Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Friðargæsluliðar og hjálparstarfsmenn meðal gísla í Sierra Leone Um 30 í haldi uppreisnar- manna Freetown. AFP, AP, Reuters. UPPREISNARMENN í Sierra Le- one tóku rúmlega 30 friðargæslu- liða, starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), hjálparstarfsmenn og blaðamenn í gíslingu í vikunni og kröfðust þess að leiðtogi þeirra, Johnny Paul Koroma herforingi, yrði látinn laus úr haldi. Embættis- menn í Sierra Leone reyna nú að fá gíslana lausa og ráðgert var að hóp- ur embættismanna, hermálasér- fræðinga og breskra lögreglumanna kæmi til Freetown í gær í sömu er- indagjörðum. Tveir gíslanna voru látnir lausir úr haldi síðla á fimmtudag en þeir voru innfæddur blaðamaður og starfsmaður UNOMSIL, friðar- gæslusveita SÞ í Sierra Leone. Þeir báru þau skilaboð frá uppreisnar- mönnunum að þeir krefðust þess að þeim yrði færður matur og lyf, auk þess sem fundi með embættismönn- um SÞ yrði komið á. Fréttir um fjölda gísla og þjóðerni þeirra er nokkuð á reiki, en alls er talið að um 30 hafi verið teknir til fanga í Occra-hæðum um 40 km frá Freetown. Þar höfðu meðlimir Sa- meinuðu byltingarfylkingarinnar, RUF, samþykkt að láta um 150 kon- ur og börn laus úr haldi, en þau voru tekin í gíslingu í janúar sl. Fimm voru látnir lausir strax en hinir eru enn í haldi í afskekktu þorpi Magbeli, að því er einn fang- Reuters FODAY Sankoh (t.h.) bað afsökunar á grimmdarverkum uppreisnarmaiina í borgarastríðinu í Sierra Leone er hann skrifaði undir friðarsamkomulag ásamt Ahmad Tejan Kabbah, forseta (t.v.) Reuters UPPREISNARMENN handtóku um 30 frið- argæsluliða og hjálparstarfsmenn í vikunni og krefjast þess að Paul Johnny Koroma, leiðtogi þeirra, sem sést á myndinni, verði látinn laus úr haldi. Talið er að tólf starfs- menn SÞ séu meðal gísla, þrír meðlimir ECOMOG, afrískra frið- argæslusveita, og tíu hjálparstarfsmenn. Að sögn Peters Hain, emb- ættismanns í breska sendiráðinu, eru fimm breskir friðargæsluliðar SÞ meðal þeirra. Aðrir gíslar eru ýmist inn- fæddir, frá Kanada, Rússlandi, Malasíu og Kírgístan, að því er emb- ættismaður SÞ skýrði frá. anna, er látinn hefur verið laus, skýrði frá. Bjartsýnir á lausn gi'slanna Uppreisnarmennirnir voru áður meðlimir í herstjórn sem ríkti í landinu í níu mánuði árin 1997 til 1998 og kallast Vopnaðar hersveitir byltirigarráðs (AFRC). Þeir halda því fram að meðlimir RUF hafi Koroma í haidi. RUF undirritaði friðarsamkomulag við ríkisstjórnina 7. júlí sl. og er talið að AFRC hafi fundist litið framhjá þeim við undirritun friðarsamkomu- lagsins, er batt enda á átta ára blóð- uga borgarastyrjöld. Bangura sagði leiðtoga RUF og Koroma hafa skipað uppreisnar- mönnunum í útvarpi að frelsa gísl- ana, en ekki náðist í Koroma til að fá ummæli Bangura staðfest. „Þeir hefðu ekki átt að gera þetta. Þeir hafa fengið skipun um að láta gíslana lausa hið fyrsta," sagði Pallo Bangura, háttsettur meðlimur RUF í samtaU við fréttastofu AP. Leiðtogar RUF, sem voru banda- menn AFRC er Koroma var við völd, og ríkisstjórn Sierra Leone sögðust bjartsýn á að gíslarnir yrðu von bráðar látnir lausir úr haldi. Þreyttir á Clinton- málum New York. The Daily Telegraph. EF MARKA má skoðanakannanir furða kjósendur í New York-ríki sig flestir á þeirri ákvörðun Hillary Clinton, eiginkonu Bills Clintons Bandaríkjaforseta, að ræða um framhjáhald bónda síns í viðtali sem birtist í tímaritinu Talk í vikunni. Segjast þeir hafa verið búnir að fá sig fullsadda á Clinton-málum og undrast að í aðdraganda kosninga- baráttu í New York - þar sem Hill- ary mun líklega etja kappi við Rudy Giuliani, borgarstjóra í New York - skuli hún rifja kvennamál hans upp aftur. Hillary Clinton hefur verið á ferð og flugi um New York-ríki undan- farna daga, í því skyni að leggja grunninn að framboði sínu, en hefur lítið annað gert í þessari viku en skjóta sér undan því að svara spurn- ingum er varða viðtalið í Talk. Þar virtist hún gefa í skyn að hún teldi erfiða barnæsku Clintons orsök kvennavandamála hans. Markmið Hillary mun hafa verið að ræða um framhjáhald forsetans í eitt skipti fyrir öll en bragðið er sagt hafa mistekist, og í raun skaðað bæði hennar eigin framboð, sem og for- setaframboð Als Gores varaforseta, með því að minna fólk á skuggahlið- ar forsetatíðar Bills Clintons. Fréttaskýrendur segja það til marks um áhyggjur Hvíta hússins af viðbrögðum almennings við viðtalinu í Talk að nú hefur James Carville, fyrrverandi kosningastjóri Clintons, verið sendur út af örkinni til að skora blaðamenn á að sýna fram á hvar í viðtalinu frú Clinton setur þessa sálgreiningu fram. Robin Cook skrifar leiðtoga Ihaldsflokksins Skorar á Hague að reka „upp- reisnarmenn a London. The Daily Telegraph. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, skoraði í gær á William Hague, leiðtoga Ihaldsflokksins, að reka þá ellefu þingmenn sem með- limir eru í samtökunum CAFE, íhaldsmenn gegn evrópsku sam- bandsríki, en þau hafa léð máls á því að Bretland segi sig úr Evrópusam- bandinu. Cook segir í The Daily Telegraph í gær að aðild þingmannanna sýndi að Ihaldsflokkurinn færðist sífellt meir í þá átt að verða „flokkurinn sem vill einangra Bretland frá Evrópu". Þar til snemma í þessari viku var því lýst yfir á heimasíðu CAFE á Netinu að Bretland ætti að segja sig úr ESB verði aðildarskilmálum ekki breytt. Cook sagði í bréfi sem hann ritaði Hague að þessar kröfur væru óraun- hæfar því afla yrði stuðnings allra að- ildarlanda ESB áður en hægt væri að efna til viðræðna um breytta aðildar- skilmála. Stefna CAFE yæri vísir að því sem forystumenn í íhaldsflokkn- um raunverulega vildu - skilyrðis- lausa úrsögn úr ESB. „Ert þú reiðu- búinn til að hafa innanborðs a.m.k. ellefu manns sem styðja stefnu sam- taka sem hafa slíka úrsögn að megin- markmiði?" spurði Cook. Ann Widdecombe, innanríkisráð- herra í skuggaráðuneyti Hagues, reyndi í gær að gera lítið úr hug- myndum CAFE, sem samtökin segja að eigi við um stefnu íhaldsflokksins fyrir daga Hagues í leiðtogaembætti, og að fyrir mistök hafi gleymst að taka þær út af heimasíðunni. Widd- ecombe sagði að ef menn ræddu við þingmennina ellefu, sem eru meðlim- ir í CAFE, kæmi í ljós að þeir styddu án undantekninga stefnu Hagues í Evrópumálum. Nýr yfirmaður stríðs- glæpadómstólsins Genf. Reuters. KOFI Annan, aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær munu fara fram á stuðning óryggisráðsins fyrir útnefn- ingu svissneska ríkissak- sóknarans Carla Del Ponte í stöðu yfirsaksóknara stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag. Del Ponte hefur verið rík- issaksóknari í Sviss undan- farin fimm ár og nýtur virðingar sem ötull baráttumaður gegn glæp- Reuters Carla Del Pontc taka við Kanada. um. í heimalandinu hefur hún beitt sér í málefnum er varða peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Lois Arbour, núverandi yfirmaður stríðsglæpadóm- stólsins, sem gegnt hefur starfi yfirsaksóknara bæði fyrir dómstól þann er hefur lögsógu í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu og Rúanda, mun senn láta af störfum og stöðu dómara við hæstarétt Reuters UM 3.000 Kosovo-AIbanar tóku þátt í mótmælum gegn veru rússneskra friðargæsluliða á svæðinu í Kosovska Kamenica, um 60 kni suðaustur af Pristína, héraðshöfuðborg Kosovo, í gær. Er þetta fjórtándi dagurinn í röð sem mótmæli gegn rússnesku friðarsveitunum eru haldin, en Albanar hafa sakað Rússa um að vera hliðholla Serbum, sem stundað hafa þjóðernishreinsanir á þeim fyrrnefndu í héraðinu. Rugova og Thaci bera klæði á vopnin Innlfna A17P ¦*¦¦¦ l'ristína. AFP. IBRAHIM Rugova, hófsamur leið- togi Kosovo-Albana, og Hashim Thaci, pólitískur leiðtogi Frelsishers Kosovo (KLA), hafa samþykkt að starfa saman í bráðabirgðaráði Sa- meinuðu þjóðanna (SÞ) í Kosovo, að því er talsmaður SÞ sagði í gær. Vegna deilna milli leiðtoganna hafa allar tilraunir SÞ til að koma á bráðabirgðastjórn í héraðinu runnið út í sandinn, en í bráðabirgðaráði SÞ er gert ráð fyrir að bæði Serbar og Albanar sitji. „Báðir aðilar hafa samþykkt að sitja í ráðinu," sagði Nadia Younes, talsmaður SÞ í Kosovo. Að sögn You- nes er ráðgert að ráðið komi saman þriðju vikuna í ágúst og lagði hún áherslu á mikilvægi þess að hinir ólíku hópar héraðsins störfuðu í því. Rugova, leiðtogi Lýðræðisflokks Kosovo (LDK) og Thaci funduðu með Bemard Kouchner, yfirmanni SÞ í Kosovo, sl. miðvikudag og var þetta í fyrsta skipti síðan í febrúar að leiðtogarnir hittast augliti til auglits. Thaci sagði í samtali við AFP- fréttastofuna að hann og Rugova hefðu náð að gera út um sín helstu deilumál, sem til þessa hafa staðið í vegi fyrir að Rugova vilji taka þátt í stjórnarmynduninni. Bráðabirgða- ráð SÞ var sett á laggirnar þar til kosningar verða haldnar í héraðinu en LDK hefur hingað til neitað að taka þátt í því þar sem flokkurinn telur skipuleggjendur þess hliðholla KLA Þá hafa Thaci og Rugova deilt um völd og stjórnaraðferðir í hérað- inu en Thaci hefur skipað sjálfan sig sem leiðtoga Albana í Kosovo, en Rugova hefur tvívegis verið kosinn forseti héraðsins í óformlegum kosn- ingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.