Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 UR VERINU ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Bjarni Gíslason FEÐGARNIR Guðni og Ársæll við nýja bátinn, sem er Kleopatra Fisherman 28. Nýr bátur á Stöðvarfjörð NÝR bátur bættist í flota Stöð- firðinga nú nýverið, Narfí SU 68. Báturinn er smíðaður í Hafnar- firði hjá fyrirtækinu Trefjum ehf. Hann er um 10 metra langur og um það bil 7 brúttólestir, þetta er glæsilegt skip að sjá og reyndist í alla staði vel á heim- leiðinni. Báturinn sem er af gerð- inni Cleopatra Fisherman 28 er með 420 hestafla Yanmar vél. En innflytjandi vélbúnaðar er Merkúr hf. Ganghraði bátsins er um 25 sjómflur. Það er fyrirtæk- ið Lukka ehf., Stöðvafirði, sem kaupir þennan bát en aðaleigend- ur þess eru feðgarnir Ársæll Guðnason á Stöðvarfirði og son- ur hans Guðni Ársælsson en hann er búsettur á Fáskrúðsfirði. Þetta er sjötti báturinn sem Ár- sæll kaupir en hann á orðið yfir 40 ára sjómannsferil. Narfi SU 68 er útbúinn til linu- og hand- færaveiða. Kvótastaða útgerðar- innar er góð og fer báturinn á veiðar fljótlega. Búðahreppur vill ekki samnýtingii byggðakvóta Þjóðverjinn, sem veiktist eftir dvöl á Fflabeinsströndinni, látinn Lést af völdum gulu en ekki ebóla-veiru Berlín. Reuters. AFP. BÚÐAHREPPUR hefur hafnað ósk Breiðdalshrepps þess efnis að úthlutaður byggðakvóti til Suður- fjarða Austfjarða verði samnýttur og unninn á Breiðdalsvík. Stöðvar- hreppur hefur ekki tekið erindið fyrir en sennilegt er að því verði hafnað. Breiðdalsvík fær 181 tonn úr byggðakvótanum til ráðstöfunar á næsta fiskveiðiári, Fáskrúðsfjörður 113 tonn og Stöðvarfjörður 94 tonn. Lárus Sigurðsson, oddviti Breið- dalshrepps, segir að ákveðið hafi verið að senda bréf með fyrrnefndri hugmynd til að fá á hreint hvort samnýting kæmi til greina áður en lengra yrði haldið. „Auðvitað vilja allir nota sinn rétt,“ segir hann og gerir ráð fyrir sömu niðurstöðu í Stöðvarhreppi og raunin varð á í MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sæunni Axels vegna umfjöllunar um mál- efni Sæunnar Axels ehf. á Ólafsfirði og ummæli Róberts Guðfinnssonar, stjómarformanns Þormóðs Ramma-Sæbergs, í fréttum: „Sæunn Axels ehf. áréttar að ástæður uppsagnar alls starfsfólks 30. júlí síðastliðinn eru eingöngu mótmæli við nýafstaðna úthlutun Byggðastofnunar á svonefndum byggðakvóta. Vissulega eru erfiðleikar í rekstri Sæunnar Axels ehf. eins og hjá öðr- um kvótalausum landvinnslum, og er líklegt að erfitt væri hjá þeim út- gerðum sem hafa fengið úthlutuð- um kvóta ef þær þyrftu að borga yf- ir eitt hundrað krónur á kílóið í árs- leigu fyrir hann. Þannig mundu til dæmis 14.900 ígildin sem Þormóður Rammi-Sæberg landar á Ólafsfirði kosta fyrirtækið a.m.k. einn og hálf- an milljarð króna á ársgrundvelli. Búðahreppi. „Við reynum að gera sem best úr úthlutuninni sem við fengum. Það eru ekki svo margir um þetta og því verður skiptingin ekki erfið hér en erfiðast í okkar dæmi er að áföllin hafa verið svo mikil og því höfðum við vænst meira en við fengum. Sagt er að menn hafi gert þetta svo vísinda- lega núna eftir reglum en ekki handvirkt en reglurnar eru einfald- lega svo vitlausar að niðurstaðan verður vitlaus.“ Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Búðahrepps, segir að sveitarstjórn hafi fjallað um málið, ósk Breið- dalshrepps hafi verið hafnað og næsta skref sé að kynna úthlutun- ina fyrir mönnum á svæðinu og kanna áhuga þeirra. Ljóst væri að hætta væri á því að einhverjir yrðu Leyfi ég mér að fullyrða að slík aukaútgjöld myndu valda nefndu fyrirtæki, sem og öðrum kvóta-“eig- endum“ talsverðum rekstrarerfið- leikum. Ólafsfjörður kom aldrei til álita Umræða þessi snýst hinsvegar ekki um kvótastöðu einstakra fyrir- tækja, heldur alfarið um nefndan byggðakvóta og orð Davíðs Odds- sonar í bréfi til Byggðastofnunar 19. ágúst 1997: „Fjallað verði um hvaða ráðstafanir ríkisvaldið geti gert til að bregðast við búsetuvanda á svokölluðum jaðarsvæðum." Sæunn Axels ehf. mótmælir að- ferðum Byggðastofnunar við þessa úthlutun harðlega. Punktakerfi stofnunarinnar gerði það að verkum að Ólafsfjörður kom aldrei til álita þar sem stofnunin setti sér þær reglur að einungis staðir með færri íbúa en 1000 á atvinnuþróunarsvæði óánægðir þegar að skiptingu kvót- ans kemur en á það ætti eftir að reyna. „Við höfum ekkert út á skiptinguna að setja,“ segir Stein- þór. „Héðan hefur óhemju mikill kvóti farið í burtu og fólksfækkun verið mikil, tæplega 100 manns á liðnum fimm árum, þannig að ekki kemur á óvart að við fáum kvóta.“ Jósef Friðriksson, sveitarstjóri Stöðvarhrepps, segir að ekkert hafi gerst í málinu á staðnum. Menn séu enn í sumarfríi en ætla megi að út- hlutunin verði tekin fyrir um næstu helgi og sennilega verði ósk Breið- dalshrepps þá hafnað. Byggðastofnun hefur óskað eftir að tillögur um meðhöndlun kvótans á hverjum stað liggi fyrir um miðj- an mánuðinn en nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. 2 (skilgreining Byggðastofnunar) kæmu til greina. Þannig tryggði stofnunin að ekki þyrfti að taka tillit til Ólafsfjarðar með sína 1050-1100 íbúa. Einnig mótmælir fyrirtækið harðlega þeirri sýndarmennsku stjómvalda og stofnana á vegum ríkisins að þykjast ætla að koma landsbyggðinni til hjálpar með svo litlu magni sem nú var úthlutað. Úr því var ákveðið að fara byggða- kvótaleiðina, þá hefði þetta magn átt að vera a.m.k. 15.000 tonn en ekki 1500. í þá úthlutun hefði til dæmis mátt nota þau 10.000 tonn sem ekki voru til jöfnunar á útgerð- ir sem nægan kvóta höfðu fyrir. Ekki gert upp með tapi Sæunn Axels ehf. var ekki gert upp með tapi fyrstu sex mánuði þessa árs, en telur rétt að staldra við og endurskoða sína stöðu í því rekstarumhverfi sem ríkisvaldið skapar fyrirtækinu. ÞJÓÐVERJI, sem óttast var að hefði sýkst af ebóla-veirunni, lést í gærmorgun á sjúkrahúsi í Berlín, þar sem hann var í sóttkví. Að sögn lækna var dánarmein hans gula, en áður hafði rannsókn á blóðsýnum leitt í ljós að ekki gat verið um ebóla-sýkingu að ræða. Læknar sem önnuðust manninn gagnrýndu í gær þýska fjölmiðla fyrir að blása málið upp í „gúrkutíð" sumarsins. Sjúklingurinn, 39 ára gamall kvikmyndatökumaður að nafni Olaf Ullmann, veiktist á sunnudag eftir heimkomu til Þýskalands frá Fíla- beinsströndinni, þar sem hann hafði dvalið í tvær vikur við gerð dýralífsmyndar. Eiginkona Ullm- ans, Kordula, sagði að hann hefði verið þreyttur og slappur á sunnu- dag en veikst skyndilega á mánu- daginn. Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús á þriðjudag og settur í sóttkví eftir að í ljós kom að hann þjáðist af innvortis blæðingum og hafði háan hita, en þau einkenni þóttu benda til ebóla-sýkingar. Ullmann hafði verið bólusettur gegn gulu og töldu læknar því í fyrstu ólíklegt að hann þjáðist af þeim sjúkdómi. Þess eru þó dæmi að fólk veikist af gulu þrátt fyrir bólusetningu. Læknarnir sem önnuðust Ull- mann klæddust sérstökum hlífðar- fötum tO að verjast sýkingu. Á fimmtudag hafði ástand hans versnað til muna og læknar gáfu upp von um að tækist að bjarga lífi hans eftir að ljóst var að nýru hans IRSKI lýðveldisherinn (IRA) neit- aði í gær að hafa staðið fyrir því að vopnum yrði smyglað tO Irlands frá Bandaríkjunum, sem og að herinn hefði rofið vopnahlé sitt í Belfast í síðustu viku þegar Charles Benn- ett, 22 ára gamall kaþólskur maður, var myrtur. Sagði í yfirlýsingu IRA að vopnahlé hersins væri enn í fuOu gOdi. Haft var eftir öruggum heimOd- armönnum í dagblaðinu The Irish Times fyrr í þessari viku að IRA hefði staðið fyrir morðinu á Benn- ett, í því skyni að slá á óánægju- raddir innan hreyfingarinnar, sem telja lýðveldissinna hafa borið lítið úr býtum í þeim friðarumleitunum, sem staðið hafa yfii- undanfarin ár. I yfirlýsingu frá IRA í gær, sem barst írska ríkissjónvarpinu (RTE), sagði hins vegar að eftir að rann- og lifur hefðu orðið fyrir alvarleg- um skaða. Hann var af og tO með óráði og missti tímaskynið en hvort tveggja eru einkenni sem benda tO heOaskaða. Ekki ástæða til að ottast Fertugur líffræðingur, vinur og samstarfsmaður Ullmanns, var á miðvikudagskvöld settur í sóttkví á sjúkrahúsi í borginni Jena eftir að hafa kennt flökurleika. í gær hafði hann ekki sýnt nein alvarlegri ein- kenni og líðan hans var góð. Eigin- kona Ullmanns og þrír ferðafélagar þeirra eru við góða heOsu. Þýsk yfirvöld hafa fengið afhent- an lista yfir farþega Swissair-vélar- innar sem Ullman ferðaðist með frá Fflabeinsströndinni, en 188 manns voru um borð. Þýska heilbrigðis- ráðuneytið hefur gefið út yfirlýs- ingu um að engin ástæða væri fyrir almenning að óttast. Vitað væri um alla sem átt hefðu samskipti við Ullman og enginn hefði kennt sér meins. Gula er útbreidd í hitabeltislönd- um Afríku og Suður-Ameríku og smitast með moskítóflugum. Ekki er tfl lækning við gulu frekar en öðrum veirusjúkdómum yfirleitt. Læknar geta aðeins reynt að hlúa eins vel að sjúklingum og kostur er tO að auka möguleika ónæmiskerfis þeirra tfl að vinna á veirunni. Nokkrar tegundir gulu einkennast af blæðingum í húð og sjúkdómur- inn er banvænn í 15-20% tOvika. sókn hefði farið fram innan hersins væri hægt að fullyrða að stjóm IRA hefði ekld heimOað vopnasmyglið, sem upp komst um fyrir nokkru, né rofið vopnahlé sitt með því að myrða Bennett. Vakti nokkra at- hygli að í raun neitaði IRA því ekki beint að hafa myrt Bennett. FuOyrt er í dagblaðinu The Times í gær að þrír klofningshópar úr IRA, sem andsnúnir eru vopna- hléi hersins og friðarferlinu á N-ír- landi, hefðu tekið höndum saman og undirbyggju nú sprengjuherferð í Bretlandi og á N-írlandi. Er sagt í fréttinni að meðal þátt- takenda séu þeir leiðtogar samtak- anna „Hins sanna IRA“, sem stóðu fyrir sprengjutilræðinu í Omagh fyrir ári, sem er það mannskæðasta í sögu átakanna á N-írlandi, en alls létust 29 manns í sprengingunni. Boðar bætta réttar- stöðu vændiskvenna CHRISTINE Bergmann, kvenna- og fjölskyldumálai-áð- herra Þýzkalands, vOl að vændi verði gert að lögformlega viður- kenndri atvinnugrein, í því skyni að bæta réttarstöðu vændis- kvenna. Boðaði hún í gær laga- frumvarp þar að lútandi, sem lagt skyldi fyrir þýzka þingið í vetur. Samkvæmt frumvarpinu á vændi ekki lengur að teljast „ósiðleg" starfsgrein. Með þess- ari breytingu væri að sögn ráð- herrans vændiskonum veittur kostur á því að bæta félagslega réttindastöðu sína. „Það væri al- mennt tO hins betra, ef vændis- konur gætu gert starfssamn- inga,“ hefur Deutsche Welle eft- ir Bergmann. Þær ættu í fram- tíðinni t.d. að geta farið fyrir rétt til að innheimta umsamda greiðslu fyrir veitta þjónustu ef viðskiptavinir þeirra reynast of skuldseigir. Uppsagnir Sæunnar Axels ehf. á Ólafsfirði Eingöngu mótmæli við úthlutun byggðakvóta IRA neitar aðild að vopnasmygli Dublin. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.