Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ h l FRETTIR Verslunarmannahelgar 1998 og 1999 Aukning á hraðaksturs- og ölvunaraksturs- brotum ÞAÐ er mat Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra og löggæsluyfir- valda að vel hafi tekist til með lög- gæslu á útihátíðum og á þjóðvegum landsins um nýliðna verslunar- mannahelgi. Tölulegar upplýsingar þessu tengdar hafa í fyrsta sinn ver- ið teknar sérstaklega saman eftir verslunarmannahelgi. Þar kemur fram að talsverð aukning varð á hraðaksturs- og ölvunarakstursbrot- um í samanburði við verslunar- mannahelgina í fyrra. Lögregla jók verulega eftirlit á þjóðvegunum og jafnframt skilaði aukin samvinna lögregluliðanna í landinu undir stjórn ríkislögreglu- stjóra og betri undirbúningur ásamt markvissara skipulagi góðum ár- angri. Meira er talið hafa verið í um- ferð af fíkniefnum en áður en fleiri mál sem komu upp vegna fíkniefna- brota og meira magn haldlagðra fíkniefna er rakið til markvissari að- gerða lögreglunnar. 696 manns voru kærðir fyrir of hraðan akstur samkvæmt hraða- mælingum sem er 18% aukning mið- að við verslunarmannahelgina í fyrra. Þar af voru 132 kærur byggð- ar á hraðamyndavélum lögreglu sem voru á Suðurlandi og Norðurlandi. 95 voru kærðir fyrir ölvun við akstur sem er 63,8% aukning miðað við verslunarmannahelgina í fyrra. Umtalsverð fjölgun þessara brota er rakin til stóraukins eftirlits lögreglu milli áranna. Lögregla lagði hald á samtals 1.386 grömm af kannabisefnum, 87 grömm af amfetamíni, 46 grömm af kókaíni, 21 e-töflu og 10 LSD- skammta. Á Akureyri var lagt hald á 135 grömm af kannabisefnum, sem er tvöfalt meira magn fíkniefna en lagt var hald á allt árið í fyrra. f Vestmannaeyjum var lagt hald á 20 grömm af amfetamíni en meira var um það á þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyjum en í fyrra. Morgunblaðið/Jim Smart SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra skýrir frá góðum árangri í löggæslu um verslunarmannahelgina. Vetrarafföll rjúpu Rannsóknir styrkt- ar af ríkisstjórn RIKISSTJORNIN samþykkti á fundi sínum í gær að verja einni möljón króna af ráðstöfunarfé rík- isstjórnarinnar til að hefja rann- sókn á vetrarafföllum rjúpu. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, lagði tillöguna fram, en einnig er gert ráð fyrir að til rann- sóknanna þurfi að verja fjórum milljónum króna á næsta ári og þremur milljónum króna næstu tvö ár þar á eftir, eða samtals ell- efu milljónum króna. Náttúrufræðistofnun íslands hefur undanfarin ár aflað gagna um ástand rjúpnastofnsins og ver- ið ráðuneytinu til ráðgjafar um nytjar af rjúpu. Vöktun stofnsins er langtímaverkefni og er tilgang- urinn sá að fylgjast með stofn- breytingum og greina þær í tæka tíð til að hægt sé að grípa í taumana, með t.d. friðunaraðgerð- um. Til þessarar vöktunar hefur verið varið 4,6 milljónum á ári úr Veiðikortasjóði, og hefur hún leitt í ljós að nauðsynlegt sé að kanna áhrif veiðiálags á rjúpnastofninn. Allt að 70% felld Að mati Náttúrufræðistofnunar er brýn þörf á slíkum upplýsing- um, þar sem með radíómerkingum hefur á sumum svæðum verið sýnt fram á að 70% rjúpna á lífi í upp- hafi veiðitíma féllu fyrir hendi veiðimanna. Þá er til athugunar í ráðuneyt- inu að takmarka rjúpnaveiðar með lokunum svæða eða styttingu veiðitíma í samræmi við álit Nátt- úrufræðistofnunar íslands. 3 milljónir til rannsdknar á kampýlóbakter Astandið krefst hraðra aðgerða RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita þremur milljónum króna til rannsóknar á til- vist og útbreiðslu kampýlóbakter í umhverfi, dýrum og matvælum, að tillögu umhverfisráðherra. Féð er veitt á þeim forsendum að ástand í þessum efnum sé talið svo alvarlegt að grípa þurfi til mun hraðari aðgerða en hægt er að gera innan þess ramma sem væntanlegt rannsóknarverkefni á þessu sviði rúmar. Bráðabirgðatölur frá sýklafræði- deOd Landspítala gefa til kynna að staðfestar hafi verið 103 sýkingar af völdum kampýlóbakter í mönnum í nýliðnum júlímánuði. I tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að ætla megi að raunverulegur fjöldi sýkinga sé á bilinu 5-20 faldur fjöldi staðfestra sýkinga. Að mati Hollustuverndar rflrisins, sýklafræði- deildar Landspítala, landlæknis, sótt- varnalæknis, yfirdýralæknis og fleiri sérfróðra aðila sé um að ræða alvar- lega sýkingu sem lagst geti þungt á menn. Rannsóknin sem fjármunum er veitt til að þessu sinni er þegar hafin. Hún er unnin hjá viðkomandi stofn- unum heilbrigðis-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytisins undir yfirum- sjón Hollustuverndar ríkisins, á svip- aðan hátt og gert var á árinu 1987, þegar upp komu alvarleg salmonellu- tilvik. Rannsóknin beinist að matvæl- um á markaði, yfirborðsvatni, fram- leiðslustöðum, sláturhúsum. „Lögð er áhersla á að taka á þeim þáttum sem liggja undir sterkum grun vegna kampýlóbaktersýkingar og að bráðabirgðaniðurstöður liggi fyrir í lok þessa mánaðar," segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. Opinber heimsókn landbúnað- arráðherra Noregs DAGANA 8. til 11. ágúst nk. verður staddur hér á landi norski landbún- aðarráðherrann, Káre Gjönnes, ásamt eiginkonu sinni, Inger Gjönn; es, í boði landbúnaðarráðherra. I fylgdarliði ráðherra verða ráðu- neytisstjóri og starfsmenn norska landbúnaðarráðuneytisins. Fyrir hádegi mánudaginn 9. ágúst munu ráðherrarnir hittast á fundi ásamt fulltrúum ráðuneyt- anna til að ræða mál er varða við- skipti með landbúnaðarvörur milli landanna og væntanlegar samn- ingaviðræður um málefni Alþjoða- viðskiptastofnunarinnar. Að loknum fundi verður farið í Alþingishúsið og síðan heimsóttar stofnanir landbúnaðarins, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Tilraunastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Þá munu ráðherrahjónunum og fylgdarliði verða sýndir Bessastað- ir, Stofnun Árna Magnússonar og Norræna húsið. Þriðjudaginn 10. ágúst verður farið í skoðunarferð um Suðurland. Komið verður við í Garðyrkjuskól- anum á Reykjum í Ölfusi, Skálholti, í Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti, á Hrafnkelsstöðum og stoppað við Gullfoss og Geysi. Ráðherrahjónin og fylgdarlið halda svo af landi brott snemma að morgni miðvikudagsins 11. ágúst. Viðskiptavinir ferða- skrifstofunnar Arktis Reisen Schehle Síðasta flug 8. ágúst „VEGNA gjaldþrots ferðaskrifstof- unnar Arktis Reisen Schehle, mun síðasta leiguflug Keflavík-Frank- furt vera 8. ágúst kl. 0.30. Trygging mun gera viðskiptavin- um ferðaskrifstofunnar kleift, sem hafa eingöngu bókað flug, líka eftir 8. ágúst, að notfæra sér þetta til- tekna flug, til að komast hjá auka- kostnaði, að öðrum kosti þurfa þeir að greiða fargjaldið sjálfir," segir í fréttatilkynningu frá þýska sendi- ráðinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda RUNÓLFUR Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, skorar á stjórnvöld að lækka vörugjald á bensínverði, sem er 97%, vegna mikilla hækk- ana sem orðið hafa á bensínverði á árinu. Runólfur segir stefna í að ríkið auki skatttekjur sínar um allt að milljarð króna umfram forsend- ur fjárlaga vegna heimsmarkaðs- verðhækkunar á bensíni. „Ég tel þetta eðlilegt í ljósi þess að bensínverð hefur verið að stíga úr tæpum 100 dollurum tonnið og er um þessar mundir um 210 doll- arar. A sama tíma hefur gengi dollarans sveiflast úr um 69 krón- um allt upp í 74 krónur. Þegar svona miklar sveiflur eru, sem hafa margföldunaráhrif með stöð- ugum bensínhækkunum, er eðli- legt að hagstjórnin grípi inn í og reyni að hafa áhrif á vöruverð og draga úr þessum verðsveiflum. Það liggur beinast við að ríkisvald- ið dragi, í það minnsta tímabundið, úr þessum ofursköttum. Vegna Vill að stjórnvöld lækki 97% vörugjald á bensín þessa háa vörugjalds og virðis- aukaskattsins, sem ofan á leggst, er hver króna, sem verð hækkar um á heimsmarkaði að skila sér sem tæpar 2,50 sem verðhækkun til neytenda hér," sagði Runólfur. Óeðlilegt að taka gjald af hækk- un á heimsmarkaði Runólfur sagði að stóran hluta síðasta árs hefði bensínverð verið 155-165 dollarar tonnið og hann teldi eðlilegt að miða innheimtu vörugjaldsins við verð á því bili, og miða e.t.v. við um 75 króna útsölu- verð við núgildandi stöðu. „Miðað við að þetta haldi áfram má gera ráð fyrir að hið opinbera sé að ná í hátt í milljarð króna í aukatekjur af bensíni vegna þróunar á heims- markaði. Það er í sjálfu sér mjög óeðlilegt að hið opinbera sé að taka þetta miklar skatttekjur ofan á þessa þróun á heimsmarkaði. Snemma í sumar sagði fjármála- ráðherra að ríkið gæti ekki haft áhrif á þróun á heimsmarkaðsverði á bensíni. Það er mikið rétt en rík- ið getur haft bein áhrif á bensín- verð hér innanlands vegna þess hve mikil háskattavara bensín er." Runólfur sagði að þarna bæri líka að horfa á það að hjól verð- bólgunnar virðist nú snúast hraðar en talið er æskilegt og því sé eðli- legt að grípa til hagstjórnarað- gerða. Á tíma átakanna við Persaflóa hefði verið gripið til tímabundinnar lækkunar á vöru- gjaldi á bensíni vegna óeðlilegra breytinga á heimsmarkaðsverði vegna þrýstings frá FÍB og aðilum vinnumarkaðarins, að sögn Run- ólfs. Hann segir að við undirbúning fjárlagafrumvarpsins hafi bensín- verð verið um 74,30 krónur og hafi farið allt niður í 70,20 krónur en nú er lítrinn 82,40. Fjárlögin gera ráð fyrir um tveimur milljörðum króna í tekjur af vörugjaldinu miðað við spár flestra sérfræðinga um að eldsneytisverð héldist lágt á þessu ári. Auk 97% vörugjalds á bensín leggst 28,60 króna bensíngjald á hvern lítra. 9% minna innheimt en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Maríönnu Jónasdóttur, skrifstofu- stjóra tekjusviðs fjármálaráðu- neytisins, var áætlað í fjárlögum að 97% vörugjald á bensíni skilaði ríkissjóði 1.975 milljónum króna á þessu ári. Niðurstöður innheimtu fyrstu sex mánaða ársins sýna hins vegar að á þeim tíma hafa 726 milljónir króna skilað sér til ríkis- sjóðs vegna þessarar gjaldtöku. Á fyrra helmingi síðasta árs skiluðu sér 794 milljónir króna í ríkiskass- ann og er samdrátturinn milli ára 9%. Spurð um skýringar á þessum samdrætti sagði Maríanna að hann gæti átt sér ýmsar skýring- ar, m.a. í birgðastöðu olíufélag- anna og hugsanlega minni inn- flutningi en í fyrra eða þá að skýr- inga væri að leita í ýmsum töfum í innheimtu. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.