Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 r MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Olafur bæjarstjóri hljóðritar djass í félagsheimilinu Bolungarvík - Hrólfur Vagnsson, tónlistarmaður og hjjóðtæknimað- ur í Hannover í Þýskalandi, hefur undanfarna daga unnið að því að h(jóðrita djassplötu með Ólafi Kri- sljánssyni, bæjarsljóra í Bolung- arvík, þar sem Ólafur leikur 14 djasslög ásamt þeim Pétri Gretar- syni, sem leikur á trommur, og Bjarna Sveinbjörnssyni, sem leik- ur á bassa, en einnig syngur dótt- ir hans, Edda Borg, með þeim fé- lögum í tveimur Iögum. Upptakan fór fram í félagsheimilinu Víkur- bæ hér í Bolungarvík. Hrólfur Vagnsson, sem er Bol- víkingur, hefur búið í Þýskalandi í mörg ár eða allt frá því að hann fór ungur til náms í harmonikku- leik eftir að hafa stundað nám við Tónlistarskóla Bolungarvíkur þar sem Olafur Kristjánsson var þá skólitsljóri og kennari hans. Að loknu einleikaraprófi frá Tónlistarháskóia í Hannover hóf Hrólfur að fást við hljóðupptökur og stofnaði eigið stúdíó, Tón- studio Vagnsson fyrir tíu árum og fyrir um þremur árum stofn- aði hann síðan útgáfufyrirtækið Cordaría. Ólafur Kristjánsson er tón- menntakennari að mennt og var um árabil skóiastjóri Tónlistar- skóla Bolungarvíkur eða þar til hann tók við starfi bæjarstjóra Bolungarvíkur árið 1986. Olafur er ekki með öllu óþekktur djass- isti þó að ekki hafi hann haft sig mikið í frammi á því sviði. Um aðdraganda þess að hJjóð- rita djasspiötu með Ólafi sagði Hrólfur að þótt það væru sannar- lega margir sem vissu að Olafur væri frábær djasspíanisti þá væri ástæða til að vekja frekar athygli á því, en hugmyndin um að gefa út plötu með Ólafi hafi kviknað er hann var staddur í heimsókn hjá móður sinni í Bolungarvfk í fyrra þá hafi hún nefnt það við sig að það mætti bara ekki ger- ast að tónlistarmaður á borð við Ólaf hyrfi héðan án þess að náðst hefði að varðveita tónlist hans á hljótudiski. ¦" Hrólfur ræddi hugmyndina við Olaf sem tók treglega í málið en ákvað þó um síðir að slá til, meira sér til gamans. Hrólfur sagði að þótt segja mætti að hann hefði fengið Ólaf í Morgunblaðið/Gunnar Hallsson HRÓLFUR Vagnsson situr við hliðina á Ólafi Krisljánssyni, fyrir aftan stendur Bjarni Sveinbjörnsson og Pétur Gretarsson. þetta þá væri hann síður en svo að hefna sín á honum fyrir alla spilatímana sem hann sat í hjá honum áður fyrr og langað oft til að gera eitthvað annað. Reyndar ætlaði hann einu sinni að hætta í harmonikkunáminu hjá Ólafi og skilaði honum ölluni nótnabókun- um með þeim orðum að hann kæmi aldrei aftur í spilatíma. Stuttu seinna barst honum sendi- bréf frá Ólafi sem var slík hvatnig að hann var mættur í næsta spilatúna. Það er mér hins vegar mikil ánægja að fá að hljóðrita og gefa út hljómplölti með Ólafi Krist- jánssyni. Ákveðið var að Hrólfur kæmi með upptökubúnað heim til Bol- ungarvíkur og upptakan færi fram í Víkurbæ en þar er afar góður Steinway-flygill. Hrólfur sagði að aðstaðan í Vflturbæ væri ekki mjög góð til hljóðuppl öku, en með smátilfæringum mátti við það una en á móti kom að þar var Ólafur svo sannalega á heimavelli enda tdku upptökurn- ar mun styttri tíma en ætlað var. Það er útgáfufyrirtæki Hrólfs, Cordaria, sem gefur hljóiitdiskinn út, ekki hefur verið ákveðið hvað hann verður látinn heita. Stefnt er að því að hann verði kominn á markað fyrir lok október. Valgerður Gunnars- dóttir ráðin skólameistari á Laugum Laxamýri - Valgerður Gunnarsdótt- ir, deildarstjóri við Framhaldsskól- ann á Húsavík, hefur verið ráðin skólameistari Framhaldsskól- ans á Laugum. Valgerður er uppalin á Dalvík, en hefur búið á Húsavík frá ár- inu 1982 og starfað sem ís- lenskukennari við framhalds- skólann frá 1987. Hún er með BA-próf í íslenskum fræðum og almennum bókmenntum auk þess sem hún útskrifaðist í kennslu- og uppeldisfræðum frá Háskólanum á Akureyri 1996. Valgerður sat í bæjarstjórn Húsavíkur 1986-1998 og var forseti bæjarstjórnar 1994-1996. Þá hefur hún setið í ýmsum nefndum á veg- um bæjarins, sérstaklega í fræðslu- og menningarmálum. Eiginmaður hennar er Örlygur Hnefill Jónsson lögfræðingur og eiga þau þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. Valgerður Gunnarsdóttir Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SVEINN Ingi Lýðsson söiustjóri og Sigurjón Jónsson, framkvæmda- stjóri Rækjuness, fyrir framan nýja frystibílinn sem mun dreifa nýju flýtiréttunum sem hafin er framleiðsla á hjá fyrirtækinu. Framleiðsla hafín á „Fljótt og létt" í Stykkishólmi Stykkishóimi - Rækjunes hf. í Stykkishólmi hefur fært út kvíarn- ar í starfsemi sinni og hafið fram- leiðslu á tilbúnum réttum, frosnu grænmeti og frönskum kartöflum undir vörumerkinu „Fljótt og létt". Þessi framleiðsla fór fram áður á Reyðarfírði og var allur útbúnaður keyptur þaðan. Sveinn Ingi Lýðs- son, fyrrverandi lögreglumaður í Stykkishólmi, hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri. Hjá Rækjunesi hf. er unnin skel. Vandamál fyrirtækisins er að sú vinnsla er ekki starfrækt nema hluta ársins. I viðtali við fréttaritara sagði Sveinn að tilgangurinn með að fara út í þessa framleiðslu væri að auka verkefni hjá fyrirtækinu sem verð- ur kærkomin viðbót við skelina. „Með framleiðslu á tilbúnum réttum getum við nýtt betur mannskapinn, þekkingu og reynslu og húsnæðið er fyrir hendi. Starfsöryggi starfs- fólks verður tryggara," sagði Sveinn. Hann sagði að hráefnið kæmi frá virtum aðilum í Belgíu og Hollandi. Allur vélbúnaður hefur verið settur upp og framleiðsla haf- in. Sveinn sagði að verið væri að hanna nýjar umbúðir. Fram að þessu er aðalmarkaðurinn á Aust- fjörðum og í Reykjavík. „Við mun- um strax leggja áherslu á að auka og stækka markaðssvæðið og fjölga viðskiptavinum og styrkja okkur í sessi," sagði Sveinn. Flýtiréttir er betra nafn en skyndiréttir „Það er meining í þessum orðum, fljótt og létt. Það er fljótlegt og auð- velt að matreiða réttina, þar sem hollusta og gæði eru ríkjandi. Við viljum ekki kalla þetta skyr.dirétti, því það hefur á sér neikvæða merk- ingu í hugum margra. Við kjósum að kalla framleiðsluna flýtirétti," sagði Sveinn Ingi. „Farið verður í öfhigt kynningar- starf á næstunni. Ahersla verður lögð á að þjónusta viðskiptavini eins vel og hægt er og til þess hefur verið keyptur nýr frystibíll sem mun þjóna Vesturlandinu. Þannig er hægt að tryggja að viðskiptavin- urinn fái vöruna í eins góðu ástandi og kostur er," sagði Sveinn Ingi að lokum. Málað í Mjóafirði Neskaupstað - Nýlega þegar fréttaritari átti leið um Mjóafjörð í einstaklega góðu veðri kom hann að þar sem fyrrverandi al- þingismaður og ráðherra, Vil- hjálmur Hjálmarsson, var að mála fiskverkunarhús þeirra Brekkumanna. Húsið hefur gegnt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina, m.a. var þar sláturhús og þar voru mannfagnaðir haldnir þegar þeir voru of fjöimennir fyrir skóla- húsið í Brekkuþorpi. Húsið hefur einnig gegnt hlutverki líkhúss ef slysfarir urðu hér á árum áður, þar hefur verið söltuð sfld á sfld- Morgunblaðið/Ágúst Blöndal VILHJÁLMUR Hjálmarsson að störfum. arárunum og nú er þar saltfisk- verkun og aðstaða til bflavið- gerða. Trúlega hefur ýmis önnur starfsemi farið fram í húsinu en þessi sem hér er getið og kom fram í stuttu spjalli fréttaritara við Vilhjálm. h l M ¦wa'Á Morgunblaðið/Ingimundur BRIMRUN, skip Eyjaferða í Stykkishólmi, kom við í Borgarnesi fyrir skömmu, en þar hefur skip ekki lagst að bryggju í rúman áratug. Skipakoma í Borgarnesi Borgarnesi - Fyrir skömmu lagðist Brimrún, skip Eyjaferða í Stykkis- hólmi, að bryggju í Borgarnesi. Inn- anborðs var fólk frá Norræna fjár- festingabankanum með Jón Sig- urðsson fyrrverandi iðnarráðherra í broddi fylkingar. Siglt hafði verið um Breiðafjörð og Faxaflóa en gest- ina fýsti að koma við í Borgarnesi. Skipakoma í Borgarnesi telst til tíðinda. Að sögn kunnugra er liðið nokkuð á annan áratug síðan síð- asta skipið sigldi inn Borgarfjörð og lagðist að bryggju í Borgarnesi. Eftir að Borgarfjarðarbrúm var byggð breyttust straumar í höfninni og hefur hún grynnkað mjög. Eitt af síðustu skipunum sem komu til Borgarness fyrir u.þ.b. 15 árum strandaði raunar við bryggjuna á útfallinu. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.