Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 41

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 41 Besta end- urgerðin til þessa? LEIKIR (luake II fyrir Nintcndu 64 FYRIR stuttu gaf leikjafyrirtækið Activision út leik hannaðan af Rast- er Developments. Leikurinn ber heitið Quake II og er endurgerð PC-útgáfunnar frægu sem sló svo eftirminnilega í gegn. Leikurinn er fyrir Nintendo 64-tölvuna og fólki er ráðlagt að fá sér 4 MB-minnis- stækkun í vélina til að geta notið leiksins. Quake II er skotleikur í þrívídd sem gefinn var sem framhald PC- leiksins Quake sem einnig var end- urgerður fyrir Nintendo 64 á sínum tíma. Leikurinn fjallar um þegar geimverukynstofn að nafni Strogg gerir innrás á jörðina með vélum sem búnar höfðu verið til úr ýmsum hlutum úr fólki. Spilandinn tekur sér hlutverk eina mannsins sem lifði fyrstu bylgju árásarinnar af. Eitt helsta vandamál leikja er endurgerðir hafa verið fyrir leikja- tölvur frá PC-tölvum er að leikja- tölvumar ráða illa við að keyra leik- ina jafn hratt og örugglega og ætl- ast er til. Leikjaframleiðendur hafa þá gripið tU þess ráðs að minnka upplausn leikjanna verulega og fóma þannig grafík fyrir hraða. Raster ákvað hinsvegar að fórna flóknari hlutum leiksins eins og sprengingum, lýsingu og gerð vopna. Þetta gerir tölvunni kleift að keyra leikinn hratt og ekki er verra að spUa hann með minnisstækkun í tölvunni. Stjórntæki leiksins era einföld og minna töluvert á Turok 2. SpUand- inn hreyfir persónuna tU með gulu c-tökkunum en breytir um stefnu og miðar með næma arm- inum í miðju fjarstýringar- innar. Þetta hljómar kannski flókið en er í raun afar þægi- legt. Ef fólki finnst þetta aft- ur á móti óþægi- legt er hægt að breyta algjör- lega um fyrir- komulag eða stUla hversu næm stjómtæk- in eru. Borð leiksins era eins og í PC-út- gáfunni í nokkram grandvallarat- riðum en önnur borð kannast spUandinn alls ekkert við. Þetta býður upp á fjölmarga nýja mögu- leika og tryggir að þeir sem eiga PC-útgáfuna geti haft gaman af þessum líka. Leikurinn býður upp á tíu sér- staklega hönnuð borð þar sem fjórir eða færri spilarar geta barist á móti hver öðram í klassísku „deat- hmatch", þar sem allir era á móti öllum og einnig svokallað „Frag Match“, þar sem spUendur geta verið tveir á móti tveim eða þrír á móti einum. Þetta er athyglisvert því ef sá sem er einn á móti þremur drepur einhvem einn telst það sem þrjú dráp, ef hinsvegar einn af hin- um þrem drepur þennan eina telst það sem eitt dráp, en þetta heldur leiknum í jafnvægi. Einnig er hægt að spUa póstaleik þar sem allir spi- lendumir beijast um að ná fána ein- hverstaðar í leiknum og sá sem nær honum fyrstur vinnur. Síðast en ekki síst er tímasettur leikur þar sem spUendurnir berjast um að ná fána og sá sem hefur haft fánann lengst í enda leiksins vinnur. Hljóð leiksins er einfaldlega ekk- ert sérstakt. Auðvitað skapar það sérstakt andrúmsloft að heyra í skrímslunum stynja langt frá spU- aranum og svo auðvitað öll hljóðin í bakgranninum eins og þotur að brotlenda og svo framvegis en end- urtekningin er bara of mikU og dregur á endanum úr innlifun í leik- inn. Quake 2 fyrir Nintendo 64 er án vafa besta endurgerð á skotleik fyr- ir leikjatölvu sem komið hefur út tU þessa. Leikurinn hægir aldrei á sér nema þegar 4 MB-aukaminnið vant- ar og þegar fjórir spUarar eru í sama herbergi á sama tíma. Hann ætti að vera nóg tU að halda hvaða ofbeldisleikjaáhugamanni sem er ánægðum í langan tíma. Ingvi Matthías Árnason iBook - Byltingarkennd fartölva frá Apple ALLT frá því kvisaðist út um væntanlega fartölvu Apple hafa menn beðið í eftirvæntingu eftir frekari upplýsingum. Á Netinu hefur mátt lesa alls kyns vanga- veltur um tölvuna, útlit hennar og innihald. Stutt er síðan Steve Jobs, afleysingastjómarformaður Apple, kynnti vélina sem væntanleg er á markað í lok næsta mánaðar. Tölvan nýja heitir iBook, sem á sér samhljóm í nafni iMakkans og er ekki síður óhefðbundin í útliti. iBook verður til í tveimur litim tíl að byija með, appel- sínugul og blá, en lok- uð minnir hún nokkuð á eMate tölvuna sál- ugu frá Apple. iBook tölvan verður búin 300 MHz G3 PowerPC ör- gjörva með 512 KB bið- minni, 66 MHz kerfis- braut og 66 MHz minnis- braut, 32 MB innra minni, en styður upp undir 160 MB. í henni verður 3,2 GB harður diskur og innbyggt 24 hraða geisladrif. A tölv- unni era USB-tengi, inn- byggt Ethernet-tengi og 56 K mótald. Einnig verður fáanlegt þráðlaust nettengi sem skilað getur 11 MB á s. gagnaflutn- ingshraða. I tölvunni eru hljóðkort, hátalarar og hljóðnemi, 4 MB ATI Rage skjá- kort. Skjárinn er 12,1“ TFT SVGA og styður 640 x 480 eða 800 x 600 punkta upplausn með milljónum lita. Lyklaborðið er í fullri stærð og neðan við það er snertiflötur til að stýra skjábendlinum. Vélin er ríf- lega 34 sm x tæplega 30 sm og veg- ur þrjú kíló. Rafhlaðan í ferðavél- um finnst mörgum aðalatriðið eða því sem næst, en samkvæmt því sem fram kemur á vefsetri Apple ætti rafhlaðan að duga upp undir sex klukkustundir, sem er talsvert betra en gengur og gerist með Windows fartölvur, enda er PowerPC örgjörvinn talsvert spar- neytnari. Vélarnar verða seldar á í kring- um 100.000 krónur ytra og sam- kvæmt upplýsingum frá Aco, um- boðsaðila Apple á íslandi, verður hún seld á svipuðu verði hér heima, en þegar hafa nokkrar pantanir borist í slíkar vélar til Aco. NYJA iBook- tölvan frá Apple þykir niikil listasmíð. Frábær tilboð á útivörum! Við tökum á móti þér alla helgina! Afgreiðslufími: laugardag 10:00-16:00 og BT Skeifunni sunnudag 13:00-17:00 v Panasonic G520 Þyngd: 150 grömm Skján 3 línur x 12 stafir Rafhlaða: 80 klst. í bið 3 klst. í tali. Innbyggður titrari 14mism. hringingar, SMS smáskilaboð, símaskrá ofl. ofl. Ef þú kaupir T3L þ.e. gerist Tíma- TALs áskrifandi í tólf mánuði með kredit-korti, bjóðast þér þessir frábæru símar á þessu frábæra verði. TSL er 12 mánaða GSM áskrift greidd með kreditkorti eða Veltukorti. Hægt er að velja mismun- andi þjónustuleiðir. Til dæmisTímaTAL 30 sem innifelur 30 mínútna taltíma, talhólf, númerabirtingu og SMS textaskilaboð. Allt fyrir aðeins kr. 990,-á mánuði. NOKIA 5110 KAUPAUKI Þyngd: 167 grömm Skjár: 4 línur x 16 stafir Rafhlaða: 270 klstíbið 5 klst. í tali. Klukka, vekjari, leikir, slmaskrá, mism. hringingar ofl. Vönduð leðurtaska fylgir Nokia 5110 C Lite Line Mhz vé AMD K6 350 Mhz örgjörvi 512 K skyndiminni 32 MB f minni og 3.2 GB diksur 3.5" disklingadrif og 24x geisladrif 12.1" TFT skjár Ending rafhlöðu í vinnslu 3 tímar. Stærð í sm: 32 x 26 x 5 Þyngd 2.9 Kg Windows og Word fylgja élinni. A JENSEN hátalarar Jensen hátaiarar em þekktir fyrir gæði. 90 watta, 10 sm hátalarará frábæni verði. Fullkomið biltæki á frábæru verði. Geisla- spilari. Stafrænt RDS útvarp með stöðvaminni. FM/AM útvarp. Sjálfvirk stöðvaleitun 4 x 35 watta magnari. Tengjanlegt við 4 hátalara. Laus frontur! Hún er komin í Irt og leikimir líka! Allir gömlu leikimir virka áfram. Fullt af nýjum möguleikum.T.d. geta tveir spilað saman og sambandið milli vélanna er þráðlaust. Skeifunni 11 • 108 Rvk • Sími 550 4444 f.. r~ BT • Reykjavíkurvegi 64 • 220 Hafnarf. • Simi 550 4020 P

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.