Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 15 Morgunblaðið/Kristján FÆREYSKA skipið Vitin hreinsar innsiglinguna í Sandgerðisbót. Dýpkun Fiski- hafnarinnar lokið FÆREYSKA dýpkunarskipið Vitin hefur lokið framkvæmdum í Fiski- höfninni á Akureyri en er þessa dagana að vinna við viðhaldsdýpkun við ýmis hafnarmannvirki á Ákur- eyri. Hörður Blöndal hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands sagði að hreinsað hafi verið á svæðinu framan við Útgerðarfélag Akureyr- inga, framan við flotkvína hjá Slipp- stöðinni, við smábátabryggjumar í Sandgerðisbót og að síðustu yrði hreinsað við löndunarbryggjuna í Krossanesi. Eins og komið hefur fram urðu miklar skemmdir og mifljónatjón er grófst undan þilinu við austurkant Fiskihafnarinnar og þekjan félf nið- ur á um 60 metra kafla. Óhappið varð er Vitin vann þar við dýplöm fyrr í sumar. Hörður sagði að beðið væri skýrslu frá sérfræðingi Sigl- ingastofnunar og að í kjölfarið yrði farið í samningaviðræður við trygg- ingafélag færeyska skipsins á grundvelli hennar. Nauðsynlegt að koma kantinum í notkun Hörður sagði ljóst að verkið þyrfti að vinna í tvennu lagi, þar sem varla verði hægt að steypa nýja þekju fyrr enn næsta vor. „Miðjan úr bryggjunni hefur verið ónothæf frá því óhappið varð og það er því nauðsynlegt að geta hafið viðgerð sem fyrst, fylia upp með efni og loka gatinu, þannig að hægt verði að taka viðlegukantinn í notkun. Hins vegar verður ekki hægt að ljúka fullnaðarviðgerð fyrr en næsta vor,“ sagði Hörður. Opnun fímm myndlistarsýninga Á MORGUN, laugardag, verða opn- aðar fimm myndlistarsýningar á vegum Gilfélagsins á Akureyri. Sýningamar fímm verða í Ketilhúsi, Deiglunni, Café Karólínu og Sam- laginu Listhúsi. f Ketilhúsi, aðalsal, verður sýn- ingin „Stælar" opnuð kl. 16. Það er sýning átta myndlistarmanna, þeirra Þórarins Blöndals, Hallgríms Ingólfssonar, Gunnars Kr. Jónas- sonar, Aðalsteins Svans, Hlyns Helgasonar, Guðmundar Armanns Sigurjónssonar, Völku og Guðnýju Krjstmanns. í Ketilhúsi, jarðhæð, sýnir lista- Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta verður á morg- un, sunnudag, kl. 11, sr. Svavar A. Jónsson messar. Morgunbæn á þriðjudaginn kl. 9 og kyrrðar- og fyrir- bænastund verður í hádeginu á fimmtudag, kl. 12. GLERÁRKIRKJA: Kvöld- guðsþjónusta sunnudaginn 8. ágúst kl. 21. Sr. Hannes Örn Blandon prófastur þjónar fyr- ir altari. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld kl. 20. „Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar“ á morgun kl. 11:30. Kennsla fyrir afla aldurshópa, Indriði Kristjánsson predikar. Hann mun einnig predika á vakningasamkomu kl. 20 um kvöldið. Alla morgna kl. 6:30 em bænastundir. HJÁLPRÆÐISHERINN, Hvannavöllum 10: Á morgun, sunnudag, verður almenn samkoma kl. 20. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26: Messa í dag kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. smiðjan New Remote sýningu er ber heitið „Endanlegar niðurstöð- ur“. New Remote hefúr starfað í Ketilhúsinu að undanfömu og verð- ur afrakstur starfseminnar sýndur á myndbandi sem til varð í smiðj- unni. í Deiglunni opnar Sibbajóa mál- verkasýninguna ,Auga aðkomu- mannsins" kl. 16. Á Café Karólínu geta gestir kaffi- hússins skoðað sýningu Freyju Ön- undardóttur á opnunartíma kaffi- hússins. í Samlaginu Listhúsi opnar Ein- ar Helgason sýningu kl. 14. Gullöld íslenskrar kirkjulistar Fyrirlestur í Zontasalnum ÞÓRA Kristjánsdóttir listfræðingur heldur fyrirlesturinn; Gullöld ís- lenskrar kirkjulistar, sunnudaginn 8. ágúst. Fyrirlesturinn er haldinn í Zontasalnum, Aðalstræti 54 á Akur- eyri og hefst kl. 14. Tilefnið er sýning frá Þjóðminja- safni íslands sem nú stendur yfir í Minjasafninu á Akureyri en þar em sýndir nokkrir dýrgripir úr eyfirsk- um kirkjum. Þóra mun fjalla um helstu dýrgripi úr kaþólskum sið sem varðveist hafa úr norðlenskum kirkj- um og um kirkjulistamenn fyrri alda. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og em allir velkomnir. -------»-M----- Síðasta sýningarhelgi FRAMUNDAN er síðasta sýningar- helgi Listasafnsins á Akureyri á málverkum Þorvalds Skúlasonar og skúlptúmm Aðalheiðar S. Eysteins- dóttur. Sýningunum lýkur á sunnu- daginn 8. ágúst kl. 18 en safnið er opið frá kl. 14 til 18. ______________LANDIÐ_____________ Minnisvarði um Sigvalda Kalda- lóns afhjúpaður við Kaldalón Skjaldfönn - Minnisvarði um Sig- valda Kaldalóns, tónskáld og lækni, var afhjúpaður laugardag- inn 31. ágúst á Seleyri í Kaida- lóni við Isafjarðardjúp. Minnis- varðinn er eftir Pál Guðmunds- son á Húsafelli og sýnir hliðar- mynd af Sigvalda við flygilinn sem hann fékk að gjöf frá sveit- ungum sfnum árið 1919. Sigvaldi bjó á bænum Ármúla rétt sunnan Kaldaións og starfaði þar sem héraðslæknir á árunum 1910-1921. Fyrir nokkrum árum kviknaði sú hugmynd hjá „Lell- unum“ að reisa Sigvalda minnis- varða. „Lellurnar" er samstilltur hópur 25 kvenna sem hittast reglulega í leikfimi, ferðalögum og öðru skemmtilegu, en innan þessa hóps er m.a. ein af mörg- um núverandi eigendum Ármúla, Birna Hreiðarsdóttir, og barna- barn Kaldalóns, Ester Kaldalóns. Með miklum stuðningi velvildar- fólks, fyrirtækja, ættingja og eig- enda Ármúla tókst þeim að koma hugmynd sinni í framkvæmd. Þar sem Sigvaldi Kaldalóns starfaði sem læknir á Hólmavík þótti sjálfsagt að hafa stutta at- höfn í Hólmavíkurkirkju áður en farið var að minnisvarðanum sjálfúm. Afkomendur Sigvalda höfðu veg og vanda af athöfninni í kirkjunni. Þar spilaði sonarson- ur hans, Sigvaldi Kaldalóns, á pí- anó undir söng dóttur sinnar, Önnu Margrétar Kaldalóns, er hún söng nokkur af gullfallegum lög^um langafa síns. Dóttursonur Sigvalda, Gunnlaugur A. Jóns- son, fór yfir ævi og störf afa síns í stuttri en hnitmiðaðri ræðu. Eftir athöfnina var haldið út í Kaldalón þar sem Birna Hreið- arsdóttir og Ester Kaldalóns af- hjúpuðu minnisvarðann. Séra Baldur Vilhelmsson, prófastur í Vatnsfirði, hélt ræðu og flutti bæn, en þetta reyndist vera síð- asta embættisverk hans, þar sem hann lét af störfiim daginn eftir, þ.e. 1. ágúst. Fyrrverandi samgönguráð- herra, Halldór Blöndal, nú for- seti Alþingis, var aðalræðumaður dagsins. Minntist hann á feril Kaldalóns og gat um nokkur laga hans sem þekkt eru, svo sem Ég lít í anda liðna tíð, Nóttin var sú ágæt ein, Ríðum, ríðum og fleiri. Gat hann einnig um samvinnu tónskáldsins og sveitunga hans, HöIIu Eyjólfsdóttur á Laugabóli, sem orti ljóð sem hann samdi lög við. Halldór kom því til leiðar í tíð sinni sem samgönguráðherra að Vegagerð ríkisins sá um lagn- ingu bfiastæðis, göngustíga og undirstöðu fyrir listaverkið, sem er á allan hátt haganlega fyrir- komið. Að athöfn lokinni við minnis- merkið var öllum boðið heim að Ármúla þar sem „Lellurnar“ höfðu veg og vanda að rausnar- legu kaffihlaðborði. FYRSTA læknisverk Kaldalóns vestra var að taka á móti Guð- jóni Jóhannessyni á Skjaldfönn vorið 1910. Guðjón býr nú í Reykjavík en var viðstaddur at- höfnina við Kaldalón. Birna Hreiðarsdóttir vildi koma á framfæri þakkæti til allra þeirra fjölmörgu er lögðu hönd á plóg svo þessi draumur varð að veruleika, og ekki hvað síst fannst henni mikilvægt hvað núverandi sveitungar væru sáttir við framtakið. Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa MINNISVARÐANUM um Sigvalda Kaldalóns var valinn staður á Seleyri sem er utarlega í Kaldalóni. LEIKHÓPURINN Ragnarock. Morgunblaðið/Finnur Pétursson Danskir unglingar með leiksýningu á Tálknafirði Tálknafirði - Hópur danskra ung- menna kom nýlega til Tálknafjarðar og setti upp söngleikinn Völven. Hópurinn kallar sig Ragnarock. Sýning er 50 mínútur að lengd og fjallar um danska menningu og helstu einkenni Danmerkur. Verkið byggist mikið á söng og látbragði, þannig að flestir gátu notið hennar hvort sem dönskukunnátta var fyrir hendi eða ekki. Sýningargestir kunnu vel að meta framlag dönsku ungmennanna og fógnuðu þeim með miklu lófataki í lok sýningarinnar. Eftir sýninguna færðu leikaram- ir Heiðari Jóhannssyni formanni leiklistardeildar UMFT bol merkt- an leikhópnum, en Heiðar var þeim innan handar við undirbúning á sýningunni og útvegum gistirýmis o.fl. Það kom fram hjá Joachim Clausen aðstoðarleikstjóra sýning- arinnar að þau eru mjög ánægð með þær móttökur sem þau hafa fengið á Islandi og þær undirtektir sem sýningin hefur fengið. Frá Tálknafirði átti að halda til Laugar- vatns, Hafnar í Homafirði og Seyð- isfjarðar. HEIÐAR Jóhannsson formaður leiklistardeildar UMFT með bolinn sem honum var færður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.