Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 32
82 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR / / Sifflirður Arni Sigurðsson er fulltrúi Islands á tvíæringnum í Feneyjum Að nálgast hjartað og kannski kynfærin / / Sigurður Arni Sigurðsson sýnir fyrir Is- lands hönd á yfirstandandi Feneyjatvíær- ingi. Sindri Freysson skoðaði sýninguna og ræddi við listamanninn um hvað betur má fara í íslenska skálanum í Feneyjum, til- búna staði, tæknilega fullkomnun í mynd- list, merkingarrík tré og vöntun á klúðri. IGURÐUR ÁRNI sýnir einn Islendinga í Feneyj- um, að Ólafi Elíassyni und- anskildum, og hefur á boðstólum fjögur málverk og þrjú áltré, tvö vaxa innandyra og hið þriðja stendur fyrir utan íslenska skálann. Tvö málverkanna sýna tré í görðum, eitt er í bláum lit og kall- ast landamærí og hið fjórða sýnir eyjur eða mólekúl sem svífa á app- elsínugulum bakgrunni. Garðamir eru lönd, að sögn Sigurðar Ama, heimar. Tvíeggjaður heiður? Það er vitanlega mikið ábyrgðar- hlutverk að vera fulltrúi heillar þjóðar á alþjóðlegri stórsýningu á borð við Feneyjatvíæringinn en ef vel tekst til má segja að listamað- urinn tryggi sér ákveðna stöðu í augum listheimsins. Þátttaka í tví- æringnum getur sömuleiðis fært listamanni gríðarlega alþjóðlega kynningu. Ef hann er þar að auki ágætlega kynntur ytra áður, eins og t.d. Sigurður Árni sem sýnt hef- ur víða erlendis í bæði sýningarsöl- um og söfnum, er það kláriega ánægjuleg viðbót að vera valinn til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í Feneyjum. Um leið getur verið tvíeggjað að vera slíkur fulltrúi; opinberir aðilar sjá um að velja listamanninn sem fer utan og oft er viðkvæðið hjá menningai-vitunum snobbuðu, sem hafa tögl og hagldir í myndlistar- heiminum, að ríkisstofnanir séu aldrei fundvísar á nýjustu og fersk- ustu straumana. Fyrir vikið kemur upp sú þversagnakennda staða að menn þurfa ekki aðeins að standa undir því að verða fyrir valinu í heimalandi sínu heldur og - ef svo má segja - að hefja sig upp yfir val- ið þegar út er komið. Menn þurfa semsagt að vera nógu góðir til að komast út og nógu góðir úti til að eiga von um líf eftir Feneyjar. Sig- urður Árni stóðst þessa eldraun með prýði. Honum hefur nú þegar verið boðið til sýningarhalds á tveimur stöðum í Frakklandi og fleíri aðilar hafa nálgast hann vegna verkefna sem eru í burðar- liðnum. Skáli í þéttum gróðri Islendingar hafa um langt árabil sýnt í skála sem við leigjum af Finnum og var hannaður af skraut- fjöður þeirra, arkitektinum Aalvar Álto. Gegnum tíðina hefur verið hamrað á því hversu vel hann er staðsettur á sýningarsvæði tvíær- ingsins, sem verða að teljast rétt- mæt rök, en skálinn er orðinn rúm- lega 40 ára og alls ekki hentugur til sýninga á nútímamyndlist. Að mörgu leyti er hann vandræðaleg- ur. Aðspurður viðurkennir Sigurð- ur Árni að skálinn hafi vissa galla. „Einsog hann er hannaður virk- ar skálinn ekki í dag. f loftinu er mjög áberandi eins konar trekt sem á að hleypa inn ljósi og leyfa því að flæða niður á veggina en gróðurinn er orðinn svo þéttur allt í kringum hann að trektin þjónar ekki lengur tilgangi sínum. Það er nánast myrkur inni i honum, jafn- vel á sólríkum dögum, á sama tíma og skálinn gengur út á birtuna að utan. Fólk hefur jafnvel haldið að skálinn væri lokaður þegar það hefur gengið að honum. Ég spurði hvort ekki mætti höggva trén og setti allt á annan endann því fyrir skálanum og umhverfi hans er bor- in mikil virðing. Skálinn er nánast friðaður, enda mjög fallegur og meðal þeirra verðmæta sem Alto skildi eftir sig. En ef hann virðist alfriðaður, af hverju fær hann þá ekki að njóta sín? Það þarf að gera vissa hluti til að skálinn þjóni því enn betur en hann gerir að vera sýningarsalur fyrir myndlist," seg- ir Sigðurður. Hann kveðst vera þein-ar skoð- unar að íslendingar þurfi að sækja um leyfi til að vinna með skálann og velja síðan mjög markvisst myndlistarmann sem passar inn í hann. „Við eigum ekki í önnur hús að venda og án skálans komumst við ekki á tvíæringinn, nema ein- staka listamaður sem verður fyrir valinu. Það er nokkuð ljóst að við smíðum ekki nýjan skála og því þurfum við að skipuleggja okkur mjög vel. Við erum þarna jafnfætis öðrum þjóðum og á sama grund- velli en ef við förum ekki vel með það er alveg eins gott að sitja heima. Þátttaka í tvíæringnum get- ur verið gífurleg lyftistöng, ekki aðeins fyrir myndlistarmanninn sem fer út heldur einnig íslenska listheiminn í heild, og það megum við ekki missa.“ En eru það ekki afarkostir ef skálinn er farinn að afmarka lista- manninn eða þau verk sem hann sýnir? „Ég er ekki viss um að það þurfi að flokkast undir afarkosti. Stór hluti listamanna vinnur með þeim hætti og þar að auki er miklu meira í húfi, þ.e. þátttaka Islands í EDDA Jónsdóttir hjá Gallerii Ingólfsstræti 8, Sigurður Árni, Guðný Magnúsdóttir og Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Islands, á Feneyjatvíæringnum. LANDREK, áltré eftir Sigurð Árna fyrir utan fslenska skálann í Feneyjum og hópur gesta. Morgunblaðið/SF GESTIR virða fyrir sér verk Sigurðar Árna í skála Islands á tvíæringnum í Feneyjum. tvíæringnum sem er mjög mikil- væg og virðingarverð, um leið og hún er sjálfsögð. Ekki aðeins er þátttakan mikilvæg íyrir lista- manninn persónulega, heldur og ís- lenska myndlist í heild sinni svo að hún sé sýnileg og inni í umræð- unni,“ segir hann. Sigurður Árni bendir á að menntamálaráðuneytið hafi staðið mjög vel að þessum málum og hafi t.d. útbúið mjög veglega sýningar- skrá fyrir tvíæringinn. Að auki var útbúið kynningarefni íyrir fjöl- miðla sem sent var út með góðum fyrirvara og skipti sköpum fyrir þá athygli sem framlag Islands vakti við opnunina. Sigurður Árni kveðst þeirrar skoðunar að Islendingar þurfí að nýta betur þá möguleika sem í tví- æringnum felast, þar á meðal að ná til hinna mörg þúsund blaða- og fréttamanna sem streyma þar um stíga fyrstu dagana. Hann nefnir Ástrala sem dæmi um þátttakend- ur sem kynntu ekki aðeins mynd- list heldur störfuðu nánast sem ferðaskrifstofa fyrstu daga tvíær- ingsins. „Ástæðan fyrir því að Ástralar gátu víkkað út þáttöku sína með þessum hætti, er sú að þarlend fyrirtæki bættu við hið op- inbera framlag með veglegum styrkjum," segir Sigurður Árni. Leit að fullkomnun Sigurður Árni segir að sýningin sem hann var með í farangrinum hafi verið að breytast alveg fram á síðustu stundu og hann hafi meira að segja hætt við að sýna verk sem hann tók með til Feneyja. Mynd- irnar sýna tilbúna náttúru sem hann hefur fengist alllengi við og því vaknar sú spurning hvort hann 1 i' í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.