Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 14

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 14
H- 14 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI - 4^0' % V % * * * \ * - * * •• ■4 % 0 ' i* : * <• * £ 1 * * * * Kertafleyting við Minjasafnið RÚM hálf öld er liðin frá því að atóm- sprengjum var varpað í fyrsta sinn. Til að minnast fórnarlamba kjarn- orkuárása á Hírósíma og Nagasaki 6. og 9. ágúst árið 1945 verður staðið fyrir kertafleytingu við Minjasafnið á Akureyri mánudaginn 9. ágúst nk. í fréttatilkynningu frá Rósu Egg- ertsdóttur, sem er í forsvari fyrir at- höfninni, kemur fram að sprengjurn- ar hafi skilið eftir sig örkuml, dauða og sviðna jörð. Enn vofí hættan af kjarnorkuvopnum yfír og að reglu- lega séum við minnt á að víða um heim búi fólk enn við hörmungar stríðs. Nauðsynlegt sé að halda merki friðar á lofti. Safnast verður saman fyrir fram- an Minjasafnið kl. 22.30 nk. mánu- dagskvöld. Festu kaup á fískvinnslufyrirtækinu Árnesi á Dalvík Hef trú á fyrirtækinu ÞÓRUNN Þórðardóttir á Dalvík og Ivar Baldursson á Akureyri hafa fest kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Ár- nesi á Dalvík, en það var áður í eigu samnefnds fyrirtækis í Þorlákshöfn og Granda. Þórunn sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði trú á þessu fyrirtæki. Hún sagðist hafa starfað hjá fyrirtækinu í tvö ár samhliða þvi að hún var í fiskvinnslu- skólanum á Dalvík. Að sögn Þórunn- ar hyggja nýju eigendurnir ekki á breytingar að svo stöddu en þau hafa fulla trú að þetta fyrirtæki hafi alla burði til að standa sig í nútíma sjáv- arútvegi. Nýja fyrirtækið mun bera nafnið Dalmar ehf. „Forsagan að því að ég ákveð að kaupa þetta fyrirtæki er að ég vann við þrif hér í tvö ár með skóla, en ég var þá í Fiskvinnsluskólanum. Mér leist vel á fyrirtækið og reiknaði dæmið þannig að það væri hægt að reka það með hagnaði þó að það þurfi að kaupa allan fiskinn á mörk- uðum,“ sagði Þórunn. Aftur í heimabyggð Þórunn segir að fyrirtækið sé aft- ur komið heim í heimabyggð ef svo megi segja. „Þetta er gamalgróið íyrirtæki sem fyrrverandi tengda- faðir minn rak einu sinni. Ég þekki þetta fyrirtæki því frá fornu fari þó að auðvitað hafi það nú breyst síð- an,“ sagði Þórunn. Mannauðurinn gildir Þórunn segir að meðeigandi hennar í fyrirtækinu, Ivar Baldurs- son, hafi eitt sinn verið frystihús- stjóri á Dalvík og hún sé honum kunnug síðan þá. „Hann reif upp frystihúsið á þeim tíma sem hann starfaði hér og líkt og ég hefur hann trú á fyrirtækinu. Þórunn segir að þau séu heppin með starfsfólk. „Við erum með mjög gott og hæft starfs- fólk og án þess væri ekki hægt að reka fyrirtækið, það er mannauður- inn sem skiptir máli,“ sagði Þórunn. Þórunn sagði að þau mundu kaupa allan fisk af mörkuðum og frystitogurum. „Við munum vinna flatfisk, líkt og hefur verið gert en bæta tindaskötunni inn í. Síðan munum við selja nokkuð af fram- leiðslu okkar milliliðalaust, sagði Þórunn. Hún sagði að þau hygðust ekki breyta rekstri fyrirtækisins neitt að svo stöddu, en aldrei væri hægt að spá langt fi-am í tímann í sjávarútvegi. Þétt þoka lá yfir Akureyri GAMALT ævintýri segir að þokan sé prinsessa í álögum og hún muni aldrei losna úr þeim fyrr en allir menn hætta að bölva þokunni. Enn virðist prinsessan vera í álög- unura því undanfarna daga hafa íbúar á Akureyri og við utanverðan Eyjafjörð vaknað upp í þéttri þoku sem hefur ekki hopað fyrr en líða tekur á daginn. í gær lá þokan sem teppi yfir bænum en bjart veður var upp á fjöllum, eins og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Þokan hefur valdið seinkunum á flugi og að sögn Árna Sigurðssonar hjá Veð- urstofu íslands er einhver von til þess að þok- an hætti að hrella Eyfirðinga um helgina, en ekkert sé þó öruggt í þeim efnum. Ástæðuna fyrir því hvernig þokan liggur yfir bænum segir Árni vera að hlýtt loft yfir landinu og kalt loft í neðri lögum ná ekki að blandast og þess vegna geta menn labbað upp úr þokunni í orðsins fyllstu merkinu. „Það er hæðarhryggur yfir Iandinu og honum fylgir hlýtt loft. Hins vegar er norðlægur vindur sem hefur borið kalt og rakt loft, sem Iiggur alveg við hafflötinn, upp að landinu og inn á firðina fyrir norðan. Ut af þessu hlýja lofti sem liggur yfir landinu á sér ekki stað nein blöndun milli lofttegunda. Kalda Ioftið þarf að hitna til að það geti stigið upp og blandast hlýja Ioftinu. Þess vegna er það sem þokunni Iéttir frekar seinni part dags þegar sólin hef- ur skinið nógu lengi og hitað kalda loftið upp,“ sagði Arni. Árni segir að þokan hérna í Eyjafirði sé króuð inni af fjöllunum og heita loftið pressi hana svo niður og þannig liggur hún svo yfir bænum eins og hún gerði í gærmorgun. Árni segir að til þess að þokan hætti að hrella Akureyringa verði vindáttin að snúast. „Það getur verið að á morgun blási hlýr vindur út Morgunblaðið/Kristján ÞOKAN Iá sem teppi yfir bænum í gærmorgun en bjart var yfir á skiðasvæðinu f Hlíðarfjalli þar sem þessi mynd var tekin. Eyjafjörðinn og reki þá þokuna út á sjó. Aft- ur á móti getur hafgolan alltaf snúist til varn- ar, það verður bara koma í ljós,“ sagði Árni. Flugsamgöngur voru nokkuð settar úr skorðum í gærmorgun vegna þokunnar. Að sögn Ingvars fvarssonar hjá Flugfélagi ís- lands komst fyrsta vél ekki í loftið á Akureyri fyrr en tuttugu mínútur yfir átta en á alla jafna að fara hálf átta. Fyrsta vélin frá Reykjavík tafðist einnig í nær tvo tíma. Að sögn Ingvars er erfiðara að Ienda þegar þok- an liggur svona lágt og þétt yfir bænum, en flugvélar sem fari frá Akureyri fijúgi fljót- lega upp úr þokunni. Ingvar sagði að flugið væri á áætlun þegar Morgunblaðið ræddi við hann í hádeginu í gær. Hjá íslandsflugi fengust einnig þær upplýs- ingar að seinkun hefði orðið á flugi til og frá Akureyri í morgun, en búið var að vinna upp þá seinkun laust upp úr hádeginu. Akurevrarbcer Akurevrarbcer W 30 km hverfi á Akureyri Kynningarfundur W Samþykkt deiliskipulag Deiliskipulag á reit 1 við Holtateig á Eyrarlandsholti Skipulagsnefnd Akureyrar stendur frammi Bœjarstjórn Akureyrar samþykkti hinn fyrir almennum kynningarfundi í Safnaðar- 20. júlí 1999 deiliskipulag á reit 1 við heimili Akureyrarkirkju miðvikudaginn 11. Holtateig á Eyrarlandsholti. ágúst kl. 20 þar sem kynnt verður áœtlun Deiliskipulagið ncer til reits sem af- um lœkkun hámarkshraða í íbúðahverfum markast af Holtateig að sunnan, Mýr- bœjarins í 30 km á klst. arvegi að austan og grœnu svœði Á fundinum munu Vilborg Gunnarsdóttir sunnan Hörpulundar að norðan. Á formaður skipulagsnefndar, Árni Ólafsson, svœðinu er gert ráð fyrir rað- og par- skipulagsstjóri og Gunnar H. Jóhannesson, húsum á einni hœð. Á skipulags- deildarverkfrœðingur greina frá áœtlun svœðinu verða samtals 27 íbúðir. um 30 km hverfi á Akureyri. Deiliskipulagið var auglýst skv. gr. 6.2.3. Sérstaklega verður fjallað um svœðið í skipulagsreglugerð 28. aprO-9. júní sl. sunnan Þingvallastrœtis og austan Þór- Engar athugasemdir bárust. Deiliskipu- unnarstrœtis auk innbœjar en þar eru fyrir- lagið tekur gildi við auglýsingu í B-deild hugaðar framkvœmdir við gatnakerfið og Stjórnartíðinda 10. ágúst 1999. umferðarhraðann og reynslu af samskonar aðgerðum í öðrum sveitarfélögum hér- Frekari upplýsingar eru veittar á skipu- lendis sem og erlendis. lagsdeild Akureyrar. Fundurinn er öllum opinn. Skipulagsstjóri Akureyrar Skipulagsstjóri Akureyrar Frá bæjar- ráði Ólafs- fjarðar BÆJARRÁÐ Ólafsfjarðar hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Bæjarráð Ólafsfjarðar bendir á að í litlu sveitarfélagi eins og Ólafsfirði, þar sem atvinnulíf er einhæft, er hvert einasta starf dýrmætt. Það er því mikið áfall fyrir bæjarfélagið þegar fyrirtæki segir upp fólki og fólkið hefur ekki að neinu öðru að hverfa. Bæjarráð Ólafsfjarðar lýsir yfír áhyggjum sínum vegna uppsagna starfsfólks í landvinnslunni í Ólafs- firði og skorar á stjómvöld að leita allra leiða til að leysa vanda land- vinnslunnar og efla atvinnulíf og bú- setuþróun á landsbyggðinni." ----------------------------- Kaffísala á Hólavatni I KFUM og K standa fyrir kaffisölu í sumarbúðum sínum á Hólavatni á morgun, sunnudag, og hefst hún kl. 14:30 og stendur til kl. 18. í sumar hafa hópar drengja og stúlkna dvalið á Hólavatni undir stjórn sr. Hildar Sigurðardóttur, sr. Jóns Armanns Gíslasonar og Fjalars Einarssonar. Venja er að starfinu ljúki með kaffi- sölu og er hún mikilvægur þáttur í fjáröflun sumarbúðanna, segir i fréttatilkynningu frá sumarbúðunum. Kaffisalan hefur verið vel sótt undanfarin ár, segir í fréttatilkynn- ingu og gefur hún velunnurum starfsins og öðrum tækifæri á að koma að Hólavatni og skoða sumar- búðirnir sem standa í fallegu um- hverfi frammi í Eyjafirði. --------♦-♦-♦-------- Suðurbyggð- arhátíð SUÐURBYGGÐARHÁTÍÐ verður haldin á leikvellinum í Suðurbyggð í dag. Þar koma saman fnimbyggjar, fyrrverandi og núverandi íbúar, börn og barnabörn og skemmta sér í fót- bolta, landaparís, slábolta og fallinni spýtu frá kl. 16. Grillað verður kl. 18 og spilað verður á harmonikkur en plötusnúð- ur skemmtir börnum og unglingum. ------♦-♦-♦----- Milljóna- mæringarnir í Sjallanum MILLJÓNAMÆRINGARNIR halda stórdansleik í Sjallanum á Akureyri í kvöld, laugardaginn 7. ágúst. Með í för verða stórsöngvar- arnir Páll Óskar, Bjarni Ara og Raggi Bjarna. Þetta er í fyrsta skipti í tvö ár sem Milljónamæringarnir koma fram á Akureyri og einnig í fyrsta skipti sem sveitin mætir með þrjá söngv- ara á dansleik. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.