Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FENSA byrjar gjarnan með hnerra. Reuters Nefúðabóluefni dregur úr flensueinkennum Medical Tribune News Service. RANNSÓKNIR í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að bóluefni gegn flensu, sem tekið er inn með nefúða, dregur verulega úr flensueinkennum fullorðins fólks sem ekki er haldið öðrum sjúkdómum. Vísindamenn í Minnesota, undir stjórn Kristin L. Nichols, reyndu bóluefnið á 3.040 manns á fullorðins- aldri veturinn 1997-98. 1.620 til við- bótar tóku þátt í rannsókninni en fengu gervilyf. Bóluefnið innihélt lifandi en mjög veik afbrigði af þremur höfuðstofn- um flensuveiranna og bólusetningin átti að stuðla að því að ónæmiskerfið framleiddi mótefni gegn veirunum. Næstum sjötti hver þátttakend- anna fékk flensu á tímabilinu og tíðni veikindanna var um það bil sú sama í báðum hópunum. Flensueinkennin reyndust hins vegar mun vægari meðal þeirra sem fengu bóluefnið. Bólusetningin reyndist fækka al- varlegum veikindatilfellum um 19% og veikindadögunum um 23% að meðaltali. Meðal þeirra sem fengu alvarlegustu einkennin fækkaði veik- indadögunum um 27%. Athygli vakti að bólusetningin hafði þessi jákvæðu áhrif þótt bólu- efnið innihéldi ekki algengustu veiruafbrigðin sem gengu þennan vetur. Nefúðabóluefnið hefur einnig ver- ið reynt á nemendum bandarískra barnaskóla frá árinu 1997 og ein rannsóknanna benti til þess bólu- setningin veitti börnum 93% vernd gegn veirusjúkdómnum. J 1 m | LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 31 1 1 ÁHRIFARÍKT LYF VIÐ HJARTABILUN Presslink GAMALT hjartalyf kemur sérfræðingum á óvart. Boston. AP. VIÐAMIKIL rannsókn hefur leitt í Ijós að lyfíð Aldactone, sem hefur verið til í þrjá áratugi en er nú sjald- an notað, getur verið mjög áhrifarík meðferð við alvarlegri hjartabilun og fækkar dauðsföllunum af völdum sjúkdómsins um tæpan þriðjung. Læknar, sem rannsökuðu áhrif lyfsins, hafa hvatt til þess að sjúk- lingar með alvarlega hjartabilun fái Aldactone með öðrum viðurkennd- um lyfjum. „Enginn trúði því að þetta lyf myndi verka með þessum hætti,“ sagði Bertram Pitt, vísindamaður við Michigan-háskóla, sem stjómaði rannsókninni. „Þetta kom rétt- nefndum sérfræðingum á óvart, en þeir eru auðvitað ánægðir með að við skulum nú hafa eitthvað nýtt til að hjálpa fólki.“ Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í New England Journal of Medieine 2. september. Tímaritið gerði þó niðurstöðumar opinberar á vefsíðu sinni á Netinu á dögunum vegna læknisfræðiiegs mikilvægis þeirra. Vék fyrir nýrri lyfjum Lyfjafyrirtækið Searle, sem framleiðir Aldactone, fjármagnaði rannsóknina, sem náði til 670 sjúk- linga í 15 löndum. Rannsókninni var hætt eftir tvö ár - einu og hálfu ári fyrr en ráðgert hafði verið - þar sem lyfið reyndist svo gagnlegt. Hjartabilun stafar af því að veik- ur hjartavöðvi getur ekki dælt blóði nógu kröftuglega um æðar líkam- ans. Aldactone var eitt sinn algengt við meðferð við hjartabilun og háum blóðþrýstingi. Lyfið verkar þannig að það hindrar verkanii' aldósteróns, hormóns sem getur verið skaðlegt veiku hjarta. Aldactone vék hins vegar smám saman fyrir nýjum lyfjum, sem virðast ekki hafa eins mikil áhrif á aldósterón og gamla lyfið. Há dánartíðni Hjartabilun er þó enn hættulegur sjúkdómur og dánartíðnin er há þótt Aldactone sé notað. Eftir tveggja ára meðferð var dánartíðn- in meðal sjúklinganna sem tóku inn Aldacton 35%, en 46% meðal þeirra sem notuðu önnur hjartalyf. Sjúkdómseinkennin reyndust batna meðal 41% þeirra sem fengu Aldactone, en í viðmiðunarhópnum var batahlutfallið 33%. Einu verulegu aukaverkanir lyfs- ins voru brjóstastækkun meðal nokkurra karla og minni kynhvöt. „Þjáist menn af alvarlegri hjartabil- un og bjargi lyfið lífi þeirra telst þetta ekki of mikil fórn,“ sagði Pitt. Hann bætti við að unnið væri að því að bæta lyfið til að komast hjá þess- um aukaverkunum og ný gerð þess ætti að verða fáanleg eftir um það bil tvö ár. ngcm Göngudagur f jölskyldunnar í Reykjavík verður gengið um Elliðaárdal. Mæting er við skiptistöð SVR í Mjódd kl.l 3.30. Félagar úr Lúörasveit Seltjarnarness leika nokkur lög. Þátttakendur geta valiá sér gönguleiöir við hæfi og verða hópstjórar með þeim sem ganga 5 km og 2,5 km. Allir eru velkomnir í Hjartagönguna, þátttaka er ókeypis og allir fá veitingar og viðurkenningu. Útivera og hæfileg hreyfing stuðla að betri heilsu. Landssamtök hjartasjúklinga hvetja fólk á öllum aldri til að taka þátt í Hjartagöngunni. LANDSSAMTÖK HIARTAS) Ú KLIN (3A Suðurgötu 10, 101 Reykjavík. Sími 552 5744 & 562 5744. .í\ r 1«) f] Hiarfaganga u m land alít í dag ÁNINGARSTAÐ SVR skiptistöð Gönguleiðir í Elliðaárdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.