Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gffurlegar náttúruhamfarir vfðsvegar í Austur-Asíu f kjölfar monsúnrigninga Almannavarn- ir áfram í við- bragðsstöðu Meiri úrkomu vænzt ManH;!, Seoul. APt Reuters. ÍBÚAR margra landa Austur-Asíu takast nú á við afleiðingar monsúnflóða undanfarinna daga og vikna. Víða eru almannavarnir enn í viðbragðsstöðu þar sem spáð er enn meiri rigningu á nokkrum hluta hamfarasvæðisins. Á Filippseyjum gengu hundruð sjálfboðaliða til liðs við björgunar- sveitamenn við að leita í rústum hruninna húsa í úthverfi höfuð- borgarinnar Manila að 43 mönnum sem enn er saknað. Húsin eyðilögð- ust í aurskriðu sl. þriðjudag. „Þetta er aðeins dagur þrjú," sagði Nestor Castillo hershöfðingi, sem hefur yfirumsjón með björgun- araðgerðunum. „Við trúum því að enn sé mögulegt að finna fólk á lífi." 32 lík hafa verið grafin úr rúst- unum fram að þessu, en þar með er staðfest tala látinna í flóðum vik- unnar á Filippseyjum komin í 92. I Suður-Kóreu var staðfest að 43 hefðu farizt og 21 sé enn saknað eftir mikið skýfall á því landsvæði sem næst liggur landamærunum við Norður-Kóreu. Úrhellið olli því meðal annars, að jarðsprengjur skoluðust burt frá „einskismanns- landinu" sem skilur að ríkin tvö á Kóreuskaganum. 725 hafa farizt í Kína í sumar Ríkisfjölmiðlar kommúnistaríkis- ins í norðri, þar sem hungursneyð hefur vofað yfír, upplýstu að EVRÓPÁ^ Stjórnvöld- um nokk- urra ESB- rfkja stefnt Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins (ESB) greindi frá því í gær, að hún hygðist stefna stjórnvöldum á Italíu, í Þýzkalandi og Frakklandi fyrir Evrópudóm- stólinn fyrir meint brot á ESB-lög- gjðf um frjálsan fiutning vöru og vinnuafls milli landa innan sam- bandsins, og um sameiginlegar skattareglur þess. Fundið að ýmsum reglugerðum ítalíustjórn er stefnt íyrir að hafa með stjórnvaldsaðgerðum hindrað að vinnumiðlanir, sem miðla skammtímastörfum og hafa bækistöðvar sínar í öðrum ESB- löndum en ítalíu, geti boðið þjón- ustu sína einnig á ítalíu. Þýzk stjórnvöld þurfa að svara fyrir rétti fyrir reglugerðir sem mismuna launþegum frá öðrum ESB-löndum, sem vinna tímabund- ið í Þýzkalandi á vegum erlendra vinnuveitenda. Frönskum stjórn- völdum er hótað lögsókn fyrir lög- gjöf, sem kveður á um að ökuskól- ar geti þá aðeins notið góðs af virð- isaukaskattsafslætti af bílum, séu þeir sannanlega aðeins notaðir til kennslu „þónokkurt manntjón" hefði orðið og talsvert ræktarland eyðilagzt, en tilgreindu tjónið ekki nánar. Suður-kóreskir veðurfræðingar spáðu enn meiri rigningu þar sem annar fellibylur, kallaður Paul, stefni í átt að landinu. Var búizt við því að hann fylgdi í sama far og Olga og kæmi í dag, laugardag, inn á landið nærri hafnarborginni Pus- aní suðausturhluta landsins. I Kina, þar sem skaðræðisflóð, einkum í Jangtse-fljóti, eru árviss viðburður, hafa samkvæmt opin- berum tölum 725 manns farizt það sem af er sumri og 5,5 milljónir manna í 23 sýslum neyðzt til að yf- irgefa heimili sín. 11,3 milljónir hektara ræktarlands eru sagðar vera komnar á kaf. Ástandið í Kína er þó langt frá því að vera eins slæmt og það var á sama tíma í fyrra, þegar yfir 4.000 manns fórust í flóðum. Þrátt fyrir það hefur nú verið varað við út- breiðslu smitsjúkdóma og starfs- menn Rauða krossins unnu að því í gær að koma sótthreinsiefnum í vatn á flóðasvæðinu, þar sem um ein milljón manns er í mestri hættu. Áframhaldandi monsún- rigningum spáð Spáð er áframhaldandi monsún- rigningum í þessum heimshluta. 550 mm úrkoma hefur sett Binh Thuan-hérað í Víetnam á flot, með miklu tjóni á ræktarlandi og mann- virkjum. Samkvæmt upplýsingum frá néraðsstjórninni hafa 28 manns farizt og yfír 5.000 misst heimili sín í flóðunum, þeim verstu sem orðið hafa á þessu landsvæði í 47 ár. í Taflandi voru í gær sex manns sagðir hafa týnt lífi í flóðum vik- unnar og tugþúsundir hektara ræktarlands skemmst eða eyði- lagzt. Kambódíumenn eru í við- bragðsstöðu þar sem vatnavextir í Mekong-ánni hafa verið miklir und- anfarna sólarhringa og mikil hætta talin á að varnargarðar bresti. Mekong flæddi síðast yfir bakka sína fyrir þremur árum. AKRAR bænda í Pangasinan-héraðinu norður af Manila, höfuðborg Filippseyja, eru á floti, líkt og við á um fjölmarga aðra staði í landinu, í kjölfar monsúnrigninga sl. daga. Bildt hættir sem formaður sænska Hægriflokksins Carl Bildt Stokkhdlmur. Reuters. AP. CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, tilkynnti í gær að hann gæfi ekki kost á sér til að gegna formanns- embættinu áfram, en landsfundur flokksins fer fram í byrjun september. Sagðist hann hafa teldð þessa ákvörð- un af persónuleg- um ástæðum, auk þess sem hann ótt- aðist að það væri flokknum ekki til framdráttar að hafa sama leiðtogann svo lengi. Tilkynning Bildts kom ekki á óvart, en margir höfðu átt von á því að hann léti af formennsku í flokkn- um eftir að honum tókst ekki að koma Hægriflokknum í ríkisstjórn eftir þingkosningarnar á síðasta ári, þrátt fyrir að flokkurinn yki fylgi sitt. Bildt gegndi embætti for- sætisráðherra Svíþjóðar frá 1991- 1994, en á árunum 1995-1997 gat hann sér gott orð á alþjóðavett- vangi sem hæst setti óbreytti yfir- maður alþjóðaliðsins í Bosníu-Her- segóvínu. Hafa margir leitt getum að því undanfarið ár að hann sneri sér alfarið að störfum fyrir alþjóð- legar stofnanir. Óvíst hver tekur við Bildt sagðist telja að hann skildi við Hægriflokkinn í góðri stöðu, og hann sagðist ekki eiga von á að það yrði erfiðleikum bundið að mynda nýja forystu nýrrar kynslóðar í flokknum. Enginn frammámanna flokksins þykir þó vera augljós arf- taki Bildts, en varaformaðurinn Lars Tobisson tilkynnti einnig í gær að hann hygðist láta af störf- um. Bildt gegndi embætti forsætis- ráðherra á einu versta erfiðleika- tímabili aldarinnar í Svíþjóð. Ríkis- stjórn hans þurfti að kljást við gríð- arlegar skuldir sem safnast höfðu upp vegna velferðarstefnu síðustu áratuga, og stemma stigu við vax- andi atvinnuleysi. Volvo kaupir Scania VOLVO-bílaverksmiðjurnar sænsku hafa keypt meirihluta í Scania-verksmiðjunum, sem framleiða vörubifreiðar og strætisvagna, og hyggjast kaupa upp öll útistandandi hlutabréf. Var kaupverðið um 600 milljarðar ísl. kr. Talsmaður Volvo sagði í gær, að kaupin væru góð fyrir Volvo, Scania og Svíþjóð en fjármagnið til þeirra fékk Vol- vo er'bað seldi bandarísku Ford-verksmiðjunum fólks- bflaframleiðslu sína. Með kaupunum verður til stærsti framleiðandi í Evrópu á stór- um vöruflutningabílum og sá næststærsti í heimi. Scania verður rekin sem sérstök deild innan fyrirtækis- ins og vörumerkjunum og dreifingunni verður haldið að- skildum. Hjá Volvo er gert ráð fyrir, að samkeppnisgeta fyr- irtækjanna batni verulega og búist er við miklum sparnaði vegna sameiginlegra innkaupa og annars. Minningarathöfn í Hiroshima Krefjast uppræt- ingar kjarnavopna TUGÞUSUNDIR manna komu saman í Hiroshima í Japan í gær til að minnast þess, að þá voru liðin 54 ár frá því borginni var eytt í kjarn- orkueldi og til að krefjast þess, að kjarnorkuvopn yrðu upprætt um allan heim. Um 350.000 manns bjuggu í Hiroshima þegar sprengjunni var varpað á borgina 6. ágúst 1945. Varð hún strax 140.000 manns að bana og síðar létust tugþúsundir manna af sárum og krankleika, sem geislunin olli. Sprengjan grandaði því beint og óbeint 212.000 manns. Þremur dög- um síðar var enn stærri sprengju varpað á borgina Nagasaki. Minningarathöfnin að þessu sinni var haldin í skugga vaxandi kjarn- orkuvopnaskaks í Asíu en fyrir skömmu gerðu Kínverjar tilraun með langdræga eldflaug, sem borið getur kjarnasprengju, og óttast er, að N-Kóreumenn efni til eldflauga- tilrauna á næstunni. Nefna má einnig kjarnorkuvopnakapphlaupið milli Indverja og Pakistana. Umdeilt eyrnaskraut Það hefur vakið reiði og hneyksl- an kjarnorkuvopnaandstæðinga í Japan og víðar um heim, að opin- ber, bandarísk stofnun, Kjarnorku- safni í Nýja Mexíkó, hefur hafið sölu á eyrnalokkum í líki sprengn- anna tveggja, „Litla drengsins" og iauonú §\iomíc useum Reuters EYRNALOKKARNIR, „Feiti maðurinn" og „Litli drengurinn". „Feita mannsins". Finnst mörgum sem með sölunni sé verið að svívirða minningu þeirra, sem létu lífið í Hiroshima og Nagasaki, en tals- maður safnsins segir, að með eyrna- lokkunum sé fyrst og fremst verið að heiðra miningu þeirra, sem smíð- uðu sprengjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.