Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 + MORGUNBLAÐIÐ jU«r0ttitUiiM^ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgríraur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKOGRÆKT 1100 AR UM ÞESSAR mundir eru 100 ár liðin frá því skipulögð skóg- rækt hófst á íslandi og um helgina er þess sérstaklega minnzt á aðalfundi Skógræktarfélags Islands sem hófst í gær á Laugarvatni. Upphaf skipulagðrar skógræktar telst vera er danskur skip- stjóri, Carl Hartvig Ryder, fékk á árinu 1899, ásamt félögum sínum, úthlutað svæði á eystri bakka Almannagjár á Þingvöllum og þar óx úr grasi svokallaður Furulundur sem landsmenn þekkja undir því nafni. í kjölfar þessa frumkvæðis Ryders, eða árið 1907, voru síðan fyrstu skógræktarfélögin stofnuð og Skóg- rækt ríkisins. Skógræktarfélag íslands, sem var stofnað 1930, hefur haldið uppi fræðslu um skógrækt og ekki sízt staðið fyrir öflugu starfi að skógrækt og plöntun trjáa. Einnig hefur félagið unnið ötullega að því að fá almenning til þátttöku í skógræktar- málum, sem hefur ekki sízt borið árangur hin síðustu ár. Ýmislegt hefur verið gert í tilefni aldarafmælisins á þessu ári og má þar m.a. nefna að Skógræktarfélagið gerði nýverið samn- ing við ríkið um árlegt og sívaxandi framlag til Landgræðslu- skóga til ársins 2003. I lok samningsins verður fjárframlag rík- isins komið í 16 milljónir króna og á sama tíma lýkur trjáplöntu- framleiðslu Skógræktar ríkisins. Skógræktarfélagið mun sjá um útboð á framleiðslu einnar milljónar trjáplantna til verkefnisins meðal einkaaðila. Með þessum samningi hefur ábyrgð Skógræktarfélags ís- lands á skógræktarstarfínu í landinu verið stórum aukin og við undirritun samningsins milli félagsins og ríkisins í marzmánuði síðastliðnum sagði formaður félagsins, Hulda Valtýsdóttir, að samningurinn væri merki mikilvægrar traustsyfirlýsingar ríkis- ins gagnvart Skógræktarfélagi íslands. Verkefnið Land- græðsluskógar væri langstærsta skógræktarverkefnið sem í hefði verið ráðizt og það hefði vakið mikla athygli á möguleikum okkar á því að gróðursetja í nýtt gróðurland. Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um helgina verður m.a. af- hjúpuð myndsúla til minningar um Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóra, sem helgaði líf sitt skógrækt og vann ötult starf í hennar þágu. Morgunblaðið hefur átt samleið með skógræktarfólki mestan hluta þessa tímabils enda var Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, í nær fjóra áratugi einn af helztu forystumönnum í skógrækt á íslandi. Morgunblaðið vill á þessum tímamótum óska öllum skógræktarmönnum landsins til hamingju með 100 árin og óskar þess að þeim fylgi velgengni á nýju árþúsundi. GRÓSKA í HUGBÚNAÐARIÐNAÐI AF FRÉTTUM undanfarin misseri má ljóst vera að hugbún- aðargerð hérlendis og hvers konar þróun á sviði upplýs- ingatækni stendur mjög framarlega, mælt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hugbúnaðariðnaðurinn er afar ungur og einkennist af miklum hraða. Það hefur því ekki verið nóg að fá góða hugmynd heldur hefur þróunarstarf þurft að ganga hratt og vel fyrir sig. í þessu krefjandi samkeppnisumhverfi hafa íslensk hugbúnað- arfyrirtæki, sem mörg hver eru rekin af ungu fólki, sýnt góðan árangur. Hverju fyrirtækinu af öðru hefur tekizt að markaðs- setja hugmyndir og vörur á heimsmarkaði. Dæmi um þessa grósku er fyrirtækið Stefja ehf. sem hefur gert samning við Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðið um upp- setningu á sjálfvirku tölvustýrðu fiskveiðieftirlitskerfi fyrir fiskiskip á alþjóðlegum hafsvæðum í Norðaustur-Atlantshafi og miðlun upplýsinga úr því. Samningurinn er mikil viðurkenning fyrir þekkingu íslendinga á þessu sviði en eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins um samninginn vinna þrjú eða fjögur önn- ur fyrirtæki í heiminum að þróun búnaðar sem þessa. Að mörgu leyti er Stefja dæmigert fyrirtæki í íslenskum hug- búnaðariðnaði; það er ungt, stofnað 1996, og starfsmenn þess eru ungir. Fjölmörg fyrirtæki af þessu tagi hafa sprottið fram á undanförnum árum hérlendis og virðist sem jarðvegur fyrir þau sé góður. Tölvunarfræðingar koma vel undirbúnir úr námi frá Háskóla íslands sem sést bezt á því hve eftirsóttir þeir eru, bæði hérlendis og erlendis. Með sérstöku átaki í rannsóknum á sviði upplýsingatækni, sem hrundið var af stað fyrr á þessu ári með auknum framlögum til rannsókna og þróunarstarfs í grein- inni, má og búast við að enn meiri kraftur færist í íslenska hug- búnaðargeirann. Gróskan í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni er merki um þann vaxtarbrodd sem felst í mannauðnum, í hugvitinu. Um leið vísar hún veginn inn í nýja öld. Samkeppnisstaða ríkja í hinu hnattvædda umhverfi ræðst æ meir af því hvernig þau búa að mannauðnum, menntun og menningu, rannsóknum og þróunar- starfi. Olíufélögin eru oftast samstiga í ákvörðun á; I hverju ligg samkeppni] Mörgum þykir sem lítil verðsamkeppni sé hjá olíufélögunum, enda fylgjast þau venju- lega að í verðákvörðunum sínum. Kaupa þau öll eldsneyti af sama fyrirtækinu? Eða er eldsneyti þannig vara að mismunandi verð innan sama dreifíngE ekki í heiminum? Felst sa í öðrum þáttum en bensín Jónsson spurði forsvarsm þessara spurninga og ann Útbreiddur misskilning félögin kaupi bara frá £ KRISTINN Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir það vera útbreiddan misskilning að Skeljungur kaupi fyrst og fremst eldsneyti frá Statoil, sama fyrirtæki og Esso og Olís. „Við kaup- um okkar eldsneyti mjög víða, m.a. frá Eystrasaltsríkjunum, Hollandi og Rússlandi, auk Noregs. Við kaupum þar sem verðið er best hverju sinni, en Statoil er samt einn helsti birgi okk- ar," segir hann. Kristinn segir heimsmarkaðsverð á olíu vera mjög breytilegt. „Það breyt- ist ekki bara dag frá degi, heldur oft á dag. Ég er ekki að segja að það sé beint hægt að detta í lukkupottinn, en það er vissulega hægt að sjá ýmisíegt fyrir, t.a.m. þróun mála á þeim svæð- um þar sem olía er unnin, og ná góð- um kaupum. Svo eru auðvitað um af- leiðuviðskipti að ræða í þessari grein viðskipta sem öðrum og við njótum þess," segir Kristinn. Veit ekki um verð hinna Kristinn segist ekki hafa upplýsing- ar um innkaupsverð keppinauta Skelj- ungs. „Við getum kannski leitt líkur að því á hvaða verði þeir eru að kaupa, auk þess sem við vitum að þeir kaupa saman í gegnum Olíudreifingu Ehf. Auðvitað er ákveðið viðmiðunarverð haft að leiðarljósi, en það er hægt að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja sér betra verð. Við höfum reynt að vera frjó í hugsun hvað það varðar, og teljum okkur hafa verið að ná þokka- legum árangri," segir Kristinn. Að sögn Kristins hefur stofnun Olíu- dreifingar ehf., dreifingarfélags keppi- nautanna Olís og Esso, væntanlega miðað að því að ná ákveðnum hagræð- ingaráhrifum fram. „Á sama tíma og samstarf Olís og Esso hefur verið að aukast hefur dregið úr samstarfi Skejjungs og hinna félaganna tveggja. Svokölluð fákeppni hefur minnkað og auk þess að vera í samkeppni við keppinautana á markaðinum erum við í mjög mikilli samkeppni við Olíudreif- ingu um dreifingarþáttinn. Við höfum þurft að vanda okkur betur og teljum okkur vera að ná árangri þar," segir Kristinn. Ekki svigrúm til verðlækkana Að mati Kristins geta íslensku olíu- félögin ekki staðið gegn hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti nema að mjög takmörkuðu leyti, og þá að- eins með því að skerða framlegðina (sölu að frádregnum breytilegum kostnaði) og rýra þannig afkomuna. „Það fullyrði ég. Við erum alveg ör- ugglega samkeppnisfær við önnur lönd og sejjum ekki bensín og díselol- íu á hærra verði en annars staðar, þegar tekið er tillit til opinberra gjalda. Ef menn eru réttsýnir, líta í kringum sig og skoða málin af sann- girni, sjá þeir að íslensku félögin eru afar vel samkeppnisfær við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þá má benda á að Skeljungur er að bjóða eldsneyti á mismunandi verði, til dæmis hjá Bensínorkunni ehf., sem við eigum ásamt fjárfestingarfélaginu Þór og Baugi. Þar bjóðum við bensín á 4-5 króna lægra verði en á okkar eigin stöðum. Það eru kjör sem jafn- ast á við það besta í útlöndum, enda er þar um sjálfsafgreiðslustöðvar að ræða, sem bjóða ekki þá þjónustu sem er að fá á Shell-stöðvunum," seg- ir Kristinn. Kristinn segir að ástæða fyrir háu bensínverði hér á landi sé fyrst og fremst skattheimta ríkisins, en einnig flutningskostnaður. „Menn mega ekki gleyma því að það þarf að koma vör- unni til Islands. Það er umtalsverður hluti af verðinu í dag." Flutningsjöfnunarsjóður hefur dregið úr hagræðingu Tilyist Flutningsjöfnunarsjóðs seg- ir Kristinn að hafi dregið úr hvata til hagræðingar í dreifingarmálum. „Það segir sig sjálft. Viðkomandi fyrirtæki getur kynnt sér reglur sjóðsins og svo spilað rekstur sinn inn á þær í stað þess að hagræða í sjálfum rekstrin- um. Méi forr fors stjó skif kva trúi han Kri að tím; veri „Þá Ola veg allt leitl mei láta Kri: » bor aði ar ] höfi Nej gre Úti; niði Ess lanc við ífyi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.