Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Borg næstu kynslóða „En fyrst og fremst á hún heima í stærri og fallegri bœ, gengur um bjartari og þokka- legri götur, býr við þœgilegri húsakynni og meiri menningarskilyrði, en fyrri kynslóðir áttu völ á, og hún kann betur að skemmta sér, dansar betur og er byrjuð að stunda íþróttir og líkamsrækt og hefir um leið öðl- ast léttari hreyfingar, hreinni svip og frjálsmannlegri framkomu. “ Tómas Guðmundsson: Reykvísk æska, 1934. Reykjavík hefur skartað sínu feg- ursta í veðurblíðu undanfarinna daga. Eftir sólríkan dag jafnast fátt á við göngutúr um einstök borgarhverfi þar sem sagan drýpur af hverju húsi, ef svo má að orði komast. Vissulega er gamli miðbærinn helsti sagna- þulurinn en önnur hverfi eiga sér líka merka sögu þótt styttri sé. Engum getur blandast hugur um mikilvægi VIÐHORF Eftir Hönnu Katrínu Friðrikssen þess að vemda elstu mann- virki borgar- innar, líkt og yfirleitt hefur verið gert með reisn, en það hlýtur að vera jafn mikilvægt að vemda ýmis mannvirki sem em stór þáttur í uppvexti þeirra Reykvíkinga sem enn era ungir að áram. Þetta má líka yfirfæra á önnur verðmæti borgarinnar, til dæmis útivistarsvæði. I riti Páls Líndal, Reykjavík, sögustaður við sund, þar sem saga og sérkenni höfuðborgar- innar era rakin í máli og mynd- um, er m.a. vitnað í Tómas Guð- mundsson í Reykvískri æsku þar sem hann segir: „ ... ýmsar ástæður liggja í augum uppi fyr- ir því að hin unga kynslóð höfuð- staðar okkar sé með öðram ein- kennum en þær kynslóðir sem gengnar era hjá. Sú æska, sem nú er að rísa upp, er hin fyrsta, sem er sér þess meðvitandi að vera alin upp með fullvalda þjóð, í landi sem er ólíkt minna af- skekkt en það áður var. En fyrst og fremst á hún heima í stærri og fallegri bæ, gengur um bjart- ari og þokkalegri götur, býr við þægilegri húsakynni og meiri menningarskiiyrði, en fyrri kyn- slóðir áttu völ á, og hún kann betur að skemmta sér, dansar betur og er byrjuð að stunda íþróttir og líkamsrækt og hefir um leið öðlast léttari hreyfmgar, hreinni svip og frjálsmannlegri framkomu. Og þó þekking henn- ar hafi kannske ekki á sér hinn klassíska blæ hinnar gömlu menntunar, þá er hún að minnsta kosti þeim mun betur sniðin eftir viðfangsefnum lífsins sjálfs.“ (Reykvísk æska 1934, Tómas Guðmundsson, 3-4) Unga kynslóðin sem Tómas Guðmundsson talaði um í upp- hafi þriðja áratugar þessarar aldar hefur vaxið úr grasi og skilað af sér annarri kynslóð, jafnvel kynslóðum, höfuðborgar- búa. Pólki sem getur státað af því að eiga ættir að rekja til höf- uðborgarinnar, er hvorki að vestan eða norðan, sunnan eða austan. Þessir „alvöra“ Reykvík- ingar eiga þó margt sameigin- legt með unga fólkinu hans Tómasar. Þeir búa í borg sem er stærri og fallegri en áður var, búa við þægilegri húsaskynni og ganga um bjartari og þokkalegri götur en fyrri kynslóðir. Og líkt og unga fólkið hans Tómasar gerði á sínum tíma bera þessir Reykvíkingar nútímans ábyrgð á borginni sinni og því að hún vaxi og dafni í höndunum á þeim þannig að henni verði skilað enn betri og bjartari í hendur næstu kynslóða. Stór hluti opinberra fram- kvæmda í höfuðborginni undan- farin ár og áratugi hefur lotið að því að bæta aðstöðu íbúanna til heilsuræktar ýmiss konar og hreyfíngar í samræmi við aukna eftirspum í kjölfar breytts lífs- stfls almennings. Göngustígurinn eftir borginni endilangri, frá Vesturbænum í gegnum Foss- vogsdalinn upp í Breiðholt, er fjölfarinn á hverjum degi og í góðu veðri ríkir þar nánast um- ferðaröngþveiti. Slíkar era vin- sældimar. Litlu virðist skipta hve margar sundlaugar era byggðar, þær fyllast allar, og sömu sögu má segja af íþrótta- og leikvöllum þar sem ungviðið fær sína hreyfingu. Þá er strand- lengjan í Nauthólsvík orðin vin- sæll sjó- og sólbaðsstaður Reykvíkinga aftur, líkt og fyrr á þessari öld. Þrátt fyrir að fram- kvæmdum á svæðinu, þar sem unnið er að gerð ylstrandar, sé ekki lokið, streymir fólk þangað í góðu veðri og greinilegt er að lengi hefur verið beðið eftir að- stöðu sem þessari í borginni. Rúsínan í pylsuendanum er svo Laugardalurinn okkar, mið- depill íþrótta, útivistar og af- þreyingar í höfuðborginni. Upp- bygging þar hefur undanfarið tekið mið af því breytta viðhorfi að lögð er á það meiri áhersla en nokkra sinni áður að Reykvík- ingar eigi greiðan aðgang að úti- vistarsvæði þar sem þeir geti notið lífsins í fallegu umhverfi. Þótt ekki sé langt um liðið frá byggingu Húsdýragarðsins og Fjölskyldugarðsins í Laugar- dalnum eru þegar teikn á lofti um að garðamir séu að verða of litlir, sé miðað við aðsóknina í þá. En borgarbúar leita ekki bara í Laugardalinn til þess að njóta skipulagðrar afþreyingar. Sá hluti dalsins sep enn er ósnort- inn er ekki síður vinsæll enda verður sífellt minna um að borg- arbúar fái notið slíkra svæða innan borgarmarkanna. Það er jú alltaf verið að byggja. Rök sem notuð era til þess að leggja áherslu á að Islendingar vemdi ósnortna náttúra landsins má alveg eins nota til varnar ósnortnu útivistarsvæði í Laug- ardalnum. Það þarf enginn að velkjast í vafa um mikilvægi þess hlutverks sem Laugardalurinn leikur í lífi Reykvíkinga nú. Þá er það skammsýni að ætla að nú sé endilega lát á þeirri öra þróun sem verið hefur undanfarin ár og áratugi í viðhorfi til útivistar og umhverfis almennt. Nýjar hug- myndir þar að lútandi eiga eftir að koma fram á næstu áratugum líkt og liðnum. Reykvíkingar bera þá ábyrgð að skila borginni sinni þannig í hendur næstu kyn- slóðar að hún eigi þess kost að þróa þessar hugmyndir áfram. Lara kemst í hann krappan í Eg-yptalandi MEÐ mest seldu tölvuleikjum sög- unnar era leikimir um glæfra- kvendið Löra Croft. Þegar hafa þrír leikir komið út í syrpunni og vænt- anlegur fjórði leikurinn. Lara Croft hefur farið víða um heim í ævintýram sínum, allt frá frumskógum Suður-Ameríku til Feneyja. I fjórða leiknum, sem kall- ast Síðasta opinberanin, The Last Revelation, er Lara á ferð í Egypta- landi og kemst í hann krappan við að skoða áður óþekkt grafhýsi fara- ós._ I kynningu frá framleiðanda Tomb Raider-leikjanna, kemur fram að grannkóði leiksins hafi ver- ið endurskrifaður að miklu leyti og ný tækni í forritun sé nýtt til að hafa leikinn sem samfelldastan; fyr- ir vikið þarf leikandinn aldrei að bíða á milli borða og leikin atriði era fléttuð saman við leikinn sjálfan í stað þess að vera kaflaskil. Notendaskil leiksins hafa einnig verið endurskrifuð og í stað þess að þurfa að kalla á „hringinn" góða þegar á að gera eitthvað eða kíkja í malinn, getur leikandinn safnað því sem hann finnur jafnharðan eða gripið til þess snimmhendis. Einnig verður Lara nú með í fóram sínum dagbók og landakort sem eykur leikanda leti. Meiri áhersla er lögð á þrautir í leiknum en forðum og grafíkin með- al annars endurbætt í því skyni. Lara þarf einnig að grípa til fleiri hluta en forðum til að komast leiðar sinnar í stað þess að vera sífellt að stökkva og hlaupa. Lýsing hefur einnig verið endurbætt og bætt við kastljósum. Ekki er bara að grafíkin sé end- urbætt tU muna heldur hefur Lara verið endurteiknuð í meginatriðum, fleiri smáatriði sýnUeg og ný húð sett á hana. Einnig hefur hreyfing- um hennar fjölgað veralega. Nýi Tomb Raider leikurinn, The Last Revelation, er væntanlegur á markað í nóvember næstkomandi. Linus maður aldarinnar? Linus Thorvalds William Gates ÞÓ ENN sé hálft annað ár í alda/árþús- undamótin keppast menn um að taka for- skot á sæluna og velja menn aldarinn- ar/áþúsundsins sem mest þeir mega. Þeirra á meðal er Time tímartitið sem hefur haft fyrir sið að velja menn ársins og áratuganna eftir því sem færi hefur gefist. Að þessu sinni er valið hjá Time óvenju fjölbreytt og hægt að taka þátt í vali á mönnum aldarinnar á fjölmörgum sviðum. I heUdarvalinu geta þeir sem vUja greitt atkvæði, meðal ann- ars á Netinu, og vekur nokkra at- hygli hverjir hafa raðast í efstu sæt- in^ I efsta sæti sem stendur er Yitzak Rabin, forsætisráðherra ísraels, sem myrtur var af öfga- manni á sínum tíma. Það vekur vissulega athygli, en enn meiri at- hygli vekur að Linus Thorvalds, upphafsmaður Linux-stýrikerfis- ins, er í fimmtánda sæti í valinu, sæti ofar en William Gates III, stjórnarformaður Microsoft og höf- undur helsta BASIC-þýðanda fyrir CP/M. Heldur verður að teljast ólíklegt að Thorvalds eigi eftir að komast miklu ofar og reyndar líklegt að endanleg niðurstaða verði allfrá- brugðin þegar upp verður staðið. Það að hann hafi komist þetta hátt á listann hefur aftur á móti orðið til- efni hatramms orðaskaks á spjall- rásum víða á Netinu. Hægt er að greiða atkvæði á slóð- inni cgi.pathfinder.com/time/time lOO/timelOOpoll.html. Dramb er MIKIÐ hefur verið látið með ör- yggisholur í stýrikerfum Microsoft og nethugbúnaði. Til að reka af sér slyðraorðið settu starfsmenn fyrir- tækisins upp vefþjón og skoruðu á þá sem vildu að reyna að brjótast inn á tölvuna. Áður en nokkur komst til þess fyrirfór hún sér sjálf svo að segja, því hún lognaðist útaf áður en tölvuþrjótar gátu hafist handa. Microsoft hefur sætt miklu ámæli iyrir að vanda ekki nógu vel til verka í frágangi á hugbúnaði sínum þegar öryggisþáttur hans er annars vegar. Má tfl sanns vegar færa, því ekki hefur linnt fréttum og viðvörunum undanfarin misseri vegna allskyns vandamála og uppá- koma, nú síðast að hægt er að blekkja Internet Explorer til að keyra hugbúnað eftir krókaleiðum og spilla gögnum á hörðum disk- um. Microsoft hefur þó unnið hörð- um höndum við að berja í brestina og þar á bæ töldu menn sig komna svo langt að þeir ákváðu að storka tölvuþrjótum eins og getið er í upp- hafi. Microsoft-menn settu upp tölvu utan við eldvegg fyrirtækisins sem keyrði lokabetaútgáfu af Windows falli næst 2000 og nýjustu gerð vefþjóns fyr- irtækisins, Internet Information Server, IIS. Síðan skoraðu þeir á tölvuþrjóta um allan heim að spreyta sig á að brjótast inn í tölv- una og nálgast þar ákveðin gögn á tilteknum notendasvæðum. Varla var búið að setja tölvuna upp er hún fór á hliðina. Framan af degi komust fáir inn á heimasíðu vélarinnar og enn færri fengu síð- una óbrenglaða upp. Á vef tölvunn- ar mátti sjá að snemma um daginn þurfti að endurræsa hana og eftir það vantaði ýmsa þjónustu sem nauðsynleg er til að taka við Net- umferð. Ekki var ástandið miklu betra daginn eftir og síðustu fregn- ir herma að fljótlega eftir það hafi Microsoft ákveðið að slökkva á tölvunni. Keppinautar Microsoft hafa lítið viljað láta hafa eftir sér um uppá- tækið, segja það leið til að fá ódýra auglýsingu, en aðstandendur PPCLinux verkefnisins, sem þróað hafa Linux-afbrigið fyrir tölvur með PowerPC örgjörvum, skoruðu á tölvuþrjóta að reyna að brjótast inn á einhvern af vefþjónum þeirra og fá að launum tölvuna sem þeir ná inn á. Linux-box og BeOS TÖLVUFYRIRTÆKIÐ BeComputing, sem framleitt hefur tölvur með BeOS-stýri- kerfinu upp settu, sameinaðist á dögunum fyrirtæki sem fram- leitt hefur Linux-tölvur, WiredPenguin. Afrakstur sam- einingarinnar verður tölvur sem keyra bæði BeOS og Lin- ux, en fyrsta vélin í þeirri röð, iGeek, var kynnt fyrir skemmstu. Tölvan nýja er turntölva með hálfgagnsærri fjólublárri plast- skel, en innvolsið er hefðbundið; 433 MHz Intel Celeron örgjörvi, 64 MB innra minni, 6,4 GB harður diskur, Voodoo Banshee AGP skjákort með 16MB minni, Creative Labs-hljóðkort, 40 hraða geisladrif, hátalarar og tilheyi’andi. Með Debian og/eða RedHat Linux upp sett kostar tölvan um 60.000 kr. Væntanlegar era fleiri tölvur frá BeComputing, RealiBe, VelociBe og IntesiBe, sem allar verða með BeOS og Linux upp sett.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.