Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 12

Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verslunarmannahelgar 1998 og 1999 Aukning’ á hraðaksturs- og ölvunaraksturs- brotum ÞAÐ er mat Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra og löggæsluyfir- valda að vel hafi tekist til með lög- gæslu á útihátíðum og á þjóðvegum landsins um nýliðna verslunar- mannahelgi. Tölulegar upplýsingar þessu tengdar hafa í fýrsta sinn ver- ið teknar sérstaklega saman eftir verslunarmannahelgi. Þar kemur fram að talsverð aukning varð á hraðaksturs- og ölvunarakstursbrot- um í samanburði við verslunar- mannahelgina í fyrra. Lögregla jók verulega eftirlit á þjóðvegunum og jafnframt skilaði aukin samvinna lögregluliðanna í landinu undir stjórn ríkislögreglu- stjóra og betri undirbúningur ásamt markvissara skipulagi góðum ár- angri. Meira er talið hafa verið í um- ferð af fíkniefnum en áður en fleiri mál sem komu upp vegna fíkniefna- brota og meira magn haldlagðra fíkniefna er rakið til markvissari að- gerða lögreglunnar. 696 manns voru kærðir fyrir of hraðan akstur samkvæmt hraða- mælingum sem er 18% aukning mið- að við verslunarmannahelgina í fyrra. Þar af voru 132 kærur byggð- ar á hraðamyndavélum lögreglu sem voru á Suðurlandi og Norðurlandi. 95 voru kærðir fyrir ölvun við akstur sem er 63,8% aukning miðað við verslunarmannahelgina í fyrra. Umtalsverð fjölgun þessara brota er rakin til stóraukins eftirlits lögreglu milli áranna. Lögregla lagði hald á samtals 1.386 grömm af kannabisefnum, 87 grömm af amfetamíni, 46 grömm af kókaíni, 21 e-töflu og 10 LSD- skammta. Á Akureyri var lagt hald á 135 grömm af kannabisefnum, sem er tvöfalt meira magn fíkniefna en lagt var hald á allt árið í fyrra. í Vestmannaeyjum var lagt hald á 20 grömm af amfetamíni en meira var um það á þjóðhátíðinni í Vestmanna- eyjum en í fyrra. Morgunblaðið/Jim Smart SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra skýrir frá góðum árangri í löggæslu um verslunarmannahelgina. Yetrarafföll rjúpu Rannsóknir styrkt- ar af ríkisstjórn RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að verja einni milljón króna af ráðstöfunarfé rík- isstjómarinnar til að hefja rann- sókn á vetrarafföllum rjúpu. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, lagði tillöguna fram, en einnig er gert ráð fyrir að til rann- sóknanna þurfi að verja fjórum milljónum króna á næsta ári og þremur milljónum króna næstu tvö ár þar á eftir, eða samtals ell- efu milljónum króna. Náttúrufræðistofnun íslands hefur undanfarin ár aflað gagna um ástand rjúpnastofnsins og ver- ið ráðuneytinu til ráðgjafar um nytjar af rjúpu. Vöktun stofnsins er langtímaverkefni og er tilgang- urinn sá að fylgjast með stofn- breytingum og greina þær í tæka tíð til að hægt sé að grípa í taumana, með t.d. friðunaraðgerð- um. Til þessarar vöktunar hefur verið varið 4,6 milljónum á ári úr Veiðikortasjóði, og hefur hún leitt í Ijós að nauðsynlegt sé að kanna áhrif veiðiálags á rjúpnastofninn. Allt að 70% felld Að mati Náttúrufræðistofnunar er brýn þörf á slíkum upplýsing- um, þar sem með radíómerkingum hefur á sumum svæðum verið sýnt fram á að 70% rjúpna á lífi í upp- hafi veiðitíma féllu fyrir hendi veiðimanna. Þá er til athugunar í ráðuneyt- inu að takmarka rjúpnaveiðar með lokunum svæða eða styttingu veiðitíma í samræmi við álit Nátt- úrufræðistofnunar íslands. 3 milljónir til rannsóknar á kampýlóbakter Astandið krefst hraðra aðgerða RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að veita þremur milljónum króna til rannsóknar á til- vist og útbreiðslu kampýlóbakter í umhverfi, dýrum og matvælum, að tillögu umhverfisráðherra. Féð er veitt á þeim forsendum að ástand í þessum efnum sé talið svo alvarlegt að grípa þurfí til mun hraðari aðgerða en hægt er að gera innan þess ramma sem væntanlegt rannsóknarverkefni á þessu sviði rúmar. Bráðabirgðatölur frá sýklafræði- deild Landspítala gefa til kynna að staðfestar hafi verið 103 sýkingar af völdum kampýlóbakter í mönnum í nýliðnum júlímánuði. í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu kemur fram að ætla megi að raunverulegur fjöldi sýkinga sé á bilinu 5-20 faldur fjöldi staðfestra sýkinga. Að mati Hollustuvemdar ríkisins, sýklafræði- deildar Landspítala, landlæknis, sótt- varnalæknis, yfirdýralæknis og fleiri sérfróðra aðila sé um að ræða alvar- lega sýkingu sem lagst geti þungt á menn. Rannsóknin sem fjármunum er veitt til að þessu sinni er þegar hafin. Hún er unnin hjá viðkomandi stofn- unum heilbrigðis-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytisins undir yfirum- sjón Hollustuvemdar ríkisins, á svip- aðan hátt og gert var á árinu 1987, þegar upp komu alvarleg salmonellu- tilvik. Rannsóknin beinist að matvæl- um á markaði, yfirborðsvatni, fram- leiðslustöðum, sláturhúsum. „Lögð er áhersla á að taka á þeim þáttum sem liggja undir sterkum gmn vegna kampýlóbaktersýkingar og að bráðabirgðaniðurstöður liggi fyrir í lok þessa mánaðar," segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. Opinber heimsókn landbúnað- arráðherra Noregs DAGANA 8. til 11. ágúst nk. verður staddur hér á landi norski landbún- aðarráðherrann, Káre Gjönnes, ásamt eiginkonu sinni, Inger Gjönn; es, í boði landbúnaðarráðherra. I fylgdarliði ráðherra verða ráðu- neytisstjóri og starfsmenn norska landbúnaðarráðuneytisins. Fyrir hádegi mánudaginn 9. ágúst munu ráðherramir hittast á fundi ásamt fulltrúum ráðuneyt- anna til að ræða mál er varða við- skipti með landbúnaðarvörur milli landanna og væntanlegar samn- ingaviðræður um málefni Alþjöða- viðskiptastofnunarinnar. Að loknum fundi verður farið í Alþingishúsið og síðan heimsóttar stofnanir landbúnaðarins, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Tilraunastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Þá munu ráðherrahjónunum og fylgdarliði verða sýndir Bessastað- ir, Stofnun Áma Magnússonar og Norræna húsið. Þriðjudaginn 10. ágúst verður farið í skoðunarferð um Suðurland. Komið verður við i Garðyrkjuskól- anum á Reykjum í Ölfusi, Skálholti, í Landgræðslu ríkisins í Gunnars- holti, á Hrafnkelsstöðum og stoppað við Gullfoss og Geysi. Ráðherrahjónin og fylgdarlið halda svo af landi brott snemma að morgni miðvikudagsins 11. ágúst. ------------ Viðskiptavinir ferða- skrifstofunnar Arktis Reisen Schehle Síðasta flug 8. ágúst „VEGNA gjaldþrots ferðaskrifstof- unnar Arktis Reisen Schehle, mun síðasta leiguflug Keflavik-Frank- furt vera 8. ágúst kl. 0.30. Trygging mun gera viðskiptavin- um ferðaskrifstofunnar kleift, sem hafa eingöngu bókað flug, líka eftir 8. ágúst, að notfæra sér þetta til- tekna flug, til að komast hjá auka- kostnaði, að öðrum kosti þurfa þeir að greiða fargjaldið sjálfir," segir í fréttatilkynningu frá þýska sendi- ráðinu. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda Yill að stjórnvöld lækki 97% vörugjald á bensín RUNÓLFUR Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, skorar á stjórnvöld að lækka vörugjald á bensínverði, sem er 97%, vegna mikilla hækk- ana sem orðið hafa á bensínverði á árinu. Runólfur segir stefna í að ríkið auki skatttekjur sínar um allt að milljarð króna umfram forsend- ur fjárlaga vegna heimsmarkaðs- verðhækkunar á bensíni. „Ég tel þetta eðlilegt í ljósi þess að bensínverð hefur verið að stíga úr tæpum 100 dollurum tonnið og er um þessar mundir um 210 doll- arar. Á sama tíma hefur gengi dollarans sveiflast úr um 69 krón- um allt upp í 74 krónur. Þegar svona miklar sveiflur eru, sem hafa margföldunaráhrif með stöð- ugum bensínhækkunum, er eðli- legt að hagstjómin grípi inn í og reyni að hafa áhrif á vöruverð og draga úr þessum verðsveiflum. Það liggur beinast við að ríkisvald- ið dragi, í það minnsta tímabundið, úr þessum ofursköttum. Vegna þessa háa vörugjalds og virðis- aukaskattsins, sem ofan á leggst, er hver króna, sem verð hækkar um á heimsmarkaði að skila sér sem tæpar 2,50 sem verðhækkun til neytenda hér,“ sagði Runólfur. Óeðlilegt að taka gjald af hækk- un á heimsmarkaði Runólfur sagði að stóran hluta síðasta árs hefði bensínverð verið 155-165 dollarar tonnið og hann teldi eðlilegt að miða innheimtu vörugjaldsins við verð á því bili, og miða e.t.v. við um 75 króna útsölu- verð við núgildandi stöðu. „Miðað við að þetta haldi áfram má gera ráð fyrir að hið opinbera sé að ná í hátt í milljarð króna í aukatekjur af bensíni vegna þróunar á heims- markaði. Það er í sjálfu sér mjög óeðlilegt að hið opinbera sé að taka þetta miklar skatttekjur ofan á þessa þróun á heimsmarkaði. Snemma í sumar sagði fjármála- ráðherra að ríkið gæti ekki haft áhrif á þróun á heimsmarkaðsverði á bensíni. Það er mikið rétt en rík- ið getur haft bein áhrif á bensín- verð hér innanlands vegna þess hve mikil háskattavara bensín er.“ Runólfur sagði að þama bæri líka að horfa á það að hjól verð- bólgunnar virðist nú snúast hraðar en talið er æskilegt og því sé eðli- legt að grípa til hagstjórnarað- gerða. Á tíma átakanna við Persaflóa hefði verið gripið til tímabundinnar lækkunar á vöru- gjaldi á bensíni vegna óeðlilegra breytinga á heimsmarkaðsverði vegna þrýstings frá FÍB og aðilum vinnumarkaðarins, að sögn Run- ólfs. Hann segir að við undirbúning fjárlagafrumvarpsins hafi bensín- verð verið um 74,30 krónur og hafi farið allt niður í 70,20 krónur en nú er lítrinn 82,40. Fjárlögin gera ráð fyrir um tveimur milljörðum króna í tekjur af vörugjaldinu miðað við spár flestra sérfræðinga um að eldsneytisverð héldist lágt á þessu ári. Auk 97% vörugjalds á bensín leggst 28,60 króna bensíngjald á hvem lítra. 9% minna innheimt en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Maríönnu Jónasdóttur, skrifstofu- stjóra tekjusviðs fjármálaráðu- neytisins, var áætlað í fjárlögum að 97% vörugjald á bensíni skilaði ríkissjóði 1.975 milljónum króna á þessu ári. Niðurstöður innheimtu fyrstu sex mánaða ársins sýna hins vegar að á þeim tíma hafa 726 milljónir króna skilað sér til ríkis- sjóðs vegna þessarar gjaldtöku. Á fyrra helmingi síðasta árs skiluðu sér 794 milljónir króna í ríkiskass- ann og er samdrátturinn milli ára 9%. Spurð um skýringar á þessum samdrætti sagði Maríanna að hann gæti átt sér ýmsar skýring- ar, m.a. í birgðastöðu olíufélag- anna og hugsanlega minni inn- flutningi en í fyrra eða þá að skýr- inga væri að leita í ýmsum töfum í innheimtu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.