Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Athugasemdir vegna ráðningar forstöðumanns Gunnarsstofnunar NOKKUR umræða hefur orðið út af þeirri ákvörðun minni að segja mig úr stjórn Gunnarsstofnunar vvegna vinnubragða stjórnar stofnunarinn- ar við ráðningu for- stöðumanns. í greinar- gerð sem ég sendi frá mér gerði ég grein fyr- ir ástæðum þess að ég tók þessa ákvörðun. Við fjölmiðlaumfjöll- un hafa komið fram at- hugasemdir sem gefa mér tilefni til að skýra betur nokkur atriði í greinargerð minni. Morgunblaðið genr Hrafnkell A. Jónsson ágæta út- tekt á málsatvikum föstudaginn 30. júlí. í viðtali við blaðið segir Helgi Gíslason, stjórnarformaður Gunn- ^arsstofnunar, að eðlilegt hafi verið ~að taka til meðferðar umsóknir sem bárust of seint. Hann segir síðan: „I upphafi vissi stjórn ekki betur en hún ætti að hafna um- sóknum sem bærust of seint. Síðan var okkur bent á að okkur væri í sjálfsvald sett hvort svo væri gert. Menntamálaráðuneytið var upplýst um þetta og gerði engar athuga- semdir." Helgi hefur síðan látið þess getið í viðtölum við aðra fjölmiðla að jl^stjórn Gunnarsstofnunar hafi farið að réttum reglum. Ég sé mig knúinn til að rekja nokkuð gang mála í framhaldi af fuUyrðingum stjórnarformannsins. Staða forstöðumanns Gunnars- stofnunar var auglýst í dagblöðum og sjónvarpi fyrri hluta maímánað- ar. Þar var m.a. tekið fram að um- sóknarfrestur væri til 31. maí 1999. Árið 1996 gaf fjármálaráðuneytið út reglugerð um auglýsingar á lausum störfum, Reglugerð nr. 464/1996. Reglugerðin kveður mjög skýrt á um hvernig á að fara að þegar auglýst eru störf í þágu ríkisins. I 4. gr. reglugerðarinn- ar segir m.a: „í aug- lýsingunni um laust starf skulu að minnsta kosti vera upplýsingar um eftirfarandi." Síð- an eru rakin í 11 tölu- liðum hverra upplýs- inga er krafist þegar auglýst er starf í þágu ríkisins. I 4. tölulið er tilgreindur umsóknar- frestur. Þetta er svo skýrt sem verða má. Reglugerðin á m.a. að gæta réttar umsækj- enda, þannig að þeir viti hver staða þeirra er gagnvart þeim sem auglýsir. Alls bárust 10 umsóknir innan tilgreinds umsóknarfrests, sú 11., umsókn Ingveldar G. Ólafsdóttur, barst til formanns degi síðar, for- maður ákvað upp á eigin spýtur að hún hefði komið of seint og sendi hana því ekki frá sér til ráðningar- stofunnar sem fengin var til að hafa umsjón með ráðningunni. Helgi skýrði síðan öðrum stjórnarmönn- um frá ákvörðun sinni, niðurstaðan innan stjórnar var að láta ákvörðun formanns standa. Umsókn Ingveld- ar var þess vegna ekki til skoðunar á þeim tíma sem var verið að ræða við Arthúr Björgvin Bollason. Eftir að Arthúri Björgvini hafði verið hafnað hófst nýr kapítuli í reglu- verki formannsins, hann ákvað að breyta reglunum á nýjan leik þegar hann sótti umsókn Skúla Björns Gunnarssonar og tók síðan umsókn Ingveldar til afgreiðslu þvert á fyrri samþykkt stjórnar. I viðtölum við Helga Gíslason hefur ítrekað komið fram að þetta vinnulag sé í samráði við menntamálaráðuneytið sem hafi samþykkt vinnubrögðin. Ég get ekki annað en lýst furðu minni á því ef vinnubrögð af þessu tagi Gunnarsstofnun Eg get með engu móti setið í þessari stjórn, segir Hrafnkell A. Jónsson, eigi ég með því að sýna þá lítilmennsku að starfa þar gegn sannfæringu minni. Því sagði ég af mér sem stjórnarmaður. þykja góð og gild í ráðuneytinu. Eg er alinn upp við mikla virð- ingu fyrir skáldinu Gunnari Gunn- arssyni, bækur hans eru mér kærastar íslenskra skáldverka. Mér var það mikill heiður að vera skipaður í stjórn Gunnarsstofnun- ar. Eg tel að stjórnin hafi brotið á þeim sem í góðri trú skiluðu um- sóknum um starf forstöðumanns á réttum tíma. Ég get með engu móti setið í þessari stjórn, eigi ég með því að sýna þá lítilmennsku að starfa þar gegn sannfæringu minni. Því sagði ég af mér sem stjórnarmaður. Það er einlæg von mín að Stofn- un Gunnars Gunnarssonar standi af sér þau áföll sem stjórn stofnun- arinnar hefur stýrt henni í. Ég hef ekkert við persónu Skúla Björns Gunnarssonar að athuga, en ég harma þá atburði sem urðu við ráðningu hans. Ég vona af ein- lægni að honum beri gæfa til að stýra þesarri stofnun af meiri rétt- sýni og framsýni en núverandi stjórn hefur gert. Höfundur er héraðsskjalavörður á Héraðsskjalasafni Austurlands, Egilsstöðum. Œ SUMARTILBOÐ Frábært tilboð á Académie snyrtitösku fullri af snyrtivörum. Taskan inniheldur hreinsivatn fyrir augu og andlit 125 ml brún án sólar gel 40 ml dagkrem 40 ml djúphreinsi „peeling" 15 ml Allt þetta fyrir aöeins kr. 2.480* Fæst eingöngu á Académie snyrtistofum á meðan birgðir endast Reykjavík og nágrenni Agnes snyrtistofa Usthúsinu Rvík Snyrtistofa Díu Bergþórugötu 5 Rvik Snyrtistofa Evu Örnu Seljabraut 54 Rvlk Snyrtistofa Grafarvogs Hverafold 2-4 Rvík Snyrtistofa Hðnnu Hjallabraut 33 Hafn. Snyrtlstofa Sigrfðar Eiðlstorgi 13 Seltj. Snyrtistofa Sölveigar Hálsaseli 56 Rvlk Snyrtistofa Þórdlsar Fákafeni 11 Rvlk Snyrtlstofan Hverfisgötu 50 Rvlk Snyrtlstofan Ágústa Hafnarstræti 5 Rvlk Snyrtistofan Gimli Miðleiti 7 Rvfk Snyrtistofan Greifynjan Hraunbæ 102 Rvfk Snyrtistofan Helena fagra Laugavegi 101 Rvfk Snyrtistofan Jóna Hamraborg 10 Kóp. Snyrtistofan Mandý Laugavegl 15 Rvlk Snyrtistofan Rós Engihjalla 8 Kóp. Landið: Snyrtistofa Huldu Sjávargðtu 14 Njarðvlk. Snyrtistofa Önnu Háarifl 83 Rifi Snyrtistofa Katrlnar Skólastlg 11a Stykkishólmur Snyrtlhús Sóleyjar Hafnarstræti 9 Isafjörður Snyrtlstofa Dðmhildar Mýrarbraut 26 Blönduós Snyrtistofan Eva Ráðhústorgl 1 Akureyrl Snyrtistofan Rakel Miðgarði 12 Neskaupstaður Snyrtistofa Sigrúnar Túngötu 15 Reyðarfjðrður Snyrtistofa Guðrúnar Bröttugðtu 5 Vestmannaeyjar Snyrtistofa Þórunnar Túngötu 7 Eyrarbakki Söluverðmæti 4.500 „Ef vér seljum land..." ÞJOÐINáekkiland- ið. Það er misskilning- ur. Við eigum að vísu öll okkar hlut í landinu á sama hátt og við eig- um öll okkar hlut í tunglinu, þyti vindsins og skini stjarnanna. Við getum þess vegna gengið Laugaveginn sönglandi: „Mín borg mín borg". En fæst okkar eiga nokkurn skapaðan hlut í Lauga- veginum. Hinn raun- verulegi eignarréttur er í pörtum í höndum tiltekinna einstaklinga, fullkominn eignarrétt- ur, takmarkaður eignarréttur eða ótakmarkaður afnotaréttur, ígildi fullkomins eignarréttar. Sumir eiga litla íbúð, aðrir búð, aðrir heilu húsaraðirnar, sumir hallir ásamt áburðarverksmiðju í Gufunesi, sum- um þessara eigna fylgja dýrlegar laxár, jarðir í Flóa eða hlutur í Eim- skipafélaginu, „óskabarni þjóðar- innar". Þetta skilja menn. Hitt skilja þeir treglegar að hinn Lauga- vegurinn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er einnig í einkaeign ásamt landinu í kring. Sama gildir um Veiðivötn, Mývatnsöræfi, Hóls- fjöll og Bræðratunguheiði. Allt Jög- formleg eign ákveðinna aðila eins fyrir það þótt þar séu fáir á ferli og eigendur ekki daglegir gestir frem- ur en eigendur Eimskipafélags og Áburðarverksmiðju á sínum eign- um. Hvar sem við erum stödd í land- inu, annarsstaðar en heima hjá okk- ur sjálfum, erum við á eignum og heimalöndum annars fólks. Það á einhver þar heima. Við erum gestir þeirra. Þetta gildir um mig, sem bý í Ölfusinu, þegar ég fer Laugaveg- inn. Laugavegsbúar sýna mér auð- vitað kurteisi og lipurð af því þeir græða á því að ég komi til þeirra. Þeir hafa ýmislegt að selja mér. En ég verð einnig að sýna þeim háttvísi gestsins, ekki leggja bíl fyrir inn- akstursport, gæta að börnum, gam- almennum og gæludýrum sem kynnu að álpast út á götuna, gefa sendibflum og traktorum sjens, fleygja ekki drasli, stilla drykkjulát- um í hóf og alls ekki slá tjöldum á annarra manna lóðum án leyfis. Ná- kvæmlega sama gildir um íbúana við Laugaveginn þegar þeir fara minn veg í Ólfusinu, jafnt þó heiti þjóðvegur númer eitt. Þjóðin er nú um margra ára skeið búin að gera sig að fífli með því að skilja ekki þessa einföldu staðreynd: Hún á ekki landið hvar sem hún fer. Telur sig þó geta gert kröfur á heima- menn í öðrum héruðum um að þeir hagi sér að hennar þörfum, eins þótt hún sé ekki einu sinni komin þangað til að kaupa neitt nema kók og prins póló, innflutt af sjálfri sér. Krefst þess af barnalegri heimtu- frekju að bændur girði sig og fénað sinn af og snáfi með traktorana af veginum svo hún geti haldið sínum hundrað kflómetra hraða áhyggju- laus. íslenskir bændur hafa um aldir Eyvindur Erlendsson Mikii urval af fallegum rumfatnaði Skólavörðuntig 21, Reykjavík, »ími 551 4050 komið sér saman um það að hafa bithaga að mestu sameiginlega. Þetta stafar í fyrsta lagi af landlægri samá- byrgðarkennd, í öðru lagi af því að landið er svo gott sem ógirðan- legt, í þriðja lagi af þeirri trú þeirra, byggðri á reynslu, að grasbítar fari betur með landið fái þeir sjálfir að velja sér ból og í fjórða lagi af víð- lendi jarða sem gera girðingar fjárhagslega ofviða. Þeir kunna að hafa rangt fyrir sér í þessu en það breytir engu. Mergur málsins er sá að það er þeirra að ákveða þetta. Þeir eiga jarðirnar, bithagana og afréttina. Aðrir hafa þar ekki atkvæðisrétt! Og; sá sem leggur veg eða ekur í gegnum bit- haga annars manns, hann geri svo Eignarréttur Hvar sem við erum stödd í landinu, annars- staðar en heima hjá okkur sjálfum, segir Eyvindur Erlendsson, erum við á eignum og heimalöndum annars fólks. vel að sýna af sér mannasiði og virða það líf sem þar lifir og þær reglur sem þar eru í gildi. Það er ekki hans að skipa þar fyrir. Sama gildir raunar um hús og heilu þorp- in sem menn kunna að byggja í þessum ógirta bithaga. Nefni í framhjáhlaupinu að ísland er ekk- ert einsdæmi í þessu þótt einfeldn- ingar haldi það. I Forest of Dean þar sem ég kem stundum, á landa- mærum Englands og Wales, hafa menn sameiginlega ógirta haga. Þar liggur sauðfé á tröppum pósthúss- ins í þorpinu. Þó vantar ekki tölvu- væddan nútímann þar. Siðmenn- ingu ekki heldur. Veit ég vel að þetta sjónarmið er mörgum sem kallar sig nútíma- mann óskiljanlegt og úrelt og jafn- vel „háfleygt", sem er víst alls verst. En hvað er nútíminn og eftir hvaða verðmætum leita „nútímamenn"? Það er augljóst segja menn: Menn eru að taka tilveruna nýjum tökum: Frjáls markaður, fall sósíalismans, samkeppnin, tölvurnar, upplýsinga- flæðið, árið 2000, „og menn stefna ótrauðir inn í framtíðina". Nei. Þetta vitnar ekki um það að menn séu að taka tilveruna nýjum tökum, miklu fremur hið gagnstæða; að menn hafi misst tökin á tilveru sinni. Sjálfvirkt glötunarflug. Skap- andi fólk er, innra með sjálfu sér, að brjóta heilann um allt annað og mikilvægara. Gleymdir smámunir Qarðpúmtustöðui _ r\Xawa^ Ymis tilboð í hverri viku. T^ Opift alla daga frá M, 10 til 19 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.