Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIKU LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 29 lll U LM klettaveggjum á flesta vegu. Eru þær að líkindum ævaforn gígvötn, sem fróðlegt og gaman er að skoða. Undrin á Baulárvöilum Suðvestan við Baulárvallavatn stóð bærinn Baulárvellir, þar sem búið var langt fram á síðustu öld. Af- skekkt hefur það kot verið, minnst tveggja stunda gangur til næsta bæjar og vetrarríki mikið uppi á há- heiði. Þar gerðust þau miklu undur á jólaföstu, líklega árið 1838, að skrímslið, sem talið var hafa aðsetur í vatninu, braut niður á einni nóttu næstum öll bæjarhúsin og muldi þau mélinu smærra. Þá var Kristín hús- freyja Þórðardóttir ein heima með dóttur sinni, Kristjönu, 8 ára, en húsbóndinn, Jón sundmann Sigurðs- son, var á ferðalagi. Má geta nærri hve skelfileg angist þeirra mæðgna hefur verið þegar ósköpin dundu yf- ir, að vita sig einar lengst uppi á fjöllum ' ói’aíjarri allri mannlegri hjálp. í þá daga trúði fólk ekki öðru en þarna væri að verki stórháskaleg forynja, sem engu eirði, hvorki mönnum né skepnum. Þótt nútímafólk trúi ekki tiiveru skrímsla og finni þá skýringu helsta á atburðum þessum, að þeir hafi ver- ið af mannavöldum, þá var sú hugs- un áreiðanlega víðs fjarri þeim mæðgum. Hefur líklega sjaldan eða aldrei verið beðið jafn heitt og inni- lega um náð og miskunn Guðs, sér og sínum til handa, en af þessari um- komulausu konu í lágreista moldar- bænum á miðri Vatnaheiði þessa löngu og hræðilegu vetrarnótt. Trú- arstyrkur hennar og hugrekki varð móður og barni til bjargar á hættu- stund og bænin var heyrð. Þegar ólátunum loks linnti undir morgun, stóð ekkert uppi af bæjarhúsunum nema baðstofan ein, þar sem þær höfðust við. Nú þegar kristnihátíðar- ár fer í hönd mætti vel minnast þessa einstæða atburðar með því að gera sér ferð á staðinn. í þessum fornu rústum, þar sem kjarkur og kristin trúarvissa sigraði á undra- verðan hátt djöfulskap ægilegrar ófreskju hlýtur ennþá að ríkja góður andi þótt liðið sé hátt á aðra öld. En ekki voru tröll og forynjur alltaf til jafn mikilla vandræða á Vatnaheiði og hér hefur verið lýst. Það hafði ekki verið búið lengi á Baulárvöllum í upphafi, þegar vanda A Vatnaheiði irnarhafnar Berserkja hraun / Kerlingarfjall Grímsfjall ' HornV > Hraunfjarðar- vatn • ' Vatnafell Baulárvalla- ' f ' vatn Z Tröllatindar Elliöatindar IJTSÝNI af fjallinu Homi til norðausturs. Selvallavatn, Berserkjahraun og Grákúla á miðri mynd. Nýi vegurinn mun liggja niður af Vatnaheiði um hliðina til hægri á myndinni. ÚTSÝNI af fjallinu Horni til suðurs yfir Vatnaheiði, HraunsQarðarvatn, Baulárvallavatn (Ijær) og Vatnafell á eiðinu á milli þeirra. Til hægri á myndinni sér til Baulárvalla þar sem undrin gerðust, en neðst sér í gjána, sem Steinboginn er á. Nýi vegurinn mun liggja upp skarðið til vinstri og skammt austan við Baulárvallavatn. bar að höndum. Það vantaði dags- mörkin eða eyktarmörkin eins og þá var sagt. í þá daga voru ekki stunda- klukkur á bæjum til að mæla tímann, heldur var gangur sólar notaður sem klukka og fjöll og kennileiti mörkuðu stundirnar eða eyktirnar eins og sagt var. Aður nokkurn varði var leyst úr þessum vanda, þegar tröll- kona heyrðist kveða hátt, svo að undirtók í fjöllunum: Dagmálin á Dofrahnúk, hádegi á Stakki, miðdegi á Möðruhnúk, en nón er úti-á Klakki, mióaftan á Breiðuborg á Baulárvöllum, náttmálin á Nípufplum. Nú er sagt frá eyktum öllum. Höfundur er fjdrmálastjóri hjá Vegagerðinni og Snæfeliingur að ætt og uppruna. Austurlönd fyrir sælkera Stöðugt verður auðveldara að nálgast hráefni fyrir framandi matargerð hér á landi og í raun fátt eftir sem aftrað gæti mönnum frá því að taka fram wok-pönnuna og hrísgrjónasjóðarann ____annað en skortur á frumkvæði._ Steingrímur Sigurgeirsson leit við í nýrri sælkerabúð við Suðurlandsbraut. RÍKI Asíu eru framandi í okk- ar augum. Siðir og menning þjóða Asíu er ólík og frá- brugðin því sem við þekkjum. Það á ekki síður við um matarmenningu Asíu en aðra þætti. Oft hættir okkur til að alhæfa og steypa öllu „asísku“ saman í eitt mót og jafnvel heyrist stundum talað um „kínamat“ sem samheiti yfir asíska matargerð. Fjölbreyti- leiki þessarar heimsálfu hvað matargerð varðar er hins veg- ar síst minni en Evrópu og hvernig þætti mönnum ef öll matargerð okk- ar heimaálfu yrði skilgreind sem t.d. „Frakkamatur“? Líklega þætti t.d. ítölum það vart við hæfi. Þeir sem kynnst hafa undrum Asíu eiga flestir erfitt með að rjúfa tengslin. Og það eru líka orðin mörg ár síðan skortur á hráefnum gat komið í veg fyrir að íslendingar tækju til við að elda asískan mat. Sérverslanir á borð við Kryddkof- ann og Heilsuhúsið hafa lengi boðið upp á gott úrval krydda, olía og ann- arra hráefna sem nauðsynleg eru í t.d. indverskri, kínverskri og tæ- lenskri matargerð og nú er svo kom- ið að jafnvel í venjulegum stórmörk- uðum er úrval hráefna orðið stórgott. En það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að ganga lengra og bjóða upp á ennþá betri þjónustu. Nú nýverið var opnuð ný verslun við Suðurlandsbraut, sem einfaldlega heitir Sælkerabúðin og sérhæfir sig í asískum hráefnum. Bjarni Óskarsson, eigandi búðarinn- ar, rekur einnig veitingastaðinn Nings við hlið búðarinnar, auk þess sem hann tók fyrir skömmu yfir Morgunblaðið/Steingrímur ASISK matargerð heillar marga þótt framandi sé. rekstur Asks, sem einnig er á næstu grösum. Bjarni segir að með opnun verslunarinnar hafi gamal draumur ræst, sem hann hafi haft allt frá því að hann var verslunarstjóri í verslun Sláturfélagsins við Skólavörðustíg fyrir um tveimur áratugum. Hann hafi á þeim árum reynt að efla sæl- keraþáttinn í úrvali verslunarinnai- og m.a. byrjað að bjóða upp á smokkfisk. Það þótti mjög óvenju- legt á þeim tíma enda var smokk- fisknum yfirleitt hent. Segist Bjarni hafa tekið saman upplýsingar um það hversu mikilvægu hlutverki smokkfiskurinn gegndi í matargerð annarra ríkja og dreift í nærliggj- andi hverfi til að reyna að efla áhuga landans. í nýju versluninni er aðaláhersl- an hins vegar á Asíu þótt einnig sé boðið upp á ýmislegt annað að sögn Bjarna. M.a. hafi verslunin á dög- unum fengið umboð fyrir mest seldu ólívur Spánar. Bjarni telur að verslun af þessu tagi mæti sívax- andi þörf enda hafi fólki af asískum uppruna fjölgað hratt hér á landi auk þess sem áhugi íslendinga á matargerð framandi ríkja vaxi stöðugt. Þótt verslunin sé ekki stór er auðvelt að gleyma sér þegar skoðað er í hillurnar og ekki síst vekur at- hygli hið mikla úrval af framandi fersku grænmeti og ávöxtum, í flestum tilvikum tegundir sem vart hafa sést áður hér á landi. „Við flytjum vikulega inn ferskt græn- meti með flugi og teljum okkur geta boðið það á mjög góðu verði,“ segir Bjarni. Hann segir hins vegar að það sem helst haldi uppi verði á fersku grænmeti hér á landi sé hið opinbera. Þegar grænmeti sé flutt inn sé fyrst lagt á 400 króna kíló- gjald og síðan 30% tollur er bætist við innkaupsverð, flutningskostnað og annað. Flest grænmeti sé flokk- að sem „kál“ og meðan íslenskt kál sé á markaðnum leggist þessi verndargjöld á. Skipti þá engu máli þótt grænmetið sé í raun ekki ,kál“ og verði vafalítið aldrei ræktað hér á landi. „Þetta viðgengst síðan á sama tíma og verið er að hvetja þjóðina til að borða meira af græn- meti,“ segir Bjarni. Þegar skoðað er í kælihillurnar er enda fátt um tegundir, sem fáanleg- ar hafa verið hér á landi, hvað þá ræktaðar. Lemongrass, Havanero Chili (sá allra sterkasti sem til er), Bittermelon, Ampalay, Paksoy, Okra, Kang Kong, tælenskur kórí- ander og ýmislegt annað blasir við og ekki er laust við að maður fái vatn í munninn. Grænmetið kemur með flugi á miðvikudögum og er yf- irleitt komið í verslunina á fimmtu- dögum eða föstudögum. Segir Bjarni stefnuna vera að bjóða upp á það sem fólk vilji og hafi menn áhuga á einhverju sem ekki sé til þá stundina sé yfirleitt hægt að sér- panta það með næstu sendingu. Ning, sem lengi hefur verið við- loðandi asíska matargerð á íslandi, er verslunarstjóri í Sælkerabúðinni og segir hann asíska grænmetið hafa mikla yfirburði yfir hið evr- ópska. „Hér er ekta eggaldin, miklu safaríkara en þetta venjulega," segir Ning og er greinilega stoltur af úr- valinu. Ning segir alla Asíu endur- speglast í versluninni, Kína, Tæland, Malasíu, Filippseyjar, Indland og ekki síst Japan. Þannig sé til dæmis boðið upp á allt sem þurfi til sushi- gerðar. Einnig er hægt að fá frosin tilbúin Dim Sum og fiska sem sjald- an sjást hér, s.s. mjólkurfisk og Talapia að ekki sé nú minnst á hrís- grjón og núðlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.