Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 43' UMRÆÐAN rifjast upp og verða allt í einu öllum nútíma transaxjónum stærri. Á tímum Lincolns forseta buðust indjánar Ameríku til þess að gefast upp í stríðinu um landið. Okkar menn vildu ekki uppgjöfina. Vissu sem var að sá sem neyddur er til uppgjafar hyggur á hefnd. Þeir vildu borga! Svar Seattles höfðingja indjánanna þótti ekki merkilegt þá en rís núorðið eins og fjall yfír aðrar ræður þess tíma, Gettysborgará- varp Lincolns meðtalið. „Ef vér seljum land ... Hinn mikli höfðingi í Washington hefur sent oss orð að hann vilji kaupa vort land ... Vér vitum ekki hvernig vér getum selt klið straumvatnsins, ilm skógarins eða þyt vindsins ... En vér munum selja yður land því vér vitum fullvel að hinn hvíti maður mun koma með byssur og hremma landið af oss þótt vér seljum það ekki..." o.s.frv. Sá er grunur minn að andi þess- arar ræðu og-fleira henni skylt sé nær þeirri nýju hugsun sem nýr tími er að láta af sér vaxa heldur en margmiðlun, frjálst fjármagnsflæði eða dekur stjórnvalda vorra við „hraðaaukningu nútímans" og stóra samninga við hinn alþjóðlega stór- kapítalisma. Andi hins sigrandi hvíta manns er þrátt fyrir öll öskrin á undanhaldi en andi gamla Seattles þess í stað að fá æ meiri hljóm- grunn. Og þótt hann sé e.t.v. ekki orðinn hinn sanni andi yfirstand- andi nútíma þá grunar margan að honum vaxi megn á komandi tíma. Hversu ótrauðir stefnið þér hinir bjartsýnu menn hávaðans, hraða- akstursins og hinna ótæmandi virkjunarmöguleika inn í þá fram- tíð? Svo fór að indjánarnir seldu land. Vatnið þóttust þeir ekki geta selt því það væri Hinn mikli Andi sjálf- ur. Hvítir létu gott heita, sáu raunar engin verðmæti í vatni nema fiski- veiðina eina og skítt með þann hé- gómann. Látum indjánahelvítin eiga vatnið! Þegar borgin Denver í Colorado byggðist neituðu indjánar um vatn. „Arnar okkar munu þorna," sögðu þeir. Fulltrúi stjórn- arinnar sló í borðið og sagði: „Við höfum hér tíu miljónir dollara til að sanna að það sé nóg vatn, hverju svarið þið því?" Fulltrúa indjána vafðist tunga um tönn en svaraði svo: „Við höfum heyrt að ykkar mahni hafi tekist að breyta vatni í vín en að hægt sé að breyta tíu milj- ón dollurum í vatn, það höfum við ekki heyrt." Þetta þótti hörkugott tilsvar. En hvað dugði það? Ná- kvæmlega hreint ekki neitt. Tíu miljón dollararnir dugðu. Borgin var byggð, vatnið tekið, árnar þorn- uðu, byggðir hins snjalla rauða manns eyddar! Framsýnin reyndist hans. Þessi dæmisaga er hér sögð til ábendingar um tvennt. I fyrsta lagi: Tímar breytast. Hugsunarháttur breytist. Það sem einu sinni var verðlaust getur orðið dýrast alls áð- ur en varir. I öðru lagi: Þótt einhver sé öðrum gleggri á það hvað raun- verulega máli skiptir og hafi um það hittin svör þá skulu menn ekki halda að sá málstaður hafi þar með sigrað. Það þarf meira en góðan kjaft eður hvassan penna gegn tíu miljónum dala. Gætið að því! Höfundur er smiður, myndlistar- maður, leikstjóri, höfunður. , 4 Lat, qardagav VSS'& m &MS Opi&: món.- fim. 10.00 - 18.30 fcs. 10.00-19.00 lau. 10.00-18.00 KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.