Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 34
I- 34 LAUGAKDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STUND milli stríða ii.já Bach-sveitinni sem hefur æft stíft undanfarid. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Nýir og fjör- legirbar- okktónar Sumartónleikum í Skálholtskirkju lýkur um helgina og fer því hver að verða síðastur að bregða sér austur fyrir fjall til að hlýða á Ijúfa tóna. Anna Sigríður Einarsdóttir brá sér í Skálholt og hitti þau Jaap Schröder, Lilju Hjaltadóttur og Peter Tompkins sem koma fram á síðustu tónleikahelgi sumarsins. ÞAÐ var heiðríkja og glampandi sólskin þegar blaðamann bar að garði í Skálholtsbúðum. Fjörlegir fiðlutónar bárust frá einum bústað- anna, en æfingum morgunsins var lokið. Inni fyrir gæddi tónlistarfólk- ið sér á súpu og brauði sem það bauð blaðamanm' og ljósmyndara að njóta með sér og var ekki hægt að segja annað en sannkallaður sumar- búðaandi ríkti á staðnum. Það kemur í hlut Bachsveitarinn- ar að sjá um tónlistina þessa tónlist- arhelgi. Fyrri laugardagstónleik- arnir eru kl. 15 og eru þeir helgaðir ítalska tónskáldinu Antonio Vivaldi, en þeir síðari eru kl. 17 og á þeim eru leikin verk þýsku og austur- rísku tónskáldanna Georgs Philipps Telemanns, Johanns Rosenmullers, Johanns Sebastians Bachs, og Jo- hanns Heinrichs Schmelzers. Um er að ræða einleiks- og kam- merkonserta frá 17. og 18. öld sem er barokktímabilið. Verkin eru flest valin af Hollend- ingnum Jaap Schröder sem er leið- togi sveitarinnar á þessum tónleikum. En hann hefur kannað ítarlega fiðlubókmenntir 17.-19. aldar og er einn helsti frumkvöðull þess að færa flutning á tónlist þessa tíma í upprunalegt horf, þ.e. að hún sé flutt á þann hátt sem þá tíðkaðist og á þau hljóðfæri sem voru notuð. Mörg barokkverk óþekkt „Mér finnst gaman að kynnast þessum verkum, því flest þeirra hefur maður ekki spilað áður og jafnvel ekki heyrt. Þannig að við er- um í rauninni að kynnast nýjum verkum," segir Lilja, en hún er fiðluleikari og leikur einleik á Vi- valdi-tónleikunum. „Það er svo skemmtilegt við hann Schröder að hann er alltaf að grúska og finna . verk sem ekki hafa verið flutt áður og það er þetta sem við njótum góðs af." En Schröder hefur starfað með Bachsveitinni áður og er þetta í sjö- unda skipti sem hann leikur á Sumartónleikum Skálholtskirkju. „Ég hef gaman af að koma með óþekkt verk," segir Schröder. Hann hefur frá því í byrjun sjöunda ára- tugarins kynnt sér vel tónlist barokktímans og er henni því vel kunnur. „Þegar þú hefur komið þér upp ákveðinni efnisskrá er fólk aUtaf að biðja um sama efnið aftur. Ég hef unnið meira með klassíska tónlist undanfarin 10 ár og hef því bætt við kunnáttu mína hvað hana varðar." Schröder segir tiltölulega fá barokkverk vera þekkt jafnt af al- menningi sem tónlistarfólki. „Það sem fólk heyrir er yfirleitt bara toppurinn á ísjakanum og ég hef gaman af að bæta ofan á hann. Það er til fjöldinn allur af nótum sem hafa aldrei verið prentaðar heldur eru þær eingöngu til sem nótna- handrit, eða að þær voru prentaðar á 18. öld og eru því bara til á bóka- söfnum. Fæstir tónlistarmenn hafa þjálfun í að leita eftir tónverkum og fara því sjaldnast lengra en út í nótnaverslun," útskýrir Shcröder. Hann segir að í mörgum tilfellum sé um dásamleg tónverk að ræða og því sé synd að þau nái ekki eyrum fólks. „Eg segi stundum að þetta sé eins og með matarvenjur fólks. LILJA Hjaltadóttir og Peter Tompkins eru ánægð með samvinnuna við Jaap Schröder sem þau segja góðan lærimeistara. Fæstir þora að borða mat sem þeir hafa ekki séð áður. Fólk ætti hins vegar að vera duglegra við að borða mat sem það þekkir ekki. Það er miklu áhugaverðara." Verkin sem leikin eru í Skálholti um helgina segir LUja vera hvert öðru fallegra. „Þetta eru ólfk verk. bæði hvað varðar tóntegundir og stfl. En þetta eru barokkverk og sem slík þá túlka þau oft mismun- andi blæbrigði og tón." Hún segir einnig mikla fjölbreytni einkenna þau. „Þetta eru fjörleg og glaðleg verk þar sem einleikararnir fá nóg að gera." Barokkhljóðfæri fyrir barokkverk Bachsveitin kom í Skálholtsbúðir í byrjun vikunnar og dvelur þar fram yfir tónleikana núna um helg- ina. Æfingar eru stífar, en hópurinn náði ekki að fara að æfa verkin sam- an fyrr en um miðja síðustu viku. Fram að því æfði tónlistarfólkið verkin hver í sínu lagi. Við flutning verkanna eru notuð barokkhljóðfæri og segja bæði Pet- er og Lilja þau töluvert ólfk nútíma- hljóðfærum. Tónninn sé ólíkur og ekki jafn kröftugur, auk þess sem stilling barokkhljóðfæranna sé mun lægri. Það er þó meiri léttleiki og snerpa í gömiu hljóðfærunum að mati Lilju. „Tónninn verður skýrari og tónlistarfólkið getur leikið sér meira með hraðann." Peter segir þó að það geti verið nokkuð flókið að spila á barokk óbó. Hljóðfærið er gert úr öðru efni en nútíma óbó, auk þess sem fingrasetningin er gjörólík. „Það getur verið ruglandi að fara á milli hljóðfæra," segir hann og bætir við að hann hafi þó haft nægan tíma í sumar til að venjast barokk óbóinu á nýjan leik. „Það er búið að vera nyög gaman að kynnast þessu," segir Lilja. „Það er líka svo auðvelt að vinna með Schröder og hér höf- um við færan leiðbeinanda sem hef- ur margra ára reynslu, þannig að fyrir okkur hefur þetta verið heil- mikill skóli." „Ég er alltaf að leita að tónlist fyrir strengjahljóðfæri og kem stundum auga á ný verk á ferðum mínum," segir Schröder, en hann á mikið safn af nótum og heimsækir reglulega bókasöfn í París og í Was- hington á ferðum sínum. Hann segir dagskrá tónleikanna í Skálholti hafa mótast í samræðum sínum og Helgu Ingólfsdóttur. „Við ræddum saman um dagskrána og ákváðum að hafa eina Vivaldi-tónleika, síðan komu óskir frá tónlistarfólkinu um einleik og verkin völdust svolítið út frá því. I framhaldi var svo ákveðið að velja ekki ítalska tónlist fyrir hina tónleikana og því valdi ég aðal- lega þýsk verk." Verk Bachs eru krefjandi að mati þeirra Peters og Lilju. „Þau krefj- ast ótrúlegrar leikni á fiðluna og sum verka hans eru mjög flókin í spili og samspili," segir Lilja. „Það er mikið af skrauti í nótunum og þessir færu fiðluleikarar hérna bæta ýmsu við nóturnar á blaðinu, þannig að úr verður enn meira flúr og fjölbreytileiki. Það krefst mikill- ar einbeitni að spiia þessi verk," bætir hún við. „Bach var mjög rómantískur," segir Peter og bætir við að Tele- mann hafi verið vinsælli á sínum tíma heldur en Bach, þótt Bach sé meira í tísku í dag. En Peter leikur einleikskonsert eftir Bach á tónleik- unum og er sá kónsert að öllum Iík- indum samin úr kantötu 169 og 49. „Það eru ýmsar útgáfur til því verk- ið er líka til fyrir orgeleinleik og sem sembalkonsert," segir Peter og útskýrir að Bach hafi e.t.v. ekki samið verkið sem óbókonsert. „Það Síðasta tón- leikahelgi Sumartón- leika í Skálholti BACHSVEITIN flytur ítölsk og þýsk barokkverk í Skálholts- kirkju þessa tónleikahelgi. Dag- skráin hefst kl. 14 í Skálholts- skóla á laugardaginn með erindi Guðrúnar Laufeyjar Guðmunds- dóttur sagnfræðinema um Skál- holtssöngva fyrri alda. Kl. 15 flytur Bachsveitin ein- leiks- og kammerkonserta eftir A. Vivaldi. Einleikarar á fiðlu eru Jaap Schröder, Lilja Hjalta- dóttir, Rut Ingólfsdóttir og Svava Bernharðsdóttir, en á óbó Peter Tompkins og Gunnar Þor- geirsson. Kl. 17 flytur Bachsveitin ein- leiks- og kammerkonserta eftir Bach, Schmelzer, Rosenmiiller og Telemann. Einleikarar á fiðlu eru Jaap Schröder, Rut Ingólfsdóttir og Svava Bern- harðsdóttir, en á óbó Peter Tompkins. A sunnudaginn kl. 15 flytur Bachsveitin einleiks- og kammerkonserta eftir Bacli, Schmelzer, Rosenmiiller og Telemann. KI. 16.40 flytur sveit- in síðan konsert eftir A. Vivaldi og kl. 17 verður flutt messa með þáttum úr tónverkum helgar- innar, auk stólvers úr söng- handriti í nýrri útsetningu Hróðmars Inga Sigurbjörns- sonar. Aðgangur að tónleikunum, sem standa yfir í u.þ.b. klukku- stund, er ókeypis og boðið er upp á barnapössun í Skálholts- skóla fyrir þá sem þurfa. eru ekki til nótur af verkinu fyrir óbó og þessi útgáfan var gerð 1955. En svona geta menn sér til að verk- ið hafí hjjómað, hafi Bach breytt tóntegund og hljóðfæraskipan þess." Bach í Skálholti árið 2000 Schröder segir töluverðan mun vera á 17. og 18. aldar barokktón- list. „Barokktónlist frá 17. öld er ekki jafn þekkt og 18. aldar barokk- ið." Hann nefnir sem dæmi þá Sch- melzer, tónskáld frá Vín sem samdi fjölda verka og Rosenmúller, Þjóð- verja sem hann segir hafa samið dá- samlega tónlist. „Þessar tvær aldir eru að mörgu leyti ólíkar þó í báð- um tilfellum sé um barokktónlist að ræða. Þegar strengjaverk eru sam- in í dag þá er gert ráð fyrir fjórum strengjaröddum. Tvær fyrir fiðlu, ein fyrir víólu og síðan fyrir selló og bassa. Á 17. öld voru verkin oft hljómmeiri því það var gjarnan gert ráð fyrir fimm röddum. Tveimur fiðlum, tveimur víólum og síðan sell- ói og bassa," segir Schröder og út- skýrir að miðraddirnar hafi þannig verið þróaðri og hljómurinn meiri. „Þetta á sérstaklega við Rosenmiill- er verkið." „Þetta eru kammersveitaverk," seg- ir Peter og bætir við að þau hæfi Bachsveitinni vel. „Schröder leggur mikið upp úr rétta hljóminum og gætir þess að leikur okkar passi inn í 17.-18. aldar rammann." Schröder er nú þegar farinn að skipuleggja tónleika með Bach- sveitinni næsta ár. „Það er mjög sérstakt ár, en þá er Reykjavík ein af menningarborgum Evrópu, Sumartónleikar Skálholts verða haldnir í 25. skipti og auk þessa verður haldið upp á 250 ára dánar- afmæli Bachs. Þannig að við höfum hug á að leggja mikla áherslu á Bach á næsta ári."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.