Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Neytendur í Þýskalandi Vilja versla á sunnudögum ÞJÓÐVERJAR búa við ströngustu löggjöf innan Evrópusambandsins um opnunartíma verslana, en þar er kjörbúðum og verslunarmiðstöðv- um óheimilt að hafa opið á sunnu- dögum. Síðastliðinn sunnudag bar þó svo við að búðir um allt land höfðu opið í bága við lögin, við mik- inn fögnuð almennings. Opið var í fjölda verslana í Berlín, Halle og Leipzig milli klukkan eitt og fimm á sunnudaginn. Voru mót- tökur neytenda svo góðar að víða mynduðust biðraðir fyrir utan búð- irnar. I stórversluninni Kaufhof í Berlín var gripið til þess ráðs að festa miða sem á stóð „minjagripur frá Berlín" á eins ólíklegar vörur og raksápu og náttkjóla til að nýta smugu í lögunum, en sala á „ferða- mannavamingi“ er leyfð á sunnu- dögum. Ekki var gerð tilraun til að loka versluninni, en hún var sektuð um 50 þúsund mörk (2 milljónir ísl. kr.). Framkvæmdastjóri Kaufhof sagði við fréttamenn að hann léti sér það í léttu rúmi liggja, enda hefðu 50 þúsund manns lagt leið sína í verslunina þennan dag, helm- ingi fleiri en á venjulegum degi. Lögin um opnunartíma verslana í Þýskalandi voru rýmkuð fyrir tveimur árum, en þá var leyft að hafa opið til fjögur á laugardögum í stað hádegis áður. Bensínstöðvar hafa hins vegar leyfi til að selja „vörur til ferðalaga" alla vikuna, og margar þeirra hafa túlkað hugtakið vítt og selja flestar algengustu neysluvörur. Ibúar í austurhluta Þýskalands hafa gjaman farið yfir landamærin til Póllands, þar sem búðir em opnar á sunnudögum og verðið er lægra. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir ÞAÐ er gott að gæða sér á ís í sólinni. Mikil íssala í góða veðrinu Nýtt Brauð frá Bretlandi BRAUÐ frá breska framleiðand- anum W. Jackson’s fást nú í Nóa- túni undir nafninu Daglegt brauð. Brauðin, sem flutt em inn af fyrir- tækinu Mart-Inn ehf. eru tvenns konar, heilhveitibrauð og sam- lokubrauð. Alls era framleiddar átta brauðtegundir hjá breska fyr- irtækinu og stendur til að fjölga tegundum hér á landi með tíman- um. Brauðin eru án rotvarnarefna og með lítilli skorpu. I fréttatil- kynningu frá Mart-Inn ehf. kemur fram að allar upplýsingar á um- búðum séu á íslensku. W. Jackson’s er 150 ára fyrirtæki og hefur það hlotið ISO 9002 vottun, sem er viðurkenndur alþjóðlegur gæða- og heilbrigðisstaðall. Brauðið kemur til landsins frosið en er selt þiðið. Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 Mikilvæg tilkynning um öryggi Action Man Bungee Jump Extreme teygjustökksbeisli Stöðugt öryggiseftirlit okkar hefur leitt í Ijós að nauðsynlegt er að skipta um krók á Action man Bungee Jump teygjustökksbeislinu. Hasbro hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef gripkrókurinn er ekki notaður samkvæmt því sem mælt er fyrir getur hann losnað, skroppið til baka og slegist i notandann. I varúðarskyni hefur Hasbro ákveðið að innkalla öll Artion Man Bungee Jump Extreme teygjustökksbeisli ef þau eru búin gripkrók (sjá myndina hér fyrir ofan). Notendur, sem hafa í fórum sínum Action Man Bungee Jump gínu, ættu að hætta að nota beislið og gripkrókinn, fjarlægja og senda hvort tveggja - en ekki gínuna) til Hasbro BV, Nomdenweg 2, 9561 Ter-apel, Holland. Burðargjald verður endurgreitt. Við sendum síðan nyjan búnað í staðinn. Notendur geta hringt til neytendaþjónustu Hasbros í eftirtalin númer: +45 43 270101 og fengið frekari upplysingar. Vinsamlegast athugið að þessi innköllun miðast a eins við Action Man Bungee Jump Extreme teygjustökksbeislið með gripkrók. Málið snertir ekki aðrar Action Man vörur. AUGLYSINGADEILD Sími: 569 1111, Bréfsfmí: 569 1110 Netfang: augl@mbl.is ^mbl.is \LLTA/= eiTTH\SA0 HYTT MÖRGUM finnst gott að fá sér ís, ekki síst í góðu veðri. Þá myndast oft biðraðir við ísbúðir og af- greiðslufólk hefur vart undan að af- greiða viðskiptavini. Hinn hefð- bundni hvíti mjólkurís nýtur enn mestra vinsælda en svo virðist sem aðrar tegundir séu að sækja í sig veðrið. Nokkrir framleiða nú svo- kallaðan ítalskan ís. Handverkið við framleiðsluna er íslenskt en stuðst er við ítalska ísgerðarhefð. Sælgætishræringur vinsælastur „Það er alltaf mjög mikið að gera hjá okkur,“ sagði Erla Erlendsdótt- ir, eigandi Isbúðarinnar í Álfheim- um, þegar Morgunblaðið hafði sam- band við hana í blíðviðrinu á dögun- um. Hún segir aðsókn nokkuð jafna á kvöldin og um helgar nánast sama hvemig viðrar en merkir töluverðan mun virka daga þegar sólin skín. Vöraúrvalið í Álflieimun er hefð- bundið. „Það er allt gamalt og gott hjá okkur,“ sagði Erla. Hún segir sælgætishræring vinsælastan í búð- inni, fólk velur þá ávexti og sælgæti sem hrært er út í ísinn. „ís með dýfu stendur hka alltaf fyrir sínu,“ sagði Erla. Verð á ís í ísbúðinni Álf- heimum hefur verið óbreytt í ríflega ár. fslenskt handverk við ftalska ísgerð Kúluís á ítalska vísu hélt innreið sína á íslenskan markað fyrir um tíu áram. íshöllin í Kringlunni kynnti ísinn árið 1989. Kristinn Sigurjóns- son stóð auk annarra að þeirri kynningu. Kristinn starfar nú hjá Þórsbakaríi sem hefur framleitt ítalskan ís í rúmt ár. Hann segir ís- inn hafa þann eiginleika að auka rúmmál sitt tiltölulega lítið við frystingu. Rúmmálsaukningin er 35 til 40 prósent samanborið við allt að 120 prósent rúmmálsaukningu ann- arra tegunda sem fyrir vora á markaðnum, að sögn Kristins. Hann telur gæði íss grundvallast að stóram hluta á þessu auk gæðahrá- efnis. Eftir því sem rúmmálsaukn- ingin er minni er meira magn í hverri ískúlu. Margir möguleikar í ístertugerð Isgerð Þórsbakarís er tvíþætt. Þar er annars vegar framleidd ís- blanda til gerðar hefðbundins mjólkuríss og hins vegar tvær teg- undir ítalsks íss, mjólkurís og vatnsís með ávaxtabragði. Fram- Morgunblaðið/Jim Smart KRISTINN Sigurjónsson segir að hjá Þórsbakarn séu nú framleiddar um 16 tegundir af kúluís. leiðslan fæst í söluturninum Bettis í Kópavogi sem er í eigu bakarísins. Kristinn bendir á að fyrir nokkrum áratugum keypti fólk ís í bakaríum. Hann segir ísgerð bakarísins bjóða upp á mikla möguleika. „Það eru nánast endalausir möguleikar í ístertugerð og alls konar smá- stykkjum. Við eram til dæmis að framleiða sælgætisíslokur," sagði Kristinn. Þórsbakarí framleiðir 16 tegundir af kúluís. I mjólkurísinn era notað- ar íslenskar landbúnaðarafurðh-, sem Kristinn telur besta fáanlega hráefni í heiminum, og ítölsk nátt- úraleg bragðefni. Vatnsísinn er framleiddur úr ferskum og náttúru- legum hráefnum og er nánast fitu- laus. Um 38.000 ísbúðir Rík hefð er fyrir ísgerð á Ítalíu. „Þetta er gríðarlegur iðnaður á ítal- íu. Ætli það séu ekki um 38.000 ís- búðir þar sem framleiða sinn eigin ís,“ sagði Kristinn. Hann segist finna að fólk kunni veralega vel að meta hið íslenska handverk við ítalska ís- gerð. „Aukning sölu hefur verið með ólíkindum. Italski ísinn vinnur stöðugt á,“ sagði Kristinn að lokum. ítölsk ísgerð í íslensku bakarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.