Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 33 Morgunblaðið/Árni Sæberg SIGURÐUR Árni Sigurðsson og sonur hans, Jökull. Þyngdaraflið hlær ÞYNGDARAFLIÐ virðist hlæja í verkum Sigurðar Árna Sigurðs- sonar. Kannski að sjálfu sér eða okkur sem höldum að ekki sé hægt að leysa heiminn úr læðingi með þessum hætti, að ekki sé hægt að ýta honum af sporinu þangað til tré og hlutir svífa hjálparlaust og varpa torkenni- legum skuggum. Skuggum sem varpað er stundum í margar áttir eða aðrar áttir en þeir hlutir sem fínna má í nágrenninu varpa. Er hugsanlegt að sérviska skugganna (eða er stríðni betra orð?) í verkum Sigurðar Árna, starfi af sjónblekkingu tímans? Að skugginn sé óbreyttur, sá sem hádegissólin bjó til, en tréð og allt umhverfið standi nú undir síðdegissólinni? Kannski er kom- inn nýr dagur, ný öld? Eða er verið minna okkur á að þegar grannt er skoðað erum við aðeins samsafn ljósdepla og getum ekki gert kröfu um að svo óþétt til- vera varpi nákvæmlega eins skugga og eitthvað það annað sem birtan brotnar á, hvort sem það er hugsanlega efnismeira eða efnisminna. Kannski er Sigurður Árni að minna okkur á með lúmskum hætti að taka ekki skugganum sem sjálfsögðum, skugganum sem kölski rændi af Sæmundi við þröskuld Svarta- skóla. _ Og því ekki það: „Sigurður Árni hefur breytt svæðinu á milli bakgrunns og framhliðar í meg- inviðfangsefni tilrauna sinna í glúnunni við bakhliðina. Það er svæði ótal vidda í huga hans, hvort sem litið er á það frá sögu- legum sjónarhóli eða sjónarhóli formsins,“ segir Auður Ólafsdótt- ir listfræðingur í sýningarskrá tvíæringsins um verk Sigurðar Árna og hefur eftir Iistamannin- um að þar geti allt gerst, þar á meðal hlutir sem eru okkur huld- ir. Hann býður gestum t.d. til gönguferðar um manngerðan garð, þar sem er ljóst að öflug „klippikrumla" hefur sniðið til trén og útilokað náttúruna eins og við þekkjum hana nánast al- farið. Hann leikur sér að sjón- blekkingum með form, víddir og skugga og opnar gægjugöt inn í strigann þangað til augað veit vart lengur hvað stendur í for- grunni og hvað í bakgrunni, hvaðan birtan kemur og hvert hún fer. Hringlaga form breytast í tré og tré breytast í hringlaga form. Og stemmningin er sömu- leiðis óræð. Maður væntir þess að járnbrautarlestir spretti fram úr hornunum eða mýs gægist fram úr holunum, verkin virðast kyrr- lát við fyrstu sýn en maður skynjar brátt að þau eru full af óróleika. Öguðum óróleika. Hræsni ríkir gagnvart þýðingum telji náttúruna svo ófullkomna í sjálfri sér að leggja þurfi hönd mannsins á hana? „Til að skilja náttúruna í náttúr- unni þarf maður kannski að með- höndla hana aðeins. Það er svo oft þannig að maðurinn skilur ekki hlutinn sjálfan heldur aðeins út- skýringuna eða myndina af hon- um. Auðvitað sýna myndirnar mín- ar náttúru og ég geri mér grein fyrir því að þær endurspegla vissa áráttu til að leita að jafnvægi eða fullkomnun í náttúrunni sem er ekki fyrir hendi að þessu marki. Ef náttúran fengi að vera óáreitt væri hún sjálfsagt mjög fullkomin og myndi sjá um að öðlast visst jafn- vægi í sjálfri sér - en hún fær það ekki því að við erum hérna og truflum hana. Fyrir vikið eru þess- ir jafnvægisþættir dottnir úr henni að stórum hluta.“ Sigurður Árni segir að einhvers staðar séu til teikningar eftir hann sem sýna landakort af tilbúnum stöðum, stöðum sem hann vildi heimsækja. Maðurinn sýni til- hneigingu til hins sama með því að búa t.d. til almenningsgarða og- klæðskerasauma þjóðgarða eftir eigin höfði. Ertu búinn að mála þig út í horn í garðinum? „Eftir sýninguna á Kjarvalsstöð- um 1994 málaði ég myndröð af golfvöllum sem ég hef aldrei sýnt hérlendis. Þar er náttúran orðin svo abstrakt að ég gat leikið mér að því að búa til einhvers konar hugmyndir um náttúru án þess að fara út í einhverja vitleysu. Meðan ég hélt mig við hugmyndina um golívelli var ég innan náttúrunnar en samt ekki. Síðan komu myndir af ökrum sem ég sýndi í Galleríi Ingólfsstræti 8. I þessu ferli gætir örugglega japanskra áhrifa, enda óskaplega skemmtilegt að kynna sér hvernig Japanir horfa á náttúr- una og þéttbýlisskipulagið. Þeir eru komnir svo langt í hugsuninni um að manngera náttúruna og hún er byggð á ævagamalli hefð. Þeir fara ekki einu sinni alltaf út í það sem við köllum manngerða nátt- úru, heldur er stór hluti af náttúr- unni sem þeir leika sér með þannig ásýndum að við Vesturlandabúar myndum halda að mannleg hönd hefði ekki komið nærri henni. Ég málaði ýmis tilbrigði við tré, að miklu leyti vegna þess að tréð er svo ríkt af merkingu. Tré eru stór- kostleg tákn í öllum trúarbrögðum. í trénu sem hefur rótina ofan í jörðinni og teygir anga sína til him- ins felst mögnuð myndlíking...“ En flest trén á málverkunum, t.d. hér í Feneyjum, svífa. „Það er einfaldlega vegna þess að á því augnabliki sem ég málaði þau tengdist ég meira hinu guð- lega, föðurnum, heldur en móður- inni, jörðinni.“ Að skilja eftir sig fingraför Sigurður Árni kveðst ætla að halda áfram að reyna að teygja og toga hugmyndir sínir í ýmsar áttir. „Vonandi þróa ég þær fram á við, ef hægt er að tala um fram eða aftur, en enginn veit nákvæmlega hvað gerist,“ segir hann. Sigurður Ami viðurkennir þó að alllanga hríð hafi þvælst fyrir hon- um hugmynd að sýningu sem'snýst um aðra hluti en hann hefur fengist við undanfarin ár, og er þannig t.d. miklu fígúratívari. Hann er búinn að mála nokkur verk inn í þá sýn- ingu en þarf fleiri áður en hún verð- ur tilbúin. „Mig er farið að langa til að mála málverksins vegna,“ segir hann. „Mér finnst eins og það vanti einhver fingraför í verldn mín og það getur verið að vinnan með álið hafi kveikt þá tilfinningu. Myndirn- ar af ökrunum og golfvöllunum voru orðnar gríðarlega „strúkt- úreraðar" og strangar og síðan komu áltrén. Ég hef lengi viljað standa utan við verkið, þ.e. viljað forðast að skilja tilfinningar mínar eftir í verkinu. Ég hef fengist við hugmyndir. En mjmdlistin er orðin gríðarlega tæknileg, eins og sjá má í ljósmyndunum og vídeóverkunum og skúlptúrunum, sem langtflestir eru unnir í vélum. Þetta eru orðnar tæknilegar afurðir og þegar maður gengur í gegnum sýningarsali finnst mér þær orðnar of fullkomn- ar, svo fullkomnar að maður hættir að geta nálgast verkin. Maður stendur algjörlega utan við þau. Mig langar til að sjá verk sem skilja eftir sig fleiri fingrafor, að maður sjái fleiri feila í verkunum. Ég veit ekki hvort ég er að fara út í rómantík en mig langar að minnsta kosti að nálgast meira hjartað og kannski kynfærin." Þannig að þú ert að horfa til eró- tískari nálgunar? „Nei, ég er ekki viss um það. í upphafi var farið af stað með sýn á hið mannlega í kringum okkur en útkoman er þannig að þegar horft er á hana tengist áhorfandinn myndefninu ekki á nokkurn hátt, jafnvel þó að viðfangsefnið sé mannlegt. Eitthvað stendur á milli sem myndar vegg; tæknin. Það vantar klúðrið einhvers staðar, vill- una sem býr til möguleikann fyrir okkur að nálgast hlutina." BÆKUR T f m a r i t JÓN Á BÆGISÁ Tímarit þýðenda, 4/1, 1999, ritnefnd: Franz Gíslason, Guðrún Dís Jónatansdóttir, Sigurður A. Magnús- son, útgefandi: Ormstunga, Seltjarn- arnes, 1999, 87 bls. „ÁKVEDIN hræsni ríkir gagnvart þýðingum" er haft eftir fræðimanninum Jacques Derrida í einni grein í Jóni á Bægisá, tímariti þýðenda, en fjórða tölublað þess er nýkomið út. Hvaða hræsni er þetta? Hverju sætir hún? Það má láta sér detta ýmislegt í hug, ekki síst óvissuna um hver sé staða þýð- andans gagnvart frumtextanum, hvert sé höfundargildi hans, þáttur hans í sköpuninni. Óvissan er ekki aðeins þýðandans sjálfs heldur í tengslum við viðtökur og gagnrýni; gagnrýnendur fjalla um þýðingar einsog frumtexta - en mér er spurn: hvað annað? Skiptir máli fyrir lesendur blaðagagnrýni eftir hvaða leiðum góður texti kemur? Þá heyrist stundum sú krafa að blaðagagnrýnendur skuli samlesa þýðingu rækilega við frumtexta sem hefur verið gert stöku sinnum í löngum greinum í fræðiritum og út- heimtir mikla vinnu. Spyrja má hvort gagnrýnendur ættu yfirleitt nokkuð að fjalla um þýðanda og þýðingu fyrst þeir skoða ekki frum- textann niður í kjölinn hvort sem er. í raun kemur yfirleitt fram í greiningu þeirra á textanum hvort þýðingin hefur heppnast vel eða ekki: ef íslenski textinn er góður er þýðingin að líkindum góð. Umræð- an um þýðingar hefur, að mér finnst, snúist of mikið um völd og virðingu þýðandans og skortinn á því sama, hvað sé vanmetið 'og hvað ofmetið, hvað mæti skilningsleysi og fáfræði. Varnarstaða er ekki vænleg til árangurs. Væri ekki nær að blása til sóknar? Því aðstæður þýðenda eru ekki góðar. Fram kemur í viðtali við Guðna Kolbeinsson, þýðanda, að þýðendur kvikmyndahúsanna fá ekki að sjá myndirnar sem þeir eru að þýða og skýrir þetta ýmsar vill- ur sem erfitt er að komast hjá, fyrir utan að lýsa ótrúlegri ósvífni kvik- myndahúsanna. Guðni ræðir knappan stfl sjónvarpsþýðinga þar sem textinn þarf að komast í tvær línur á myndskeið, þrjátíu slög hvora. Þýðingar á barnamyndum og -bókmenntum eru sérstaklega til umræðu og nefnist viðtalið „Bestu þýðendurnir eiga að þýða fyrir börn“. Jón á Bægisá er enda tileinkaður barnabókmenntum að þessu sinni og fjallar mest af efninu um þýðingar á þeim. Einkunnarorð heftisins eru „Ámeríka er ekki til“ sem er einnig titill á smásögu eftir svissneska rithöfundinn Peter Bichsel; hér birtast tvær smásögur eftir Bichsel sem Frans Gíslason þýðir, sú síðari, „Borð er borð“, fjallar beinlínis um þýðingar - eða orð og hluti og samband þeirra. Frans þýðir einnig stuttan texta eftir Bertold Brecht. Allir þessir textar geta sem best verið fyrir börn. Guðrún Dís Jónatansdóttir stýrir hringborðsumræðum um þýðingar á barna- og unglingabókum sem í taka þátt Árni Árnason, Hildur Hermóðsdóttir, Iðunn Steinsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir. Margt athyglisvert kemur fram. Tveir punktar standa einkum uppúr: þýð- ingar fyrir börn eru of mikið frá sömu löndunum, Vesturlöndum, og síður frá framandi menningarsvæð- um; og barnabókum er haldið of mikið á sama básnum í stað þess að blanda þær öðru efni. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, segist í viðtali ekki hafa verið neitt voða- lega hrædd við að lauma í bókum sínum ýmsu að sem einungis eldri lesendur skilja. Viðtalið nefnist „Berbrjósta tröll“. Guðrún spjallar einkum um þýðingar á bókum sín- um og að lokum er sama málsgrein úr Astarsögu úr fjöllunum birt á fjórum tungumálum, auk íslensku. Jóhanna Þráinsdóttir og Veturliði Guðnason eiga kröftuga grein um þýðingar fyrir sjónvarp. Greinin nefnist „Skal vandað til vörunnar?" og í henni er birt atriði úr framtíð- arleikriti í þýðingu sem kallast mun íslensk ef fer fram sem horfir. Rætt er um aðstæður sjónvarpsþýðenda sem búa við það að fagið er ekki til, gjaldskráin engin, stöður engar og góðir textar ósýnilegir. Er athyglis- vert að ríkissjónvarpið stendur sig illa og fer versnandi. I grein Soffíu Auðar Birgisdóttur, „Textatengsl, tvítyngi og tvíbura- textar", er fjallað um nokkur hug- tök í bókmenntafræðum og ómark- vissri notkun á hugtakinu „texta- tengsl" andæft. Textatengsl merkir ekki það sama og rittengsl eða áhrif, enda væri þá til lítils að skipta út gömlum hugtökum fyrir ný. Soff- ía Auður veltir vöngum yfir „tví- buratextum", þýðingum tvítyngdra höfunda á eigin verkum, þar sem hugtakið „frumtexti“ verður snúið. Spurt er um tengsl tungumáls og sjálfsvitundar, félagsvitundar og þjóðarvitundar. Grein Soffíu er sú fræðilegasta í tímaritinu og hefði alveg mátt vera lengri og ítarlegri. Af öðru efni má nefna að Guðlaug Gísladóttir ritar pistil um fyrstu þýddu barnabókina á íslensku, „Sumargjöf handa börnum“, sem kom út 1795 í þýðingu séra Guð- mundar Jónssonar með formála eftir Magnús Stephensen. Sigurður A. Magnússon minnist tveggja genginna þýðenda, Óskars Ingi- marssonar og Hannesar Sigfússon- ar. Inga S. Þórarinsdóttir ritar um þýðingu og myndskreytingu (sem þýðingu) á barnabók Vestur-ís- lendingsins William D. Valgarðs- sonar. Baldur Óskarsson þýðir tvær sögur, aðra úr handriti Na- húa-þjóðar í Mexíkó á 16. öld, hina frá Guatemala, framandlegar og sérstakar sögur báðar. En bita- stæðasta greinin í Jóni á Bægisá er Þýðingafræði og þýðingarlist eftir Kristján Amason, skáld og þýð- anda. Greinin fjallar um það sem í orðunum felst. Kristján er málsvari þýðingarlistar fremur en þýðinga- fræða. Og rökunum er vart hægt að andmæla: þýðingafræðin skapar hvorki betri né verri þýðendur. Menn verða góðir þýðendur af öðru en fræðunum, til dæmis ástundun; reyndar gengur Kristján svo langt að segja að menn verði ekki þýð- endur heldur fæðist slíkir, sem er útlegging á því sem Hóras sagði um skáld. Enda er grein Kristjáns málsvörn skáldlegra þýðinga frem- ur en nákvæmra og fræðflegra. Jón á Bægisá er nauðsynlegt fag- tímarit fyrir fag sem er í sjálfu sér ekki til, á sér ekkert stéttarfélag og samanstendur af ólíku fólki sem innir af hendi vinnu sem er ósýnileg þegar best tekst upp. I tímaritinu fer fram holl og góð umræða. Á for- síðu er afbragðs mynd eftir Elínu Sigríði Maríu Ólafsdóttur. Hermann Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.