Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 36

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 36
36 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ JllttgtiiiHjifeffe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavlk. Hallgríraur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKÓGRÆKT í 100 ÁR UM ÞESSAR mundir eru 100 ár liðin frá því skipulögð skóg- rækt hófst á íslandi og um helgina er þess sérstaklega minnzt á aðalfundi Skógræktarfélags Islands sem hófst í gær á Laugarvatni. Upphaf skipulagðrar skógræktar telst vera er danskur skip- stjóri, Carl Hartvig Ryder, fékk á árinu 1899, ásamt félögum sínum, úthlutað svæði á eystri bakka Almannagjár á Þingvöllum og þar óx úr grasi svokallaður Furulundur sem landsmenn þekkja undir því nafni. í kjölfar þessa frumkvæðis Ryders, eða árið 1907, voru síðan fyrstu skógræktarfélögin stofnuð og Skóg- rækt ríkisins. Skógræktarfélag íslands, sem var stofnað 1930, hefur haldið uppi fræðslu um skógrækt og ekki sízt staðið fyrir öflugu starfí að skógrækt og plöntun trjáa. Einnig hefur félagið unnið ötullega að því að fá almenning til þátttöku í skógræktar- málum, sem hefur ekki sízt borið árangur hin síðustu ár. Ymislegt hefur verið gert í tilefni aldarafmælisins á þessu ári og má þar m.a. nefna að Skógræktarfélagið gerði nýverið samn- ing við ríkið um árlegt og sívaxandi framlag til Landgræðslu- skóga til ársins 2003. í lok samningsins verður fjárframlag rík- isins komið í 16 milljónir króna og á sama tíma lýkur trjáplöntu- framleiðslu Skógræktar ríkisins. Skógræktarfélagið mun sjá um útboð á framleiðslu einnar milljónar trjáplantna til verkefnisins meðal einkaaðila. Með þessum samningi hefur ábyrgð Skógræktarfélags Is- lands á skógræktarstarfínu í landinu verið stórum aukin og við undirritun samningsins milli félagsins og ríkisins í marzmánuði síðastliðnum sagði formaður félagsins, Hulda Valtýsdóttir, að samningurinn væri merki mikilvægrar traustsyfírlýsingar ríkis- ins gagnvart Skógræktarfélagi Islands. Verkefnið Land- græðsluskógar væri langstærsta skógræktarverkefnið sem í hefði verið ráðizt og það hefði vakið mikla athygli á möguleikum okkar á því að gróðursetja í nýtt gróðurland. Á aðalfundi Skógræktarfélagsins um helgina verður m.a. af- hjúpuð myndsúla til minningar um Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóra, sem helgaði líf sitt skógrækt og vann ötult starf í hennar þágu. Morgunblaðið hefur átt samleið með skógræktarfólki mestan hluta þessa tímabils enda var Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, í nær fjóra áratugi einn af helztu forystumönnum í skógrækt á Islandi. Morgunblaðið vill á þessum tímamótum óska öllum skógræktarmönnum landsins til hamingju með 100 árin og óskar þess að þeim fylgi velgengni á nýju árþúsundi. GRÓSKA í HUGBÚNAÐARIÐNAÐI AF FRÉTTUM undanfarin misseri má ljóst vera að hugbún- aðargerð hérlendis og hvers konar þróun á sviði upplýs- ingatækni stendur mjög framarlega, mælt á alþjóðlegan mæli- kvarða. Hugbúnaðariðnaðurinn er afar ungur og einkennist af miklum hraða. Það hefur því ekki verið nóg að fá góða hugmynd heldur hefur þróunarstarf þurft að ganga hratt og vel fyrir sig. I þessu krefjandi samkeppnisumhverfí hafa íslensk hugbúnað- arfyrirtæki, sem mörg hver eru rekin af ungu fólki, sýnt góðan árangur. Hverju fyrirtækinu af öðru hefur tekizt að markaðs- setja hugmyndir og vörur á heimsmarkaði. Dæmi um þessa grósku er fyrirtækið Stefja ehf. sem hefur gert samning við Norðaustur-Atlantshafsfískveiðiráðið um upp- setningu á sjálfvirku tölvustýrðu fískveiðieftirlitskerfi fyrir fískiskip á alþjóðlegum hafsvæðum í Norðaustur-Atlantshafí og miðlun upplýsinga úr því. Samningurinn er mikil viðurkenning fyrir þekkingu Islendinga á þessu sviði en eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins um samninginn vinna þrjú eða fjögur önn- ur fyrirtæki í heiminum að þróun búnaðar sem þessa. Að mörgu leyti er Stefja dæmigert fyrirtæki í íslenskum hug- búnaðariðnaði; það er ungt, stofnað 1996, og starfsmenn þess eru ungir. Fjölmörg fyrirtæki af þessu tagi hafa sprottið fram á undanförnum árum hérlendis og virðist sem jarðvegur fyrir þau sé góður. Tölvunarfræðingar koma vel undirbúnir úr námi frá Háskóla Islands sem sést bezt á því hve eftirsóttir þeir eru, bæði hérlendis og erlendis. Með sérstöku átaki í rannsóknum á sviði upplýsingatækni, sem hrundið var af stað fyrr á þessu ári með auknum framlögum til rannsókna og þróunarstarfs í grein- inni, má og búast við að enn meiri kraftur færist í íslenska hug- búnaðargeirann. Gróskan í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni er merki um þann vaxtarbrodd sem felst í mannauðnum, í hugvitinu. Um leið vísar hún veginn inn í nýja öld. Samkeppnisstaða ríkja í hinu hnattvædda umhverfi ræðst æ meir af því hvernig þau búa að mannauðnum, menntun og menningu, rannsóknum og þróunar- starfí. Olíufélöffln eru oftast samstiga í ákvörðun á verði I hverju liggur samkeppnin? Mörgum þykir sem lítil verðsamkeppni sé verð innan sama dreifíngarsvæðis þekkist hjá olíufélögunum, enda fylgjast þau venju- ekki í heiminum? Felst samkeppnin kannski lega að í verðákvörðunum sínum. Kaupa þau í öðrum þáttum en bensínverði? ívar Páll öll eldsneyti af sama fyrirtækinu? Eða er Jónsson spurði forsvarsmenn félaganna ___eldsneyti þanniff vara að mismunandi þessara spurninga og annarra._ Útbreiddur misskilningur að félögin kaupi bara frá Statoil KRISTINN Bjömsson, forstjóri Skeljungs, segir það vera útbreiddan misskilning að Skeljungur kaupi fyrst og fremst eldsneyti frá Statoil, sama fyrirtæki og Esso og Olís. „Við kaup- um okkar eldsneyti mjög víða, m.a. frá Eystrasaltsríkjunum, Hollandi og Rússlandi, auk Noregs. Við kaupum þar sem verðið er best hverju sinni, en Statoil er samt einn helsti birgi okk- ar,“ segir hann. Kristinn segir heimsmarkaðsverð á olíu vera mjög breytilegt. „Það breyt- ist ekki bara dag frá degi, heldur oft á dag. Ég er ekki að segja að það sé beint hægt að detta í lukkupottinn, en það er vissulega hægt að sjá ýmislegt fyrir, t.a.m. þróun mála á þeim svæð- um þar sem olía er unnin, og ná góð- um kaupum. Svo eru auðvitað um af- leiðuviðskipti að ræða í þessari grein viðskipta sem öðrum og við njótum þess,“ segir Kristinn. Veit ekki um verð hinna Kristinn segist ekki hafa upplýsing- ar um innkaupsverð keppinauta Skelj- ungs. „Við getum kannski leitt líkur að því á hvaða verði þeir eru að kaupa, auk þess sem við vitum að þeir kaupa saman í gegnum Olíudreifingu Ehf. Auðvitað er ákveðið viðmiðunarverð haft að leiðarljósi, en það er hægt að gera ýmsar ráðstafanir til að tryggja sér betra verð. Við höfum reynt að vera frjó í hugsun hvað það varðar, og teljum okkur hafa verið að ná þokka- legum árangri,“ segir Kristinn. Að sögn Kristins hefur stofnun Olíu- dreifíngar ehf., dreifingarfélags keppi- nautanna Olís og Esso, væntanlega miðað að því að ná ákveðnum hagræð- ingaráhrifum fram. „Á sama tíma og samstarf Olís og Esso hefur verið að aukast hefur dregið úr samstarfi Skeljungs og hinna félaganna tveggja. Svokölluð fákeppni hefur minnkað og auk þess að vera í samkeppni við keppinautana á markaðinum erum við í mjög mikilli samkeppni við Olíudreif- ingu um dreifingarþáttinn. Við höfum þurft að vanda okkur betur og teljum okkur vera að ná árangri þar,“ segir Kristinn. Ekki svigrúm til verðlækkana Að mati Kristins geta íslensku olíu- félögin ekki staðið gegn hækkandi heimsmarkaðsverði á eldsneyti nema að mjög takmörkuðu leyti, og þá að- eins með því að skerða framlegðina (sölu að frádregnum breytilegum kostnaði) og rýra þannig afkomuna. „Það fullyrði ég. Við erum alveg ör- ugglega samkeppnisfær við önnur lönd og seljum ekki bensín og díselol- íu á hærra verði en annars staðar, þegar tekið er tillit til opinberra gjalda. Ef menn eru réttsýnir, líta í kringum sig og skoða málin af sann- gimi, sjá þeir að íslensku félögin eru afar vel samkeppnisfær við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Þá má benda á að Skeljungur er að bjóða eldsneyti á mismunandi verði, til dæmis hjá Bensínorkunni ehf., sem við eigum ásamt fjárfestingarfélaginu Þór og Baugi. Þar bjóðum við bensín á 4-5 króna lægra verði en á okkar eigin stöðum. Það eru kjör sem jafn- ast á við það besta í útlöndum, enda er þar um sjálfsafgreiðslustöðvar að ræða, sem bjóða ekki þá þjónustu sem er að fá á Shell-stöðvunum,“ seg- ir Kristinn. Kristinn segir að ástæða fyrir háu bensínverði hér á landi sé fyrst og fremst skattheimta ríkisins, en einnig flutningskostnaður. „Menn mega ekki gleyma því að það þarf að koma vör- unni til Islands. Það er umtalsverður hluti af verðinu í dag.“ Flutningsjöfnunarsjóður hefur dregið úr hagræðingu Tilríst Flutningsjöfnunarsjóðs seg- ir Kristinn að hafí dregið úr hvata til hagræðingar í dreifingarmálum. „Það segir sig sjálft. Viðkomandi fyrirtæki getur kynnt sér reglur sjóðsins og svo spilað rekstur sinn inn á þær í stað þess að hagræða í sjálfum rekstrin- um. Það finnst mér ekki trúverðugt. Mér finnst heldur ekki trúverðugt að formaður stjórnar sjóðsins skuli vera forstjóri Samkeppnisstofnunar, annar stjómarmaður skuli vera frá Við- skiptaráðuneytinu og að þriðja at- kvæðinu skuli vera skipt á milli full- trúa olíufélaganna þriggja," segir hann. Kristinn segist vera þeirrar skoðunar að Flutningsjöfnunarsjóðurinn sé tímaskekkja, enda hafi lögin um hann verið sett í seinni heimsstyrjöldinni. „Þá voru engin Hvalfjarðagöng, Olafsfjarðarmúlagöng eða sléttur vegur um Suðurland. Þetta er bara allt saman breytt, auk þess sem inn- leitt hefur verið frelsi í viðskiptum Ef menn neita að horfast í augu við það láta þeir skynsemina ekki ráða,“ segir Kristinn. „Við vitum að Skeljungur hefur borið skarðan hlut frá borði og borg- að inn í sjóðinn, þ.e. innborganir okk- ar hafa verið hærri en það sem við höfum fengið greitt úr sjóðnum. Neytandinn á suðvesturhorninu greiðir niður bensín fyrir neytandann úti á landi og Skeljungur er að greiða niður verðið hjá Esso úti á landi, en Esso hefur verið umsvifamest í sölu á landsbyggðinni. Til dæmis borguðum við í kringum 24 milljónir inn í sjóðinn í fyrra,“ segir Kristinn Bjömsson. LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 37 * Sundurliöun á verði 95 okt bensíns útsöluverð 1. ágúst 1999 = 82,40 kr./ltr. 1%—i Flutnings- 15% jöfnun 15% Heimild: Skeljungur Heimsmarkaðsverð á olíu 1998 - 1999 . dollarar/tonn ,143,64 200,61 Bensín, 95 okt. Flugvéla- bensín 154,43 Qasolía 98,69 S Svartolía 1998 1999 1 1 1 1 1 1 -i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 h- Esso hefur verið leiðandi á markaðinum GEIR Magnússon, framkvæmda- stjóri Olíufélagsins hf Esso, segir fé- lagið hafa verið leiðandi í verðlagn- ingu á bensíni til neytenda. „Hinir hafa ekki treyst sér til að selja við lægra verð en við. Það er ekki þar með sagt að ekki bjóðist mismunandi verð á milli einstakra bensínstöðva þó að dæluverðið sé það sama. Verð- mismunurinn kemur einkum fram í mismunandi háum sjálfsafgreiðsluaf- slætti á höfuðborgarsvæðinu. Hjá 01- íufélaginu er hann frá tveimur til fjómm krónum á h'tra Þá fá Safn- kortshafar Esso áttatíu aura afslátt á eldsneyti á bensínstöðvum hvar sem er á landinu," segir Geir. Frá því að innflutningur og verð- lagning á olíuvörum voru gefin frjáls árið 1992, hefur Olíufélagið hf. gert árssamninga við norsk olíufélög um kaup á eldsneyti. „Innkaupsverðið miðast við meðalheimsmarkaðsverð þess mánaðar sem farmurinn er lestaður í Noregi. Þessi regla er al- gengust í olíuviðskiptum" segir Geir. „Ef skip lestar 1. júní, vitum við ekki fyrr en í lok júní hvað farmurinn kostar," segir hann, „þess vegna leið- réttum við oftast verð einu sinni í mánuði, um mánaðarmót. Vegna fjar- lægðar frá birgja og þéttu dreifingar- kerfí um landið liggjum við oftast með minnst tveggja mánaða birgðir í landinu. Við miðum verðútreikninga Hvaðan kaupa olíufélögin eldsneyti? OLÍUDREIFING hf., dreifíng- arfyrirtæki Olíufélagsins Esso og Olíuverslunar Islands, er ekki innkaupaaðili í sjálfu sér, en inn- kaup Olís og Esso fylgjast nokkurn veginn að. Félögin kaupa allt eldsneyti, nema svartolíu og flugvélabensín, frá Statoil í Noregi. Esso kaupir þó ekki flugvélabensín. Skeljungur kýs hins vegar að hafa sveigjanleika í innkaupum á eldsneyti og er aðeins með fasta samninga á hluta innkaupa, en kaupir að öðru leyti hvem farm fyrir sig. Þó er það þannig að Skeljungur kaupir allt bensín frá Statoil. Samanlagt kaupir Skelj- ungur u.þ.b. þriðjung af eldsneyti sínu frá Statoil. Meginviðskipta- lönd félagsins eru Noregur, Rússland og Eystrasaltsríkin. Allir flutningar fyrir Olíudreif- ingu hf. fara fram CIF (Cost, Insurance, Freight), sem þýðir að Statoil borgar flutningskostn- að, sem aftur birtist í verði. Hjá Skeljungi er fyrirkomulagið oft hið sama, en i öðrum tilfellum leitar félagið eftir skipum í gegn- um skipamiðlara, FOB (Free On Board), og borgar flutnings- kostnað sjálft. Skeljungur flytur flestar olíu- vörur, t.a.m. gasolíu, flugsteinaol- íu og bensín, inn mánaðarlega. Svartolía er flutt inn með lengra ■ millibih, u.þ.b. 5-6 farmar á ári. Olíudreifing fær skip til landsins á u.þ.b. þriggja vikna fresti, en svartolíu og flugvélabensín flytur félagið inn mun sjaldnar. okkar við kostnaðarverð birgða um hver mánaðarmót. Þannig em hreyf- ingar á innlendum markaði hægari en erlendis þar sem útsöluverðið mið- ast við heimsmarkaðsverð hverju sinni," segir hann. Fjölmiðlar þegja þegar hækkanir skila sér ekki Geir segir að gróft áætlað fari 70% af bensínverði til neytenda til hins opinbera, 15% séu innflutningsverð og 15% séu framlegð upp í dreifing- arkostnaður, rýmun, höndlun og annan rekstrarkostnað. „Bensínverð okkar 1. janúar var 70,20 krónur. Nú er það 82,40 og nemur hækkunin því rúmum 17% á árinu. Inni í hækkun- inni er 1,35 króna hækkun á bensín- gjaldi, þannig að hækkun á útsölu- verði nemur í raun 15,5%. Meðal- heimsmarkaðsverð í júlí nam 200 dollurum, en í desember nam það 111 dollurum. Innkaupsverð hefur því hækkað um 80%,“ segir Geir. „Það vakti mikla athygli fjölmiðla í fyrra þegar heimsmarkaðsverðið lækkaði AÐ MATI Einars Benediktssonar, forstjóra Olíuverslunar íslands, er verðsamkeppni á bensínmarkaði hér- lendis mjög mikil, einkum í formi mismunandi verðs eftir þjónustustig- um. „Bensín og dísilolía era einsleitar vörur og viðskiptin færast mjög hratt eftir verði, miðað við sama þjónustu- stig. Fullyrðingin um að hérlendis sé lítil verðsamkeppni á bensíni á því ekki við rök að styðjast. Þó er sama þjónustustig á sama verði hjá félög- unum, vegna þess að enginn þorir að vera með annað verð en hinir vegna verðteygninnar. En verðsamkeppnin á íslandi hefur aldrei verið meiri í bensínsölu. Samkeppnin er í mismun- andi þjónustustigum," segir Einar. Einar tekur sem dæmi að Olís bjóði upp á þrjú þjónustustig og þrenns konar verð. „Við bjóðum fulla þjónustu á Olís-stöðvum, fyrir fullt verð, verð sem miðast við sjálfsaf- greiðslu á Olís-stöðvum og loks ÓB- stöðvarnar, sem eru sjálfvirkar og náð hafa miklum vinsældum, en bjóða ekki upp á neina þjónustu," segir hann. Verðmunur milli þjónustustiga mikill hér „Fyrir aðeins þremur árum var ekki nema eitt þessara stiga í Reykjavík, það dýrasta. Staðreyndin er því sú að það hefur aldrei verið meiri samkeppni á eldsneytismarkað- inum en nú. Hún lýsir sér líka í mis- munandi vöraframboði í verslunun- um sjálfum, aukinni þjónustu og þjálfun á starfsfólki,“ segir Einar, verulega að lækkanir olíufélaganna voru hlutfallslega verulega lægri en hlutfallsleg lækkun heimsmarkaðs- verðs á sama tímabili. Nú er raunin öfug, og enginn fjölmiðill fjallar um það. Staðreyndin er sú að í verðupp- byggingu á bensíni hreyfast kostnað- arliðir eins og bensíngjald, flutnings- jöfnun og innlendur dreifingarkostn- aður, ekki í samræmi við breytingar á heimsmarkaðsverði og þar með inn- kaupsverði. Þar af leiðandi breytist útsöluverð á bensini hlutfallslega ekki eins mikið og hlutfallsleg breyt- ing á heimsmarkaðsverði hvort sem breytingin er til hækkunar eða lækk- unar,“ segir Geir. Að sögn Geirs gerir fyrrnefnt mynstur í innflutningi ólíklegt að mikill munur sé á innkaupsverði ein- stakra olíufélaga. „Öll þrjú félögin kaupa bensín frá Statoil í Noregi. Eftir að Olís og Esso stofnuðu Olíu- dreifingu hf. flytja félögin sameigin- lega inn með sömu skipum á 20 daga fresti." segir Geir. Að sögn Geirs hefur stofnun Olíu- „verðmunurinn á milli þjónustustiga er auk þess meiri hér en víða annars staðar. Við myndum gjarnan vilja minnka þennan mun, en getum það ekki, vegna samkeppninnar“. Einar segir að þegar kanadíska fyrirtækið Irving Oil íhugaði fyrir nokkrum áram að hefja starfsemi hér á landi, hafí ýmsir trúað því að bens- ínverð gæti lækkað um 10-15 krónur á lítrann. „Hið raunsanna í málinu var, að þá var innkaupsverðið á milli 15 og 17 krónur. Álagningin og dreif- ingarkostnaður voru talin vera 8-10 krónur. Því segir sig sjálft að um 10-15 kr. lækkun hefði aldrei getað orðið að ræða. Yfir 70% af verði bens- ínsins er skattheimta og mjög óvera- legur hluti af söluverðinu er inn- kaupsverð, dreifingarkostnaður og álagning," segir Einar. Markmiðið með stofnun Olíudreif- ingar hf. segir Einar að hafí verið að lækka dreifingarkostnað á eldsneyti. ,Árleg heildareldsneytissala okkar nemur u.þ.b. 200-215 þúsund tonnum. Þar af era aðeins um 35 þúsund tonn af bensíni. Því er mjög veralegur meirihluti sölu okkar í gasoh'u og svartolíu, fyrir stórnotendur, fyrst og fremst fiskiskip. Aðalhugsunin með stofnun Olíudreifingar var því að hag- ræða í dreifingu til landsbyggðarinn- ar og stórnotenda. Árangur af stofn- un Olíudreifingar verður því ekki hlutfallslega jafn mikill í bensíndreif- ingu, sem fer að mestu leyti fram á höfuðborgarsvæðinu, eins og öðram eldsneytistegundum, sem dreifast mun meira um allt land,“ segir hann. dreifingar hf., dreifingarfyrirtækis Olís og Esso, haft umtalsverð áhrif til lækkunar kostnaðar. „Þessi hagræð- ing hefur líka haft þau áhrif að svokölluð flutningsjöfnun hefur lækk- að,“ segir Geir og bætir við að tilvist flutningsjöfnunarsjóðs hafi ekki minnkað hvata- til hagræðingar í dreifingarmálum á landsbyggðinni. „Stofnun Olíudreifingar er skýrasta dæmið um það,“ segir hann. Engin mismunun Geir segir að eðli málsins sam- kvæmt sé dýrt að flytja lítið magn til fárra viðskiptavina. Hann vill ekki meina að álagning flutningsjöfnunar- gjalds mismuni fyrirtækjum, en f Skeljungur hefur kvartað undan því að greiða nettó í sjóðinn, á meðan És- so fái nettó greitt úr honum, þ.e. inn- borganir frá sjóðnum séu hærri en út- borganir til hans. „Þetta er sambæri- legt við innheimtu virðisaukaskatts. Okkur ber að leggja ákveðna aura á hvem lítra seldan, og það er endanot- andi sem borgar. Sá sem borgar bensín í Reykjavík verður að borga þessa 80-90 aura á lítra, til þess að endanotandinn úti á landi borgi sama verð fyrir htrann," segir Geir. Geir segist vera þeirrar skoðunar að það vanti töluvert upp á að flutn- ingsjöfnunarsjóður greiði allan flutn- ingskostnað sem lög kveða á um. „En ef flutningsjöfnun væri lögð af, mynd- um við verðleggja bensín eftir því hvað kostar að flytja eldsneytið á hvem stað. Það tíðkast um alla Evr- ópu, annars staðar en hér og í Nor- egi,“ segir Geir. „Lækkun á kostnaði er þegar byrj- uð að skila sér, en þó ekki í þeim mæli sem við hefðum vænst, vegna ýmis- legrar endurskipulagningar og auk- inna krafna hins opinbera um meng- unarvarnir," segir Éinar. Hann segist sjá fram á aukinn árangur í dreifing- armálum í framtíðinni, og þá einkum í dreifingu gasolíu og svartolíu, af fyrr- greindum ástæðum. Einar segist telja að í gegnum tíð- ina hafi tilvist Flutningsjöfnunarsjóðs dregið úr hvata til hagræðingar. „Sjóðurinn hefur orðið til þess að ekki hefur alltaf verið gætt ýtrastu hag- kvæmni í uppbyggingu birgðastöðva á landsbyggðinni. Þeirri uppbyggingu er löngu hætt. Pólitískt tæki Einar segir að Flutningsjöfnunar- sjóður sé fyrst og fremst pólitískt tæki til að jafna flutningskostnað fyr- ir landsbyggðina. „Olíufélögin hafa í sjálfu sér ekkert haft um þetta að segja, en stjórnendur Olís hafa talið að það gæti verið skynsamlegt að leita sátta um aðferð til að halda áfram flutningsjöfnun með skipum, en hætta henni vegna landflutninga. Y* Ég er ekki endilega að segja að þessi aðferð sé rétt, en við höfum reifað þessa hugmynd í því augnamiði að sátt náist um sjóðinn." Einar segir að þeirri spurningu sé ósvarað hvort verð til landsbyggðar- innar myndi hækka ef sjóðurinn yrði lagður niður. „Á meðan það liggur ekki fyrir vita menn ekki nákvæmlega & hver afleiðingin yrði,“ segir Einar. Verðsamkeppni óvíða meiri en hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.