og sigldu fleiri myndir í kjölfarið. Hákon lét flytja trjátegundir frá Nor- egi og stóð fyrir fræsöfnun í Morgunblaðið/Jón Geir Pétursson FORMAÐUR Skógræktarfélags íslands er Hulda Valtýsdóttir. Með henni er Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri, sem flutti erindi um skógrækt í 100 ár. Alaska og fór m.a. þangað sjálfur í því skyni og safnaði þar einum 30 kg af sitka- grenifræjum. Sigurður Blöndal sagði viðamikil lög um skógrækt hafa verið samþykkt árið 1955 og kvað hann brýnt að fá ný lög samþykkt. Taldi hann það slys að ekki hefði tekist að afgreiða þau á síð- asta Alþingi. Að sögn Sig- urðar tók lítill bolti að rúlla í sumarbyrjun 1970 þegar hafin var nytjaskógrækt á fimm býlum í Fljótsdal í Norður-Múlasýslu, sem hann sagði að hefði leitt til þess sem nefnt væri héraðs- skógar í dag. I lokaorðum sínum sagði Sigurður að með skógrækt væru landsmenn að skapa eitthvað nýtt, skógræktar- ráðunautar væru arkitektar sem útveguðu skógræktar- félögunum vinnuteikningar að nýju landslagi. Hann sagði skóga í þéttbýli ekki síður mikilvæga og væru þeir ein mesta umbylting sem íslendingar hefðu lifað. Nefndi hann að einn stærsta reyniviðar- skóg landsins væri að finna í Norð- urmýrinni í Reykjavík. „Hugleiðingar á hátíðarfundi" hét erindi sem Matthías Johannessen, formaður Yrkju, flutti um skáld- skap og gróður. Hnignun eða hagsæld? Grétar Guðbergsson, jarðfræð- ingur hjá Rala, flutti síðan erindi sem hann nefndi menningarlands- lag á íslandi, gróður, lög og saga. Sagði hann jökla og eldgos hafa einna mest áhrif á gróðurfar, jöklar hreyfðust eins og harmonika og þannig myndaðist efni sem fyki upp og ryfi landið. Hann taldi beit ekki hafa orðið skaðvald á landinu fyrr en eftir 1800 enda hafi verið í gildi lög um ítölu, þar sem talið væri í hagann og þess gætt að ekki væri of- eða vanbeitt og sagði hann menn hafa litið betur eftir högum þá en nú. Vildi Grétar meina að lög er snertu hegðan fólks hefðu verið merkilega vistvæn og óvilhöll í gegnum aldalanga búsetu í landinu. Þó hefðu lög um að ryðja skóg og uppræta tré valdið nokkrum skaða. Hann sagði sauðfé hafa fækkað úr 900 þúsund fjár í um 490 þúsund og með aukinni áherslu á skógrækt og uppgræðslu væri hægt að snúa vörn í sókn. Kvað hann eins víst að hnignun væri fram undan ef fram- hald yrði á rányrkju en stuðla mætti að hagsæld með nýjum at- vinnutækifærum. Útsala 20-70% afsláttur OpiðídagfrákL 10-16 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeiiunni 19 - S. 5681717----- Russell Athlctic bómull/fleccc - Bctter Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótarcfni o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.