Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Loftháð líkamsrækt bætir minni aldraðra og eykur skipulagshæfni. Milljónir manna deyja úr malaríu á hverju ári Bóluefni innan tveggja ára? Lundúnum. Reuters. HUGSANLEGT er að bóluefni gegn malaríu verði fáanlegt um heim allan innan tveggja ára. Verði raunin þessi verð- ur um byltingu í heil- brigðismálum að ræða því miHjómr manna deyja úr þessum sjúk- dómi á hverju ári. Breska dagblaðið Gu- ardian greindi frá því í vikunni að kólombískur vísindamaður, Manuel Patarroyo að nafni, hefði undanfarin 17 ár unnið að þróun bóluefnis gegn malaríu. Telur hann að tilkoma þess gæti bjarg- að allt að milljón manns- lífum á ári. Fylgdi frétt blaðsins að Patarrayo yrði að teljast líklegur Nóbelsverðlaunahafi tækist honum þetta ætl- unarverk sitt. Samkvæmt Guardian vinnur Manuel Patar- royo að rannsóknum sín- um í Bogota, höfuðborg Kólumbíu. Hann kveðst hafa í hyggju að selja bóluefnið á kostnaðar- verði. „Lyfjafyrirtækjun- um mun ekki líka það og ég mun mæta andstöðu en ímyndaðu þér hverju það gæti breytt um heim allan," sagði Pattarroyo í samtali við blaðamann Guardian. Ríkisstjórn Kólombíu fjármagnar rannsóknir Pattarroyos auk þess sem hann hefur notið styrkja frá Rockefeller- stofnuninni bandarísku. Sérfræðingar á vegum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunarinnar, WHO, fylgjast hins vegar með rannsóknum hans að sögn breska dagblaðsins. Howard Engers, yfir- maður þróunarverkefna á sviði bóluefna hjá WHO segist mjög von- góður um að rannsóknir kólombíska vísinda- mannsins skili árangri. „Eg hef hrifist mjög af starfi hans og þegar ég heimsótti hann fyrir 18 mánuðum hafði hann þegar náð mjög sannfær- andi niðurstöðum við til- raunir á öpum," segir Engers í samtali við Gu- ardian. „Hann er geysi- lega áhugasamur og dug- legur og segi hann að hann muni ná að ljúka ætlunarverki sínu eigum við að taka þau orð hans alvarlega," bætir hann við. WHO áætlar að árlega sýkdst allt að 500 milljón- ir manna af malaríu og eru 90% tilfellanna bund- in við Afríku. Að jafnaði deyja ein og hálf til þrjár milljónir manna af völd- um sjúkdómsins á ári hverju. Flest eru fórnar- lömbin börn og ófrískar konur. Sníkjudýr veldur sjúk- dómnum og til eru lyf gegn honum. Mörg form malaríu eru hins vegar tekin að standast lyfjun- Reuters MÆÐUR með malaríu-sýkt börn sín bíða eftir lækn- isþjónustu á sjúkrahúsi skammt frá Nairobi í Kenýa. um snúning og hafa margir vísindamenn haldið því fram að ein- ungis bóluefni geti orðið til þess að lina þjáningar þeirra milljóna manna sem sjúkdómurinn herj- ar á. Gönguferðir skerpa minnið London. Reuters. EF SKAMMTÍMAMINNIÐ og skipulagsgáfan hafa minnkað er ráð að fara út að ganga. Sú er að minnsta kosti niðurstaða rannsóknarhóps frá Háskólanum í Illinois í Bandaríkjunum sem nýlega fékk birta grein í tíma- ritinu Nature. Þar kemur fram að ákveðnir hlutar heilans, í enninu og þar rétt fyrir aftan, eru svæði sem ellin er gjörn á að leika grátt. Á þessum heilasvæðum eru hlutirnir skipulagðir, áætlanir gerðar og þarna er aðsetur skammtímaminnisins. Svo má brýna deigt járn að bíti. Arthur Kramer og félagar hans í Illinois hafa komist að því að með því að stunda loftháða líkamsrækt sé hægt að endur- heimta fyrri getu til skipulagningar og áætlanagerðar sem og að bæta minnið. Rannsóknin stóð yfir í hálft ár og tóku þátt í henni 124 einstaklingar á aldrinum 60-75 ára. Þátttakendur stunduðu annað hvort loftháða lík- amsrækt, svo sem göngferðir, eða loftfirrða líkamsrækt á borð við teygjur og lyftingar. „Við uppgötvuðum að færni þeirra, sem stunduðu loftháðu lík- amsræktina, til að leysa af hendi ákveðin verkefni þar sem reynir á þessi svæði heilans jókst verulega miðað við þá sem eingöngu stund- uðu loftfirrðar æfingarnar," skrifa Kra- mer og félagar hans í greininni. Ekki allra meina bót Fjólbreytt verkefni voru lögð fyrir takendurna með það að markmiði að meta hversu góð starfsemi heila- stöðvanna væri. Þar á meðal voru þátttakendur látnir hætta við eða skipta snögglega um tiltekin verk- efni sem þeir voru að leysa. Við- bragð þeirra sem iðkuðu göngu- ferðir reyndist til muna sneggra en hinna sem eingöngu teygðu á vöðv- um líkamans. Líkamsrækt er samt ekki allra meina bót. „Loftháðu æfingarnar hafa ekki þessi sömu jákvæðu áhrif á allar heÚastöðvar," segja vísinda- mennirnir. „Þær höfðu engin áhrif á hvernig þátttakendur leystu þá þætti verkefnanna þar sem ekki reyndi á skipulagshæfni, áætlana- gerð og skammtímaminni." Tedrykkja minnkar líkurnar á hjartaáfalli London. AP. BANDARÍSK rannsókn bendir til þess að dag- leg tedrykkja geti minnkað líkurnar á hjartaá- falli um 44%. Michael Gaziano, hjartasérfræðingur við sjúkrahús læknaskóla Harvard í Boston, segir þetta geta stafað af því að te innihaldi mikið magn flavonóíða, sem er flokkur náttúrulegra efna sem stundum hafa verið kölluð vítamín P. Flavonóíðar draga úr líkunum á blóðkekkjun, sem getur valdið hjartaáfalli, og eru einnig á meðal öflugustu þráavarnarefnanna, sem vega upp á móti skaðlegum áhrifum súrefnis á lík- amann, svo sem fituútfellingu í slagæðunum. Vísindamenn eru nú mjög spenntir fyrir hugsan- legri hollustu þessara efna, en þau eru um 4.000 og eru einnig í ávöxtum, grænmeti og rauðvíni. Leitt hefur verið getum að því að ákveðin efni í þessum flokki dragi úr líkum á krabbameini. Fólk gæti þurft að drekka meira en einn tebolla Gaziano komst að því að þeir sem drekka einn eða fleiri bolla af tei á dag minnka líkurnar á hjartaáfalli um 44% miðað við þá sem drekka ekki te. „Þetta er mjög spennandi niðurstaða," sagði Reuters Bretar eru þekktir fyrir tedrykkju - en hér fær forsætisráðherra Breta sér kaffísopa Bandaríkjaforseta til samlætis. Catherine Rice-Evans við King's College í London, sem hefur stundað rannsóknir á þráa- varnarefnum. I rannsókninni var þó ekki reynt að meta gagnsemi eins tebolla á dag miðað við tvo eða fleiri. Vísindamennirnir reyndu ekki heldur að svara þeirri spurningu hversu sterkt teið þarf að vera. John Folts, hjartasérfræðingur við Wiscons- in-háskóla sem hefur rannsakað áhrif fla- vonóíða á hjartað, kvaðst telja að drekka þyrfti meira en einn bolla á dag. Rannsóknir hans á hundum benda til þess að drekka þurfi sex te- bolla á dag til að hindra blóðkekkjun í slagæð- unum. Þátttakendurnir í rannsókn Gazianos drukku te úr svörtum telaufum, en það inniheldur meira af flavonóíðum en grænt te (úr laufum þurrkuðum án gerjunar) og ekki er talið að þessi efni séu í jurtatei. Aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós að ekki skiptir máli hvort mjólk, sykri eða sítrónu hefur verið bætt í teið, hvort drykk- urinn er heitur eða kaldur eða hvernig hann er lagaður, að sögn lífefnafræðingsins Pauls Quin- lans. Hann varar hins vegar við oftrú á tedrykkju og segir að hún sé aðeins einn þáttur í heilsu- samlegu líferni; þótt menn drekki te geti þeir ekki vikið sér undan því að borða ávexti og grænmeti, hætta að reykja og forðast fituríka fæðu vilji þeir koma í veg fyrir hjartaáfall. Hreyfing er holl fyrir veikt bak New York. Reuters. FOLK sem þjáist af verkjum í mjóbaki virðist njóta góðs af því að gera sérstakar líkams- æfingar í nokkrar vikur og er líðan þess betri í allt að ár, að því er fram kemur í British Medical Journal 31. júlí. Er heilsubótón helst fólgin í minni verkjum og auðveldara er að hreyfa sig eðlilega. Dr. Jennifer Klaber Moffett og samstarfsfólk hennar við Háskólann í York og Háskól- ann í London rannsökuðu 187 karla og konur sem kvartað höfðu um verki í mjóbaki í allt að hálft ár. Sumir sjúklinganna voru settir í samanburðarhóp og fengu einungis þá meðferð sem heimilislæknar veita, en aðrir sjúklinganna tóku þátt í nýstárlegri æfingadagskrá. Fól hún meðal annars í sér teygju- og styrkingaræfingar, slökun og fræðslu um bakmein. Dagskráin stóð í tvo mánuði og mættu sjúklingarnir átta sinn- um í einnar klukkustundar æf- ingar. Eftir einn og hálfan mánuð kvörtuðu sjúklingarnir í æfingahópnum minna um bak- verki og hreyfingarörðugleika en sjúklingarnir í samanburð- arhópnum. Eftir hálft ár var munurinn á hópunum orðinn meiri og hafði enn aukist að ári liðnu. Moffett lagði áherslu á að fólk, sem þjáist af bakverk, eigi ekki að vera hrætt um að hreyfing skaði bakið. Hreyf- ingar fari vel með bakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.