Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 43

Morgunblaðið - 07.08.1999, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 43 UMRÆÐAN rifjast upp og verða allt í einu öllum nútíma transaxjónum stærri. Á tímum Lincolns forseta buðust indjánar Ameríku til þess að gefast upp í stríðinu um landið. Okkar menn vildu ekki uppgjöfina. Vissu sem var að sá sem neyddur er til uppgjafar hyggur á hefnd. Þeir vildu borga! Svar Seattles höfðingja indjánanna þótti ekki merkilegt þá en rís núorðið eins og fjall yfir aðrar ræður þess tíma, Gettysborgará- varp Lincolns meðtalið. „Ef vér seljum land ... Hinn mikli höfðingi í Washington hefur sent oss orð að hann vilji kaupa vort land ... Vér vitum ekki hvernig vér getum selt klið straumvatnsins, ilm skógarins eða þyt vindsins ... En vér munum selja yður land því vér vitum fullvel að hinn hvíti maður mun koma með byssur og hremma landið af oss þótt vér seljum það ekki...“ o.s.frv. Sá er grunur minn að andi þess- arar ræðu og-fleira henni skylt sé nær þeirri nýju hugsun sem nýr tími er að láta af sér vaxa heldur en margmiðlun, frjálst fjármagnsflæði eða dekur stjórnvalda vorra við „hraðaaukningu nútímans" og stóra samninga við hinn alþjóðlega stór- kapítalisma. Andi hins sigrandi hvíta manns er þrátt fyrir öll öskrin á undanhaldi en andi gamla Seattles þess í stað að fá æ meiri hljóm- grunn. Og þótt hann sé e.t.v. ekki orðinn hinn sanni andi yfirstand- andi nútíma þá grunar margan að honum vaxi megn á komandi tíma. Hversu ótrauðir stefnið þér hinir bjartsýnu menn hávaðans, hraða- akstursins og hinna ótæmandi virkjunarmöguleika inn í þá fram- tíð? Svo fór að indjánarnir seldu land. Vatnið þóttust þeir ekki geta selt því það væri Hinn mikli Andi sjálf- ur. Hvítir létu gott heita, sáu raunar engin verðmæti í vatni nema fiski- veiðina eina og skítt með þann hé- gómann. Látum indjánahelvítin eiga vatnið! Þegar borgin Denver í Colorado byggðist neituðu indjánar um vatn. „Árnar okkar munu þoma,“ sögðu þeir. Fulltrúi stjóm- arinnar sló í borðið og sagði: „Við höfum hér tíu miljónir dollara til að sanna að það sé nóg vatn, hverju svarið þið því?“ Fulltrúa indjána vafðist tunga um tönn en svaraði svo: „Við höfum heyrt að ykkar manni hafi tekist að breyta vatni í vín en að hægt sé að breyta tíu milj- ón dollurum í vatn, það höfum við ekki heyrt.“ Þetta þótti hörkugott tfisvar. En hvað dugði það? Ná- kvæmlega hreint ekki neitt. Tíu miljón dollaramir dugðu. Borgin var byggð, vatnið tekið, ámar þom- uðu, byggðir hins snjalla rauða manns eyddar! Framsýnin reyndist hans. Þessi dæmisaga er hér sögð til ábendingar um tvennt. I fyrsta lagi: Tímar breytast. Hugsunarháttur breytist. Það sem einu sinni var verðlaust getur orðið dýrast alls áð- ur en varir. I öðra lagi: Þótt einhver sé öðrum gleggri á það hvað raun- veralega máli skiptir og hafi um það hittin svör þá skulu menn ekki halda að sá málstaður hafi þar með sigrað. Það þarf meira en góðan kjaft eður hvassan penna gegn tíu miljónum dala. Gætið að því! Höfundur er smiður, myndlistar- maður, leikstjóri, höfundur. Utniniutn) Sláttuvélar \ NjCíS/ Opið: mán.- fim. 10.00 - 18.30 fös. 10.00-19. lau. 10.00-18. KRINGL4N m 8 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.